Eiríkur Bergmann

Eiríkur Bergmann

Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Eftir hann liggur fjöldi bóka og greina um þjóðfélagsmál, sér í lagi um tengsl Íslands við umheiminn. Eiríkur hefur um árabil ritað reglulega dálka í dagblöð, til að mynda í Helgarpóstinn, DV, Blaðið/24 stundir, Fréttablaðið, Pressuna, Fréttatímann og breska dagblaðið The Guardian. Sjá nánar á eirikurbergmann.com

 • Dilkadráttur

  Mér finnst að fulltrúar á stjórnlagaþingi eigi að mæta til leiks með opinn hug í stað krafna um eigin hugðarefni. Sjálft samtalið á þinginu skiptir mestu máli. Áherslur mínar eru því lagðar fram til umræðu en ekki sem háheilagur kröfulisti. Bara svo það sé alveg á hreinu. En auk þess að kjósa forsætisráðherra beinni kosningu, fjölga þjóðaratkvæðagreiðslum, innleið persónukjör í einhverr mynd, semja borgaralega réttindaskrá og hugsanlega að lækka kosningaaldurinn í sextán ár myndi ég vilja taka það til skoðunar að afnema kjördæmaskiptinguna.Kjördæmaskipingin hefur ...

  Skrifa athugasemd

 • Hver ræður?

  Aukin tíðni þjóðaratkvæðagreiðslna er eitt af sex áhersluatriðum sem ég hef lagt til að stjórnlagaþingið ræði. Hin meginatriðin lúta að því að kjósa forsætisráðherra beinni kosningu, afnema kjördæmaskiptinguna, innleiða persónukjör í einhverr mynd, semja borgaralega réttindaskrá og hugsanlega að lækka kosningaaldurinn í sextán ár. Tíðar þjóðaratkvæðagreiðslur eru að vísu engin töfralausn í þeirri stjórnmálakreppu sem nú er í landinu en rannsóknir sýna að almenningur er yfirleitt mun íhaldssamari og tregari til breytinga en kjörnir fulltrúar sem hafa (samkvæmt kenningunni) tíma til að setja sig inn ...

  Skrifa athugasemd

 • Siðrofið og samfélagssáttmálinn

  Í eftirhrunsumræðunni er því stundum haldið fram að samfélagssáttmálinn, svokallaði, hafi rofnað. Að það hafi ekki aðeins verið fjármálakerfið sem hrundi, ekki einvörðungu efnahagskerfið, heldur gjörvöll samfélagsskipanin. Eða svo gott sem. Siðrof hafi orðið. En hver er eiginlega þessi samfélagssáttmáli sem á að hafa rofnað? Allt þar til upplýsingarstefnan fór að ryðja gömlum hugmyndum um uppruna valdsins á átjándu öldinni héldu helstu stjórnspekingar á borð við Jean Bodin á sextándu öld og Thomas Hobbes á þeirri sautjándu því fram að valdhafinn, sem gat verið einn ...

  Skrifa athugasemd

 • Svardagar

  DV hefur opnað flottan vef um stjórnlagaþingið þar sem kjósendur fá meðal annars tækifæri til að máta sig við frambjóðendur. Kannski er þetta fyrst og fremst samkvæmisleikur en gagnast einnig þeim sem eru í vafa um hverja skuli kjósa. Sjálfum finnst mér mikilvægt að frambjóðendur mæti til leiks með sæmilega opinn hug svo að stjórnlagaþingið spóli ekki pikkfast í gagnstæum óskalistum fulltrúanna – eins og við sjáum alltof mikið um á Alþingi. Eigi að síður eiga kjósendur vitaskuld heimtingu á því að vita hvaða áherslur frambjóðendur ...

