Eiríkur Bergmann

Eiríkur Bergmann

Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Eftir hann liggur fjöldi bóka og greina um þjóðfélagsmál, sér í lagi um tengsl Íslands við umheiminn. Eiríkur hefur um árabil ritað reglulega dálka í dagblöð, til að mynda í Helgarpóstinn, DV, Blaðið/24 stundir, Fréttablaðið, Pressuna, Fréttatímann og breska dagblaðið The Guardian. Sjá nánar á eirikurbergmann.com

 • Þrjár konur

  Þrjár konur standa að baki þeim sigri sem vinstri flokkarnir virðast vera að landa í Danmörku. Jafnvíst er að Helle Thorning Schmidt, leiðtogi Jafnaðarmanna, verði næsti forsætisráðherra Danmörku – fyrst kvenna. Sigurvegari kosninganna er hins vegar Margrethe Vestager, sem fer langt með að tvöfalda fylgi Radikale Venstre, sem er frjálslyndur miðjuflokkur – hérlendis einna líkastur Alþýðuflokknum undir stjórn Jóns Baldvins. Nýstirni kosninganna og sú sem Danir virðast hafa fallið kylliflatir fyrir í kosningabaráttunni er hin unga Johanne Schmidt-Nielsen sem hefur tekist að gera hinn mjög svo róttæka ...

  Skrifa athugasemd

 • Hver er þessi Huan?

  Umræðan um kaup fjárfestisins, Huan Nubo, á landi Grímsstaða á Fjöllum hefur að venju grafist ofan í hefðbundinn farveg þjóðernisorðræðunnar. Í fréttaflutningi af málinu og í umræðum á netinu hefur þjóðerni og persóna fjárfestisins verið gerð að aðalatriði á meðan lítið bólar á efnislegri umræðu um það hvort að land af þessu tagi eigi yfir höfuð að vera í einkaeigu. Sem þó væri rakið að ræða af þessu tilefni. Eftirtektarvert er að þegar að útlendingur kaupir nokkra íslensku eigendurna út þá gera gagnrýnendur einkum athugasemd ...

  Skrifa athugasemd

 • Skiptiglugginn er opinn

  Fræg er sagan af hnefaleikamanninum sem hrasaði við vindhögg andstæðingsins og komst ekki á fætur áður en dómarinn taldi upp á tíu. Boxarinn ólukkulegi varð ekki fyrir neinu höggi en var orðinn svo lúinn eftir langan bardagann að vöðvarnir brugðust þegar hann hugðist brölta upp á lappirnar á ný. Kiknaði í hnjánum og lá örendur á gólfinu með öklana flækta í kaðlinum og höfuðið út af pallinum. Ég ætla nú ekki endilega að spá ríkisstjórninni viðlíka örlögum en nú þegar nýr stjórnmálavetur gengur í garð ...

  Skrifa athugasemd

 • Ímynduð endurreisn

  Áfanganiðurstöður verkefnisins Imagined Recovery of Icelands Viking Capitalism verða kynntar á alþjóðlegri ráðstefnu stjórnmálafræðinga, ECPR, í Reykjavík í dag kl. 13:00. Rannsóknina vinn ég í samstarfi við fræðimennina  dr. Claes Belfrage við Queen Mary háskóla í London og dr. David Berry við Swansea háskóla í Wales.Undangengin þrjú ár höfum við rannsakað aðdraganda Íslandshrunsins og hugmyndina um endurreisn Íslands. Hún verður svo birt fræðiritinu Economy and Society í byrjun árs 2013. Rannsóknin byggir meðal annars á viðtölum við fjölmarga þátttakendur í íslensku efnahags- og ...

  Skrifa athugasemd

 • Galopið á miðjunni

  Þegar að við héldum að tiltrú kjósenda á stjórnmálamönnum gæti ekki orðið minni birtist í vikunni könnun sem sýnir einmitt og akkúrat það. Aðeins tólf prósent aðspurðra fallast á að Alþingi standi vörð um hagsmuni almennings. Tveir þriðju eru sannfærðir um að stjórnvöld gangi fremur erinda fjármálastofnanna en fólksins í landinu. Stappar nú nærri að Alþingismenn séu hataðasta stétt landsins. þykja verri en fjármálafurstarnir. Kjósendur treysta aðeins einum hópi manna verr en ríkisstjórninni. Það er stjórnarandstöðunni. Innan við þriðjungur telur að stjórnarandstæðan sé betur treystandi ...

  Skrifa athugasemd

 • Biðin loksins á enda

  Nokkur bið hefur verið á útgáfu skýringa við greinar nýja stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs. En nú er biðin loksins á enda. Bók með frumvarpinu og skýringum á öllum 114 greinunum er komin út. Upp á 231 síðu.Lesið og njótið.

