Heiða B. Heiðars

Heiða B. Heiðars

Oft fljótfær og stundum pínu kjaftfor frekjudós sem sér ekki alltaf ástæðu til að hugsa áður en hún talar. Algjörlega ónæm fyrir þolinmæði og játar á sig einstaka annmarka..... en ekkert sem tekur því að nefna.

 • Næst á dagskrá; mótmæli

  Einhvern tímann sagðist ég vera búin að mótmæla nóg til að duga mér út ævina. Ég er eiginlega orðin sannfærð um að það skipti engu máli hverjir stjórna, þeir eyðileggi bara mismikið og misjafna hluti. En öll stjórnvöld eiga það sameiginlegt að vera til vandræða á meðan við höfum stjórnlög sem leyfa þeim að komast upp með það og á meðan það er gróði handan vi ...

  Skrifa athugasemd

 • Þetta "léttvæga" Lekamál og "endalaus" fréttaflutningur DV

  Þið sem eruð of treg til að nenna að átta ykkur á því að Lekamálið er eitt stærsta, ef ekki það allra stærsta mál sem íslensk stjórnsýsla hefur troðið ofan í kokið á okkur ættuð kannski að fá einhvern til að útskýra það eins og þið séuð þriggja ára. DV mun væntanlega og vonandi fylgja því eftir þangað til því lýkur á einn eða annan veg. Vonandi munu hinir fjölmiðlarnir hætta að kveinka s ...

  Skrifa athugasemd

 • All You Need Is Love...daddaraddada

  Ég stend frammi fyrir lúxus vandamáli. Ég veit ekki ennþá hvað ég ætla að kjósa á morgun. Aldrei þessu vant þá er það ekki vegna skorts á góðum möguleikum... þeir eru fjórir og allir jafn góðir, af misjöfnum ástæðum þó. Þannig að ég þarf bara að setjast niður og gera upp við mig hvaða mál það eru sem mér finnst mikilvægust til að búa áfram í góðri borg. En ég veit að ég l ...

  Skrifa athugasemd

 • Siðleysi ritstjórna - Lætur þú plata þig?

  Þetta er auglýsingEn það kemur hvergi fram. Þú, lesandi góður, átt að trúa því að Marta María sé svona sjúklega hrifin af þessari vöru að hún sá sig knúna til að koma þeim skilaboðum til ykkar sem finnst þið of krumpaðar í kringum augun til að birta "selfie" á facebook eða öðrum samfélagsmiðlum. Marta María er ekkert ein sem gerir út á það að plata þig til að halda að auglýsing sé ritstjórnarefni ...

  Skrifa athugasemd

 • Ofgnótt vs skortur

  Við búum í landi ofgnóttar. Það er gjörsamlega galið hvað við, sem þjóð, eyðum miklum peningum í drasl sem við þurfum ekkert á að halda.En á sama tíma eru tvær fréttir á RÚV í dag sem ættu að vekja okkur til umhugsunar. Ein er um svöng börn sem hamstra mat í  Vinasetrinu. Þau eiga ekki góð föt né skó. Önnur er um það að 1700 manns missa rétt til atvinnuleysisbóta á árinu. Eitthvað af þeim á börn.  Síðan ...

  Skrifa athugasemd

 • Fórnarlambaþrá og dass af athyglissýki?

  Þegar ég var að alast upp í Keflavík var karl sem við kölluðum "typpakallinn" af því að hann fékk kikk út úr því að sýna sprellann á sér. Hann óð ekkert um bæinn í rykfrakkanum einum saman. Hann var bara heima hjá sér og þegar hann varð var við okkur að reyna að kíkja á gluggana hjá sér þá dró hann gardínurnar frá og stóð allsber við gluggann og skakaði mjöðmunum þannig að tittlingurinn á honum sveiflaðis í hringi ...

  Skrifa athugasemd

 • Af hverju getið þið ekki bara skilið þetta?

