Eiríkur Bergmann

Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Eftir hann liggur fjöldi bóka og greina um þjóðfélagsmál, sér í lagi um tengsl Íslands við umheiminn. Eiríkur hefur um árabil ritað reglulega dálka í dagblöð, til að mynda í Helgarpóstinn, DV, Blaðið/24 stundir, Fréttablaðið, Pressuna, Fréttatímann og breska dagblaðið The Guardian. Sjá nánar á eirikurbergmann.com
Eiríkur Bergmann

Krísa fulltrúalýðræðisins

Fjármálakrísan sem skekið hefur veröldina undanfarin ár er ekki aðeins efnahagsleg heldur líka pólitísk. Til að mynda hafa stoðir sjálfs fulltrúalýðræðisins komið til skoðunar og margir þykja þar greina bresti. 

Mótmælaaldan sem reis við Wall Street fyrir rúmum fimm árum, gekk um Suður-Evrópu í kjölfarið og náði hvað hæstum hæðum í arabíska vorinu svokallaða – hvað svo sem um það verður – og teygði sig alla leiðina hingað til Brasilíu í sumar vakti margan kjörinn fulltrúann til umhugsunar. 

Víða um heim reyna nú margir að finna leiðir til þess að þróa okkar ágæta lýðræðiskerfi áfram, til að mynda  með því að vefa aukinni kerfisbundinni þátttöku almennings inn í opinberar ákvarðanir – umfram það sem tíðkast í hefðbundnum kosningum og þjóðaratkvæðagreiðslum. 

Þátttökulýðræði (e. Participatory Democracy) er stundað með ýmsum hætti, eins og til að mynda á allskonar borgarafundum og borgaraþingum (e. Citizens Assemblies) sem falið er að taka ákvarðinir um mikilvæg opinber deilumál. 

Til Íslands er gjarnan litið varðandi Þjóðfundinn og Stjórnlagaráðið í stjórnarskrárferlinu, þó svo sú tilraun hafi raunar ratað ofan í skurð. 

Í gær flutti ég í Porto Alegre í Brasilíu erindi á ráðstefnu um krísu fulltrúalýðræðisins og áskoranir lýðræðis. 

Glærusýninguna má finna hér

-eirikurbergmann.com 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.