  Skrifa athugasemd

 • Ráðþrota ráðamenn

  Ráðamenn Bretlands halda því fram að óeirðirnar sem leikið hafa London og fleiri enskar borgir grátt undanfarna viku séu ekkert annað en hugsunarlaus ofbeldisverk og þjófnaður harðsvíraðs óþjóðalýðs sem notfærir sér tækifærið til að rupla og ræna öllu sem hönd á festir. Gripdeildir í eigin þágu og tilviljunarkennd skemmtaverk í skemmtanaskyni. Stjórnlaust pakk. Gott ef það sé ekki allt saman haldið einhvers konar skemmdaverka- og ofbeldisfíkn. Svo segir allavega ríkisstjórnin og borgaryfirvöld Lundúna. Og vissulega má jú til sanns vegar færa að flest er þetta ...

  Skrifa athugasemd

 • Stjórn laga hvað?

  Við vissum það strax í upphafi að valdastéttin og menntaelítan myndi tala starf okkar í stjórnlagaráði niður. Fyrir lá að þeir sem telja sig réttborna handhafa valdsins og þeir sem þykjast sérstaklega til þess bærir að túlka óskýra lýðveldisstjórnarskránna er ekkert gefið um að fulltrúar fólksins í stjórnlagaráði vasist í því að skrifa stjórnarskrá á mannamáli. Því ber þó að fagna að fjölmargir hafa fjallað málefnalega um frumvarpið og gott er að fá uppbyggilega gagnrýni. Við skulum fyrir alla muni takast á um inntak og ...

  Skrifa athugasemd

 • Stefna – ekki bara sturlun

  Ekki dugir að afgreiða hryðjuverk Anders Breiviks sem níðingsverk vitstola vígamanns, einhvers vitleysings sem hafi tapað glórunni. Geðsjúklings. Ekki frekar en að liðsmenn Al-keida séu allir haldnir sömu klínísku geðröskuninni. Anders Breivik er þvert á móti skilgetið afkvæmi stjórnmálastefnu sem legið hefur í iðrum Evrópu í heila öld: fasismans. Sem lagði álfuna í rúst á fyrri hluta liðinnar aldar. Nýfasískar hreyfingar fóru svo að sækja í sig veðrið á nýjan leik á síðari hluta tuttugustu aldar og hafa nú breiðst út um álfuna eins og ...

  Skrifa athugasemd

 • Langt í þennan næsta bæ

  Í samtali við fréttastofu Ríkissjónvarpsins sagði ég að leita þurfi alla leið til Sviss til að finna rýmri heimildir um aðkomu almennings að ákvarðanatöku í stjórnmálum og eru í tillögum stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá. Ísland yrði eiginlega næsti bær við Sviss í þeim efnum. Þess ber að geta að það er þó ansi langt í þennan næsta bæ. Í Sviss er all sérstakt stjórnkerfi og þar er mun auðveldara að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslur en við leggjum til að verði hér á landi.Bara svo það ...

  Skrifa athugasemd

 • Betri en sú gamla?

  Síðastliðna tvo daga höfum við í stjórnlagaráði greitt atkvæði um hverja og eina af þeim 114 greinum sem við leggjum til að verði í nýrri stjórnarskrá. Á eftir verður gengið til atkvæða um nýja stjórnarskrá í heild sinni. Sem markar endalok okkar starfs. – Að sinni í það minnsta.Enginn fulltrúanna 25 fær allt sem hann vildi. Sumt hefði maður viljað hafa öðru vísi – jafnvel allt öðru vísi. Eigi að síður held ég að tekið hafi verið tillit til sjónarmiða allra eins og hægt er.Hver ...

  Skrifa athugasemd

 • Við og hinir

  Í kjölfar hörmunganna í Noregi rifjast upp fyrir mér stuttur undirkafli  í bók minni Opið land sem kom úr vorið 2007. Ég hafði áhyggjur af því að harkaleg umræða og viðbrögð í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum myndu vera vatn á myllu hægriöfgamanna. Ég er ekki frá því að neðanfylgjandi eigi einnig við nú. Við og hinirÍ grunninn tekið eru þjóðfélög Vesturlanda á okkar dögum byggð á þremur megingildum; frelsi, lýðræði og mannréttindum. Þessi þrjú gildi er samofin og ekkert þeirra getur staðið án hinna. Frelsi ...

  Skrifa athugasemd

 • Lokahnykkurinn

  Lokahnykkurinn í störfum stjórnlagaráðs stendur nú yfir. Skil eru eftir slétta viku, föstudaginn fyrir verslunarmannahelgi. Að baki er nálega fjögurra mánaða þrotlaus vinna við endurskoðun stjórnarskrárinnar – sem staðið hefur til allar götur frá lýðveldistökunni á Þingvöllum árið 1944. Margar misheppnaðar tilraunir hafa verið gerðar. En nú hyllir loks undir alvöru heildarendurskoðun á grundvallarlögum Lýðveldisins Íslands. Undangengna viku höfum við rætt drög að frumvarpi að nýjum stjórnskipunarlögum sem lögð hafa verið fram í 111 greinum. Tillögurnar lúta að því marki að bæta stjórnskipan landsins verulega en ...