  Skrifa athugasemd

 • Sextán ára

  Auk þess að kjósa ríkisstjórn beinni kosningu, taka upp persónukjör, fjölga þjóðaratkvæðagreiðslum, afnema kjördæmaskiptinguna og semja alhliða borgaralega réttindaskrá hef ég lagt til að stjórnlagaþing taki til umræðu að lækka kosningaaldurinn í sextán ár.Dóttir mín er rétt að slá í sextán ár og ég fæ ekki betur séð en að hún og vinir hennar séu ekkert síður í stakk búin til að velja framboðslista í samræmi við lífsskoðanir sínar heldur en margir þeir sem eldri eru.Lækkun kosningaaldurs myndi áreiðanlega auka áhuga ungs fólks ...

  Skrifa athugasemd

 • Bandaríki Norðurlanda

  Sænski prófessorinn Gunnar Wetterberg lagði fram bók sína Sambandsríki Noðurlanda (Förbundsstaten Norden) á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík nú í vikunni. Í henni er að finna nánari útlistun á grein um svipað efni sem hann birti í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter fyrir um ári. Í bókinni, sem er um leið ársrit Norðurlandaráðs árið 2010, leggur hann til að Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð ásamt sjálfstjórnarsvæðunum, Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi sameinist í einu yfirþjóðlegu sambandsríki. Jóhann Hauksson, blaðamaður, gerði góða grein fyrir tillögum Wetterbergs hér í ...

  Skrifa athugasemd

 • Húðstrýktur á netinu

  Svipur eru einkum notaðar til húðstrýkinga, ekki satt? Samt fer vefritið Svipan aðeins fram á það eitt að frambjóðendur til stjórnlagaþings svari fáeinum spurningum. Hér eru mín svör: (Á svipunni hér)Nafn: Eiríkur Bergmann EinarssonFæðingarár: 1969Starf og/eða menntun: Dósent í stjórnmálafræði / doktorHagmunatengsl: Engin sem tengjast starfi stjórnlagaþingsTengsl við flokka eða hagsmunasamtök: Óflokksbundinn og óvirkur í starfi hagsmunasamtakaErtu í einhverjum nefndum, ráðum eða stjórnum?: Á hlut í pínkulitlu ráðgjafafyrirtæki sem heldur utan um ýmis smástörf.Maki: Aino Freyja JarvelaStarf maka: LeikariHagsmunatengsl maka: Engin sem tengjast ...

  Skrifa athugasemd

 • Verður Ísland hluti af Sambandsríki Norðurlanda? - grein í Guardian

  Ég skrifaði í dag grein í the Guardian um tillögu sænska prófessorsins Gunnars Wettebergs um að koma á nýju Sambandsríki Norðurlanda. Í greininni segist ég meðal annars efast um að Ísland, Noregur og Finnland vilji á ný undirgangast valdhafana í Kaupmannhöfn og Stokkhólmi.Greinin er hér: Is a federal Nordic state on the cards?

  Skrifa athugasemd

 • Réttur okkar allra

  (Mynd: Brugðið á leik)Ég hef lagt fram sex áhersluatriði í framboðinu fyrir komandi stjórnlagaþing. Í fyrsta lagi að kjósa ríkisstjórn beinni kosningu, í öðru lagi að opna fyrir persónukjör, í þriðja lagi að beita þjóðaratkvæðagreiðslum í auknu mæli, í fjórða lagi að afnema kjördæmaskiptinguna, í fimmta lagi að semja alhliða réttindaskrá fyrir borgara þessa lands og að lokum að skoða það í fúlustu alvöru að lækka kosningaaldurinn í sextán ár. (Hér má finna nánari útlistun á þessum atriðum). Í þessum pistli vil ég nefna ...

  Skrifa athugasemd

 • 2. janúar 1993

  Kosningareglurnar fyrir komandi stjórnlagaþing eru undarlega flóknar. Frambjóðendur fá úthlutað númeri sem kjósendur þurfa að færa inn á þar til gerðan reit á kjörseðlinum.Mitt númer er 2193.Ég er svo sem sáttur við númerið en þann 2. janúar 1993 (2.1.'93) var fínn dagur. Þá var ég nemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og meðal annars upptekinn af regluveldiskenningum Max Webers - sem ég held barasta að eigi enn ágætt erindi. Merkilegra er þó að þennan dag hittust leiðtogar Bosníu-Serba og bæði múslima og ...

