Hlöðuveggur

Hlöðuveggur

Hjörtur Hjartarson hefur gagnrýnt íslenska valdhafa og stjórnmálastétt opinberlega um langt árabil, bæði í orði og verki. Yfirleitt málefnalega og alltaf hiklaust. Hann er sannfærður um að landsmenn muni gera það sem gera þarf til að endurnýja samfélag sitt á nýjum og heilbrigðum grunni. Í því felst afdráttarlaust uppgjör við hrunið og að Íslendingar semji sér eigin stjórnarskrá.

 • Spillingin.is

  Áður en skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis var gefin út fyrir réttum þremur árum, var fengið mat sálfræðinga á því hver áhrif hennar gætu orðið er hún kæmi fyrir almenningsjónir. Reynt var að meta hvort hér yrðu uppþot og hvort ráðist yrði á stjórnmálamenn og stjórnendur og eigendur hinna föllnu banka. Þessi varúðarráðstöfun var sjálfsögð, enda efni skýrslunnar hrikaleg lýsing á samkrulli íslenskra ...

  Skrifa athugasemd

 • „TÁKNRÆNT UPPGJÖR VIÐ LIÐNA TÍГ

  Af hverju ætti maður að kjósa ríkisstjórnarflokkana tvo, Samfylkingu eða Vinstri græn? Af hverju að kjósa staðgengla þegar maður getur fengið „the real thing“, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk? Það er hægt að tala um „taktísk“ mistök í stjórnarskrármálinu eða heimsku. Pólistískt og siðferðilega er hins vegar um að ræða hrein og klár svik. Ríkisstjórnarflokkarnir fráfarandi áttu þann kost a ...

  Skrifa athugasemd

 • Góðar fréttir

  Þegar fjármálaráðherra hrunstjórnarinnar, Árni Mathiesen, hélt á fund Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í Washington 9. október 2008 var skrapað saman handa honum reiðufé í útlendum gjaldeyri. Ekki var hægt að treysta því að greiðslukort ráðherrans yrði tekið gilt. „Ég held ég hafi nánast verið með síðasta gjaldeyrinn úr Seðlabankanum, því að þeir höfðu látið Kaupþing hafa allan gjaldeyrisforðann sem þeir voru með hérna heima þannig að þa ...

  Skrifa athugasemd

 • Eru þau gengin af göflunum?

  Þorkell Helgason stærðfræðingur spyr á bloggi sínu í dag: "Hvaða rannsókn skyldi nú hafa farið fram? Hvaða siðferðilegan rétt hefur þetta þing á lokadögum að binda komandi kynslóðir og gera þeim illmögulegt að komast út úr bráðabirgðastjórannarskránni frá 1944? [...] Vita þingmenn hvað þeir eru að gera?" Mætum á Austurvöll kl. fimm í dag. Viðburður á facebook - Bjóðið öllum ykkar vinum: http://www.facebook.com/events/263881327080505/   Blogg Þorkels: http ...

  Skrifa athugasemd

 • Hrollvekjandi

  Hin glænýja forysta, Árni Páll Árnason, Guðmundur Steingímsson og Katrín Jakobsdóttir eru öll skilgetin afkvæmi stjórnmálamenningar sem til stóð að vinna bug á, breyta, meðal annars með nýrri stjórnarskrá. Líklega var aldrei við því að búast að þeirra kynslóð myndi leiða breytingarnar, en hugsanlegt að yngra fólk í flokkunum taki við sér. Líka er hugsanlegt að slík endurnýjun geti ekki átt sér stað innan flokkanna ...

  Skrifa athugasemd

 • Tækifærið er núna, Guðmundur

  Guðmundur Steingrímsson er með hugmynd um að parkera nýju stjórnarskránni fram yfir kosningar og breyta aðeins því hvernig stjórnarskránni yrði breytt. Það er, að ekki þyrfti til þess tvö þing með kosningum á milli, líkt og verið hefur alla tíð. Rök Guðmundar eru helst þau, að ef nýja stjórnarskráin yrði samþykkt í miklum ágreiningi á þessu þingi, þá væri óvíst að næsta þing samþykkti hana. Þar með t ...

