Gurrí

Gurrí

Gurrí er aðstoðarritstjóri Vikunnar og annáluð fyrir smekk sinn fyrir ljúffengu eðalkaffi. Hún hefur komið víða við í fjölmiðlum á löngum ferli og lætur sér fátt óviðkomandi. Gurrí er í hópi vinsælustu bloggara landsins.

 • Stuð hjá öldruðum og kaffihimnaríki Akraness

  Sá í fréttunum í gær að hinn árlegi peysufatadagur var haldinn hjá Kvennó og unga fólkið heimsótti vistmenn á Grund sem virtust afar ánægðir með það. Þetta var skemmtileg frétt og hefðin er ekki síðri. Þetta olli þó vissum hugrenningum hjá mér. Eftir aðeins þrjá áratugi ætti ég að verða í elliheimilisblóma mínum, þá komin á níræðisaldur. Ég skellti inn Facebook-stöðufærslu um þetta, íhugaði hvort við fengjum peysufataheimsókn, messur og nikkuspil til ...

  Skrifa athugasemd

 • Gray Pride í himnaríki

  Þá er enn einu stórafmælinu lokið. Um 50 manns mættu í kaffi og kökur á sunnudaginn, svipaður fjöldi og undanfarin ár en aldrei fleiri strætóvinir. Eins og venjulega mundi ég of seint eftir fjölda manns sem hefði nú átt að minna á boðið til öryggis - en margir vita nú af opna húsinu og fermingarveislunni ... Einu sinni boðið, alltaf boðið, ja, nema kannski þessum sem kom fullur á 32 ára afmælinu mínu og drapst inni ...

  Skrifa athugasemd

 • Örlagarík óveðursspá og "eldgos" í Esjunni

  Kannski rétt að byrja þessa dramatísku og ögn rómantísku færslu á því að leiðrétta síðustu færslu. Vetraráætlun okkar Skagamanna á strætó tekur gildi snemma í september en ekki á afmælisdaginn minn, 12. ágúst. Nokkur rómantík hefur ríkt í strætó undanfarið. Einn bílstjórinn er farinn að ganga undir nafninu „kærastinn hennar Gurríar“, í vinnunni minni. Það hófst allt með því að ég bauð honum góðan dag á pólsku: „Djin ...

  Skrifa athugasemd

 • Esjan ... hvað? Strætóblogg

  Strætóferðir hafa verið æsispennandi undanfarið. Allt túristum að þakka. Skagastrætó hefur nokkrum sinnum „rænt“ þeim alla leið upp á Skaga þótt þeir hafi ætlað að fara út hjá Esju til að klífa fjallið fagra. Skiltið inni í vagninum sem á að sýna „næstu stoppistöð“ virkar ekki sem skyldi, tæknilegar skýringar eru víst á því, og svo hafa for-upplýsingar til túristanna verið fremur skrítnar, virðist vera. Þeir ætla ýmist í Esjuskála (sem er sjoppa ...

  Skrifa athugasemd

 • Frambjóðendur og frosin hjörtu

  Ætlaði fyrir löngu að birta hér stafavíxl á nöfnum ástkærra forsetaframbjóðenda okkar og að sjálfsögðu er Ástþór þarna, hann var með í byrjun. Og verður vonandi með aftur eftir fjögur ár - eða tvö. Ekki var hægt að hafa fullt nafn þeirra allra, stafavíxlvélin tekur bara takmarkað magn stafa. Því miður hafði ég ekki tíma til að gera þetta fyrir kosningar og ég vildi heldur ekki hafa áhrif ...

  Skrifa athugasemd

 • Regnkápa andskotans

  Klukkan 17.15 í dag hrökk ég upp úr værri tölvusetu, hafði skráð mig í bjartsýniskasti í hóp sem heitir Allir hlaupa. Fyrsta æfing eftir korter. Og ég sófagróinn innipúki sem nennir ekki einu sinni í sólbað ... of mikil útivist. Hvað var ég að hugsa? Ég hrópaði á soninn: „Veistu um eitthvað svona íþróttalegt jakka-eitthvað í ... uuu gönguklúbbinn?“ Ekki datt mér í hug að viðurkenna fyrir syninum að þetta væri eiginlega hlaupaklúbbur. Vi ...