  Skrifa athugasemd

 • Sáttagrunnur á stjórnlagaþingi

  (Mynd: Brugðið á leik)Rétt er að fagna gríðarlegum fjölda frambjóðenda til stjórnlagaþings. Ég er einn þeirra. Um miðjan tíunda áratuginn sat ég í nefnd á vegum forsætisráðuneytsins sem átti að endurskoða kosningalögin. Ég var kornungur háskólastúdent en flestir samnefndarmanna voru stútungskarlar  á þingi og viðleitni þeirra var undantekningarlítið að reikna fyrst sjálfan sig út áður en afstaða var tekin til hverrar tillögu fyrir sig. Á endanum náðu þingmennirnir ekki saman um annað en að festa flakkarann svokallaða (muniði?) í Reykjavík. Að öðru leyti kafnaði ...

  Skrifa athugasemd

 • Framboð - ætli sé eftirspurn?

  (Mynd: Frambjóðandinn bregður á leik með stjórnarskrána á Austurvelli)Landskjörstjórn hefur nú staðfest framboð mitt til stjórnlagaþings svo ekkert er að vanbúnaði við að kynna framboðið. Eftir hrun er brýnt að leggja nýjan sáttagrunn undir íslenskt samfélag og endurskoða hina danskættuðu stjórnarskrá. Rétt er að ganga til stjórnlagaþings með opnum hug en eftirfarandi myndi ég vilja taka til umræðu: ·         Í fyrsta lagi að kjósa forsætisráðherra beinni kosningu ·         Í öðru lagi að brjóta upp stjórnmálakerfið með því að opna fyrir persónukjör í þingkosningum. ·         Í þriðja lagi ...

  Skrifa athugasemd

 • Anarkismi - hvað er nú það?

  Fyrir viku ræddi ég um lýðræðishugmyndir Vilmundar Gylfasonar heitins en hann var einnig veikur fyrir stjórnmálastefnu anarkista. Í ljósi þess að svartir anarkistafánar hafa verið áberandi í mótmælunum undanfarið er kannski ekki úr vegi að taka stefnuna til umræðu hér. En þrátt fyrir stutt kynni á Austurvelli vita fæstir fyrir hvað anarkistar standa – í sumum tilvikum vita þeir það ekki einu sinni sjálfir. Vilmundur benti réttilega á að það væri misskilningur, að almennilegir anarkistar boði allsherjarstjórnleysi og upplausn, þvert á móti sé anarkismi manngildisstefna sem ...

  Skrifa athugasemd

 • Af náttúru var ég fúll - spurningakeppni

  Um daginn hnaut ég um skemmtilega sjálfslýsingu og datt í hug að efna til svolítillar spurningakeppni hér. Hver lýsir sjálfum sér svo, og hvar?"Af náttúru var jeg fúll og einrænn, hneygður til hroðyrða og grófyrða, en ekki til að bölva, því það heyrðum við aldrei fyrir okkur haft; það lærði jeg ekki fyrr en í skólanum og mest í Reykjavík af kvenfólki."Bannað að gúgla.

  Skrifa athugasemd

 • Áhrif EES

  Frá því hefur verið sagt í fjölmiðlum að ég muni vinna íslenska hlutann í viðamikilli rannsókn sem norsk stjórnvöld standa fyrir um áhrif EES-samningsins á norskt (og íslenskt) samfélag. Þetta er í fyrsta sinn sem heildarúttekt er gerð á Evrópuvæðingu Noregs (og Íslands) í gengum EES-samstarfið. Hingað til hefur verið látið duga að rannsaka virkni samningsins sjálfs og áhrif hans á einstaka svið þjóðmálanna en nú á semsé að gera heildarúttekt á áhrifum samningsins í lengd og breidd.Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna ...

