Gurrí

Gurrí

Gurrí er aðstoðarritstjóri Vikunnar og annáluð fyrir smekk sinn fyrir ljúffengu eðalkaffi. Hún hefur komið víða við í fjölmiðlum á löngum ferli og lætur sér fátt óviðkomandi. Gurrí er í hópi vinsælustu bloggara landsins.

 • Góðar útsölur og plebbalegt útborðelsi

  Þrátt fyrir fréttir af fjölda innbrota lét ég eftir syninum að fara út og með honum á útsölur á Skaganum. Hann veit þó að móðir hans er ekki mjög hrifin af búðarápi en undanfarna daga hefur þó verið rápað óvenjumikið - mest fyrir kettina þó. Ekki er miklu að stela ... en kettirnir gætu orðið hræddir við ókunnuga innbrotsþjófana. Við byrjuðum á því að fara í Nínu (þar-sem-Dorrit-verslar-er-þér-óhætt-búðin). Sonurinn fór ofsaglaður ...

  Skrifa athugasemd

 • Stóra lopapeysulögmálið

  Ekki er laust við að spenningur ríki fyrir flutningum (vinnunnar) í Garðabæinn eftir viku. Maður hefur ekið hratt þarna í gegn nánast án viðkomu áratugum saman á leið út á Álftanesið fagra eða í Hafnarfjörðinn sem er heldur ekki slæmur. Nýja götunafnið líkist óhugnanlega mikið því gamla ... ef maður segir annað hratt gæti verið hægt að rugla því saman við hitt. Lyngháls - Lyngás ... þetta er varla tilviljun. Mæli með að vi ...

  Skrifa athugasemd

 • Óvænt á strætófundi

  Spennandi strætófundur var haldinn í gærkvöldi í Garðakaffi þar sem þrír fulltrúar frá Strætó bs útskýrðu þær breytingar sem verða núna í júní. Eins og tilkomu nýrra vagna þar sem pláss verður fyrir standandi farþega fyrir utan sæti með beltum. Strætókaddlarnir voru skýrir og skilmerkilegir og verulega gaman að sjá þá í eigin persónu eftir samskipti sím- og bréfleiðis. Málið er undir bæjarstj ...

  Skrifa athugasemd

 • Hviður kannski bannaðar ...

  Ég hlammaði mér hjá elsku Ingu í strætó í morgun, eins og svo oft. Náði að spjalla í 23 sekúndur við  Höfðabrautarvilliinginn og pólsku vinkonuna á stoppistöðinni áður en strætó kom brunandi með Hauk undir stýri. Jú, nokkur hálka var en samt labbaði ég tiltölulega óhallærislega ... og frekar kalt var úti en ég var með tvo trefla. Inni í vagninum ríkti heitt andrúmsloft, bæði heitt og þrungið ...! Það verður nefnilega haldinn ...

  Skrifa athugasemd

 • Ósnobbuð (ó)syngjandi í bílfarsleit

  Í gærkvöldi vissi ég að ég kæmist til vinnu ... en ekki heim - með strætó sem sagt. Þetta með heimferðina tengist mögulegum vindhviðum á Kjalarnesi og heigulsskap strætó með öryggi-farþega-í-fyrirrúmi-dæmi eitthvað. Ég auglýsti á Facebook í gærkvöldi - eftir fari heim - og uppskar ekki mikinn skilning ... bara: Af hverju vinnur þú ekki heima? (Svar: Ekki hægt/nánast ómögulegt á föstudögum, skiladögum) og Af  hverju tekurðu ekki bílpróf? (Svar: Ég ...

  Skrifa athugasemd

 • Stuðningur vegna sektarinnar

  Nú í dag kom ákveðin níðurstaða í dómsmálið mitt vegna bótanna sem ég var dæmd til að greiða. Ég mun fá stuðning með restina af sektinni þannig að ég ætla að loka söfnunarreikningnum. Ég þakka öllum sem hafa lagt inn á reikninginn og stutt mig á annan hátt innilega fyrir hjálpina. Þið eruð yndisleg. :) Mig langar líka að koma leiðréttingu á framfæri. Stór hluti af sektinni er vissulega lögfræðikostnaður en ...

  Skrifa athugasemd

 • Hefnd einkabílstjórans ...

