Gurrí

Gurrí

Gurrí er aðstoðarritstjóri Vikunnar og annáluð fyrir smekk sinn fyrir ljúffengu eðalkaffi. Hún hefur komið víða við í fjölmiðlum á löngum ferli og lætur sér fátt óviðkomandi. Gurrí er í hópi vinsælustu bloggara landsins.

 • Það sem forsetinn meinti

  Ekki hafði ég fyrr sleppt orðinu um að ég óskaði eftir góðri haustlægð í sumarfríinu - þegar hún kom og það tvær samhangandi. Ekkert að þakka. Mig langar í nýja plötu ofan á eldhúsinnréttinguna, vask, blöndunartæki og eldavél ... þar með er þetta farið út í kosmosinn. Í næstu færslu verða vonandi myndir af þessu Nú í nokkur ár hef ég samglaðst vini mínum (öfundað) fyrir að eiga rosasniðuga skúringagræju ...

  Skrifa athugasemd

 • Blekkt á ferðalagi

  Sitt af hverju hefur gerst frá síðasta bloggi ... fyrir rúmu ári ... hmmm. Ferð til Bandaríkjanna  - svo komu jólin sem haldin voru að vanda hjá Hildu systur, Halldór fjandi flutti til Frakklands og sonurinn flutti líka, ekki alveg úr landi þó. Nú á ég óskerta ást kattanna sem er auðvitað dásamlegt. Það komu páskar, 17. júní, gay pride, markaður alla laugardaga á Skaganum, sumarlægð á afmælinu mínu og fleira. Einn fagran miðvikudag í nóvember í fyrra ...

  Skrifa athugasemd

 • Kattarþjófur ... óvart

  Skömmu eftir hádegi í dag fékk ég símtal. Kurteis og indæll maður var á línunni og sagði mér að móðir hans stæði fast á því að kötturinn sem hún sá mynd af í nýjasta Skessuhorni væri hennar. Þetta væri hann Gulli, „villiköttur“ sem hún hefði haft í fæði og húsnæði síðustu átta árin. Konan býr skammarlega nálægt mér ... svo nálægt a ...

  Skrifa athugasemd

 • Hamfarablossinn eyðilagður

  Alltaf er ljúft að vera í sumarfríi, líka þegar brjálað er að gera, eins og núna. Skjálftahrinan kom á besta tíma fyrir náttúruhamfaranördið en þeim versta fyrir jólagjafaheklið. Það þarf nefnilega mjög reglulega að rífressa vedur.is, lesa ýmis skrif (Ómar, Jón Frímann o.fl.), fylgjast með fréttum og ekki síst rýna í vefmyndavélar. Þótt Bárðarbunga 2-vefmyndavélin hjá Mílu hafi dottið úr fókus í dag ...

  Skrifa athugasemd

 • Gosvefmyndavél í óbeinni ...

  „Getur einhver útskýrt fyrir mér af hverju vefmyndavélin á Grímsfjalli sendir út myndirnar sínar sem olíu á striga?“ (Úlfur Eldjárn á Facebook). Þessi setning færði beiskar hugsanir mínar í orð í gærkvöldi. Vissulega hefði verið gaman að fá beina útsendingu frá mögulega væntanlegu eldgosi í Bárðarbungu, ég viðurkenni það fúslega. En sem vefmyndavélanörd hélt ég að vélar á borð við þessa fyrirfyndust ekki lengur ... nema á antíkmörkuðum ...

  Skrifa athugasemd

 • Enn eitt stórafmælið

  Líf mitt hefur verið svolítið jól- páskar-afmælið mitt-jól-páskar og það árum saman. Afmælisveislan er ígildi jólakorta og uppbót fyrir öll matar- og kaffiboðin sem ég held aldrei. Síðast sendi ég jólakort á níunda áratug síðustu aldar, einmitt um svipað leyti og árlegu kökupartíin hófust (1987). Og með árunum fóru þessi boð að marka upphaf samkvæmislífs vetrarins á Íslandi ... Enn eitt kökuboð var haldið í gær ...

  Skrifa athugasemd

 • Rauðhærði riddarinn ...

