• Athugasemd vegna fréttar: Ég tala bara fyrir mig

  Vegna fréttar Stöðvar 2 áðan þar sem ég var spurður út í tillögu Stefáns Ólafssonar um að Alþingi skipi stjórnlagaþingsfulltrúana 25 í nefnd sem fái heimild til að leggja tillögur sínar í þjóðaratkvæðagreiðslu að þinghaldinu loknu og áður en þær fari í efnislega meðferð á Alþingi vil ég taka fram að ég tala auðvitað bara fyrir sjálfan mig.Í fréttinni mátti, vegna þess hvernig hún var klippt, skilja að ég túlkaði hug hinna í hópnum á sama veg en ég tala auðvitað ekki fyrir þeirra ...

  Skrifa athugasemd

 • Stjórnlausir háskólar

  Héðan út úr gluggann á skrifstofunni sem mér hefur verið úthlutað í stuttri rannsóknardvöl við Queen Mary-háskóla í  London er ekki að sjá að mikið bjáti á í bresku háskólalífi. Fölir stúdentar á þönum og hoknir illa til hafðir prófessorar ráfandi um gangana. Allt eins og það á að vera gæti maður haldið ef ekki væri fyrir örvæntinguna sem sjá má glitta í úr rauðþrútnum en annars daufum augum fjármálastjórans. Kannski er þetta ekki svo ýkja frábrugðið og á við um íslensku efnahagskreppuna: Vandræðin sjást ...

  Skrifa athugasemd

 • Trylltur landráðalýður

  Undanfarin misseri hef ég verið að vinna að bók um utanríkistengsl Íslands sem er væntanleg núna á útmánuðum eða á vordögum. Vegna þess hef ég meðal annars verið að grúska í gömlum dagblöðum. Hafi menn áhyggjur af leiðinda hnjóði og köpuryrðum sem fljúga fyrir í umræðunni í kjölfar hrunsins þá er orðbragðið nú samt sem áður hrein hátíð miðað við hnútuköstin í NATO-deilunni. Þegar aðildin var samþykkt á Alþingi síðdegis þann 30. mars 1949 kom til átaka á Austurvelli, á milli mótmælenda, sem flestir voru ...

  Skrifa athugasemd

 • Illa æft leikrit

  Fjölmiðlaframkoma þingmanna VG eftir maraþonfund þeirra á miðvikudag bar þess vitni að leikritið sem þau höfðu sammælst um að flytja frammi fyrir þjóðinni var ansi illa æft. Sumir virtust þar að auki fylgja öðru handriti en aðrir. Hafi ætlunin verið að berja í augljósa bresti þingflokksins þá tókst það ekki. Allavega ekki eftir að í ljós kom að sömu þremenningar og neituðu styðja fjárlagafrumvarpið höfðu hafnað því á fundinum að standa að yfirlýsingu um áframhaldandi stuðning við ríkisstjórnarsamstarfið. Samt hélt formaður flokksins því fram við ...

  Skrifa athugasemd

 • Fyrrverandi vara

  Að svara staksteinahöfndi Morgunblaðsins er að vísu svolítið eins og að reyna að ræða við steinvölu í fjöruborðinu hér úti á Granda, en ég má þó eigi að síður til með að nefna þá atlögu sem sneidd er að mér í blaðinu í dag. Staksteinahöfundur hefur það einkum að athuga við stjórnmálafræðilega greiningu mína á ástandinu í VG, sem ég ræddi á Rás 2 í gærmorgun, að ég sé fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar. Engin tilraun er hins vegar gerð til að ræða efnislega það sem ég ...

  Skrifa athugasemd

 • Fyrri hlutinn hér, sá síðari á morgun

  Við Stefanía Óskarsdóttir, kollegi minn í stétt stjórnmálafræðinga, fórum yfir árið sem leið í þættinum Ísland í bítið á Bylgjunni fyrir helgina, ásamt þáttastjórnendunum þeim Kolbrúnu Björnsdóttur og Sindra Sindrasyni sem leysti Heimi Karlsson af. Tíminn dugði okkur þó ekki nema til að tæpa á hluta þeirra stóratburða sem títt ráku hver annan á árinu og því verður framhald á samtali okkar í þættinum í fyrramálið, upp úr klukkan hálf átta.En hér er fyrri hlutinn.

  Skrifa athugasemd

 • Uppgjörið

  Ég var í hópi álitsgjafa Pressunnar sem gerðu upp árið. Hér eru mín svör:Hver var besti einstaki viðburður ársins?Leki Wkikileaks-skjalanna opnaði ekki aðeins sýn inn í dýpstu afkima Washingtonvaldið heldur hristir þessi tegund miðlunar leyniupplýsinga beinlínis upp í ríkjakefinu. Haldi lekar af þessu tagi áfram munu ríki ekki geta lagt jafn mikið upp úr leyndarhyggju og áður. Hér gæti því til framtíðar orðið grundvallarbreyting á meðförum valds. Hver var versti einstaki viðburður ársins?Því miður tókst ekki að taka á skuldamálum heimilanna með ...

