Eiríkur Bergmann

Eiríkur Bergmann

Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Eftir hann liggur fjöldi bóka og greina um þjóðfélagsmál, sér í lagi um tengsl Íslands við umheiminn. Eiríkur hefur um árabil ritað reglulega dálka í dagblöð, til að mynda í Helgarpóstinn, DV, Blaðið/24 stundir, Fréttablaðið, Pressuna, Fréttatímann og breska dagblaðið The Guardian. Sjá nánar á eirikurbergmann.com

 • Varúð - ný fræðigrein

  Fyrir helgina tók ég þátt í alþjóðlegri ráðstefnu við háskólann í Leiden í Hollandi þar sem rætt var um þróun lýðræðis og þátttöku almennings í opinberri ákvarðanatöku.Í minn hlut kom að fjalla um stjórnarskrárferlið á Íslandi. Í greininni sem ég kynnti er fjallað um aðdraganga endurskoðunar stjórnarskrárinnar í kjölfar efnahagsáfalls, þær breytingar sem hún hefur í för með sér og svo þá „nýju gagnrýnu skipan“ sem fjötra ...

  Skrifa athugasemd

 • Þjóðarviljinn og GAT

  Guðmundur Andri Thorsson skrifar eina af sínum góðu mánudagsgreinum í Fréttablaðið í dag, nú um stjórnarskrármálið. Ég get verið sammála flestu af því sem þar er ritað af yfirvegun og umhyggju fyrir málinu. Mér sýnist honum þó skjöplast nokkuð þegar hann segir: "Stjórnlagaráðsliðar tala eins og nánast sé formsatriði að Alþingi ljúki málinu - því beri að samþykkja frumvarpið með minnstu hugsanlegum breytingum." Þetta er held ...

  Skrifa athugasemd

 • Kjósa um hvort tveggja?

  Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um að hægja á aðildarferlinu að ESB fram yfir kosningar virðist einkum til innanlandsnota. Gagnvart Evrópusambandinu hefur hún litla efnislega þýðingu í för með sér því áfram verður samið í þeim málaflokkum sem búið er að opna. Skilji ég þetta rétt.Eins og komið var í viðræðunum voru í raun hvort eð er engin raunhæf áform lengur uppi um að opna fleiri kafla fyrr en í vor. Svo óljóst er hva ...

  Skrifa athugasemd

 • Forseti Íslands og nýja stjórnarskráin

  Í ríkisráði báru íslenskir ráðherrar mál landsins undir konung á meðan sá danski réði hér ríkjum. En frá lýðveldistökunni á Þingvöllum þann 17. júní 1944 hefur ríkisráðið í raun aðeins verið formleg stofnun, leifar horfins stjórnskipulags en ekki samráðsvettvangur forseta og ríkisstjórnar líkt og Ólafur Ragnar Grímsson hélt fram í áramótaávarpi sínu. Sökum þess að ríkisráð er í reynd aðeins hátimbra ...

  Skrifa athugasemd

 • Icesave-helvítið snýr aftur

  Í aðdraganda úrskurðar EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu – og ekki síður í eftirleiknum sem gera má ráð fyrir að verði fjörugur – skiptir sköpum fyrir okkur að umheimurinn skilji að það kerfi innstæðutrygginga sem byggt var á fyrir hrun er meingallað.Ekki síst þess vegna standa fjórir hérlendir háskólar fyrir alþjóðlegri ráðstefnu með mörgum fremstu fræðimönnum heims sem lagt hafa til ýmsar leiðir til úrbóta á kerfi alþjóðlegrar ...

  Skrifa athugasemd

 • Ekki alveg ein í heiminum

  Við Íslendingar erum ekki ein um að huga að stjórnlagaumbótum í kjölfar fjármálakrísunnar, til að mynda hafa Írar og Lúxemborgarar hafið slíkt starf auk vaxandi viðleitni í Belgíu svo dæmi sé tekið. Írska ríkisstjórnin sem tók við valdataumunum í fyrra ákvað að kalla saman sérstakt stjórnlagaþing, sem þeir nefna Constitutional Convention. Stjórnlagaþingið samanstendur af hundrað meðlimum; þriðjungur eru þingmenn á Írska þinginu en tveir þriðju eru slembivaldir ...

