Gurrí

Gurrí

Gurrí er aðstoðarritstjóri Vikunnar og annáluð fyrir smekk sinn fyrir ljúffengu eðalkaffi. Hún hefur komið víða við í fjölmiðlum á löngum ferli og lætur sér fátt óviðkomandi. Gurrí er í hópi vinsælustu bloggara landsins.

 • Heilaþvottur Ólafs?

  „Eitthvað fannst mér ræðan hans Ólafs í gær sérkennileg,“ sagði Ásta í morgun. Umferðin á Kjalarnesinu var lítil, enda klukkan bara 6.41. Við vorum löngu á undan fyrsta strætó frá Skaganum sem var í þessum töluðum orðum að leggja af stað frá Skrúðgarðinum. Við vorum báðar syfjaðar og nokkuð andlausar. Ég var þakklát Ástu fyrir þessa tilraun til samræðna. Ásta drakk jógúrt á leiðinni, það var ekkert latte úr himnaríki að þessu sinni, götumálin búin og verða keypt í Rekstrarvörum í dag. „Ja, hann ...

  Skrifa athugasemd

 • Ekki beint skúbb ... en samt ... kvenleg umræðuefni, textamisskilningur og fleira

  Vikan var að koma í hús og á einni opnunni má finna fjölmörg textabrot úr vinsælum lögum ... og síðan kolrangan texta sem fólk syngur óafvitandi með. Stelpurnar á Gestgjafanum grétu úr hlátri yfir greininni og kannski ekkert skrýtið. Dæmi:ALELDA með Nýdönsk: Rétt lína: Alelda, sáldrandi prjáli ... Misskilningur: Að elda, sjálfan þig bjáni.LIKE A VIRGIN með Madonnu: Rétt lína: Like a virgin, touched for the very first time. Misskilningur: Like a virgin, touched for the thirty-first time.Og svona 30 bráðfyndin atriði í viðbót ...

  Skrifa athugasemd

 • Aldeilis ósléttar kaffifarir eftir vinnu í gær ...

  Við Ásta vorum komnar í Hálsaskóg kl. 7.05 í morgun og með þessu áframhaldi verðum við mættar í vinnuna í kringum miðnætti þegar desembermánuður gengur í garð. Við stöllur ætluðum að gera vel við okkur um fjögurleytið í gær, frekar þreyttar eftir annasaman dag, og komum við í bakaríi á leiðinni heim á Skagann. Þar fæst gott kaffi frá Te og kaffi. Undanfarin skipti höfum við verið afar óheppnar með kaffið þarna og starfsmaður (aldrei sá sami reyndar) sett allt of mikla mjólk út ...

  Skrifa athugasemd

 • Kokkur í skammarkrók og dræsan hún Ylfa Ósk

  Hann doktor Gunni (eða okursíðan hans) hefur nú orðið til þess að ég skammaði góða kokkinn okkar hér í mötuneytinu. Tók eftir því að ég borgaði 365 krónur fyrir morgunverðinn og fannst það ansi hátt fyrir einn smoothie (199 kr) og smá álegg (ekkert brauð). Hef yfirleitt tekið litla slettu af kotasælu, sett tvær agúrkusneiðar, eggjasneið og paprikubita með. Það hefur kostað 40 kall, nú er rukkað fyrir hvert og eitt álegg. Þannig að agúrkusneiðin kostar 40 kall. Nú verður nesti tekið með, ekki gengur ...

  Skrifa athugasemd

 • Rapport, sjúrnalar og ambúlansar, misskilningur bloggvinar og kattahatur

  Við Ásta reynum að setja nýtt vöknunarmet á hverjum morgni og í morgun var brottför frá himnaríki kl. 6.30. Allt gekk voða vel en þegar ég kom til vinnu í morgun áttaði ég mig á því að ég var enn í súpermannnáttfötunum. Skildi glottið á Ástu þegar ég sá óttasvipinn á manninum sem kom með Morgunblaðsbunkann í Hálsaskóg um svipað leyti og við komum þangað. Ákvað að breyta vörn í sókn og ætla að hlæja hæðnislega að öllum sem koma í venjulegum fötum. Nú ...

