Eiríkur Bergmann

Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Eftir hann liggur fjöldi bóka og greina um þjóðfélagsmál, sér í lagi um tengsl Íslands við umheiminn. Eiríkur hefur um árabil ritað reglulega dálka í dagblöð, til að mynda í Helgarpóstinn, DV, Blaðið/24 stundir, Fréttablaðið, Pressuna, Fréttatímann og breska dagblaðið The Guardian. Sjá nánar á eirikurbergmann.com
Eiríkur Bergmann

Guðni, já, Guðni

GuðniJá, já – þetta er fín bók hjá Guðna. (Guðni, léttur í lund: Guðni Ágússson).

Skemmtisögur sem hann hefur haft yfir á mannamótum, áshátíðum og hestamannamótum, árum saman. Flestar hafa þær heyrst áður en nú samankomnar í ágætri bók.

Hér ægir saman alls konar sögum af stjórnmálamönnum og sveitungum; samferðarmönnum Guðna. Sumar eru sögurnar soldið klúar. Þetta eru strákasögur.

En hér er líka fullt af skemmtilegum tilsvörum, vísum og allra handa tækifæriskvæðum.

Það má vel hafa gaman af þessu. Skellti upp úr á einstaka stað.

Skemmtilegast þótti mér að heilsa upp á marga stjórnmálamenn sem eru tiltölulega nýlega horfnir af sviðinu en maður er samt eiginlega strax búinn að gleyma, furðufljótt, svo sem ólaf Þ. Þórðarson, Ísólf Gylfa Pálmason ofl.

Svo er þetta allt saman voðalega þjóðlegt hjá Guðna – íslensk fyndni kallaði Sigurður G. Tómasson það.

Sumpart er bókin þó soldið skringilega skrúfuð saman. Einkum skemmtisögur Guðna af sjálfum sér og öðrum en svo dúkka líka upp par ræða sem eru nokkuð á skjön við annað í bókinni. Í lokin koma svo frásagnir annarra af Guðna, sú besta eftir Hrafn Jökulsson.

Semsé, jú, jú, ágætis lesning. Skemmtileg frásögn en skilur ekki margt eftir. Þarf heldur ekkert að gera það.

Frá mér fær Guðni þrjár heimaprjónaðar lopapeysur fyrir skemmtanagildi en bara eina fyrir annað erindi þessarar bókar í umræðuna.

-eirikurbergmann.com 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.