Eiríkur Bergmann

Eiríkur Bergmann

Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Eftir hann liggur fjöldi bóka og greina um þjóðfélagsmál, sér í lagi um tengsl Íslands við umheiminn. Eiríkur hefur um árabil ritað reglulega dálka í dagblöð, til að mynda í Helgarpóstinn, DV, Blaðið/24 stundir, Fréttablaðið, Pressuna, Fréttatímann og breska dagblaðið The Guardian. Sjá nánar á eirikurbergmann.com

 • Útistöður Margrétar

  Þetta er ágæt bók hjá Margréti Tryggvadóttur. Og um margt fróðleg. Titillinn líka glúrið tvíræður: Útistöður. Hún segir furðusögu Borgarahreyfingarnar frá Búsáhaldabyltingunni, yfir í það þegar byltingaöflin tvístruðust svo þingflokkurinn sagði sig frá baklandinu sem virtist hafa raknað upp í illvígum ýmissa væringja. Svo er þetta stjórnmálasaga óvæntrar þingkonu sem sat slétt kjörtímabil – raunar á æði sérkennilegum tíma í þings ...

  Skrifa athugasemd

 • Síðasti elskhuginn

  Núna í aðdraganda yfirvofandi jólabókaflóðs er kannski ekki úr vegi að nefna eitthvað af því sem gleymdist að geta í fyrra. Á fjörur mínar rak bók Vals Gunnarssonar, Síðasti elskhuginn, sem satt að segja er bara nokkuð dægileg lesning. Ef mér reiknast rétt til er þetta önnur bók Vals en fyrir allnokkrum árum kom út norðurhjarasagan Konungur norðursins, sem mér þá fannst gefa góð fyrirheit um framhaldið, þótt brokkgeng hafi verið. Og j ...

  Skrifa athugasemd

 • Alþjóðleg stjórnmálahagfræði

  Hrunið var slíkur viðburður að það skók flestar stoðir samfélagsins. Það var ekki síður pólitískt og félagssálfræðilegt í þjóðfélagslegum skilningi en aðeins efnahagslegt. Líkt og önnur svið þjóðlífsins hafa háskólarnir þurft að líta í eigin barm og endurskoða sumt í starfsemi sinni. Í baksýnisspeglinum nú sést að sumpart hafði okkur borið af réttri leið æðri menntunar og fræða. Til að mynda vi ...

  Skrifa athugasemd

 • Um útúrsnúninga og orð forsætisráðherra

  Ágætur aðstoðarmaður forsætisráðherra, Jóhannes Þór Skúlason, sakar mig um útúrsnúninga á orðum yfirmanns síns í frétt í Vísi í gær og vitnar því til sannindamerkis í skýrslu sem – raunar staðfestir hvert orð sem ég sagði.Mér finnst ekkert gaman að elta ólar við svona lagað og reyni jafnan að láta það vera en nú er þetta satt að segja farið að verða voðalega hvimleitt. Eins og sést ...

  Skrifa athugasemd

 • Kæri Gylfi

  Mig langar til að þakka Gylfa Arnbjörnssyni, forseta Alþýðusambands Íslands, fyrir ítarlega athugasemd sína sem hann ritar á Pressuna, við viðtal við mig í Pólitíkinni í miðlum 365, vegna dulítillar bókar minnar. Gylfi segist raunar ekki hafa lesið bókina, sem ég vil þó endilega hvetja hann til að gera – það gæti nefnilega eytt heilmiklu af þeim misskilningi sem af pistli hans að dæma virðist ríkja í huga hans um það sem ég hef að segja. (Nenni ...

  Skrifa athugasemd

 • Allt í einu

  Ég starfa í bransa þar sem afrakstur vinnunnar getur verið lengi að koma fram. Oft líða ár -- stundum mörg ár -- frá því að vinna hefst við rannsókn þar til hún birtist í bókum eða ritrýndum fræðiritum. En stundum gerist allt í einu. Það hefur einmitt hent mig núna að þrjú verk sem lengi hafa verið í vinnslu birtast svo gott sem samtímis. Og þar sem ég er þeirrar skoðunar að fræðimenn eigi að kynna verk sín ...