  Skrifa athugasemd

 • Forsetinn minn býður best!

  Við einkasonurinn fórum bílandi í bæinn eldsnemma í morgun með kött í tékk og síðan hófst enn einn dásamlegur vinnudagurinn. Setti síðdegis á feisbúkk eitthvað í þessa veru: „Elsku Kubbur (13) .... dýralæknir, bla bla, Hnúðarnir á bakinu á henni reyndust meinlausir ... bla bla.“ Halldór fjandi skellti inn svari um hæl: „Þú ert svo óendanlega vitlaus, gleymi ekki þegar ég seldi þér þennan úlfalda á uppsprengdu verði.“ Held að þessi árlegi milljarður ríkisins til Strætó muni ...

  Skrifa athugasemd

 • Kunnugleg strætórödd og misskilin auglýsing

  Klukkan 7.15 í morgun gerðist sá hrottalega fúli atburður að bíll sonarins fór ekki í gang sem þýddi að ekki var hægt að fara til dýralæknis í bænum með kött í eftirlit. Nú voru góð ráð dýr, sms hafði komið frá Ingu Sig kvöldið áður um að hún væri að fara á bíl í bæinn kl. 8. Kl. 7.30 hringdi ég í hana en hún svaraði ekki. Eins og ég vissi ...

  Skrifa athugasemd

 • Beðið eftir Bauhaus

  Hér í himnaríki var páskafríið tekið með trukki - og baðherbergið málað snjóhvítt. Áður var það drapplitað og sá litur klæðir mig illa, sem og daufgrænt og fölbleikt. Sá sem aðstoðaði mig hafði á orði að það vantaði næstum alls staðar gólflista í íbúðina og að skápurinn undir vaskinum væri rosalega klossaður. Ég var sammála honum með skápinn og skort á gólflistum, og ...

  Skrifa athugasemd

 • Dítox-martröð og feisbúkklygar

  Skafti (53) sat undir stýri á strætó í morgun og það var kannski eins gott að ég skrönglaðist út á réttum tíma, biðin á stoppistöðinni var ekki nema 8,2 sek. eða þar um bil. Hann er alltaf svo fljótur í förum án þess samt að aka hraðar, hvernig sem það er nú hægt. Kannski voru færri farþegar, kennarar, nemendur, Jóna og fleiri í hópi farþega eru komnir í páskafrí. Og vá, hef ...

  Skrifa athugasemd

 • Illskan hann frændi og konukvöld ÍA

  Klukkan nákvæmlega 6.40 í gærmorgun ætlaði ég að ganga virðulega út á stoppistöð þar sem Höfðabrautarvillingurinn og pólskukennarinn minn biðu. Bíddu, var ekki Inga eitthvað að tala um að hún færi á bíl í bæinn og ætlaði að taka mig með? Ég settist niður og hringdi í Ingu, vildi vita hvort hún yrði á ferð kl. 6.50 eða 7.00, það skiptir máli upp á kaffidrykkjarhraða. Loks svaraði ...

  Skrifa athugasemd

 • Yndis- og kynþokkalaust óhapp

  Garðabær tók á móti mér með látum - sem strætófarþega. Aðeins meiri látum en ég hefði kosið en ... best að byrja á byrjuninni Ég hafði tíu mínútur til að gera allt í morgun, og gerði allt á tíu mínútum. Hárið stendur reyndar svolítið út í loftið en það er búið að refsa mér fyrir það. Haukur snillingur kom okkur á réttum tíma í Háholt í Mosó og ...

  Skrifa athugasemd

 • Að týnast í strætókerfinu ...

  Flutningar vinnunnar í Lyngás eru yfirstaðnir sem er bara æði, en ... það var hreint ekki auðvelt fyrir sveitastúlku af Akranesi að vita að þetta væri ekki Lyngás á Egilsstöðum, Borgarnesi eða Hellu. En svo var þetta bara í Garðabænum - of oll pleisis. Fyrstu dagana hef ég fengið far með elskunni henni Dúnu af Leirvogstungu, beðið eftir henni í smástund á N1 í Mosfellsbæ, lesið Bændablaðið og sötrað kaffi (já, kaffi á sumum bensínstöðvum er ...

