• Of flókið fyrir þjóðina?

  Þegar bráðabirðgastjórnarskráin var samþykkt við lýðveldistökuna árið 1944 var fyrirhugað að heildarendurskoðun færi fram á henni innan tíðar. Síðan eru líðin nálega sjötíu ár.Við þekkjum þessa sögu. Alþingi hefur reynst ófært að endurskoða stjórnarskránna með heildstæðum hætti þótt ýmsar breytingar hafi vitaskuld verið gerðar.Fyrir vikið sitjum við uppi með stjórnarskrá sem endurspeglar horfið stjórnkerfi nítjándu aldar ...

  Skrifa athugasemd

 • Gjöriði svo vel

  Í Fréttablaðinu í dag greindi kollegi minn, Njörður Sigurjónsson, frá þeirri vakningu á meðal fræðimanna að birta rannsóknir sínar í opnum aðgangi. Einmitt í þeirri viðleitni hefur doktorsritgerð mín frá 2009, "Hið huglæga sjálfstæði þjóðarinnar" -- áhrif þjóðernishugmynda á Evrópustefnu íslenskra stjórnvalda, verið birt í opnum aðgangi í Skemmunni.Hingað til hefur verkið aðeins verið til á bók og kostað helling í bókabúðum en nú er það ókeypis og öllum aðgengilegt ...

  Skrifa athugasemd

 • Upp úr skotgröfunum

  Grátlegt er það, að ekki hafi tekist að lappa upp á skuldamál heimilanna með almennum aðgerðum í kjölfar fjármálafellibylsins. Óþolið í samfélaginu nú stafar einkum af því. Hefur magnast upp í þrjú ógnarlöng þrautarár. Svo mjög að reynir á sjálfa samfélagsgerðina.En loksins nú, eftir nýgenginn gengislánadóm Hæstaréttar, virðist þverpólitísk samstaða vera við það að myndast um að skrúfa til baka svolitlu af því oftekna f ...

  Skrifa athugasemd

 • Ójafn leikur

  Allt of margir peningamenn þessa lands virðast telja að hægt sé að endurheimta æruna með málsókn á hendur þeim sem þá gagnrýna. Teitur Atlason hefur fengið að takast á við fjármálaöflin fyrir dómi. En jafnvel þó svo að hann virðist kominn langleiðina með að landa fullnaðarsigri í baráttunni við Golíat þá er þetta ærið kostnaðarsamt.Dómstólabröltinu er líkast ætlað að draga máttinn úr blaðamönnum og bloggurum með því a ...

  Skrifa athugasemd

 • Úti og inni – er hvort tveggja hægt samtímis?

  Skýrslan viðamikla um EES-samninginn sem ég sagði frá gær er nú komin út í Noregi: Utenfor og Innenfor.Tugir fræðimanna hafa yfir ríflega tveggja ára skeið unnið sleitulaust að allsherjarúttekt á EES-samningnum sem nú er aðgengilegur í þessari 911 blaðsíðna skýrslu auk 21 sérstakra úttekta á ýmsum álitaefnum.Ég starfaði fyrir rannsóknarhópinn um skeið og skrifaði meðal annars úttekt á Evróputengslum Íslands sem finna má hér. Í meginskýrslunni sjálfri er ...

  Skrifa athugasemd

 • Þjófstart

  Undanfarin tvö ár hefur stór nefnd skipuð öllum helstu Evrópusérfræðingum Noregs (Europautredningen) unnið að allsherjarútekt fyrir norska stórþingið á öllum hliðum EES-samningsins. Skýslan verður birt á morgun en Aftenposten þjófstarar málinu á forsíðu blaðsins í dag undir fyrirsögninni: „Demokratisk fiasko for Norge.“Rétt er að  taka fram að fyrirsögnin er vitaskuld blaðsins en ekki sérfræðingahópsins. Sýnt verður frá því í beinni útsendingu þegar skýrslan verður ...

  Skrifa athugasemd

 • Geðsjúkir kommar tala frönsku

  Í vikulegum þætti mínum í Fréttatímanum, Heiminum, ræði ég þessa helgina um neikvæðar auglýsingar í kosningabaráttu í Bandaríkjunum. Newt Gingrich er núna farinn að atast í Mitt Romney með öllum tiltækum ráðum eins og til að mynda má sjá hér.Glöggur vinur minn sem sendi mér tengilinn orðar það svona: "Að ýja að því að bandarískur forsetaframbjóðandi kunni frönsku er eins og að segja beint út að viðkomandi sé geðsj ...