  Skrifa athugasemd

 • Fjandanum stökkt á flótta

  Árið hófst á Icesave og endaði á því ólánsmáli líka. Svo kusum við trúð sem borgastjóra. Því mætti kannski halda fram að við værum voluð þjóð á vonarvöl og að allt væri hér í ógurlegu uppnámi. En þrátt fyrir allan hávaðann og óráðsöskur sjálfskipaðra sannleiksriddara sem hertóku eftirhrunsumræðuna þá höfum við það nú samt sem áður og þrátt fyrir allt alveg ágætt. Svona heilt á litið. Nú hillir meira að segja undir að Icesavehelvítið verði loks til lykta leitt. Og með sanngirnisgleraugun á nefinu verður ...

  Skrifa athugasemd

 • Að leysa upp vald

  Vissulega ætti maður alltaf að vara sig á að gera ekki mikið meira úr hlutunum en efni  standa til og ég skal passa mig á því hér. En í fullri yfirvegun og fúlustu alvöru er samt alveg hægt að halda því fram að uppljóstranir Wikileaks á trúnaðarskjölum úr sendiráðum Bandaríkjanna út um allan heim og álíka atburðir sem nú aukast mjög ógni ekki aðeins stjórnarháttum Washington-valdsins heldur að það hrikti hreint og beint í stoðum ríkjakerfisins. Auðvitað er það ekki einvörðungu þessi einstaka uppljóstrun eða ...

  Skrifa athugasemd

 • Hvað segja íslensk stjórnvöld?

  Málefni uppljóstrunarvefjarins Wikileaks snerta Ísland með ýmsum hætti. Ekki aðeins vegna þess að hluti þessa stærsta leka sögunnar á gögnum neðan úr dýpstu iðrum bandarískra stjórnvalda eru skýrslur sendimanna stórveldsins í víggerða húsinu þeirra við Laufásveg – en í þem er margt ansi kómískt og kauskt að finna – heldur ekki síður sökum þess að margir Íslendingar koma  að starfi Wikileaks. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, var til að mynda náinn samverkamaður Julian Assange, leiðtoga hópsins, og hefur ásamt menntamálaráðuneytinu unnið að útfærslu á róttækum lögum um upplýsingafrelsi ...

  Skrifa athugasemd

 • Athygli vekur ...

  Athygli vekur hversu miklu hagstæðara nýja Icesave-samkomulagið er frá því fyrra. Ég nenni nú ekki að sökkva mér ofan í málið á ný á þessum vettvangi– nóg var nú samt á sínum tíma – og læt því duga að benda á aðeins tvær greinar af fjölmörgum sem ég skrifaði um málið og mér sýnist að séu enn í fullu gildi:Iceslave-samkomulagiðHvers vegna var Icesave tekið úr sáttaferlinu?

  Skrifa athugasemd

 • Kærar þakkir

  Stjórnlagaþingið er merkileg tilraun og áður en lengra er haldið vil ég auðmjúkur þakka fyrir kjörið. En ég verð þó að viðurkenna að mér þótti það svolítið sérstakt að fylgjast með úrtölukórnum sem hóf upp raust sína að afloknum kosningunum, en þá nýttu margir sér tómarúmið sem varð á milli kosninganna og þar til að úrslit lágu fyrir til að tala kjörið og verkefni stjórnlagaþingsins niður. Kannski er það vegna þess að vera nú allt í einu kominn hinum megin við borðið að ég stóð ...

  Skrifa athugasemd

 • Týnda landið

  „Mér þykir að leitt, en landið þitt er ekki til“ sagði landamæravörðurinn í Minsk þegar hann ringlaður og svolítið afsakandi loksins leit upp úr pappírunum sínum.  Ég hafði stoltur slengt íslenka vegabréfinu á afgreiðsluskenkinn þegar röðin kom að mér eftir um það bil tveggja tíma bið. Þetta var árið 1997 og Ísland var bókstaflega týnt. Samt hafði mér verið send sérstök vegabréfaáritun til Kaupmannahafnar þar sem ég bjó, en ég var þá í nefnd á vegum Evrópuráðsins sem – í einhverju bjartsýniskasti alþjóðlegra blýantsnagara – átti að ...

  Skrifa athugasemd

 • SEX

  Um miðjan tíunda áratuginn sat ég í nefnd á vegum forsætisráðuneytsins sem átti að endurskoða kosningalögin. Ég var kornungur háskólastúdent en flestir samnefndarmanna voru stútungskarlar á þingi og viðleitni þeirra var undantekningarlítið að reikna fyrst sjálfan sig út áður en afstaða var tekin til hverrar tillögu fyrir sig. Á endanum náðu þingmennirnir ekki saman um annað en að festa flakkarann svokallaða (muniði?) í Reykjavík. Að öðru leyti kafnaði málið ofan í koki þingsins. Sem sannfærði mig um að þingmenn ættu hvergi að koma nærri við ...