  Skrifa athugasemd

 • 17. júní 2013

  Áhugavert er að fylgjast með umræðu stjórnmálamanna um niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um stjórnarskrána.Tveir þriðju kjósenda ákváðu að leggja frumvarp Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarkrá. Skýrari verða niðurstöður trauðla.Túlkunarstríðið um hug þeirra sem heima sátu er engum til sóma. Lýðræðið virkar þannig að þeir ráða sem taka þátt. Niðurstaða skoðanakönnnar MMR í vor ...

  Skrifa athugasemd

 • Má laga seinna?

  Góður félagi minn úr Stjórnlagaráði, Pawel Bartoszek, lýsir í Fréttablaðinu í dag áhyggjum af því að vegna yfirlýsinga sumra annarra ráðsliða geti reynst örðugt að lagfæra hugsanlega annmarka á frumvarpi okkar að nýrri stjórnarskrá í kjölfar atkvæðagreiðslunnar annan laugardag. Nú er það svo að Stjórnlagaráð boðar ekki til þessara kosninga og mun ekki koma að framhaldi málsins á þingi. Málið er nú í höndum þjóðarinnar og Alþingis ...

  Skrifa athugasemd

 • Virðing við náttúru og önnur della

  Miðaldafræðingurinn Lára Magnúsdóttir hefur gert athugasemd við náttúruverndarákvæði Stjórnlagaráðs, í 33. greininni þar sem segir: „Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Öllum ber að virða hana og vernda.Öllum skal með lögum tryggður réttur á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru. Í því felst að fjölbreytni lífs og lands sé viðhaldið og náttúruminjar, óbyggð víðerni ...

  Skrifa athugasemd

 • Loforðið

  Loforðið um endurskoðun stjórnarskrárinnar Um daginn þýfgaði Björn Bjarnason, fv. ráðherra, mig svara um þau ummæli mín að við lýðveldistökuna hafi staðið til að vinna að heildarendarskoðun á stjórnarskránni í kjölfarið. Hann spurði hver hefði lofað því. Sjálfsagt er að fara yfir málið svo Björn fái glöggvað sig á því. Líkt og fram kemur í sérfræðiriti sendifulltrúans Kristjáns Andra Stefánssonar ...

  Skrifa athugasemd

 • Á mottunni

  Á fasbókinni var mér bent á bloggfærslu Björns Bjarnarsonar, fv. dómsmálaráðherra, þar sem hann þýfgar mig svara um þau ummæli mín í Spegli Rúv í gær þess efnis að við lýðveldistökuna árið 1944 hafi staðið til að endurskoða stjórnarskránna í kjölfarið. Björn spyr hver hafi lofað því. Í bloggi sínu bætir Björn því við að fyrrum Stjórnlagaráðsfulltrúar ættu að „að halda sér á mottunni og leyfa ...

  Skrifa athugasemd

 • Fyrirmyndarlandið

  Víðar en á Íslandi eru menn að huga að endurskoðun stjórnarskrár í kjölfar fjármálakrísunnar sem skekið hefur Vesturlönd. En sagan sýnir að stjórnarskrár eru einkum endurskoðaðar í kjölfar krísa. Slík vinna á sér nú til að mynda stað á Írlandi, í Belgíu og Lúxemborg. Svo dæmi sé tekið.Í þessum ríkjum er gjarnan horft til vinnu Stjórnlagaráðsins okkar og lýðræðislegrar aðkomu almennings hér á landi ...

  Skrifa athugasemd

 • Tvítugur

  Í tilefni þess að nú eru tuttugu ár frá því að EES-samningurinn var undirritaður í Oporto í Portúgal hefur EFTA-skrifstofan í Brussel gefið út sértakt þemahefti af riti sínu EFTA-bulletin um stöðu samningsins á þessum tímamótum. Ég var fenginn til að þess að skrifa um reynslu Íslands af verunni á Evrópska efnahagssvæðinu og ákvað tilefnisins vegna að reyna að greina þær efnahagslegu, lýðræðislegu og rekstrarlegu áskoranir sem steðja að samstarfinu.Greinina, sem ber heitið Iceland’s Position in the ...

