Teitur

Teitur

Þetta blogg fjallar um eftirfarandi hluti og fyrirbæri: Samfélagsmál. Stjórnmál. Náttúruvernd. Bifreiðar. Málefni flóttafólks. Metaltónlist. KISS. Sósíalisma. Hægripólitík. Mötley Crue. Bílastæðamál. Punk. Myndlist. Hlýnun jarðar. Þjóðrembu. Skipulagsmál. Trúararbrögð. Umburðarlyndi. Islam. TIlvistarleysi ósýnilegra vera. Efahyggju. Efnishyggju. Kvikmyndir. Vísindi. Framsóknarflokkinn og Nikki Sixx.

 • Djöflsins snillingar - 2. hluti - Góðir dílar

  Eftir 18 ára valdasetu og stanslausa ítroðslu humgynda á borð við "ég á þetta - ég má þetta" og fyrirlitingu á sameignarhugakinu, hefur vaxið upp heil kynslóð sjálfstæðismanna sem halda á lofti skoðunum sem stinga í stúf við það sem kalla má venjulegan samfélagsskiling og eðlilegt siðferði.  Auðvitað eru þetta stór en þau má rökstyðja. - býsna vel.  Fyrir nokkrum árum var gerð hallarbylting í Heimdalli þar sem fundur var "hertekin" og fólki greitt fyrir að kjósa ...

  Skrifa athugasemd

 • Djöfulsins snillingar - 1. hluti - Gull af mönnum

  Ég hef töluvert mikla samúð með fólki sem eru til hægri í hinu pólitíska litrófi.  Ég segi samúð því að hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins sem má skilgreina sem "ég á þetta - ég má þetta", er ekkert til hægri.  Ég hef samúð með því ágæta fólki sem skilgreinir sig til hægri og var leitt á villibrautir frjálshyggjunnar sem skóp þessa andstyggilegu hugmynd að eignarrétti, fylgi ekkert siðferði..  Hugmyndin um að fólk taki ...

  Skrifa athugasemd

 • Slysin gera ekki boð á undan sér

  Ég og Leó vorum að perla í fyrradag. 

  Skrifa athugasemd

 • Góð tíðindi

  Loksins loksins virðist sem svo að Hreyfingin ætli að styðja ríkisstjórnina.  Ég hef eiginlega aldrei skilið almennilega hversvegna Hreyfingunni var ekki boðið í stjórnarsamstarf eftir hrunið.  Aðkoma þessa nýja stjórnmála-afls lá einhvernvegin í loftinu og var svo augljóst og eðlilegt í ljósi þeirrar aðkallandi endurnýjunar sem hrunið skildi eftir sig. Það var sko ekkert smáræðis ef út í það er farið. Ég held, og segi þetta sem gegnheill krati, sósíalisti ...

  Skrifa athugasemd

 • Georges-André Kohn 1932 - 1945

  Í apríl 1945 komust herir bandamanna inn fyrir mæri hins nasíska Þýskalands.  Það var þó ekki fyrr en 8. maí sem Þýskaland gafst upp.  Þennan tíma frá innrásinni og allt fram að uppgjöf, reyndu margir sem framið höfðu glæpi undir verndarvæng nasista, að dylja þá með því að losa sig við sönnunargögn.    Þann 20. apríl klukkan átta eftir hádegi, sama dag og Adolf Hitler fagnaði afmælisdegi sinum, voru skandínavískir fangar ...

  Skrifa athugasemd

 • Ræðuhöld í Gautaborg og ógleymanleg Vigdís.

  Í síðasta mánuði gerðist svolítið skemmtilegt.  Ég hélt ræðu í Gautaborgarháskóla vegna opnunar á nýrri netorðabók.  Ég var ekki eini ræðumaðurinn því "panellinn" var skipaður færasta málvísindafólki í sænsku og íslensku og meir að segja Vigdísi Finnbogadóttur.  Ég naut aðstoðar við mína ræðu frá nemendum mínum í Nygårdsskólanum.  Þetta tókst ferlega vel og fór þannig fram að ég flutti ...

  Skrifa athugasemd

 • Táknmynd 20. aldar?

  Ég rakst á þessa mynd á netinu.  Mér þykir hún góð og lýsandi fyrir hina öfgakenndu 20. öld sem er nýliðin.  Eins og venjulega segir mynd meira en 1000 orð.  -Þessi gerir það svo sannarlega.