  Náði bókstaflega að gera ALLT í morgun á aðeins einu kortéri. Meira að segja klappa hinum ástreitna Kela sem elti mig um allt á meðan ég hljóp á milli herbergja og tíndi saman föt, kaffi og slíkt. Og með því að spretta aðeins úr spori náði ég strætó - en ekki mátti miklu muna að svo færi ekki. Og jú, ég er í Facebook-hópi með fólki sem hleypur hallærislega svo þetta var ekki f ...

  Skrifa athugasemd

 • Kynþokkahatarar í starwarsröð

    Það pirrar víst einhverja svona foreldra(mont)færslur á Facebook en mér finnst þær mjög skemmtilegar og alls ekkert mont. Þar leynast margir gullmolarnir. Sem betur fer missti ég ekki af góðum mola á föstudagskvöldið: „Dóttirin (6) bjargaði þjóðfélagslega erfiðu kvöldi: Kennarinn les alltaf upp nöfnin í StarWarsröð.“ Ég skemmti mér líka vel fyrir rúmum 20 árum þegar eigið afkvæmi mismælti sig og sagði „kynþokkahatarar“. Alltaf gaman ...

  Skrifa athugasemd

 • Ást á bensínstöð

  Eins gott að rugla ekki saman apóteki og bakaríi í dag, hugsaði ég greindarlega þegar ég dragnaðist á fætur kl. 6.30 í morgun, kortéri of seint og það aðeins tíu mínútur í strætó. Ekkert kaffi, bara klæð, kisuklapp og út. Elsku pólska grannkonan er komin aftur frá Póllandi eftir jólafrí, og æpti frá stoppistöðinni: „Strætó, strætó,“ þegar ég tölti áleiðis að Garðabraut. valdi að fara yfir snjóþungt ...

  Skrifa athugasemd

 • Lúkasar- og hálkufarir

  Nýliðin vika hefur verið vægast sagt ögrandi fyrir marga landsmenn, ekki síst okkur gangandi vegfarendur, eða fjórfætlingana eins og ég kalla okkur í þessari færð. Ég man ekki eftir að hafa klifið jafnmarga snjóskafla, skjögrast undan jafnmörgum bílum og labbað jafnhallærislega í glerhálku en þessa síðustu daga. Í gærmorgun þurfti útsjónarsemi, snilld, gáfur og gjörvileika ... bara til að komast út á stoppistöð. Nýju skórnir sem ég keypti í gegnum ...

  Skrifa athugasemd

 • Kynþokki er enginn glæpur

  Kæruleysið tók völdin í gær og í morgun þegar sofið var út til klukkan sjö ... Þetta geri ég bara þegar mig vantar tilbreytingu í tilveruna eða er orðin þreytt eftir mikla vinnulotu. Í morgun var nokkuð hált á Skaganum en ekkert á við gangstéttina við Háholt í Mosó. Við farþegarnir þustum út úr leið 57 en þegar ég var hálfnuð þessa þrjá metra eða sjö, þá komst ég ekki lengra - og samt á fínu, flottu Facebook-skónum sem sólaðir ...

  Skrifa athugasemd

 • Strætóást og -gjafir og næstum því árekstur

  Eftir hálfgerðan aumingjaskap alla helgina með tilheyrandi afmælisveisluskrópi í bænum þáði ég með miklum þökkum far með Ingu strætóvinkonu sem fór á bíl í bæinn í morgun. Mun seinna en strætó. Hún var reyndar með einkabílstjóra (son sinn) og heldur betur góðan bílstjóra. Þegar við vorum hálfnuð Akrafjallsveginn í átt að göngunum sáum við kyrrstæðan stóran bíl, trukk? (eina sem ég er búin að gleyma) á hinni ...

  Skrifa athugasemd

 • Dömpað í Mosó

  Ögn meira var um strætódaður í morgun en í gær og vart þverfótað fyrir körlum í vagninum ... og ekkert smáflottum. Bílstjórinn var t.d. karlkyns, hetjan síðan á laugardaginn, sessunautur minn og einnig sá sem sat fyrir aftan mig. Og líka gaurinn á leið 6 sem sótti okkur í Mosó. Svo sem ekkert óvenjulegt en nú fyrst voru augu mín að opnast fyrir þessu og heimurinn er greinilega fullur af körlum!!! Jei! „Þú átt ekki að líta ...

