Eiríkur Bergmann

Eiríkur Bergmann

Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Eftir hann liggur fjöldi bóka og greina um þjóðfélagsmál, sér í lagi um tengsl Íslands við umheiminn. Eiríkur hefur um árabil ritað reglulega dálka í dagblöð, til að mynda í Helgarpóstinn, DV, Blaðið/24 stundir, Fréttablaðið, Pressuna, Fréttatímann og breska dagblaðið The Guardian. Sjá nánar á eirikurbergmann.com

 • Fötlun eða líkamsatgerfi?

  Í stjórnlagaráði í dag tók ég meðal annars þátt í umræðum um mannréttindakaflann sem mikilvægt er að gera sem best úr garði. Þónokkur umræða fór fram um það hvort og þá hvaða einstaka hópa beri að tiltaka til að vernda sérstaklega gegn mismunun eins og 65. grein núveranda stjórnarskrár gerir. Menn veltu fyrir sér hvort nóg væri að segja að allir væru jafnir fyrir lögum eða hvort nauðsynlegt sé að tiltaka tiltekin atriði, svo sem kyn, trú, þjóðernisuppruna og þess háttar. Flestir voru á þeirri ...

  Skrifa athugasemd

 • Öfugur Bjartur

  Bjartur í Sumarbúsum er einhver magnaðasti karakter íslenskra bókmennta. Í bókinni Sjálfstætt fólk sneri nóbelsskáldið speglinum að þjóðinni í stórkostlegri öfugmælavísu - þar sem óskin um frelsi varð að helsi. Við þekkjum þessa sögu. Í Morgunblaðinu í dag ritar Sveinn Halldórsson hins vegar þetta:"Mat mitt er að Nóbelsskáldið okkar Halldór Kiljan Laxnes heitinn hafi lýst vel í söguhetju sinni Bjarti í Sumarhúsum þjóðarsál sérhvers Íslendings. Í brjósti okkar blundar Bjartur, von og þrá hvers einasta Íslendings um að eignast hús, íbúð, bíl eða jörð allt ...

  Skrifa athugasemd

 • Dagbók stjórnlagaráðsfulltrúa

  Kannski er ekki úr vegi að nota þennan vettvang til að færa til bókar eitt og annað sem á daga mína drífur í stjórnlagaráði og í tengslum við störf þess.Þriðji fundur stjórnlagaráðs var haldinn í dag. Nýjar starfsreglur voru samþykktar sem fela í sér gjörbreytt verklag frá því sem að Alþingi hafði samþykkt fyrir stjórnlagaþing. Starfsreglurnar eru hér.Í lok fundarins sungu stjórnlagaráðsfulltrúar afmælissönginn til heiðurs Illuga Jökulssyni.Vinnulagið byggir á svokölluðu ítrunarferli. Unnið er út frá heildrænu áfangaskjali sem þróist og taki breytingum ...

  Skrifa athugasemd

 • Útlendingar elska Icesave

  Sagt er að erlendir fjölmiðlar hafi lítinn áhuga fyrir þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave. Ég hef eigi að síður þurft að svara þeim ansi mörgum undanfarna daga og get því ekki tekið undir það. Ég segi ekki að útlendingar elski Icesave jafn heitt og við hér á Íslandi en áhuginn var nú samt þónokkur. Hér er listi yfir svolítinn hluta af þeim viðtölum sem ég hef farið í um Icesave málið undanfarna daga - þar að segja þann sem ég hef handbæran.11/04/2011, Wall Street Journal ...

  Skrifa athugasemd

 • Klökkur stjórnlagaráðsfulltrúi

  Ekki var með öllu laust við að ég klökknaði við að hlýða á ungmennin í kór Kársnesskóla syngja um vorkomuna við setningu stjórnlagaráðs á miðvikudag. Eftir allt það sem á undan hafði gengið var það satt að segja ansi sérstök tilfinning að setjast loksins formlega við samráðsborð stjórnlagaráðs í húsakynnum þess við Ofanleiti í Reykjavík. Í fyrstu örlaði á ónotum yfir vandræðaganginum í aðdragandanum en svo við söng kórsins var eins og ónotin bara einhvern vegin liðuðust úr mér. Í staðin kom tilhlökkun. Gott ef ...

