Eiríkur Bergmann

Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Eftir hann liggur fjöldi bóka og greina um þjóðfélagsmál, sér í lagi um tengsl Íslands við umheiminn. Eiríkur hefur um árabil ritað reglulega dálka í dagblöð, til að mynda í Helgarpóstinn, DV, Blaðið/24 stundir, Fréttablaðið, Pressuna, Fréttatímann og breska dagblaðið The Guardian. Sjá nánar á eirikurbergmann.com
Eiríkur Bergmann

Blindhríð Sindra Freyssonar

BlindhríðLíkast til má flokka Blindhríð Sindra Freyssonar sem einskonar sálfræðitrylli þótt sú flokkun nái nú kannski ekki að öllu leyti yfir söguna.

Veðurfréttamaðurinn Stefán verður fórnarlamb netofsókna hinnar ensku Violu eftir skyndikynni á flugvallarhóteli.

Sindri er hér skemmtilega á skjön við pólitíska rétthugsun en ofbeldi kvenna gegn körlum ratar sjaldnast í opinbera umræðu. Hér er veitt athyglisverð innsýn í heim sem við sjáum sjaldnast.

Söguheimurinn er kaldur og andrúmsloftið lævi blandið. Framvindan er æði spennandi og Sindri fléttar söguna af mikilli íþrótt. Þrátt fyrir á tíðum helst til ýtarlegar og orðmargar lýsingar stendur lesandanum aldrei á sama. En að mati þessa einstaka lesanda er bókin helst til löng fyrir þá sögu sem hér er sögð.

Í Blindhríð sýnir Sindri lesendum sínum hvað hann er orðinn flínkur höfundur. Frásögnin er þróttmikil og lipur stíllinn lifnar af ríkulegu myndmáli.

Ég er ekki frá því að þetta sé þroskaðasta verk Sindra til þessa.

Í hnotskurn er Blindhríð vel stíluð og feikn spennandi bók sem rígheldur lesandanum.

-eirikurbergmann.com

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.