Eiríkur Bergmann

Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Eftir hann liggur fjöldi bóka og greina um þjóðfélagsmál, sér í lagi um tengsl Íslands við umheiminn. Eiríkur hefur um árabil ritað reglulega dálka í dagblöð, til að mynda í Helgarpóstinn, DV, Blaðið/24 stundir, Fréttablaðið, Pressuna, Fréttatímann og breska dagblaðið The Guardian. Sjá nánar á eirikurbergmann.com
Eiríkur Bergmann

Allt í einu

Ég starfa í bransa þar sem afrakstur vinnunnar getur verið lengi að koma fram. Oft líða ár -- stundum mörg ár -- frá því að vinna hefst við rannsókn þar til hún birtist í bókum eða ritrýndum fræðiritum. 

En stundum gerist allt í einu. Það hefur einmitt hent mig núna að þrjú verk sem lengi hafa verið í vinnslu birtast svo gott sem samtímis.

Og þar sem ég er þeirrar skoðunar að fræðimenn eigi að kynna verk sín fyrir almenningi leyfi ég mér að benda á þau hér:

Í vikunni kom út bókin Iceland and the International Financial Crisis: Boom, Bust & Recovery hjá alþjóðlega fræðibókaforlaginu Palgrave Macmillan, í rótgróinni ritröð sem nefnist International Political Economy.

Um miðjan mánuðinn birtist ritrýnd grein í alþjóðlega fræðiritinu Cooperation and Conflict: Iceland: A postimperial sovereignty project (greinin er aðgengileg með landsaðgangi Íslands, smellið á: 'Full Text (PDF)').

Í desember birtist eftir mig kafli í alþjóðlegri bók útgefinni af norska fræðiforlaginu Akademika, sem nefnist Distant Voices: Ideas of democracy and the Eurozone crisis. Kaflinn ber heitið: A threat to democracy and independence? Perception of the EU in Icelandic discourse.

Fullt af fleiri verkum, mörg hver öllum aðgengileg án greiðslu, er svo að finna á eirikurbergmann.com

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.