  Skrifa athugasemd

 • Soldið meira af litla selamálinu

  Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi landbúnaðar- og sjávarútvegsráuneytisins, gerir í Morgunblaðinu í dag athugasemd við ummæli mín í fréttum Stöðvar 2 síðastliðinn þriðjudag um afskipti Íslands af deilu Kanada og ESB varðandi selveiðar. Ég má til með að nefna það hér að öfugt við það sem skilja má af grein Bjarna gagnrýndi ég ekki efnislega afstöu sjávarútvegsráðherra. Þvert á móti styð ég afstöðu hans í málinu.Hins vegar samþykkti ég undanbragðalaust að setja málið í samhengi við stjórnmálaátökin hér innanlands þegar fréttamaðurinn bað mig um það. Það ...

  Skrifa athugasemd

 • Lítil sæt selafrett

  Lítil sæt frétt í vikunni er áhugavert dæmi um hvernig flókin mál eru einfölduð úr hófi fram og svo matrædd með tilteknum afmörkuðum hætti ofan í fjölmiðla og almenning í óskyldum pólitískum tilgangi. Þannig skakklappast sum mál í mismiklum rangfærslum fram í þjóðamálaumræðunni, oft og tíðum einungis lítillega tengd samhengi sínu. Sjaldnast hirðir nokkur um að afrugla málið og setja í samhengi. Ég hef hingað til reynt að hlífa lesendum þessa dálks við sérviskulegu og nördalegu rausi af mínu fræðasviði, Evrópufræðum, en nú ætla ég ...

  Skrifa athugasemd

 • Svar við boði um setu í stjórnlagaráði

  Neðanfylgjandi bréf sendi ég frá mér fyrir stundu:Ágæta alþingi – svar við boði um setu í stjórnlagaráðiVísað er til bréfs yðar dagsett 24. mars 2011 um boð til setu á stjórnlagaþingi.Allt frá upphafi taldi ég rétt að tillögur stjórnlagaþings um frumvarp til nýrra stjórnskipunarlaga yrðu lagðar í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu áður en alþingi fengi þær til lögformlegrar meðferðar. (Allsherjarnefnd alþingis var sömu skoðunar, samanber þingskjal 1354 á 138. löggjafarþingi). Slík atkvæðagreiðsla bindur vitaskuld ekki hendur alþingis í skilningi laga en víðtækur stuðningur almennings við frumvarpið ...

  Skrifa athugasemd

 • Stjórnmála- viðhorfið

  Löngum hefur verið til siðs að ræða ástand þjóðmálanna á fundum í alls konar félögum hringinn í kringum landið undir þessu heiti: stjórnmálaviðhorfið – eða stjórnmálaástandið eins og það er reyndar oft kallað líka þegar menn gerast djarfari. Að vísu hefur þetta ágæta yfirheiti dottið úr tísku undangengin ár. Í seinni tíð hafa kynningarfulltrúar fundaboðenda gjarnan trommað upp með mun ágengari og meira krassandi fundarheitum. Oft með áleitnum spurningum á borð við þessar: Er ríkisstjórnin að falla? Er framtíðin fólgin í fallvötnunum? Drepur kvótakerfið byggðina? Svona ...

  Skrifa athugasemd

 • Kreppufjandinn og fjarlægari hörmungar

  Oft þegar mannskepnan er að bjástra við sín smávægilegu viðfangsefni, eins og til að mynda þessa árans fjármálakreppu sem heimurinn hefur í allsherjar leiðindum verið að eiga við undangengin ár, minnir náttúran á ægivald sitt og sýnir okkur fram á hversu viðurhlutalítið vafstur okkar raunverulega er. Svona þegar öllu er á botninn hvolft. Í samanburði við hörmungarnar í Japan verður kreppufjandinn hér heima eins og hver önnur kvefpest. Fyrst reið einn stærsti skjálfti sögunnar yfir, svo skall flóðbylgjan á fólki og bar heilu bæina með ...