  Skrifa athugasemd

 • Tilboð

  Stjórnlagaráð hefur undanfarna rúma þrjá mánuði unnið að tillögum að nýrri stjórnarskrá. Frumvarpsdrögin að nýrri stjórnarskrá í 111 greinum verða birt í dag ásamt ítarlegri greinargerð.Tillögurnar – sem enn geta tekið allra handa breytingum – lúta allar að því að bæta stjórnskipan landsins verulega en halda um leið í það sem vel hefur reynst. Til að mynda er áfram byggt á þingræði en mun betur skilið á milli löggjafar- og framkvæmdarvalds en áður. Í tillögum okkar eru fjölmörg nýmæli. Af handahófi má nefna að í drögum ...

  Skrifa athugasemd

 • Tíu krampakenndar umræðulotur

  Evrópuumræðan er einhver sú krampakenndasta sem hringast hefur um iður þjóðarinnar. Enda snertir hún opna kviku fullveldisins sem enn er grundvöllur umræðna um tengslin við útlönd. Fyrir vikið verða deilur um utanríkismál alltaf eins og svæsið harðlífi í íslenskum stjórnmálum. Nýverið urðu taktskipti samningaferlinu þegar loks voru hafnar efnislegar viðræður í fjórum auðveldustu köflum af 33. Tveimur var lokað samdægurs. Sú staðreynd að beðið var með að hefja eiginlegar viðræður í erfiðu köflunum, einkum sjávarútvegsmálum og svo landbúnaðar- og byggðamálum, bendir til þess að samningaferlið ...

  Skrifa athugasemd

 • Vonandi mun betra

  Heildartillögur B-nefndar stjórnlagaráðs, sem fjallar um valdþættina, eru nú loksins komnar fram eftir þriggja mánaða þrotlausa vinnu. Samanlagt eru það á áttunda tug greina sem við leggjum til að verði grunnur stjórnskipunar Íslands.  Meginmarkmiðið er að auka veg Alþingis og tempra um leið möguleika ríkisstjórnar á að fara á svig við löggjafann. Eins og við höfum alltof oft orðið vitni að. Í þá veru leggjum við fram fjölmargt nýmæli sem finna má hér.Í samspili við mjög aukna aðkomu almennings að ákvarðanatöku sem finna má ...

  Skrifa athugasemd

 • Þingræðislýðveldi

  Með Kópavogssamningnum alræmda árið 1662 féll Ísland undir danskt einveldi, undir Friðrik III, en alvald konunga og fursta var viðurkennt stjórnarform þess tíma.Valdið var sagt streyma frá Guði og niður í gegnum útvalda valdhafa sem voru álitnir hafa guðlegan rétt til valdsins.Smám saman fóru menn að efast um þessa skipan og í kjölfar upplýsingarinnar og frjálslyndisstefnunnar kom fram sú kenning að valdið væri þvert á móti sprottið frá fólkinu sjálfu sem hefði gert með sér samkomulag – svokallaðan samfélagssáttmála eins og Rousseau orðaði það ...

  Skrifa athugasemd

 • Dómur er fallinn

  Í kjölfar tveggja 4 stjörnu dóma um Sjálfstæða þjóð (í Fréttartímanum og í DV) birtist í gær fyrsti fræðilegi ritdómurinn í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla.Þar segir sagnfræðingurinn Gunnar Þór Bjarnason:„Sjálfstæð þjóð er um margt góð bók. Hún er efnisrík og byggir á umfangsmikilli heimildavinnu. Lesandi getur ekki annað en dáðst að elju höfundar, krafti og hugmyndauðgi. Bókin er líka allvel skrifuð, þægileg aflestrar og margar kaflafyrirsagnir eru vel heppnaðar og grípandi. Engum, sem á annað borð hefur áhuga á þjóðmálum, ætti að leiðast ...

  Skrifa athugasemd

 • Kjördæmavarið landskjör

  Eins og í samfélaginu öllu undangengna áratugi voru í stjórnlagaráði framan af afar skiptar skoðanir á því hvers konar kosningakerfi og kjördæmamörk ætti að viðhafa. Þróun flokkakerfisins ræðst að mikilu leyti af kosningafyrirkomulaginu og hér á landi hafa staðið ógnardeilur um það – allt frá því að lýðræðið fór smám saman að vætlast inn í landið ný með endurreisn Alþingis árið 1844. Deilurnar hafa gjarnan hverfst um byggðaásinn og örlaði á sömu skiptilínum á fyrstu fundum stjórnlagaráðs. Þéttbýlisfólkið hélt margt hvert á lofti kröfunni um að ...

  Skrifa athugasemd

 • Jón Sigurðsson og styttumálið ógurlega

  Það getur verið góð skemmtun að fylgjast með því hvernig stjórnmálamenn nútímans keppast við að túlka og jafnvel eigna sér stjórnmálaskoðanir Jóns Sigurðssonar. Slíkt mátti til að mynda heyra á hátíðnni á Hrafnseyri í gær í tilefni af 200 ára afmæli þjóðhetjunnar miklu. Í bók minni Sjálfstæð þjóð - trylltur skríll og landráðalýður er farið ofan í saumana á þjóðernisumræðunni sem birtist til að mynda með skemmtilegum hætti í styttumálinu svokallaða eftir að aðildin að NATO hafði verið samþykkt á Alþingi þann 30. apríl 1949. Hér ...

  Skrifa athugasemd