Eiríkur Bergmann

Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Eftir hann liggur fjöldi bóka og greina um þjóðfélagsmál, sér í lagi um tengsl Íslands við umheiminn. Eiríkur hefur um árabil ritað reglulega dálka í dagblöð, til að mynda í Helgarpóstinn, DV, Blaðið/24 stundir, Fréttablaðið, Pressuna, Fréttatímann og breska dagblaðið The Guardian. Sjá nánar á eirikurbergmann.com
Eiríkur Bergmann

Fyrirmyndarlandið

Víðar en á Íslandi eru menn að huga að endurskoðun stjórnarskrár í kjölfar fjármálakrísunnar sem skekið hefur Vesturlönd. En sagan sýnir að stjórnarskrár eru einkum endurskoðaðar í kjölfar krísa. 

Slík vinna á sér nú til að mynda stað á Írlandi, í Belgíu og Lúxemborg. Svo dæmi sé tekið.

Í þessum ríkjum er gjarnan horft til vinnu Stjórnlagaráðsins okkar og lýðræðislegrar aðkomu almennings hér á landi. Sem víða þykir til fyrirmyndar. Írarnir ætla í byrjun nóvember að halda sérstakan málfund í Dublin um fyrirmyndina frá Íslandi þar sem ég á að tala. 

Hér er svo dulítið viðtal sem ég veitti Forum-tímaritinu í Lúxemborg. (Ensk útgáfa viðtalsins á vef, þýsk og frönsk í pappírsútgáfunni skilst mér).

Stundum finnst manni svolítið sérkennilegt að erlendir flölmiðlar og fræðimenn virðast hafa meiri áhuga á stjórnarskrárferlinu okkar en hér er. 

En kannski lagast það í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar 20. október.


-eirikurbergmann.is 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.