  Skrifa athugasemd

 • Rembihnútur um iður þjóðar

  Viðamiklar aðgerðir bresku efnahagsbrotadeildarinnar (e. Serious Fraud Office) sem í vikunni handtóku marga helstu stjórnendur og viðskiptamenn Kaupþings í Bretlandi minntu okkur á það að uppgjörið við hrunið stendur enn yfir. Og þrátt fyrir að margt hafi verið sæmilega gert, svo sem gerð og viðtökur Rannsóknaskýrslu Alþingis, hefur satt að segja lítið þokast áleiðis við að gera almennilega upp við hrunverjanna svokölluðu. Við gleymum því stundum að aðeins fall Kaupþings eins og sér er eitt stærsta gjaldþrot gjörvallrar efnahagssögunnar. Þessar flóknu aðgerðir Bretanna þar sem ...

  Skrifa athugasemd

 • Forvirkar rannsóknarheimildir

  Uggur læðist nánast ósjálfrátt að manni þegar stjórnmálamenn leggja til að yfirvöld fái auknar heimildir til að fylgjast með fólki – og alveg sér í lagi þegar þverpólitísk samstaða næst um að veita lögreglunni aukna heimild til að beita svokölluðum „forvirkum“ eða „fyrirbyggjandi“ rannsóknarúrræðum (les: njósnum) eins og eru í undirbúningi í innanríkisráðuneytinu og breið samstaða virðist samkvæmt nýjustu fréttum hafa náðst um á Alþingi. Þá er svo sannarlega rétt fyrir okkur borgarana að vera vel á verði og hafa allan varan á. En einhverra hluta ...

  Skrifa athugasemd

 • Rís loks fjórða lýðræðisbylgjan?

  Uppreisnin hófst í Túnis, smitaðist fljótt yfir til Egyptalands þar sem Hosni Mubarak var hrakinn frá völdum eftir einarða kröfu um almennilegar lýðræðisumbætur. Nú sækir mannfjöldinn að Muammar al-Gaddafí Líbíuleiðtoga sem þóttafullur býður fólkinu birginn og steytir byltingahnefann framan í eigin þjóð um leið og hann sigar fylgendum sínum á uppreisnarmenn. Mótmælaaldan virðist magnast með hverjum deginum, svo mjög að spyrja má hvort  fjórða bylgja lýðræðisins sé loksins risin og hafi nú skollið á ströndum Norður-Afíku. Á öndverðum tíunda áratugnum ritaði bandaríski stjórnmálafræðingurinn Samuel P ...

  Skrifa athugasemd

 • Sorfið til stáls?

  Þegar fyrri þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave fór fram þann 6. mars sl. sagði Ólafur Ragnar Grímsson í viðtali við Stöð 2 að um heimssögulegan viðburð væri að ræða. Hann útskýrði að framfarir í þróun lýðræðisins í mannkynssögunni ættu sér jafnan stað í smáríkjum, eins og í Grikklandi til forna. Hann sagði að kosningin hefði ekki aðeins mikla þýðingu fyrir Íslendinga heldur væri „ótvírætt“ að atkvæðagreiðslan hefði „breytt viðhorfum fólks vítt og breitt um veröldina“ í þá veru aðhægt væri að „þróa lýðræðið og færa fólkinu beint ...

  Skrifa athugasemd

 • Spólað upp úr förunum

  Tæki maður mark á heiftúðuri umræðunni eins og fram fer á  bloggsíðum og á Alþingi gæti maður haldið að íslenska hagkerfið væri löngu búið að bræða endanlega úr sér. Og að samfélagið í heild sinni hefði fyrir nokkru molnað í sundur og lægi nú mélinu smærra í göturæsinu. Því rekur mann eiginlega í rogastans þegar í miðju volæðinu dúkkar allt í einu upp frétt um að skuldir þjóðarbúsins séu ekkert svo ógurlegar eftir allt saman, eins og hermt er í nýrri skýrslu Seðlabankans um efnahagsmál ...