  Í kringum Írska daga hér á Akranesi (óveðursdagana í byrjun júlí) fór að sjást gulbröndóttur og hvítur köttur hér við Langasand. Ég hélt að hann ætti heima hér í húsinu en spáði samt lítið í það. Svo fóru að koma athugasemdir um hann á sérstakri Skagasíðu á Facebook. Að hann væri nánast of vinalegur (svangur) við baðstrandargesti, fólk óttaðist að aka á hann á bílastæðinu á hlaðinu hjá m ...

  Skrifa athugasemd

 • Óboðinn næturgestur

  Að muna nánast alla afmælisdaga vina og vandamanna (og sumra bekkjarsystkina úr barnaskóla) og flest póstnúmer landsins hefur oft komið sér vel. Í gær var til dæmis brúðkaupsdagurinn minn gamli og ég mundi eftir því. Komin 34 ár síðan ég giftist fyrsta eiginmanni mínum sem hélt upp á fyrsta brúðkaupsafmælið okkar með því að fara út í búð og kaupa litsjónvarp svo við gætum horft á Karl prins og Díönu Spencer giftast ...

  Skrifa athugasemd

 • Örlagarík sumarsængurkaup

  Þótt mér finnist haustveður með tilheyrandi lægðum og látum eitthvað það skemmtilegasta sem til er hef ég fulla samúð með sóldýrkendum ... á þessum árstíma. Ég vona innilega fyrir þeirra hönd að sumarið muni haga sér almennilega það sem eftir er, eða fram í september. Hámarkshiti þó 15°C. Það eru bara svellin og hálkan sem ég þoli ekki (hata) og við erum mörg sama sinnis. Ég gekk meira að segja í Facebook-hópinn Stuðningssamt ...

  Skrifa athugasemd

 • Æsandi strætóferð

  Akranes er dásamlegur staður, eins og allir vita, og ekki minnkuðu dásamlegheitin þegar antík- og matarmarkaður fór í gang á laugardögum í sumar. Ekki grunaði mig hvert ferð mín þangað um helgina myndi leiða mig ... allavega ekki að mjög svo æsandi strætóferð í dag sem var jafnframt aðför að sakleysi mínu. Síðasta laugardag var mikið líf og fjör, eins og laugardaginn þar á undan og á 17. júní, og fj ...

  Skrifa athugasemd

 • Óhappadagur ... eða hvað?

  Undanfarna þrjá morgna hef ég vaknað með mikinn svima. Það er eiginlega dásamlega fyndið hvað það getur flýtt för manns í morgunönnunum að þurfa að hlaupa hratt í sömu átt og maður er að detta í. Verandi hjúkkudóttir fór ég náttúrlega létt með að sjúkdómsgreina mig með vöðvabólgu svo ég beit á jaxlinn, studdi mig bara við veggina og hélt flökurleikanum í skefjum með viljastyrk. Síðast þegar ég studdi mig svona ...

  Skrifa athugasemd

 • Óvinirnir miklu ...

  „Svei mér þá, það eru bara engar kóngulær á svölunum,“ sagði ég alsæl við soninn eftir að hafa gert örstutta vettvangskönnun þar áðan. „Þetta er ábyggilega af því að ég spreyjaði* vatni með nokkrum dropum af Tea Tree-olíu yfir allt saman, og líka gluggana,“ Ekki var tekið undir þetta, heldur fullyrt að „barnabörnin mín“ gæddu sér á litlu kóngulónum jafnóðum og þær kæmu inn á yfirráðasvæði kattanna. „Hvað me ...

  Skrifa athugasemd

 • Flissað á Dalvegi

  Sérlega heimilislegt er að hafa elskuna hann Tomma undir stýri á Skagastrætó. Hann stoppaði við gáfufólksstoppistöðina á Garðabraut, tók okkur þrjú upp í en af því að við erum kortafólk urðum við ekki vör við neitt óvenjulegt fyrr en á næstu stoppistöð ... eða að skiptimiðavélin væri biluð. Hann lét kortalaust fólk (með miða eða þúsundkall) borga einfalt gjald og vakti það lukku því fólkið fattaði ekki ...

