Eiríkur Bergmann

Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Eftir hann liggur fjöldi bóka og greina um þjóðfélagsmál, sér í lagi um tengsl Íslands við umheiminn. Eiríkur hefur um árabil ritað reglulega dálka í dagblöð, til að mynda í Helgarpóstinn, DV, Blaðið/24 stundir, Fréttablaðið, Pressuna, Fréttatímann og breska dagblaðið The Guardian. Sjá nánar á eirikurbergmann.com
Eiríkur Bergmann

Norrænar raddir um framtíð Evrópu

Í dag kemur út í Svíþjóð bókin Norrænar raddir um framtíð Evrópu þar sem fjölmargir norrænir fræðimenn, stjórnmálamenn og rithöfundar ræða þann lærdóm sem draga má af hinu norræna módeli fyrir efnahagskrísu Evrópu. Það er sænska hugveitan Global Utmaning sem gefur úr.

Á meðal höfunda eru til að mynda Bertel Haarder, Ulf Dinkelspiel og Sixten Korkman.

Ég rita einn kafla bókarinnar undir heitinu: The Nordics as a Micro Cosmos of the EU

Í kaflanum ræði ég hvernig Ísland var skilið eitt á báti í hinu norræna ríkjasamfélagi þegar hrunið haustið 2008 reið yfir og hvaða lærdóm draga má af því fyrir ríkjasamfélög Norðurlanda og Evrópu.

Samhliða prentaðri útgáfu er bókin nú þegar opin á netinu ásamt minni grein sem hefst á síðu 123.

-eirikurbergmann.is

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.