  Skrifa athugasemd

 • Sátt Bjargar

  Björg Thorarensen var í venjubundnu kranaviðtali gegn nýju stjórnarskránni í fréttum rúv. í gær. Björgu finnst Alþingi ekki hafa tíma til að afgreiða nýju stjórnarskrána, ekki að öllu leyti. Það væri ekki raunsætt að ætla sér það. Björg vill aðeins gera þær breytingar á stjórnarskrá sem sátt er um og halda endurskoðuninni áfram síðar.  Um hvaða atriði er sátt, hvaða atri ...

  Skrifa athugasemd

 • Ekki aftur Gamla Ísland

  Uggvænlegt er skilningsleysið, hrokinn og lítilsvirðingin sem stór hluti alþingismanna sýnir stjórnarskrárferlinu, heilunarferlinu sem hófst í kjölfar hrunsins. Sumir virðast alveg hafa gleymt því sem lagt var upp með, aðrir eins og þeir hafi aldrei botnað upp né niður í því. Það á ekki aðeins við um þingmenn sem ljóslega hafa viljað koma málinu fyrir kattarnef frá byrjun, og ætla sér það enn, hvað sem líður vilja meiri hluta Al ...

  Skrifa athugasemd

 • Engin jafnast á við þá fyrstu

  Ef einhverjum finnst í raun erfitt að kjósa, getur hann látið nægja að svara aðeins einni spurningu á kjörseðlinum 20. október. Hann getur látið allar aðrar spurningar eiga sig eða svarað hverri þeirra sem hann vill. Þannig er atkvæðið gilt. Ef einhver kýs að svara aðeins einni spurningu á kjörseðlinum, hvaða spurning ætti það að vera?  Svarið er einfalt. Fyrsta spurningin skiptir öllu máli:  „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs ...

  Skrifa athugasemd

 • Vísvitandi vanræksla

  Það er yfirleitt holur hljómur í málflutingi þeirra fáu sem standa gegn endurnýjun stjórnarskrárinnar, nýju stjórnarskránni. Meðal annars hefur vísvitandi verið haldið á lofti þeirri blekkingu eða sögufölsun, að stjórnarskráin frá 1944 hafi notið mikillar hylli meðal landsmanna. Það er rangt. Enginn vafi leikur á að lýðveldisstjórnarskráin var samþykkt til bráðabirgða, með því fyrirheiti og þeim einlæga ásetningi allra stjórnmálaforkólfa landsins ...

  Skrifa athugasemd

 • Óvissuferð

    Það sjónarmið hefur heyrst að frumvarp að nýrri stjórnarskrá feli í sér of miklar breytingar, það sé of róttækt. Með því væri lagt upp í óvissuferð. Sumir hafa jafnvel sagt eitthvað á þá leið, að verið væri að setja sjálfa stjórnskipunina „upp í loft“. Það er rangt. Þvert á móti er verið að festa í sessi núverandi stjórnskipun með því, meðal annars, að skýra hlutverk forseta Íslands, draga skýrari skil milli þriggja þátta ríkisvaldsins og ...

  Skrifa athugasemd

 • Þetta er stórhættulegt!

  LÍÚ mun taka heilshugar undir með Ágústi Þór frá Háskólanum á Akureyri í Kastljósi kvöldsins: Ekki kjósa nýja stjórnarskrá 20. október. Segið nei  við 1. spurningunni. LÍÚ veit sem er að ný stjórnarskrá er stórhættuleg. Búið áfram við núverandi kvótakerfi - eða Grýla kemur og tekur ykkur.  Sjáið hvað þetta er hættulegt: "34. gr. Náttúruauðlindir. Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru ...

  Skrifa athugasemd

 • Spillingin er í Iðnó – vertu með

  Ég mæli með borgarafundi Stjórnarskrárfélagsins í Iðnó í kvöld 19. september kl. 20. Sumir meina að það sé að rofa til í efnahagslífi landsins, aðrir að svo sé ekki. Ef við gæfum okkur að efnahagslífið sé að braggast, hefðum við þar með komist yfir Hrunið?  Líklega myndu flestir þvertaka fyrir að svo væri. Þótt skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sé ekki lengur á allra vörum, þá er hún heldur ekki gleymd, eins og einhverjir ...