  Skrifa athugasemd

 • Ástir og örlög í Skagastrætó

  Ég sá það á svip samferðarmanna minna í strætó í morgun að hárið á mér er ekki orðið nógu sítt til að það verði flott þegar ég sofna með það blautt. Við vorum bara tvær á stoppistöðinni, ein íslensk og ein pólsk, sætar en við skulfum svo úr kulda og það er aldrei fögur sjón. Hitamælirinn hjá hviðumælinum á leið út úr bænum sagði að það væri við frostmark en vi ...

  Skrifa athugasemd

 • „Neyðarlínan, góðan dag“ ...

  Þegar ég horfði á eftir körlunum þremur fleygja sér niður háa vegkantinn við Vesturlandsveginn, eða Skaðræðisbrekkuna, hugsaði ég að kannski ætti ég að prófa líka til að spara tíma. En bara við tilhugsunina sá ég atburði morgunsins þjóta fram hjá í svipleiftri, símhringinguna í Neyðarlínuna ... best að  byrja á byrjuninni ... Byrjunin: Alveg var farið rétt í hlutina við vöknun á mánudagsmorgni, eftir gott og mikið útofelsi alla helgina. Kaffi fyrst, s ...

  Skrifa athugasemd

 • Skálkaskjól í Hálsaskógi

  Kjéddlíngarrassgatið hún Mary Higgins Clark hélt fyrir mér vöku sl. nótt ..., eða hefði gert ef ég hefði leyft henni að taka alla stjórn sem munaði hreint ekki miklu. Hún virðist bara nokkuð góð í ár, blessunin. Pólskukennslan fór fyrir ofan garð og neðan á stoppistöðinni í morgun þótt hún færi fram ... slíkur var kuldinn. Nú kom sér vel að vera með þrjá trefla, í gær var ...

  Skrifa athugasemd

 • Másað í brekku

  Elskan hann Úlli samstarfs skutlaði mér í Mosó á mánudaginn. Hann svo sem býr þar en þetta var samt fallega gert. Klukkan var orðin 16.50 (brottfarartími strætó) þegar við komum til móts við KFC þar sem ég fékk brilljant hugmynd. „Úlli minn fagri, ertu ekki til í að fara ögn ofar með mig á Vesturlandsveginn, það er stoppistöð í Lopabrekkunni ... svona ef strætó skyldi vera að leggja af stað akkúrat núna?“ Ekki málið, fannst Úlla, og ...

  Skrifa athugasemd

 • Hlýlegt tilboð í strætó

  Skrambi var kalt á stoppistöðinni við Garðabraut í morgun þar sem við biðum þrjú skjálfandi eftir strætó. Enn var nokkuð hár snjóskafl á milli strætóskýlis og götunnar (hint, hint) ...  Jóna, elskulegur sessunautur minn, fékk algjört áfall þegar hún komst að því að ég ætti ekki lopapeysu. „Kauptu lopa, finndu mynstur og ég prjóna á þig!“ sagði hún. Ég hefði hnigið niður af undrun yfir elskulegheitunum ef ég hefði ...

  Skrifa athugasemd

 • Besta útvarpsstöðin á Akranesi

  Útvarpsþátturinn árlegi gekk bærilega, fékk Veru strætóvinkonu í viðtal og hún var mjög skemmtileg eins og ég vissi auðvitað, hvernig geta strætófarþegar verið nokkuð annað? Hún hefur samið tónlist sem hún leyfði hlustendum að heyra (2 lög) ... ný útvarpsstjarna er fædd. Hún vinnur hjá utanríkisráðuneytinu en ég fékk ekkert upp úr henni um vinnuna þannig að hún vinnur pottþétt hjá Leyniþj ...

  Skrifa athugasemd

 • Facebook-óheppni ...

  Það gengur bara ljómandi vel að standa við loforðið að blogga oftar. Feisbúkk er ágæt en frekar leiðinleg akkúrat núna, svo gott var að detta í blogg. Það tók langan tíma fyrir mig að fá nýja feisbúkkútlitið, líklega af því að ég er með síðuna mína á íslensku, og loks þegar það kom þorði ég ekki að kvarta eins og svo margir f-vinir mínir höfðu gert mörgum ...

  Skrifa athugasemd