Eiríkur Bergmann

Eiríkur Bergmann

Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Eftir hann liggur fjöldi bóka og greina um þjóðfélagsmál, sér í lagi um tengsl Íslands við umheiminn. Eiríkur hefur um árabil ritað reglulega dálka í dagblöð, til að mynda í Helgarpóstinn, DV, Blaðið/24 stundir, Fréttablaðið, Pressuna, Fréttatímann og breska dagblaðið The Guardian. Sjá nánar á eirikurbergmann.com

 • Baráttan um Ísland

  Blóðug barátta stendur nú yfir um hylli kjósenda – eða kannski öllu heldur um það hverjir fái réttinn til að tala fyrir hönd þjóðarinnar. Rannsóknir í stjórnmálafræði benda til þess að kjörhylli flokka og frambjóðenda ráðist fremur af almennri tilfinningu um það hvort viðkomandi sé trúverðugur fulltrúi fólksins heldur en að hann færi fram skynsamleg stefnumál. Það góða við umrótið er að nú heyrast mun fleiri raddir en áður þegar Vesturlandabúar almennt og Íslendingar alveg sérstaklega töldu sig hafa komist að endanlegri niðurstöðu um fyrirkomulag þjóðfélagsins ...

  Skrifa athugasemd

 • Valdahlutföll riðlast

  Í vorhefti Sögu - tímarits sögufélagsins, spurði Ragnheiður Kristjánsdóttir nokkra fræðimenn út í sögu og virkni 26. greinar stjórnarskrárinnar, sem kveður á um hinn svokallaða málskotsrétt forsetans. Auk míns framlags og Ragnheiðar eru í heftinu greinar eftir Eirík Tómasson, Helga Bernódusson, Helga Skúla Kjartansson og Ragnhildi Helgadóttur.Grein mín heitir: Valdahlutföll riðlast - forsetinn tekur sviðið.

  Skrifa athugasemd

 • Landsdómur og lýðskrum

  Ég er sammála Hannesi Hólmsteini (þessa setningu segir maður ekki á hverjum degi) þegar hann bendir í pistli á Pressunni á þá augljósu staðreynd að þau Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrun eru ekki glæpamenn. Mögulega er hægt að komast að þeirri niðurstöðu að þau hafi brugðist íslensku þjóðinni á ögurstundu, jafnvel þegar mest lá við, en að samþingmenn þeirra – jafnt samherjar sem andstæðingar – taki upp á því að kæra þau fyrir Landsdómi er eiginlega alveg út í höt. Minnir einna helst á sögu frá ...

  Skrifa athugasemd

 • Óleystu málin bíða enn

  Nú við upphaf nýs pólitísks gerningavetrar bendir flest til þess að aðeins eigi enn eftir að bætast í það fárviðri sem undanfarin misseri hefur geisað í íslenskum stjórnmálum með mis vel ígrunduum upphlaupum, allra handa fáti og á tíðum svolitið fyndnu fumi. Ég vona að lesendum þyki það ekki allt of hrokafullt af mér en stundum hefur mér virst sem fals og fávísi sé lögð að jöfnu við trausta faglega íhygli. Kutar brýndirÞrátt fyrir uppstokkun í ríkisstjórninni – þar sem Gylfa Magnússyni og Rögnu Árnadóttur var ...

  Skrifa athugasemd