  Skrifa athugasemd

 • Rétt túlkun og röng

  Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, flutti sérstaka túlkun á frumvarpi stjórnlagaráðs þegar hún hélt því fram í Silfri Egils í dag að forseti gæti við stjórnarmyndun í refskap sínum dregið stjórnarmyndun á langin og þvingað fram nýjar þingkosningar. Þetta er ekki rétt. 90.gr. um stjórnarmyndun er svona:„Alþingi kýs forsætisráðherra.Eftir að hafa ráðfært sig við þingflokka og þingmenn gerir forseti Íslands tillögu til þingsinsum fors ...

  Skrifa athugasemd

 • Frábær fantasía

  Lauk við Mannorð Bjarna Bjarnasonar í gær. Ærulaus útrásarvíkingur kaupir sér mannorð æruverðs rithöfundar. . Sem er að mörgu leyti frábær fantasía. . Þetta er sérdeilis áhugavert verk. Og sagan sem Bjarni spinnur er yfirleitt bráðskemmtileg. . Bjarni virðist einkum hafa áhuga á fantasíunni sjálfri svo passíurnar um hrunið rísa aldrei í sömu hæðir, eru að mínu mati sístu kaflar bókarinnar. . En að samanlögðu er Mannorð afbrag ...

  Skrifa athugasemd

 • Hvaða Rúmeni sem er

  Eins og ég benti á í samtali við RÚV gengur fortakslaust bann við kaupum EES-borgara á landi gegn þeirri meginreglu á innri markaðinum að bannað sé að mismuna fjárfestum eftir þjóðerni. Auðvitað mætti banna einkaaðilum almennt að eiga land en það yrði þá að ná bæði til Íslendinga sem annarra EES-borga. Meginreglan er með öðrum orðum sú að ef Hannes Smárason má kaupa það þá má það líka hvaða Rúmeni sem er. Við gerð EES-samningsins settum við þó inn öryggisákvæði sem felur í sér að ...

  Skrifa athugasemd

 • Ísland! farsældafrón – ekki bara fyrir framsóknarmenn

  Í tilefni þess að ég er nú staddur í húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmannhöfn við svolítið fræðagrúsk birti ég hér að gamni formálann að bók minni Sjálfstæð þjóð – trylltur skríll og landráðalýður sem kom út hjá Veröld núna í vor. Og þykir víst tilvalin til jólagjafa ;-)Formáli„Ísland! farsældafrón / og hagsælda, hrímhvíta móðir! / Hvar er þín fornaldarfrægð, / frelsið og manndáðin best?“ Svona hefst hið fræga kvæði Jónasar Hallgrímssonar Ísland sem var eins konar leiðari fyrsta heftis Fjölnis sem prentað var í Kaupmannahöfn árið 1835. Líta ...

  Skrifa athugasemd

 • Ekki í neinum flokki - leiðrétting á leiðréttingu ofan

  Vigdís Hauksdóttir heldur því nú ítrekað fram að ég sé flokksbundinn og í pólitík. Það er ekki rétt. Því mætti ég kannski náðarsamlegast fá að taka hér fram að ég er ekki í neinum stjórnmálaflokki. Og hef ekki verið um þónokkurt skeið.Ég skal meira að segja endurtaka þetta svo það fari ekki á milli mála: Ég er ekki í neinum stjórnmálaflokki.Svo heldur hún áfram þeirri rangfærslu að ég hafi vænt Framsóknarflokkinn um öfgaþjóðernishyggju. Það er ekki heldur rétt. Það sem ég sagði í ...

  Skrifa athugasemd

 • Yfirlýsing vegna athugasemda þingsflokks framsóknarmanna

  Það er rangt sem segir í yfirlýsingu þingsflokks framsóknarmanna að ég hafi í grein minni Þjóðleg gildi og andstaða við innflytjendur í Fréttatímanum síðastliðinn föstudag „gefið sterklega í skyn að Framsóknarflokkurinn tengist hatursfullri öfgaþjóðernishyggju og andúð á innflytjendum sem fjallað er um í sömu grein.“ Umfjöllun mín um Framsóknarflokkinn var í sérstakri málsgrein og orðrétt svona: „Í allra síðustu tíð hefur Framsóknarflokkurinn svo eilítið farið að daðra við þjóðernisstefnuna. Breytingar á merki flokksins vísar til að mynda í klassísk fasísk minni og áhersla hefur verið ...