  Skrifa athugasemd

 • Kjarnyrt umræða og ónýtt samkvæmislíf

  Ásta mætti fyrir utan himnaríki kl. 6.40 sharp en þá var ég einmitt á leiðinni niður stigana með nýlagað latte í  báðum. Metallica hljómaði í græjunum en af því að við erum orðnar svo virðulegar settum við fljótlega útvarpið á til að heyra sjö-fréttirnar. Við ræddum líka það nýjasta á Skaganum ... eða fjörlegu umræðuna á vef Akranesbæjar en hér er slóðin: http://akranes.is/um-akranes/umraeda/umr_id/19987/thradur/19958/fl/46/ svona ef einhvern langar að kíkja. Einhverjir ósvífnir "kontóristar og afætur á ...

  Skrifa athugasemd

 • Spennufall hjá þjóðinni

  Hvað nú? Ólympíuleikarnir búnir, líka menningarnótt og ekkert fram undan til að hlakka til og æsa sig yfir nema þá helst blessuð jólin og klikkunin í kringum þau. Fyrrihluti árs og sumarið inniheldur mun fleiri uppákomur sem hægt er að hlakka til: Nýársdagur, bolludagur, páskarnir, sumardagurinn fyrsti, 1. maí, 17. júní, gaypride, afmælið mitt, menningarnótt og fleira og fleira. Að vísu er Formúlan ekki búin og heldur ekki Landsbankadeildin.Nú fer t.d. fram fótboltaleikur hér á hlaðinu fyrir neðan himaríki, ÍA-HK. Staðan er 1-2 ...

  Skrifa athugasemd

 • Frænkueinelti á Útvarpi Sögu og smá bold

  Normal 0 false false false MicrosoftInternetExplorer4 /* Style Definitions */ table.MsoNormalTable {mso-style-name:"Table Normal"; mso-tstyle-rowband-size:0; mso-tstyle-colband-size:0; mso-style-noshow:yes; mso-style-parent:""; mso-padding-alt:0cm 5.4pt 0cm 5.4pt; mso-para-margin:0cm; mso-para-margin-bottom:.0001pt; mso-pagination:widow-orphan; font-size:10.0pt; font-family:"Times New Roman"; mso-ansi-language:#0400; mso-fareast-language:#0400; mso-bidi-language:#0400;} Halldór frændi hringdi í mig áðan úr númeri sem ég þekkti ekki. Hann var óvenjukurteis og virðulegur í tali, sagðist reyndar fyrst hringja frá kynsjúkdómadeildinni og spurði hvort ég væri ekki örugglega sitjandi, hann væri nefnilega með niðurstöðurnar. Ég ...

  Skrifa athugasemd

 • Vona að mér skjátlist ...

  Hið ótrúlegasta henti hér í himnaríki í morgun og hefur ekki gerst svo lengi sem elstu menn muna ... eða vaknað fyrir kl. átta um helgi. Þrátt fyrir að augunum hafi verið lokað mjög fast, sænginni vafið þéttar og heyrst hafi svæfandi veðurhvinur sem kemur ef glugga hefur ekki verið lokað nógu vel var algjörlega ómögulegt að sofna aftur. Þetta hefur ekki gerst í manna minnum og tel ég undirmeðvitundina vera að þjálfa mig í helgarvakni fyrir morgundaginn. Þótt ég forðist streitu af öllum mætti ætla ...

  Skrifa athugasemd

 • Einmana í vinnunni ... hinir stytta líf sitt og glápa á leikinn

  Sit hér næstum alein og einmana við skrifborðið mitt. Af og til heyrast klikkuð öskur úr næsta sal þar sem útsendingu frá handboltaleiknum er varpað á hvítan vegg. Ég heyri oftar öskrin JÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ en hitt og þá hlýtur allt að vera í lagi. Ég er búin að fatta að ég forðast álag og held að það sé ein af ástæðunum fyrir því að ég hef náð svona háum aldri. Nenni ekki panik-kasti núna, ekki á föstudegi, mesta annadeginum okkar á Vikunni. Strætóferðin í morgun var ...

