Eiríkur Bergmann

Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Eftir hann liggur fjöldi bóka og greina um þjóðfélagsmál, sér í lagi um tengsl Íslands við umheiminn. Eiríkur hefur um árabil ritað reglulega dálka í dagblöð, til að mynda í Helgarpóstinn, DV, Blaðið/24 stundir, Fréttablaðið, Pressuna, Fréttatímann og breska dagblaðið The Guardian. Sjá nánar á eirikurbergmann.com
Eiríkur Bergmann

Hættuleg ofsahræðsla

Hræðslan við að bankar fari á hausinn og að ríki á borð við Grikkland geti ekki greitt af skuldum sínum á hárnákvæmum tíma er komin út yfir allt það sem eðlilegt má teljast. 

Kreppur og gjaldþrot eru órofa fylgifiskar hins kapítalíska hagkerfis. Á meðan að við byggjum á slíku kerfi þá verða óhagkvæm fyrirtæki bara að fá að fara á hausin. Og ríki sem ekki geta greitt skuldir sínar verða einfaldlega að semja við sína lánadrottna. Eða setja þeim afarkosti. 

Því miður hafa leiðtogar heimsins alls - og Evrópu alveg sérstaklega - gengið allt of langt í að færa skuldir einkaaðila yfir á skattgreiðendur. Slíkt á ekki að líða.

Það er þó gert vegna þessarar ofsahræðslu við gjaldþrotahrinu. En hún verður held ég bara að fá að ganga yfir. Mér sýnist að sjálf hræðslan sé einmitt hættulegust í þessu ástandi.

Þegar að upp er staðið held ég nefnilega að afleiðingarnar af greiðslufalli verði ekki aðrar en þær að fjármagnseigendur tapa svolítið af peningum. Verða þá vonandi varkárari næst.

Ég er sammála Constas Lapavitsas um að Grikkland eigi einfaldlega að fara í greiðsluþrot og eventúelt að yfirgefa evruna um stundarsakir. 

Þá fyrst fá þeir nauðsynlegt tóm til að taka til heima fyrir. Og fjármagnseigendur að hugsa sinn gang.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.