  Skrifa athugasemd

 • Er ekkert plan?

  Franskur blaðamaður hringdi rétt áðan til að spyrja um stjórnlagaþingið:Blm: Do you think the Constitutional Assembly marks the resurrection of Iceland after the Crash?Ég: Uhh ... there is no Constitutional Assembly any longer. At least not for the time being.Blm: What? Wasn´t it supposed to start yesterday?Ég: Yes, well you see, the Supreme Court has ruled the election illegal.Blm: Come again?Ég: Yes, so we don't know what will happen.Blm: What is the plan of the government then ...

  Skrifa athugasemd

 • Dilkadráttur, uppnefni og niðurrif

  Þjóðfélagsumræðan er satt að segja verri núna en hún var árin fyrir hrun. Ekki það að hún hafi verið upp á marga fiska á uppgangstímanum. Þá einkenndist öll umræða af voðalegri blöndu af værukærð og yfirborðsmennsku. Umræðan nú einkennist að vísu af sömu yfirborðsmennsku og þá en í stað værukærðarinnar er komin heiftúðleg niðurrifsárátta þar sem allar tilraunir til vitiborinnar umræðu eru tættar í sundur. Hver svo sem reynir að leggja gott til málanna er dreginn í svaðið.Þetta á við á nánast öllum sviðum ...

  Skrifa athugasemd

 • Hinir ógiltu

  Ég lá uppi í sófa og var að glöggva mig á hugmyndum Montesquieus um skiptingu ríkisvalds þegar ég heyrði fréttirnar um að Hæstiréttur hefði ógilt kosninguna til stjórnlagaþings. Mér svelgdist á volgu en römmu kaffinu sem ég hafði ofurvarlega lagt að vörum mér þar sem ég lá með hnakkann upp við sófabríkina. Ég reisti mig við, ræksti korginn úr kverkunum og þurrkaði upp það sem hafði sullast úr fantinum.Á sófaborðinu var himinhár bunki af gögnum sem ég hafði sankað að mér til undirbúnings fyrir ...

  Skrifa athugasemd

 • Kjósum aftur - sem allra fyrst

  Á fundi lagadeildar HÍ í hádeginu kom fram í máli prófessoranna Eiríks Tómassonar og Ólafs Þ. Harðarsonar að ýmsir verulegir og veigamilir annmarkar hafi verið á úrskurði Hæstaréttar. Í hann skorti bæði lagastoðir og rökstuðning. Í raun sögðu þeir - eins og Ástráður Haraldsson fyrrverandi formaður landskjörstjórnar í Kastljósi í gær - að dómurinn hafi gengið allt of langt með því að óglilda stjórnlagaþingskosninguna. Það hafi raun verið ólýðræðisleg ákvörðun. En hvað um það. Ísland er réttarríki og úrskurður Hæstaréttar stendur. Eftir því sem ég hugsa meira ...

  Skrifa athugasemd

 • Það sem ég vildi gera

  Eftir ákvörðun hæstaréttar er stjórnlagaþingið komið í uppnám. Enn er er það þó verðugt verkefni að taka grundvallarlög íslenska lýðveldisins til endurskoðunar. Þegar núverandi stjórnarskrá tók gildi við lýðveldistökuna árið 1994 álitu flestir að hún yrði aðeins til bráðabirgða, eða þar til Íslendingar fengju ráðrúm til að setja sér sína eigin stjórnarskrá. Þannig skrifuðu til að mynda þeir Gylfi Þ. Gíslason og Ólafur Jóhannesson í Helgafell árið 1945 og menn á borð við Bjarna Benediktsson og Gunnar Thoroddsen tóku í sama streng. Fyrir utan nauðsynlegar ...

  Skrifa athugasemd