Gurrí

Gurrí

Gurrí er aðstoðarritstjóri Vikunnar og annáluð fyrir smekk sinn fyrir ljúffengu eðalkaffi. Hún hefur komið víða við í fjölmiðlum á löngum ferli og lætur sér fátt óviðkomandi. Gurrí er í hópi vinsælustu bloggara landsins.

 • Stinguflugur og strætóstress

  Nú er vorið víst komið en þess mátti sjá sorgleg merki fyrir utan gluggann minn rétt áðan. Risastór stinguflugudrottning flögraði hrokafull fram hjá og ef ég hefði ekki tekið undir mig þokkafullt stökk, hlaupið íbúðina á enda og lokað svaladyrunum hefðu kettirnir mögulega innbyrt ferskt sushi af hættulegu gerðinni. Samt iðar Facebook af ólgandi gleði yfir hærra hitastigi. Ég gleðst reyndar yfir komu Jónatans VII, afkomanda mávsins ...

  Skrifa athugasemd

 • Þegar einn strætó klikkar ...

  Í gær var dagurinn vel planaður  - en einn bilaður strætisvagn breytti öllu. Mikil tilhlökkun var í gangi, frumsýning á Sagnakonunni á Akranesi. Mikael, ungur, sænskur ljósmyndari ætlaði að verða mér samferða á Skagann, hann átti að mynda frumsýningargestina um kvöldið. Hann vinnur tímabundið með mér í Garðabænum, hann á strætókort og því bara eðlilegt að við færum saman þótt mitt strætókort væri mun flottara (kostaði margfalt ...

  Skrifa athugasemd

 • Uppnám í leið 24

  En skemmtileg ljóðabók, hugsaði ég í leið 24 í morgun á leið í Garðabæinn. Hafði gripið hana með mér, eiginlega bara af því að hún var svo létt. Bókin, Árleysi alda (eftir Bjarka Karlsson), hafði einhverra hluta vegna setið efst á metsölulista og fjórða prentun nýkomin út ... ég var í þann veginn að átta mig á því hvers vegna. Þessi líka sakleysislega bók ... það var ekkert við hana sem benti til annars en að ég ...

  Skrifa athugasemd

 • Ótrúlegur pílagrímsakstur strætóbílstjóra

  .„Hvort ætti ég að fara á íþróttaskónum eða fjallgönguskónum í vinnuna?“ spurði ég soninn kl. 6.15 í morgun á meðan ég sötraði fínasta Selebes-latte. Þunn, hvít slæða lá yfir öllu (snjór) og það var nánast jólalegt að horfa á trén norðanmegin við himnaríkið mitt. „Fjallgönguskónum,“ svaraði sonurinn greindarlega, eins og hann hefði fengið hugboð um að enn meiri snjór væri sunnanmegin við göng og ...

  Skrifa athugasemd

 • Lækningamáttur Facebook

  „Ég spurði bílstjórann hvort hann færi ekki á Hvolsvöll,“ sagði kona örg þar sem hún bjó sig undir að fara út úr strætó með barnabarn sitt og fullt af farangri ... í Mosfellsbæ of oll pleisis, um fjögurleytið í dag. Ég sat hinum megin við ganginn, þaulreyndur farþegi eftir milljónir ferða á milli, og hughreysti hana með því að segja henni að senn kæmi leið 57 á leið í Mjódd og hún næði þá leið 51 austur ...

  Skrifa athugasemd

 • Uppreisn æru, 41 ári síðar?

  Í gamla daga, þegar ég var ung og fögur, flutti ég til Reykjavíkur. Kynntist nýjum og spennandi straumum, ekki síst í tónlist. Tónabær var staðurinn (þótt ég væri enn of ung til að komast inn) og plötubúðir voru bestu staðirnir (fyrir utan fornbókaverslanir en því hélt ég leyndu). Við bjuggum við Klambratún sem var nánast auðn á þeim tíma. Ef maður lá í grasinu dugði að lyfta höf ...