  Skrifa athugasemd

 • Bein kosning ríkisstjórnar

  Ég hef lagt mesta áherslu á það að fulltrúar á stjórnlagaþingi mæti þangað með opinn hug en bíti sig ekki fasta í eigin óskalista. Ég hef þó lagt fram sex málefni sem mér finnst að þingið þurfi að ræða. Auk þess að ræða persónukjör, þjóðaratkvæðagreiðslur, kjördæmaskiptinguna og jafnvel lækkun kosningaaldursins í sextán ár auk þess að semja sérstaka borgaralega réttindaskrá til hliðar við stjórnarskrána myndi ég vilja skoða þann möguleika að skilja á milli löggjafar- og framkvæmdavalds með því að kjósa ríkisstjórnina beinni kosningu, annað ...

  Skrifa athugasemd

 • Ákvörðun þjóðar

  Í þessu pistlum hef ég þrástagast á mikilvægi þess að fulltrúar á stjórnlagaþingi mæti til leiks með opin hug en skilji óskalistann sinn eftir kyrfilega læstan ofan í náttborðsskúffunni sinni heima. Er eiginlega farinn að hljóma eins og piluð grammafónsplata í þessu efni en í þessum pistli langar mig til að ræða aukna notkun þjóðaratkvæðagreiðslna, eitt af sex málefnum sem ég hef lagt til að stjórnlagaþingið ræði. Hin meginatriðin lúta að því að kjósa forsætisráðherra beinni kosningu, afnema kjördæmaskiptinguna, innleiða persónukjör í einhverr mynd, semja ...

  Skrifa athugasemd

 • Hver má kjósa? Og hver ekki?

  Stjórnlagaþingið veitir okkur tækifæri til að taka grundvallarlög samfélagsins til gagngerar endurskoðunar og því er held ég rétt að líta til allra þátta, ekki aðeins til þeirra augljósustu og umtöluðustu í kjölfar hrunsins. Ég hef margoft lýst því yfir að fulltrúar á þinginu eigi að ekki mæta hver með sinn kröfulista í rassvasanum og tappa í eyrunum. Eins og allt of algengt er niðri við Austurvöll. Þvert á móti er sjálft samtalið þá þinginu það sem mestu skiptir. Ég hef því ekki lagt fram nein ...

  Skrifa athugasemd

 • Persónur og leikendur

  Stjórnarskrá á ekki að samanstanda af óskalista þeirra sem hljóta kosningu á stjórnlagaþingið. Öfugt við þrasið á Alþingi skiptir mestu að fulltrúar á stjórnlagaþingi mæti til leiks með nægjanlega opinn hug og séu reiðubúnir til að ræða sig til niðurstöðu með tilheyrandi málamiðlunum. Áherslur mínar eru því lagðar fram til umræðu en eiga ekki að skoðast sem ófrávíkjanlegur kröfulisti. Auk þess að kjósa ríkisstjórn beinni kosningu, fjölga þjóðaratkvæðagreiðslum, afnema kjördæmaskiptinguna, semja alhliða réttindaskrá og jafnvel að lækka kosningaaldurinn í sextán ár myndi ég vilja taka ...

  Skrifa athugasemd

 • Réttindi lýðs og þjóðar

  Í stjórnlagaþingskjörinu hef ég lagt fram sex áhersluatriði sem ég myndi vilja taka til umræðu. Ég tek fram að hér er ekki um að ræða háheilagan kröfulista heldur þau málefni sem mér finnst að stjórnlagaþingið eigi að ræða með opnum hug.   Í fyrsta lagi að kjósa ríkisstjórn beinni kosningu, í öðru lagi að opna fyrir persónukjör, í þriðja lagi að beita þjóðaratkvæðagreiðslum í auknu mæli, í fjórða lagi að afnema kjördæmaskiptinguna, í fimmta lagi að skoða það í fúlustu alvöru að lækka kosningaaldurinn í sextán ...

  Skrifa athugasemd

 • Hatrammar háskóladeilur

  Dr. Henry Kissinger, fyrrverandi prófessor við Harvard-háskóla og utanríkisráðherra Bandaríkjanna,  sagði einhvern tíman að deilur í háskólum væru svo grimmar, nákvæmlega vegna þess að þær skiptu svo litlu máli. (e. Academic politics are so vicious precisely because the stakes are so small.) Hvort sem það er rétt eða ekki þá eru háskólamenn á Íslandi komnir í hár saman og vegast nú á í opinberri umræðu sem aldrei fyrr. Í stað þess að samræma varnarviðbúnað í þeim viðsjám sem nú steðja að háskólastarfi höggva starfsmenn ólíkra ...

  Skrifa athugasemd