Eiríkur Bergmann

Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Eftir hann liggur fjöldi bóka og greina um þjóðfélagsmál, sér í lagi um tengsl Íslands við umheiminn. Eiríkur hefur um árabil ritað reglulega dálka í dagblöð, til að mynda í Helgarpóstinn, DV, Blaðið/24 stundir, Fréttablaðið, Pressuna, Fréttatímann og breska dagblaðið The Guardian. Sjá nánar á eirikurbergmann.com
Eiríkur Bergmann

Skál fyrir Áslaugu Örnu!

Á fésinu hefur fólk nú í morgun keppst við að hneykslast á ummælum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, formanns Heimdallar, um svolitla tilslökun á ansi ströngum áfengislögum landsins.

Henni varð það á, að nefna að sér þætti gott að fá hvítvín með humrinum. En það þykir mér einmitt líka. Og því á ég ansi bágt með hneykslast yfir matvæla- og drykkjaráhuga þessarar ungu stúlku.

Raunar þykir mér þessi ógurlega hneykslunargirni miklu hneykslunarverðari, svona í sjálfu sér.

Erum við raunverulega komin svona langt frá frelsishugmyndum að heldur sakleysisleg ummæli um hvítvín æsi fram heykvíslarnar?

Það versta við þessa krísu er ekki efnahagslegt, heldur hvað hún hefur leikið frjálslynd viðhorf, húmor og léttúð grátt; þessa skemmtilegri hlið lífisns. Orðin ansi langdregin þessi leiðinda árátta að setja alla sem skera sig frá pa plads eins og það heitir á dönsku.

Endalausar hyrtingar á netinu fyrir litlar sakir. 

Því segi ég heldur: Skál fyrir Áslaugu Örnu!


 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.