  Skrifa athugasemd

 • Svar við spurningu

  Evrópuvefurinn sendi mér þessa spurningu sem barst þeim frá lesanda:"Mundi það þýða endalok ESB ef evrusamstarfið liðaðist í sundur - og þá sérstaklega í ljósi fjórfrelsisins?"  Svar mitt fer hér á eftir: Stutta svarið er nei – en málið er vitaskuld einnig svolítið flóknara. Myntbandalag Evrópu er rekið sem sérstakt stefnusvið innan Evrópusambandsins og er þannig lagað ekkert ósvipað öðrum stefnumálum þess, á borð við landbúnaðarstefnuna eða Schengen-landamærasamstarfið. Til að svara ofangreindri ...

  Skrifa athugasemd

 • Svarti Pétur

  Í vorhefti Skírnis sem nú er í dreifingu eru nokkrar ritgerðir um forsetann og nýju stjórnarskránna, meðal þeirra er grein eftir mig sem nefnist Svarti Pétur – breytt staða forseta Íslands og frumvarp Stjórnlagaráðs. Hér að neðan fer niðurstöðukafli greinarinnar: Allt frá stofnun embættis forseta Íslands með lýðveldistökunni árið 1944 hefur staða embættisins verið til umræðu. Fyrirhugað var að hlutverk hans yrði endurskoðað ásamt öðrum þáttum ...

  Skrifa athugasemd

 • Úr snörunni

  Nú stendur yfir ógurlegt málþóf á Alþingi gegn því að þjóðin fái að segja álit sitt á nýju stjórnarskránni í allsherjaratkvæðagreiðslu í haust.Fáir þingmenn halda því máli nú í gíslingu. Ásamt öðrum stórum málum.Kannski mætti lóðsa þingið úr eigin ógöngunum með því að setja öll þessi stóru mál í þjóðaratkvæðagreiðslu í haust.Halda raunverulega lýðræðishátið.Kjósa um allt í senn;Nýju stjórnarskr ...

  Skrifa athugasemd

 • Orðið á götunni

  Orðið á götunni hér í París er að Nicolas Sarkocy sæki nú í sig veðrið í viðureigninni við Francois Hollande, frambjóðanda Sósíalistaflokksins, sem haft hefur yfirhöndina í könnunum að undanförnu. Barátta Sarkozy snýst nú einkum um að sannfæra kjósendur Þjóðarfylkingarinnar, sem greiddu Le Pen atkvæði sitt í fyrri umferðinni, um að drattast á kjörstað og merkja við Sarkozy.Það sem einkum stendur í veginum er þó meintur draumur Marine Le Pen, leiðtoga ...

  Skrifa athugasemd

 • Opinn aðgangur

  Nokkur vakning hefur verið meðal fræðimanna um að birta rannsóknir í opnum aðgangi – enda eru jú flestar akademískar rannsóknir kostaðar af skattgreiðendum með einum eða öðrum hætti.Í Skemmunni er nú hægt að finna haug af íslensku fræðiefni sem öllum er opið.Í viðlíka viðleitni hef ég komið ýmsu af mínu efni fyrir á nýrri vefsíðu á slóðinni eirikurbergmann.isTvær af sjö bókum eru nú opnar og slatti af ...

  Skrifa athugasemd

 • Skilabréf Stjórnlagaráðs

  Stjórnlagaráð hefur afhent Alþingi skilabréf frá fjögurra daga vinnufundi sínum sem lauk í gærkvöldi.Í því svörum við ábendingum og athugasemdum Alþingis varðandi frumvarpið að nýjum stjórnskipunarlögum sem okkur var falið að vinna og útfærum í sumum tilvikum valkosti sem koma geta í stað fáeinna ákvæða í umdeildum greinum.Skilabréfið er hér. 

  Skrifa athugasemd

 • Rannsóknaskýrsla 2011

  BókSjálfstæð þjóð - trylltur skríll og landráðalýðurReykjavík: Veröld 2011Kafli í ritstýrðri bókOn the edge – Iceland’s national discourse and the European project. In Ramos, C. T. (ed.) (2011). Ideas of Europe in national political discourse. Bologna: Il Mulino. ISBN: 978-88-15-14720-2Grein á vísindaráðstefnuIceland’s National Discourse and the EU – a Reluctant Participant Conference paper. Micropolities in the Margins of Europe - Postcolonial Sovereignty Games (MEPS). University of Greenland. Nuuk. April 20-21.Erindi á vísindaráðstefnumA reluctant participant – the ...

  Skrifa athugasemd