  Skrifa athugasemd

 • Stjórnmál og stafavíxl

  Ég efast stórlega um að þau sem velja nöfn á stjórnmálaflokkana geri sér grein fyrir því hve mikil ábyrgð það er ... Eina framboðið sem virðist hafa áttað sig er Dögun. Ekki séns að fá nokkuð „vitrænt“ út úr orðinu dögun ef maður setur það í stafavíxlvélina hans Elíasar. Hefði líka haldið að eitthvað betra kæmi út úr „Björt framtíð“ ... en þeim mun meira djúsí er kannski ...

  Skrifa athugasemd

 • Hvað næst?

  Þrátt fyrir þrjár peysur, þar af eina lopapeysu, og tvo trefla, þar af annan úr lopa, var hrollkalt á stoppistöðinni við Garðabraut klukkan hálfsjö í morgun. Eins og venjulega á vorin fleygi ég öllum vetrarfatnaði og var greinilega búin að því í ár því mér tókst ekki að finna eyrnabandið eða leðurvettlingana ofan í Mary Poppins-töskunni. Í gær horfði ég á blómstrandi fjólubláa vorlauka ... VIð Höfðabrautaryndið skulfum í takt (hann var samt í kuldagalla) en ...

  Skrifa athugasemd

 • Hva, ertu kelling?

  Heilmikið uppnám varð á stoppistöðinni við Garðabraut í morgun. Dýrmæta strætókortið var horfið úr vasa mínum en þar sem það er skreytt með gribbulegri mynd af mér vissi ég að enginn hefði getað slegið eign sinni á það. Í fyrsta lagi hefði viðkomandi þurft að búa yfir mjög einbeittum brotavilja og í öðru lagi þurft að vera Hilda systir en margir hafa ruglað okkur saman í gegnum árin. Við höfum sært sæta stráka ...

  Skrifa athugasemd

 • Klöguð hálka og vanþakklátir farþegar

  Kaffivélin komin í viðgerð í Síðumúlanum og á meðan er litla þriggja bolla pressukannan elskuðust allra heimilstækja að frátöldum köttunum. Þrátt fyrir vélarleysið er samt nóg að vakna kl. 6 á morgnana ef baðferðin var farin kvöldið áður, hálftími nægir í klæðelsi, tannburst, mölun kaffibauna upp á gamla mátann og slíkt en það þarf reyndar að þamba kaffið ansi hratt ef það á að nást að innbyrða ...

  Skrifa athugasemd

 • Kaffibaunir andskotans

  Enginn var á stoppistöðinni minni í gærmorgun, fyrsta í mætingu eftir hátíðar, nema ég. Katryna líklega enn í Póllandi og Höfðabrautaryndið í fríi. Bílstjórinn sagði spámannslega að á mánudaginn kemur yrði vagninn örugglega kúffullur í bæinn, svo miklu fleiri væru mættir en deginum áður sem vissi á þetta. Alltaf gaman þegar munar svona um mann. Leið 24 mætti í Mjóddina á góðum tíma og við farþegarnir þar hlustuðum um ...

  Skrifa athugasemd

 • Ritskoðaðar fréttir í strætó

  Við strætófarþegar erum afar heppnir með bíla, bílstjóra, áætlun, aðra farþega og stoppistöðvar, að mínu viti. Eins og það sé ekki nóg ... svo dásamlega vill til að Strætó bs hefur dúndrað niður stoppistöðvum á ólíklegustu stöðum í kringum sjöfréttirnar í útvarpinu. Þegar stutt er í stoppistöð tilkynnir Herdís það í hátalarakerfinu og útvarpið þagnar á meðan. Þegar farþegum er hleypt inn eða út þagnar útvarpið l ...

  Skrifa athugasemd

 • Í gráum skugga ...og Litháinn sem hvarf

  „Hva, ertu bara búin að reima skóna þína?“ spurði Höfðabrautarvillingurinn (nýkominn frá útlöndum) á stoppistöðinni kl. 6.30 í morgun. Kalt var í veðri en gleðin skein úr greindarlegum augum okkar, enda búið að kveikja aðventuljósin á húsinu á móti stoppistöðinni. „Já, heldur betur,“ sagði ég stolt en oft hef ég smeygt mér í X18-strigaskóna mína og fullklætt mig í þá við komu í skýlið. Nú eru vetrartútturnar komnar undir, e ...

  Skrifa athugasemd

 • Hviðumet og furðuleg þöggun ...