  Skrifa athugasemd

 • Lýðræðishugmyndir Vilmundar

  Framboðsfrestur til stjórnlagaþings rennur út í dag. Vonandi bjóða allir þeir sig fram sem telja sig hafa alvöru erindi við að endurskoða grundvallarlög íslensks samfélags. Eins og sakir standa veitir okkur svo sannarlega ekki af klókum kollum við það mikilæga verk. Hugmyndin um stjórnlagaþing er ekki ný af nálinni. Eldhuginn Vilmundur Gylfason og félagar hans í Bandalagi jafnaðarmanna lögðu höfuðáherslu á það fyrir nálega þrjátíu árum að koma á sérstöku stjórnlagaþingi til að endurskoða stjórnarskrána, sem tók gildi við lýðveldistökuna á Þingvöllum árið 1944 en ...

  Skrifa athugasemd

 • Fínn finnskur hestur

  Sá í gærkvöldi frumsýningu á leikverkinu Finnski hesturinn eftir Sirrku Peltol í leikstjórn Maríu Reyndal í Þjóðleikhúsinu.Verkið fjallar um þjakaða fjölskyldu á afskekktum sveitabæ í Finnlandi sem þvælist um í reglugerðafrumskógi Evrópusabandsins. Ég var leikhópnum til ráðuneytis í Evrópumálum en landbúnaðarstefna ESB er ógnarflókin klambursmíð og býður upp margvíslegar tragíkómískar aðstæður sem góð skil eru gerðar í leikritinu. Sumt á sér trygga stoð í raunveruleikanum en annað dikta persónurnar upp úr sjálfum sér. Sú hlið verksins endurspeglar þvælda Evrópuumræðuna ágætlega og því á sýningin ...

  Skrifa athugasemd

 • Hverju er fólkið að mótmæla?

  Fjöldamótmælin á Austurvelli skekja sálir stjórnmálamannanna sem vita ekki sitt rjúkandi ráð. Sumir þeirra standa að vísu óhaggaðir hvað svo sem á gengur og hlusta ekki á neitt á meðan aðrir hrekjast um eins og tættur bréfpoki í sviptivindum haustlægðanna sem nú ríða yfir Ísland. Ég veit eiginlega ekki hvort er verra. Áhugavert túlkunarstríðSvo hefur nú verið ansi áhugvert að fylgjast með túlkunarstríðinu um skilaboð mótmælenda. Í umræðunum um stefnuræðu forsætisráðherra sem fóru fram undir beljandi tunnuslætti var til að mynda engu líkara en að ...

  Skrifa athugasemd

 • (Van)virðing Alþingis

  Nú er hún Snorrabúð stekkurÞing var sett síðastliðinn föstudag. Í kvöld flytur fyrsti kvenforsætisráðherra landsins stefnuræðu á 139. löggjafarþingi Íslands. Alþingi var endurreist í Reykjavík árið 1844 eftir áratuga baráttu manna á borð við Baldvin Einarsson sem árið 1829 gaf út ritið Ármann á Alþingi. Þingið dró nafn sitt af löggjafarsamkomu og dómstól sem starfræktur var á Þingvöllum í hinu forna þjóðveldi, frá árinu 930 og þar til Gamli sáttmáli við Noregskonung var gerður árið 1262. Við gildistöku lögbókanna Járnsíðu árið 1271 og Jónsbókar 1281 ...

  Skrifa athugasemd

 • Stóra prófið

  Hrikt hefur í stoðum ríkisstjórnarinnar undanfarið – og ekki bara hennar heldur stjórnmálanna í landinu almennt. Hver höndin æðir í ofboði upp á móti annarri. Hvert upphlaupsmálið hefur rekið annað frá því að meirihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna var sett á flot fyrir rúmu ári. Stórmál sem hvert og eitt hefði getað reynt á sauma hvaða stjórnarsamstarfs sem er. Mál á borð við Magma, Icesave, Evrópu, kvótakerfið, uppstokkun stjórnarráðsins og nú síðast hvort ákæra eigi þrjá til fjóra ráðherra fyrir landsdómi hafa öll valdið ógnardeilum á ...

  Skrifa athugasemd