  Kolbrún Björnsdóttir hefur orð á því að það sé ekki við hæfi að nefna útlit kvenna sem mættu í þátt Gísla MarteinsSjá hér; http://www.dv.is/menning/2014/2/21/kolbrun-gagnrynir-gisla-martein-D806H5/ Af hverju skiljið þið ekki hvað er athugavert við þetta?Það er ekkert að því að slá fólki gullhamra eða hrósa því á annan hátt. En það er staður og stund fyrir allt og þetta var hvorki staðurinn né stundin til að kynna ...

  Skrifa athugasemd

 • Birni Bjarnasyni svarað

  Kæri BjörnÞú ferð mikinn á bloggsíðunni þinni (http://www.evropuvaktin.is/i_pottinum/32318/) og í þetta skiptið þykir mér þú seilast ansi langt. Á meðan ég, sölustjórinn, er að hvetja starfsfólkið mitt til að selja auglýsingar í fjölmiðilinn er heil ritstjórn að vinna sína vinnu, meðal annars við að standa vaktina vegna lekamálsins í innanríkisráðuneytinu.En það er þá væntanlega til marks um hvað þau á ritstjórninni hafa vandað vinnubrögðin sín ...

  Skrifa athugasemd

 • Bíð spennt

  Ég bíð spennt eftir því að fá að vita hver tekur við ráðherrastól Hönnu Birnu. Og þó svo að það sé ljóst að Hanna Birna verði að víkja, þá er spurning hvort það verður á meðan lögregla rannsakar meint brot hennar eða hvort hún fer alveg.Hvað haldið þið? 

  Skrifa athugasemd

 • Samskipti mín við Putin

  Samkvæmt mínum bókum er Putin spilltur, gráðugur og einstaklega vondur forseti. Hann er vondur fyrir Rússland og rússnesku þjóðina. Hann er vondur fyrir heiminn og mannkynið allt. Ég þoli hann ekki og hann hræðir mig. Það hræðir mig að Rússland skuli komast upp með að þverbrjóta sjálfsögð mannréttindiÞað hræðir mig líka að Rússland skuli komast upp með að fangelsa og jafnvel drepa fólk fyrir það eitt ...

  Skrifa athugasemd

 • Siginn rass og skegg!

  Ég kann alveg að meta allar greinarnar, fyrirlestrana og fagurgalana um það hversu gott það er að eldast....stundum að minnsta kosti.En svona heilt yfir þá þoli ég það ekki. Alls ekki.Ég horfi á þessa konu í speglinum og kannast ekki við hana. Það sem (mér fannst) helst prýða mig var dökka hárið mitt. Það er ekkert dökkt við það lengur. Nú er ég bara í eilífri baráttu við að fela grá hár. Ég held að hvert einasta h ...

  Skrifa athugasemd

 • Syndir mínar

  Mig blóðlangar til að segja hversu brjálæðislega galið það skuli vera að Hanna Birna skuli komast upp með að standa á öskrinu í pontu í Alþing þegar hún er beðin um svör við grafalvarlegum leka á einkahögum þriggja einstaklinga. Svo gæti ég haldið langar ræður um það hvernig framkoma hennar hefur verið gagnvart fjölmiðlum, ekki bara DV, nú hefur hún svikist um að mæta á síðustu stundu í Kastljós.Aðstoðarmenn ráðherra og ...

  Skrifa athugasemd

 • Hinn fagri norræni stofn?

  Geir Haarde á ættir að rekja til hins "fagra norræna stofns" og fann greinilega til sín sem slíkur á mótunarárum sínum sem ungur maður. Síðan þá hefur greinilega mikið vatn runnið til sjávar af því að ég minnist þess ekki að hafa séð glitta í þessar skoðanir hans síðan.Þegar Geir skrifar þessa grein er ég fjögurra ára að alast upp í Keflavík með svarbrúnt hár, dökk augu og frekar dökk á hörund ...