  Skrifa athugasemd

 • Heita Nína ... og pínku bold

  Normal 0 false false false MicrosoftInternetExplorer4 /* Style Definitions */ table.MsoNormalTable {mso-style-name:"Table Normal"; mso-tstyle-rowband-size:0; mso-tstyle-colband-size:0; mso-style-noshow:yes; mso-style-parent:""; mso-padding-alt:0cm 5.4pt 0cm 5.4pt; mso-para-margin:0cm; mso-para-margin-bottom:.0001pt; mso-pagination:widow-orphan; font-size:10.0pt; font-family:"Times New Roman"; mso-ansi-language:#0400; mso-fareast-language:#0400; mso-bidi-language:#0400;} Okkur Vikukonum leist illa á saltfiskinn í mötuneytinu í dag og fórum á Taí-matstofuna hinum megin við götuna. Fínasti matur og bara ágætlega huggulegir menn sem þar snæddu. „Hahahaha,“ hló Íris Hrund samstarfskona mín skömmu eftir að við komum ...

  Skrifa athugasemd

 • Snyrtipinninn nýi og ánægður femínistaboli himnaríkis

  Mikið er sallarólegt hérna í vinnunni svona snemma á morgnana (7.30). Enginn annar í húsi, nema þá helst blaðamaðurinn á dv.is en hann er hinum megin í húsinu. Það er mikið stuð að vera fyrstur á staðinn, ég get sest í alla skrifboðsstólana í salnum og rúllað mér á milli borðanna ... og get á nýjan leik boðið prófarkalesurunum gott kvöld með hæðnistóni þegar þær mæta undir átta.Nýi þrífukarlinn okkar hefur greinilega ekki fengið neina tilsögn því að áður en ég gat hugsað ...

  Skrifa athugasemd

 • Morgunstuð

  Með latte í annarri og latte í hinni var svifið niður tröppur himnaríkis og beint inn í Ástubíl. Klukkan var 6.50 og spennan í algjöru lágmarki, enda röng útvarpsstöð í gangi. Eins gott, við hefðum keyrt út af ef við hefðum munað eftir leiknum. Báðar grútsyfjaðar en auðvitað huggulegar ... Það var frekar kalt í morgun, næstum vettlingaveður fyrir Ástu hina handköldu en með hita í sæti og volgan blástur í lofti, tala nú ekki um morgunsólina í andlitið varð fljótlega hlýtt og notalegt. Ég ...

  Skrifa athugasemd

 • Morgunstuð og fundinn kettlingseigandi ...

  Með latte í annarri og latte í hinni var svifið niður tröppur himnaríkis og beint inn í Ástubíl. Klukkan var 6.50 og spennan í algjöru lágmarki, enda röng útvarpsstöð í gangi. Eins gott, við hefðum keyrt út af ef við hefðum munað eftir leiknum. Báðar grútsyfjaðar en auðvitað huggulegar ... Það var frekar kalt í morgun, næstum vettlingaveður fyrir Ástu hina handköldu en með hita í sæti og volgan blástur í lofti, tala nú ekki um morgunsólina í andlitið varð fljótlega hlýtt og notalegt.Komst ...

  Skrifa athugasemd

 • Kettlingskrútt í Skrúðgarðinum

  Kíkti aðeins í Skrúðgarðinn eftir sjúkraþjálfun og sá að starfsfólkið þar var í stökustu vandræðum með lítinn kettling í óskilum, þrílitan og algjöra kelirófu. Ekki nema um tveggja til þriggja mánaða og rataði greinilega ekki heim. Hann er með ól og bjöllu en ekkert nafnspjald. Ef einhver Skagamaður situr nú í öngum sínum og finnur ekki kettlinginn sinn, læðu eða högna, þá er lag að skreppa niður í Skrúðgarð og ná í dúllurúsínuna. Of mikil bílaumferð er á Kirkjubrautinni til að óhætt sé að sleppa ...