  Skrifa athugasemd

 • Vertu eftirlæti ritstjórans - sexí færsla

  „Af hverju gerir þú þér þetta, Guðríður“! hrópaði ég að sjálfri mér á leið út á stoppistöð með aðeins einn þunnan trefil um hálsinn ... í tveggja trefla veðri. Ég gat engu svarað enda vorhugur í grennd. Ég staupaði mig á landsbyggðarlatte-inum þar til Haukur kom á strætó og bauð mér far. Ég settist fremst vinstra megin, bak við helvítis tjaldið sem byrgir alla sýn út á veginn og valdi sætið nær ganginum, af því að b ...

  Skrifa athugasemd

 • Konudagur - versti dagur ársins?

  Eins og allar einhleypar konur vita er konudagurinn með eindæmum erfiður dagur sem líður hægar en föstudagurinn langi. Giftar konur fá kaffi í rúmið, rósir, demanta og dekur á meðan við hinar kúrum einar í kulda og trekki og höfum í mesta lagi kött til að hlýja okkur. Með karlkyns-son á heimilinu sem setur mörkin við Mamma Mia og Twilight en hefur þó gaman að boldinu, var ég ekki vongóð um að þessi dagur yrði nokkuð anna ...

  Skrifa athugasemd

 • Betri stofan á N1 - dýr dregillinn

  Eftir morgunverk og annað kattaklapp var þotið í loftinu út á stoppistöð þar sem pólska dúllan mín beið og stöðvaði tímann til að ég næði ... Ég sýndi henni nýju lopapeysuna mína, voða hreykin, og hún sagði mér frá því að Khrystof maður hennar hefði keypt handa henni lopapeysu í túristabúð nálægt Gullfossi. „Mjög hlýtt, mjög hlýtt,“ sagði hún. Svo kom bara elskan hann ...

  Skrifa athugasemd

 • Hugrekki í morgunsárið

  Bjargföst var sú ákvörðun um að fara snemma að sofa í gærkvöldi þar sem ég var svo heppin að finna fyrir syfju. Hafði greinilega ekki sofið nógu lengi út um morguninn, hjúkkitt. Sleppti Kennedy-þættinum en ég held ég viti alveg hvernig fór hjá forsetanum, Jackie og börnunum. Svo verður hann líka endurtekinnn. Þegar klukkan hringdi klukkan sex, korteri fyrr en vanalega var ég ansi hreint hress. Jú, maður hefur svo sem lesi ...

  Skrifa athugasemd

 • Permanent og stretsbuxur aftur í tísku?

  Hélt uppteknum hætti, sofnaði eldsnemma í gærkvöldi, án þess að ætla það, og vaknaði útsofin um miðja nótt, reyndar klukkan fimm, ekki rúmlega tvö. Sonurinn líka.  Harry Potter I var samt alls ekki svona leiðinleg. Kannski verður rað-Potter um helgina, enda eigum við allar myndirnar. Mér tókst að kenna syninum um þetta og fékk hann til að skutla mér í bæinn upp úr kl. sjö. Við vorum seinna á fer ...

  Skrifa athugasemd

 • Í lögreglufylgd í vinnuna

  Sonur minn reynir stundum að fá móður sína frá tölvunni og til að horfa meira á sjónvarp og í gær um kvöldmatarleyti þegar ég ætlaði að vera að vinna plataði hann mig til að horfa á einn þátt með sér. Ég settist í sakleysi mínu í leisíboj-inn sem ég er með í pössun. Kona vön þjáningum skrifborðsstólsins missti sig í þægindunum og steinsofnaði, vaknaði útsofin um miðja nótt, þegar klukkan var farin ...

  Skrifa athugasemd

 • Beðið eftir storminum

  Í gærmorgun var sami flýtir og vanalega, svona yfirvegaður, þroskaður, ekkert-stress flýtir en Inga ætlaði að mæta kl. 6.45 á fína rauða bílnum sínum. Saman ætluðum við að þeytast í borgina, spjalla, hlusta á Rás 1 eða Rás 2 og passa okkur á hinum bílunum. Svo hringdi hún, var með barnabarn hjá sér sem þurfti að skila í bæinn, og sagðist komin úr æfingu við að koma sér og ...

  Skrifa athugasemd