  Skrifa athugasemd

 • Þjóðaratkvæðagreiðsla um frumvarp Stjórnlagaráðs 20. október

  Alþingi kvað upp úr með eina og aðeins eina dagsetningu í þingsályktun 24. maí. Sú dagsetning er 20. október. Það er kjördagur. Þann dag munu almennir kjósendur fá tækifæri til þess að segja álit sitt á frumvarpi Stjórnlagaráðs að nýrri og endurskoðaðri stjórnarskrá. Alþingi hefði, samkvæmt ályktuninni, getað ákveðið að þjóðaratkvæðagreiðslan færi fram fyrir þann tíma, en gerði það ekki. Því gildir 20 ...

  Skrifa athugasemd

 • Stöðvið ofbeldið

  Óskaplega gengur þingmönnum illa losa sjálfa sig og Alþingi undan inngrónum valdhroka Sjálfstæðisflokksins. Eru þeir hræddir? Hefur áratuga kverkatak flokksins á íslensku samfélagi (með víðtækum persónunjósnum, berufsverbot og alles) skilið eftir sig slík ónot í sálarlífi manna?  Almenningur á Íslandi herti upp hugann í byrjun árs 2009 og hrakti ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins frá völdum, eftir að landið hafði verið keyrt í fjárhagslegt þrot þannig að það átti allt undir ...

  Skrifa athugasemd

 • Fallegasti dagur ársins

  Sumardagurinn fyrsti. Fallegasti dagur ársins. Megi nú vora fyrir alvöru í þjóðlífi okkar og samfélagi. Vonir mínar eru bundnar við nýja stjórnarskrá og heiðarlegt uppgjör við hrunið. Lagalegt, pólitískt og siðferðilegt uppgjör, án undansláttar og án illsku og heiftar. Reiði er eðlileg en vonleysi má ekki ná yfirhöndinni. Sennilega eigum við langa leið fyrir höndum en höfum enga haldbæra eða siðlega ástæðu ...

  Skrifa athugasemd

 • Verði þinn vilji

  Jóhanna Vigdís þingfréttaritari fiskaði í kvöldfréttum upp stjórnmálafræðiprófessor, Gunnar Helga Kristinsson, sem taldi eðlilegt að, úr því sem komið væri, þá réði Sjálfstæðisflokkurinn því að kjósendur fengju ekki kosið um frumvarp að nýrri og endurskoðaðri stjórnarskrá samhliða forsetakosningum í sumar. Skítt veri með vilja meirihluta Alþingis, skítt veri með vilja meirihluta kjósenda. Verði þinn FLokksvilji. Vonandi verður ekki hlustað á þessi ór ...

  Skrifa athugasemd

 • Varúð!

  Greinilegt er að leggja á allt í sölurnar til þess að kæfa rödd almennings, koma í veg fyrir að hann geti sagt skoðun sína á frumvarpi að nýrri og endurskoðaðri stjórnarskrá samhliða forsetakosningum í sumar. Hvort það tekst ræðst á miðnætti í kvöld. En eitt er víst, að tilgangurinn er jafnsvívirðilega ómerkilegur og meðulin. Þingmaður að nafni Ásmundur E. Daðason hefur lagt sitt litla lóð á vogarskálarnar. Ómerkilegar og óheiðarlegar dylgjur ...

  Skrifa athugasemd

 • Áhyggjur Ögmundar óþarfar

  Ögmundur segist vera meðmæltur frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. En, hann er búinn að finna út að hann geti ekki stutt frumvarpið nema að engin mál verði undanþegin þjóðaratkvæðagreiðslu að frumkvæði 10% kjósenda. Allt eða ekkert. Til að krydda ágreiningsefnið heldur Ögmundur því fram að samkvæmt nýju stjórnarskránni hefði ekki verið hægt að kjósa um Icesave, því þjóðréttarsamningar séu þar undanþegnir ...

  Skrifa athugasemd

 • Orð Jóhönnu gegn afturhaldi allra flokka

  Daginn sem þing var sett á liðnu ári kvað forsætisráðherra upp úr með að kjósendur skyldu fá að greiða atkvæði um frumvarp að nýrri stjórnarskrá samhliða forsetakosningum í sumar. Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla verður því um stjórnarskrárfrumvarpið 30. júní næstkomandi, ef marka má orð Jóhönnu Sigurðardóttur. Eftir þúsund manna þjóðfund, almennar kosningar til stjórnlagaþings, skipun Stjórnlagaráðs, fjögurra mánaða fr ...

  Skrifa athugasemd