  Dreif mig heim frekar snemma í dag, eða með hálffjögurstrætó frá Mjódd, en hann er gleðileg nýjung fyrir suma en leiðindabreyting fyrir aðra (var áður hálfþrjú-strætó, þar áður korter í fjögur strætó frá Mosó), því hvassviðri er í grennd og „önnur óféti“ (einhver talaði um snjókomu). Það leiðir hugann að veðrinu um síðustu helgi ... Ég þarf að hrósa Orkuveitu Reykjavíkur, eða öllu heldur ...

  Skrifa athugasemd

 • Djásn og dýrgripir

  Alltaf sama brjálæðið um helgar ...  í dag var það megabílskúrssala á Akranesi sem kom mér út fyrir dyr himnaríkis. Í gær sagði Guðný í vinnunni mér frá fyrirhugaðri bílskúrssölu á Heiðarbrautinni (33) á Akranesi (fyrir aftan sjúkrahúsið) og að ég ætti endilega að kíkja þangað. Hún væri sjálf að hugsa um að bregða undir sig betri fætinum og mæta, enda mikil áhugakona um djásn og d ...

  Skrifa athugasemd

 • Vó, fannstu skjálftann?

  „Frábært!“ „Dásamlegt!“ „Stórkostlegt!“ heyrðist alls staðar í kringum mig um kl. 23 í gærkvöldi. Best að byrja á byrjuninni sem hófst um það bil 24 klukkustundum fyrr, um ellefuleytið á föstudagskvöldinu. „Sonur, ég ætla að prófa sofa í rúminu í nótt, ég hvílist ekki rassgat svona í stól nótt eftir nótt, og taka Elly Vilhjálms með mér.“ „Öss, heldurðu að það sé óhætt?“ spurði sonurinn. „Já, já, þetta eru ...

  Skrifa athugasemd

 • Illa farið með 78-kynslóðina

  Fólk af 78-kynslóðinni bjó við mikið harðræði í æsku, því verður seint neitað. Mikið var reynt (heima, í sveitinni, á vandræðaheimilinu) að pína ofan í mig „mat“ á borð við hræring (súrt skyr + aldraður hafragrautur) og þverskorna ýsu með óflysjuðum kartöflum. Það tók mig langan tíma að skræla og svo þurfi maður að setja ógeðið til hliðar á diskinn, og líka roðið og beinin, þau sem maður fann, hinum var ...

  Skrifa athugasemd

 • Ráðagóðir Facebook-vinir

  Hingað til hef ég ekki ýkt neitt rosalega þegar ég tala um sjálfa mig sem léttfætta hind sem skoppar um himnaríkið sitt á morgnana, býr til kaffi, burstar tennur og klæðir sig í miklum flýti en án nokkurs asa. Gefur sér tíma til að dást að sér, klappa kisum og greiða sér. Nú hefur öldin verið önnur síðustu vikur en örlítill harmleikur í formi nýstárlegra bakverkja hóf innreið sína ...

  Skrifa athugasemd

 • Bleikt stuð og strætóbreytingar í nánd

  Lífið er svo fjölþjóðlegt hjá okkur strætófarþegum. Bara í morgun var það „Góðan daginn“ (2) og „Djin dabre“ (Katryna + 3) á stoppistöðinni við Garðabraut, og „Buongiorno“ við Bresaflöt (Flavia), og við vorum samt enn á Akranesi, of oll pleisis. Ég er komin í kennslu hjá bæði Litháanum (leið 24) og Lettanum (leið 23) og verð vonandi búin að læra morgunkveðjuna þeirra um miðja næstu viku. Lettneskan virkar mun auðveldari. Þeir ...

  Skrifa athugasemd

 • Blá læri og Útvarp strætó

  Eiginlega er komið gammósíuveður úti, ég fann það úti á stoppistöð í morgun. Ég býð ekki í lærin á mér í vetur ef ég held áfram að hafa bara eina svarta Casall-tusku á milli frosts og funa. Blá læri eru ekki flott nema í sjósundi. Ótrúlega hress og glaður bílstjórinn frá Íslandi og í morgun alla leið frá Borgarnesi með Guðlaugu og fleiri Borgfirðinga, nema Einar sem er fluttur í bæinn, mætti á Skagann á hárréttum tíma, e ...

  Skrifa athugasemd