  Skrifa athugasemd

 • Mánaðastellið

  Ég er nörd.  Ég er meir að segja súpernörd.  Ég á mánaðastellið.  Þetta goðsögulega kaffistell var á öðru hvoru heimili á Íslandi fyrir einni kynslóð síðan.  Ég man vel eftir þessu stelli mínu því að amma mín heitin átti það.  Mér hefur alltaf þótt svolítið gaman að þessu og passa upp á að ekkert brotni.  Það gerðist reyndar einu sinni að dóttir mín, þá 3 ára var að leika sér með það (helgarpabbar banna ...

  Skrifa athugasemd

 • Fairytale of New York

  Nú eru jólalögin byrjuð að óma aðeins í útvarpinu og ég neita því ekki að um mig hríslast smávegis jóla-fílingur.  Ég settist niður áðan og hlustaði á einhverja jólaplötu sem ég á.  Aftast á þessari plötu er lagið "Farytale of New York" með hjlómsveitinni The Pouges og Kristy McColl.  Þetta lag bræðir mig alltaf inn að kviku.   Textinn er frábær og segir sögu einhvers pars sem fast í alkahólisma.  Ásakanir, birturleiki og ...

  Skrifa athugasemd

 • SMS frá GMS

  Gunnlaugur M. Sigmundsson, sá sem stefndi mér vegna skrifa um Kögunarmálið, birti í morgun yfirlýsingu í Fréttablaðinu sem tengist mér aðeins.  Yfirlýsingin er hérna.  Þar viðurkennir Gunnlaugur að hafa sent mér nafnlaus SMS sem innihéldu furðudylgjur og óra sem ég nenni ekki að tíunda.  Ég svaraði þessari yfirlýsingu í dag á sama vetvangi.  Málið má rekja til þess þegar ég var nýkomin heim til Gautaborgar eftir frábært fr ...

  Skrifa athugasemd

 • Ísland í sænska sjónvarpinu - Allt á uppleið

  Ísland var í fréttunum á SVT í gær og í fyrradag.  Hérna er fréttin frá því i fyrradag.  Allt að gerast og Svíar hissa á hröðum uppgangi á landinu bláa.  ÉG var með myndavélina við höndina og tók upp þessa frétt og þegar Ingunn sussar á strákana.http://svt.se/2.22584/1.2619345/island_-_krislandet_som_har_vant

  Skrifa athugasemd

 • Reykjavík í Gautaborgarpóstinum

  Ég er áskrifandi af GP sem er ágætis blað.  Eitt hið stærsta í Svíþjóð með 600.000 áskrifendur.  Ég hef aft þann sið að bogga alltaf þegar Ísland ber á góma.  Alveg sama hvað það er.  Mig rak því heldur en ekki betur í stans þegar ég fletti Gautaborgarpóstinum mínum þann 19. nóvember síðastliðinn.  Það voru 7 síður um Reykjavík!  Ég var þá nýbúin að vekja athygli á mannfjandsamlegri framkomu Íslenskra stjónvalda gangvart flóttafólki og beið aðeins með þessa grein úr GP.Ég er semsagt ...

  Skrifa athugasemd

 • Gleðilegt svar Útlendinga- stofnunar og "höfuðborgakallinn"

  Þrátt fyrir óskir um afdrif íraska parsins sem dæmt var í fangelsi þann 8. september hafa mér ekki borist neinar fréttir af afdrifum þess.  Ég hef heyrt því fleygt að þau hafi óskað eftir því að yfirgefa Ísland eftir að afplánun lauk og ljái það þeim hver sem það vill.Ef rétt reynist má segja að íslensk yfirvöld hafi bitið hausinn af skömminni í samskiptum sínum við þetta fólk sem leitaði til okkar með blóðugt hjarta og von um einhverja samúð.Ég auglýsi enn og ...

  Skrifa athugasemd

 • Grein í Fréttatímanum - og - furðusamskipti við lögfræðing Útlendingastofnunar

  Ég og Baldur Kristinsson prestur, rituðum saman grein í Fréttatímann sem kom út í gær.  Greinin fjallar um mannfjandsamlega framkomu íslenskra stjórnvalda til flóttafólks sem leitar til Íslands í örvæntingu sinni.  Hérna má sjá greinina.  Upphaf þessarar greinar má rekja til þess að ég sá litla frétt á Vísi um að írösku pari hafði verið stungið í steininn fyrir þann stórglæp að framvísa fölsuðum pappírum.  Ég gat einhvernvegin ekki gleymt þessari frétt og saga úr bók um Hönnu Arendt, þar sem hún lýsir flótta sínum ...