  Skrifa athugasemd

 • Þjóðníðingar og niðjar þeirra

  Í bókinni Sjálfstæð þjóð – trylltur skríll og landráðalýður, sem kom út hjá Veröld núna í vor, er fjallað um Íslenskt þjóðerni og viðhorf til sjálfstæðis og fullveldis, sem allt frá lýðveldisstofnun hafa einkennt umræður – og deilur – um samband Íslands við aðrar þjóðir. Í bókinni er grafist fyrir um hvernig viðskynjum okkur sem þjóð. Og hvernig það hefur haft áhrif á samskipti okkar við umheiminn.Ritdómarar Fréttablaðsins, Fréttatímans og DV slengdu hver um sig fjórum stjörnum á bókina.  Sem ég hlýt að vera ansi sáttur við ...

  Skrifa athugasemd

 • Listaverkið

  Sá Listaverkið í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Þar túlkaði landslið karlleikara minnar kynslóðar, þeir Hilmir Snær Guðnason, Baltasar Kormákur og Ingvar E. Sigurðsson, fínustu blæbirgðin í vináttu karlmanna. Viðkvæmustu strengina er að finna í hörkunni og andstyggilegum athugasemdum - eins skringilegt og það nú er.Listaverkið er alls ekki um listaverkið heldur um vináttuna. Og þannig listaverk í sjálfu sér.Góð kvöldstund.

  Skrifa athugasemd

 • Pólitískt klíkuræði aftur á ný?

  Klíkuræði var ein helsta meinsemd þess sjúka samfélags sem hrundi. Tvö mál sem nú eru uppi virðast mér velkjast þannig að fólk óski beinlínis eftir því að pólitískt klíkuræði verði tekið hér upp aftur á ný – sú krafa hlýtur þó að vera óafvitandi. Ég get allavega ekki ímyndað mér annað.Kerfið sem hrundi hafði smám saman súrnaði í pólitískum ráðningum. Því hafa menn nú reynt haga opinberum ráðningum með faglegri hætti, í gegnum pólitískt óháðar stjórnir og vökulu auga faglegra ráðningarfyrirtækja. Um daginn var forstjóri ...

  Skrifa athugasemd

 • Hart tal - eða þannig

  Ýmsir hafa spurt mig hvaðan Stephen Sackur í Hard Talk á BBC hafði eftir mér ummælin sem hann spurði Steingrím J. Sigfússon álits á í viðtali núna í vikunni og sjá má brot úr hér.Ummælin hafði hann úr þessari grein sem ég skrifaði í The Guardian eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út.

  Skrifa athugasemd

 • Afdrif á Alþingi

  Alþingi tekur frumvarp Stjórnlagaráðs til nýrra stjórnskipunarlaga til umræðu seinni partinn í dag. Gert er ráð fyrir að ný fastanefnd þingsins, svokölluð sjórnskipunar- og eftirlistnefnd, fái svo málið til meðferðar. Svo sérkennilegt sem það kann að virðast er enn með öllu óvíst hvernig Alþingi hyggst vinna úr þessu stóra máli. Engin áætlun hefur verið samþykkt. Nýverið lýsti forsætisráðherra þeirri ósk að frumvarpið fari í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Sem væri vitaskuld mjög svo æskilegt. Og er í góðu samræmi við þingsályktunartillögu sem nokkrir þingmenn hafa lagt fram ...

  Skrifa athugasemd

 • Velferðarkerfi andskotans

  Heimsleiðtogarnir ágætu hafa sammælst um að koma á ógnarmiklum sjóði til að bjarga ríkjum og bönkum frá því að falla um skulir sínar. Nú þegar hafa menn náð saman um að henda 440 milljörðum evra í að "bjarga" Grikklandi og öðrum þeim ríkjum evrusvæðisins sem flækst hafa í agalegan skuldavanda. Gert er ráð fyrir að mun meira fé úr vasa almennings muni svo þurfa til í framhaldinu. Fjórföld þessi upphæð segja menn nú.En þessi björgunarhringur sem nú á að senda skuldaþrælunum gæti að minni ...

  Skrifa athugasemd

 • Hættuleg ofsahræðsla

  Hræðslan við að bankar fari á hausinn og að ríki á borð við Grikkland geti ekki greitt af skuldum sínum á hárnákvæmum tíma er komin út yfir allt það sem eðlilegt má teljast. Kreppur og gjaldþrot eru órofa fylgifiskar hins kapítalíska hagkerfis. Á meðan að við byggjum á slíku kerfi þá verða óhagkvæm fyrirtæki bara að fá að fara á hausin. Og ríki sem ekki geta greitt skuldir sínar verða einfaldlega að semja við sína lánadrottna. Eða setja þeim afarkosti. Því miður hafa leiðtogar heimsins ...

  Skrifa athugasemd