  Skrifa athugasemd

 • Óvæntar sendingar

  Ekki var ég fyrr búin að ýta á VISTA í síðustu bloggfærslu þegar allt fylltist hér af áfengi. Sem ég veit ekkert hvaðan kemur.Óskiljanlegt. Laumulegir menn hafa læðst frá húsinu en það gæti einnig tengst öðrum íbúum. Kannski frambjóðendur til bæjarstjórnar sem vita að það verður húsfundur á laugardaginn kemur, kosningadaginn ... en hvaðan allt vínið kemur og hvers vegna verður líklega óleyst gáta um aldir alda. Ég hef ...

  Skrifa athugasemd

 • Trúi ekki á bölvanir en ...

  Skemmtilega fólkið sem ég vinn með er með léttvínsklúbb og í dag, útdráttardag, var ég spurð af hverju ég væri ekki með. Fyrir utan aukna ástleitni (ókei, lauslæti) af völdum drykkju held ég að helsta ástæðan sé heppni mín. Ég sé fyrir mér að ég hreppi pottinn og þurfi að burðast með allt þetta brennivín frá 210 Garðabæ, í gegnum 201 Kópavog, 200 Kópavog, 109 Reykjavík, 110 Reykjavík, fram ...

  Skrifa athugasemd

 • Mergjað matarblogg

  Um kl. 18.30 í kvöld ákvað ég að verða vinsæll matarbloggari og veita m.a. Nönnu og Evu Laufeyju verðuga samkeppni. Ekkert meira bull um hekl og ástarsorgir, strætóferðir og sæta ketti. Hér er fyrsta færslan: Uppskrift: 2-3 msk. kotasæla, kúfaðar - 8 sneiðar agúrka, 1/2 gul paprika, 2 ostsneiðar, 2 skinkusneiðar. Aðferð: Skerið grænmetið niður. Gott er að hafa gúrkusneiðarnar svol ...

  Skrifa athugasemd

 • Mæðradeginum bjargað

  Mæðradagurinn er víst í dag en ég efast um að einkabarn mitt hafi áttað sig á því - hvorki barst smáblóm né fékk ég smáþakklæti fyrir fyrirhöfnina við að koma því í heiminn. Í stað þess að sitja full (hehe) beiskju heima hjá mér í dag fór ég í bröns hjá dásamlegum mæðgum hér í bæ. Þar með lærðist mér að með því viturlegra sem hægt er að gera í lífinu er að þiggja bo ...

  Skrifa athugasemd

 • Fastir liðir

  Tókst að hafa mig til á aðeins korteri í morgun og er eiginlega fáránlega sæt miðað við það ... en ekki mikið meira en það. Tommi bílstjóri sjokkeraðist allavega ekkert yfir fegurð minni þegar ég stökk inn í vagninn og fór að telja farþegana með honum, enda í gangi skrásetning heimsbyggðar úr hópi fólks sem tekur leið 57 hjá Strætó bs - talning eins og svo oft áður. Ég reif kjaft við indæla ...

  Skrifa athugasemd

 • Hekl gegn ástarsorg

  Lögin við vinnuna í dag voru auðvitað Júróvisjónlögin. Á Pressunni var upprifjun á 100 bestu lögunum (1956-2013). Þrjú íslensk komust á þann lista. Eitt lag enn lenti í 51. sæti og franska lagið hennar Heru Bjarkar í 38. sæti. Ég hló en með nokkurri beiskju þegar ég sá að Jóhanna Guðrún rústaði þarna norska fiðluleikaranum sem rústaði henni í sjálfri keppninni 2009. Hún er í 29. sæti en sá norski í því 35. Enginn ...

  Skrifa athugasemd

 • Sjokk á Facebook

  Nú logar Facebook. Nokkrir vinir mínir þar, 59 ára+, konur sem karlar, fengu sent í pósti tímarit fyrir eldri borgara og eru í sjokki. Ég reyndi að hugga eina Fb-vinkonuna (59 ára) með því að segja að það gengi mun betur að selja auglýsingar í slík blöð eftir því sem lesendahópurinn væri stærri, því hefði verið seilst í miðaldragengið ... Aðrir vinir/fjandmenn hennar voru ekki svona huggandi: „Það er ekkert að því að eldast.“ „Elskan mín, þú f ...

  Skrifa athugasemd