Heiða B. Heiðars

Oft fljótfær og stundum pínu kjaftfor frekjudós sem sér ekki alltaf ástæðu til að hugsa áður en hún talar. Algjörlega ónæm fyrir þolinmæði og játar á sig einstaka annmarka..... en ekkert sem tekur því að nefna.
Heiða B. Heiðars

Næst á dagskrá; mótmæli

Einhvern tímann sagðist ég vera búin að mótmæla nóg til að duga mér út ævina. 

Ég er eiginlega orðin sannfærð um að það skipti engu máli hverjir stjórna, þeir eyðileggi bara mismikið og misjafna hluti. En öll stjórnvöld eiga það sameiginlegt að vera til vandræða á meðan við höfum stjórnlög sem leyfa þeim að komast upp með það og á meðan það er gróði handan við hornið og sterk hagsmunasamtök sem vilja komast í hann. 
Sem er svo sem ekki alslæmt. Það er fólk sem er drifiið áfram af hugsjónum sem fela í sér gróða sem drífur hagkerfið áfram. Það, í sjálfu sér, er ekkert slæmt. 

Það sem er slæmt er þegar við hættum að tjá skoðanir okkar á því hvernig við viljum skipta honum. Í hvað sameiginlegir sjóðir eiga að fara og hvað það er sem telst til sameiginlegra sjóða.
Þess vegna er ég ekki búin að mótmæla nóg til að duga mér út ævina

Ég ætla að mæta á mótmæli á mánudaginn af því að það er það sem maður á að gera ef maður er ósáttur. Það er bara svo einfalt.
Það er leið til þess að láta stjórnvöld vita að maður er ósáttur og að manni standi ekki á sama.  
Ég ætla að gera mitt til að láta þessi stjórnvöld vita að mér finnst þau á rangri leið. 
Ég ætla að gera mitt til að láta þessi stjórnvöld vita að mér finnst þau sýna þjóðinni hroka, lítilsvirðingu og sinnuleysi
Ég ætla að gera mitt til að láta þessi stjórnvöld vita að ég get alveg sætt mig við að þau sitji áfram ef þau hlusta.  

Sjáumst á Austurvelli á mánudaginn kl 17.
Sendum skilaboð. Sýnum hvað við viljum.
 
ps. Hanna Birna er ennþá ráðherra. Hvað er það? 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.