  Skrifa athugasemd

 • Jólabækur 2013

  Hér á vefnum hef ég fjallað um nokkrar af nýju jólabókunum, kannski ekki úr vegi að taka það saman:Björn Þór Sigbjörnsson. Steingrímur J -- frá hruni og heim  Össur Skarphéðinsson. Ár drekans -- dagbók utanríkisráðherra Guðni Ágústsson. Guðni -- léttur í lund  Guðmundur Andri Thorsson. Sæmd  Jónína Leósdóttir. Við Jóhanna  Sindri Freysson. Blindhríð

  Skrifa athugasemd

 • Frá hruni og heim segir hann

  Bók þeirra Björns Þórs Sigbjörnssonar og Steingríms J. Sigfússonar, Steingrímur J. - Frá hruni og heim, er enginn skemmtilestur, hefur alls ekki sama skemmtanagildi og til að mynda dagbók Össurar. Samt er hún líkast til sú merkilegasta af pólitísku bókunum þetta haustið. Í stjórnmálafræðilegum skilningi.Síðasta ríkisstjórn var við völd á einstökum tímum, í kjölfar allsherjahruns fjármálakerfisins og stóð frammi fyrir tröllauknum verkefnum. Var ...

  Skrifa athugasemd

 • Össur

  Össur er sannarlega pennafimur pólitíkus, þessi bók er barmafull af flæðandi frásagnargleði. (Össur Skarphéðinsson: Ár drekans – dagbók utanríkisráðherra á umbrotatímum)Þetta er glettilegt og skemmtilegt. Á köflum eins og æsispennandi reyfari.Bókin er skrifuð í dagbókarstíl, segir frá ári í lífi utanríkisráðherra, árinu 2012. Lesandann grunar þó strax að æði margt í dagbókarfærslunum hafi verið allrækilega ritskoðað eftir á, til þess að falla að seinni tíma atburðum. En ...

  Skrifa athugasemd

 • Guðni, já, Guðni

  Já, já – þetta er fín bók hjá Guðna. (Guðni, léttur í lund: Guðni Ágússson).Skemmtisögur sem hann hefur haft yfir á mannamótum, áshátíðum og hestamannamótum, árum saman. Flestar hafa þær heyrst áður en nú samankomnar í ágætri bók.Hér ægir saman alls konar sögum af stjórnmálamönnum og sveitungum; samferðarmönnum Guðna. Sumar eru sögurnar soldið klúar. Þetta eru strákasögur.En hér er ...

  Skrifa athugasemd

 • Sæmd Guðmundar Andra

  Guðmundur Andri Thorsson er góður rithöfundur og Benedikt Gröndal er heillandi persóna. Ég var því snöggur til að tryggja mér eintak af Sæmd þegar hún kom út. Og vissulega er sagan góð. Maður gat nokkurn vegin gengið að því vísu. Þetta er snotur nóvella um þá Björn M. Ólsen og Gröndal sem hverfist um bókaþjófnað skólapilts í Lærða skólanum í Reykjavík árið 1882, þar sem þeir ...

  Skrifa athugasemd

 • Jónína og Jóhanna

  Bók Jónínu Leósdóttur um samband þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur fyrrverandi forsætisráðherra er einkum nokkuð stríð ástarsaga en einnig brýnandi baráttusaga – lýsir hvort tveggja í senn innri baráttu einstaklinga við ástina en líka ytri baráttu samkynhneigðra í samfélaginu.Báðar voru þær giftar karlmönnum og mæður ungra drengja þegar þær dragast að hvor annarri á níunda áratugnum. Ef trúa má frásögninni virðist hvorug þeirra ...

  Skrifa athugasemd

 • Blindhríð Sindra Freyssonar

  0 0 1 133 759 Bifrost University 6 1 891 14.0 Normal 0 false false false EN-US JA X-NONE /* Style Definitions */ table.MsoNormalTable {mso-style-name:"Table Normal"; mso-tstyle-rowband-size:0; mso-tstyle-colband-size:0; mso-style-noshow:yes; mso-style-priority:99; mso-style-parent:""; mso-padding-alt:0cm 5.4pt 0cm 5.4pt; mso-para-margin:0cm; mso-para-margin-bottom:.0001pt; mso-pagination:widow-orphan; font-size:12.0pt; font-family:Cambria; mso-ascii-font-family:Cambria; mso-ascii-theme-font:minor-latin; mso-hansi-font-family:Cambria; mso-hansi-theme-font:minor-latin;} Líkast til má flokka Blindhríð Sindra Freyssonar sem einskonar sálfræðitrylli þótt sú flokkun nái nú kannski ekki að öllu ...