  Skrifa athugasemd

 • Augljóst daður

  Eiríkur Bergmann dósent við Bifröst skrifaði ágætis hugleiðingar í blað sem heitir Fréttatíminn.  Þetta var ekki hefðbundin grein, heldur 4 litlar greinar sem fjölluðu allar um þjóðernisstefnu og hvernig hún birtist í stjórnmálum Evrópu og á Íslandi.  Greinina alla er hægt að sjá hérna.Einn dálkurinn fór mikið fyrir brjóstið á Framsóknarfólki.  Hann hafði fyrirsögnina "Þjóðleg gildi og andstaða við innflytjendur".  Þennan dálk má sjá hérna.  Það sem athygli vekur við þessa litlu grein Eiríks Bergmanns, er að lítill hluti hennar fjallar um Framsóknarflokkinn.  Mér ...

  Skrifa athugasemd

 • það sem stjórnmálamenn tala aldrei um

  Þrátt fyrir allt þrasið um stjórnmál, er eiginlega aldrei reynt að svara spurningunni um hvernig skapa eigi gott og fagurt samfélag.  Það er eins og umræðan týnist gersamlega í þaranum sem einkennir hafsbotn umræðuhefðarinnar á Íslandi.  Þarinn þvælist til og frá enda háður straumum, vindátt og jafnvel tunglstöðu. Aldrei sést upp undir yfirborðið og þaðan af siður ofan á það.En hvernig er fagurt samfélag?  Hvað er það sem einkennir fagurt samfélag?  Ég var að tala við félaga mína um þessa spurningu og svörin voru ...

  Skrifa athugasemd

 • Hrunkvöðull skrifar bók

  Þau undur hafa gerst að Tryggvi Þór Herbertsson hefur skrifað bók í hagfræði.  Ég las innganginn úr þessari bók Tryggva og var ekkert sérstaklega hrifin.  Tryggvi skautar alveg framhjá hinum stjórnmálalega þætti í undanfara hrunsins sem er svolítið furðulegt frá akademísku sjónarhorni.  Frá pólitísku sjónarhorni er þetta reyndar alveg skiljanlegt því að Tryggvi samanofinn við hrunið, gerninga þess og eftirmála á sjálfsagt svolítið erfitt með að horfa á þessa atburði með sjálfs-gagnrýnum augum.Tryggvi spilaði nefnilega stór hlutverk í efnahagshruninu bæði sem efnahagsráðhfagi ríkisstjórnarinnar og ...

  Skrifa athugasemd

 • Andstyggileg girðing löguð

  Það er gaman að bera saman fréttirnar í Svíþjóð og á Íslandi.  Áður en lengra er haldið ber að geta þess að ég skoða DV.is og Visi.is á hverjum degi og renni í gegnum helstu bloggin á blogggáttinni.  Ég fylgist því all-vel með.Þó að samfélagið á Íslandi og það sænska sé svona 95% eins, er mismunur sem alltaf er gaman að rýna í.  Það getur t.d birst í viðmóti fólks, sérkennum og ekki síst viðbrögðum við stjórnsýslunni.Ég man að fyrir ...

  Skrifa athugasemd

 • Borðleggjandi vanhæfi

  Ég hef undanfarið bloggað um ráðningu Páls Magnússonar hjá Bankasýslu ríkisins.  Ég hef velt fyrir mér allskonar flötum á málinu og sett í samhengi.  Rökin gegn þessari ráðningu eru tvennskonar."Hard facts" þar sem ég bendi á annmarka sem má styðja með vísun í lagabókstaf eða reglur.  -Ég hef bent á að Páll Magnússon uppfyllir ekki skilyrði um menntun og reynslu skv. 6. grein laga um Bankasýslu ríkisins.  -Ég hef bent á að ráðning Páls Magnússonar brýtur í bága við eigendastefnu ríkisins um fjármálafyrirtæki.-Ég ...

  Skrifa athugasemd

 • Starfsmaður á plani?

  Þeir sem gripið hafa til varna í Bankasýslumálinu hafa sagt að Páll Magnússon hafi bara verið starfsmaður í Viðskiptaráðuneyti Valgerðar Sverrisdóttur þegar Búnaðarbankinn var afhentur hinum alræmda S-hóp á silfurfati.Stafsmaður á plani?  Vikapiltur?  Messagutti?  Gaurinn sem hellir upp á?Þegar ráðning Þorsteins Davíðssonar var kærð til umboðsmanns Alþingis var niðurstaða hans þessi um starf aðstoðarmanns ráðherra[starf aðstoðarmanns ráðherra] hefur hins vegar þá sérstöðu að það er fyrst og fremst pólitískt starf og aðstoð við ráðherra í stefnumörkun og ákvarðanatöku í einstökum málum en ...

  Skrifa athugasemd