  Skrifa athugasemd

 • Snilld

  Skrifa athugasemd

 • Fullur bíll af kjéddlíngum ... og smá bold

  Normal 0 false false false MicrosoftInternetExplorer4 /* Style Definitions */ table.MsoNormalTable {mso-style-name:"Table Normal"; mso-tstyle-rowband-size:0; mso-tstyle-colband-size:0; mso-style-noshow:yes; mso-style-parent:""; mso-padding-alt:0cm 5.4pt 0cm 5.4pt; mso-para-margin:0cm; mso-para-margin-bottom:.0001pt; mso-pagination:widow-orphan; font-size:10.0pt; font-family:"Times New Roman"; mso-ansi-language:#0400; mso-fareast-language:#0400; mso-bidi-language:#0400;} Heilmikið fjör var í strætó á heimleiðinni. Megn kaupstaðarlykt var af síðasta farþeganum sem kom inn í Mosó og sá var í glimrandi góðu skapi. Hann settist nálægt Haffa bílstjóra og reyndi mikið að fá hann til að gera ...

  Skrifa athugasemd

 • Afmælisdagar ýmissa óféta

  Dormaði mestalla leiðina í bæinn og vaknaði ekki almennilega fyrr en í leið 18 í Árbænum. Þegar við þýðandinn gengum út spurði ég: „Hvaða bók varstu að lesa í strætó?“ „Bók um Kastró,“ svaraði hann. „Aha, hann átti einmitt afmæli núna 13. ágúst,“ sagði ég og bætti við: „líka Hittskokk heitinn.“ „Tengdamamma á sama afmælisdag og Hitler,“ sagði þýðandinn grobbinn, „og hún er rosalega montin af því.“ Aha, svo hún á afmæli 20. apríl,“ sagði ég greindarlega. Þýðandinn horfði hræðslulega á mig. Ég flýtti mér ...

  Skrifa athugasemd

 • Bjöllupyntingar og fleira stöff

  Dyrabjallan hringdi klukkan hálfníu í morgun. Ég hoppaði í snarhasti framúr, greip sjúkrakassa, slökkvitæki og hlýtt teppi og svaraði lafmóð: „Halló, hver er þetta?“ „Já, bla bla læsti mig úti bla bla.“ sagði óskýr kvenmannsrödd í dyrasímanum. „Ha,“ hváði ég, enda heyrast yfirleitt ekki orðaskil í þessum dyrasíma. „...læsti úti ...bla bla,“ endurtók röddin. Í uppgjöf minni ýtti ég bara á opna. Ég þurfti sem betur fer ekki að byrja upp á nýtt að sofa, eins og komið hefur fyrir ef prinsessusvefn minn er rofinn ...

  Skrifa athugasemd

 • Bjöllupyntingar, lestrarsýki, veðurguð og ófarðaðar jafnöldrur ...

  Normal 0 false false false MicrosoftInternetExplorer4 /* Style Definitions */ table.MsoNormalTable {mso-style-name:"Table Normal"; mso-tstyle-rowband-size:0; mso-tstyle-colband-size:0; mso-style-noshow:yes; mso-style-parent:""; mso-padding-alt:0cm 5.4pt 0cm 5.4pt; mso-para-margin:0cm; mso-para-margin-bottom:.0001pt; mso-pagination:widow-orphan; font-size:10.0pt; font-family:"Times New Roman"; mso-ansi-language:#0400; mso-fareast-language:#0400; mso-bidi-language:#0400;} Dyrabjallan hringdi klukkan hálfníu í morgun. Ég hoppaði í snarhasti framúr, greip sjúkrakassa, slökkvitæki og hlýtt teppi og svaraði lafmóð: „Halló, hver er þetta?“ „Já, bla bla læsti mig úti bla bla.“ sagði óskýr kvenmannsrödd í dyrasímanum. „Ha,“ hváði ...

  Skrifa athugasemd