  Skrifa athugasemd

 • Við megum ekki gleyma

  Í dag á Búsáhaldabyltingin fimm ára afmæli. Ég tók þátt í henna og mér finnst mikilvægt að við gleymum því aldrei að hinn almenni borgari á Íslandi tók afstöðu. Og kom henna áleiðis. Það hefur ýmislegt verið sagt og skrifað um þennan tíma. En ég mun aldrei sitja þegjandi undir því að þeir sem hafa hag af því að breyta sögunni breyti þeirri upplifun sem ég og svo ótal margir lifðu. Þetta er agalega langur pistil. En ...

  Skrifa athugasemd

 • Stundum er bara of erfitt að elska RÚV

  Ég elska RÚV Ég eins og væntanlega öll þjóðin, á margar góðar minningar tengdar RÚV. Fjölskyldustund á fimmtudagskvöldum að hlusta á útvarpsleikritið, hlusta á Góða dátann Sveijk með pabba...eða öllu heldur horfa á pabba veltast um af hlátri.  RÚV á pláss í hjörtum okkar allra og ég elska hugmyndina á bak við stofnunina og mér þykir vænt um raddirnar og andlitin sem hafa fylgt mér í gegnum í árin.  EN þegar útvarpsstjóri segir að 5 millj ...

  Skrifa athugasemd

 • Þegiðu og vertu með á gleðigaleiðunni

  Hugsanalöggan er komin í gírinn.Nú eiga allir að sýna nýrri ríkisstjórn og þingmönnum þeirra flokka samvinnuvilja, jákvæðni, trú og klappa það upp til góðra verka. Gagnrýni er bönnuð.Gagnrýni er amk bönnuð nema hún komi fram með afskaplega hlýlegum undirtóni og það er algjörlega bannað að gagnrýna einstaka þingmenn eða ráðherra og alls ekki hugmyndir þeirra, hversu galnar sem þær kunna að veraÞeir ...

  Skrifa athugasemd

 • Áróður

  Ég hef verið frekar spök og ekki verið mikið í því að reyna að hafa áhrif á það hvað fólkið í kringum mig kýs. Það er alls ekki af því að ég sé svona tillitssöm. Ég hef bara haft nóg með að reyna að finna út úr því sjálf hvert mitt atkvæði eigi að fara. Ég sé fram á það að vera konan sem var sjúklega lengi inn í kjörklefanum. Ég fer nefnilega ekki frá atkvæðaseðlinum mínum fyrr en ég finn að ég er orðin ...

  Skrifa athugasemd

 • Að gelda Sjálfstæðismann án deyfingar

  Ég er að spá...Nú er ég orðin frekar forvitin um það hvernig maður ber sig að þegar maður geldir karldýr.Ég hef aldrei verið í sveit...eða jú, einu sinni í korter. Mér fannst lyktin svo vond og fíni kjóllinn minn passaði eitthvað svo illa við sveitabæinn að ég öskraði þangað til ég varð blá í framan og foreldrar mínir játuðu sig sigraða og tóku mig með aftur heim. Sjálfst ...

  Skrifa athugasemd

 • D.ritstjóri Moggans

  Mér finnst soldið fokið í flest skjól að leggjast í sömu skotgröf og Davíð Oddsson. En kvenfyrirlitning ritstjórans kallar eiginlega á að hann verði kallaður D.ritstjóri héðan í frá.Karl sem kallar konu í stjórnmálum G.luggaskraut á því miður ekkert betra skilið. kveðja frá starfsmanni svínanna, DV -sem er reyndar vísun í aðra kalda kveðju úr sömu leðjulegu skotgröf 

  Skrifa athugasemd

 • Áhyggjulausa tríóið fær engar skammir

  Mér finnst magnað að fylgjast með því hvað það er mikið af fólki með andateppu af heilagri reiði yfir því að Jóhanna og Steingrímur skuli ekki búin að pakka oní tösku og farin til Kuala Lumpur með frímerki á rassinum af því að þau gengu hart á eftir því, vægast sagt, að verstur, vondur eða skárri yrði undirritaður. Það eru örfáir dagar eftir af störfum þingsins og nokkrar vikur í kosningar og eins og sumir pólitíkusar sem hafa vondan málstað að verja og þykjast elska ...

  Skrifa athugasemd