  Skrifa athugasemd

 • Hvað segja ágætir borgarfulltrúar við því?

  Deilan um framtíð flugvallarins í Reykjavík hefur hrakist ofan í hefðbundnar skotgrafir þrasstjórnmálanna og núna í aðdraganda borgarstjórnarkosninga ratað í fyrirsjáanlegt öngstræti. Af umræðunni að dæma mætti ætla að annað hvort verði flugvöllurinn að vera akkúrat upp á punkt og prik þar sem hann er núna eða þá að flugsamgöngur við Reykjavík leggist af. En vitaskuld þarf ekki svo að vera. Hugsanlega eru til leiðir sem fela hvort tveggja í sér ...

  Skrifa athugasemd

 • Krísa fulltrúalýðræðisins

  Fjármálakrísan sem skekið hefur veröldina undanfarin ár er ekki aðeins efnahagsleg heldur líka pólitísk. Til að mynda hafa stoðir sjálfs fulltrúalýðræðisins komið til skoðunar og margir þykja þar greina bresti. Mótmælaaldan sem reis við Wall Street fyrir rúmum fimm árum, gekk um Suður-Evrópu í kjölfarið og náði hvað hæstum hæðum í arabíska vorinu svokallaða – hvað svo sem um það verður – og ...

  Skrifa athugasemd

 • Lýðræði 2.0

  Þó svo að nýja stjórnarskráin okkar hafi ekki tekið gildi er ferlið í kringum samningu hennar álitin á meðal helstu lýðræðistilrauna heims. Lýðræði er ekki fasti heldur fyrirbæri í hraðri framþróun. Á okkar tímum eru að verða umskipti frá því fulltrúalýðræði sem við höfum búið við á Vesturlöndum í tvær aldir – yfir í aukið þátttökulýðræði sem bætist ofan á það fulltrúalýðræði sem fyrir er. Ástæðan ...

  Skrifa athugasemd

 • Skál fyrir Áslaugu Örnu!

  Á fésinu hefur fólk nú í morgun keppst við að hneykslast á ummælum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, formanns Heimdallar, um svolitla tilslökun á ansi ströngum áfengislögum landsins. Henni varð það á, að nefna að sér þætti gott að fá hvítvín með humrinum. En það þykir mér einmitt líka. Og því á ég ansi bágt með hneykslast yfir matvæla- og drykkjaráhuga þessarar ungu stúlku.Raunar þykir mér þessi ógurlega hneykslunargirni miklu hneykslunarverðari, svona í sj ...

  Skrifa athugasemd

 • Stórhættuleg stjórnmálafræði

  Bandaríkjaþing hefur ákveðið að banna styrkveitingar úr opinberum sjóðum til rannsókna í stjórnmálafræði nema þær sem með beinum hætti lúta að þjóðaröryggi og efnahagsframförum. Bannið nær ekki til annarra fræðigreina. Hér er ekki um slys að ræða heldur afrakstur langvarandi stefnu Repúblíkanaflokksins sem löngum hefur staðið stuggur af fræðimönnum á svið stjórnmálavísinda. Réttlætingin fyrir því að banna styrkveitingar til ...

  Skrifa athugasemd

 • Norrænar raddir um framtíð Evrópu

  Í dag kemur út í Svíþjóð bókin Norrænar raddir um framtíð Evrópu þar sem fjölmargir norrænir fræðimenn, stjórnmálamenn og rithöfundar ræða þann lærdóm sem draga má af hinu norræna módeli fyrir efnahagskrísu Evrópu. Það er sænska hugveitan Global Utmaning sem gefur úr. Á meðal höfunda eru til að mynda Bertel Haarder, Ulf Dinkelspiel og Sixten Korkman. Ég rita einn kafla bókarinnar undir heitinu: The Nordics as a ...

  Skrifa athugasemd

 • Sáttaleiðin frá Feneyjum

  Langþráð álit Feneyjanefndarinnar svokölluðu sem ráðleggur um nýjar stjórnarskrár aðildarríkja Evrópuráðsins var birt í dag. Þar kennir ýmissa grasa, ýmsu hrósað og athugasemdir gerðar við annað. Eins og gengur.Nokkrar athugasemdir eru til að mynda gerðar við forsetaembættið sem nefndin telur þó að breytist lítið að eðli og inntaki í nýju stjórnarskránni. Nefndin veltir því upp hvort betur kunni að fara á því að stjórnmálamenn og jafnvel ...

  Skrifa athugasemd