Teitur

Teitur

Þetta blogg fjallar um eftirfarandi hluti og fyrirbæri: Samfélagsmál. Stjórnmál. Náttúruvernd. Bifreiðar. Málefni flóttafólks. Metaltónlist. KISS. Sósíalisma. Hægripólitík. Mötley Crue. Bílastæðamál. Punk. Myndlist. Hlýnun jarðar. Þjóðrembu. Skipulagsmál. Trúararbrögð. Umburðarlyndi. Islam. TIlvistarleysi ósýnilegra vera. Efahyggju. Efnishyggju. Kvikmyndir. Vísindi. Framsóknarflokkinn og Nikki Sixx.

 • Bankasýslumálið í Harmgeddon

  Frosti og Erpur hringdu í mig í gær og við spjölluðum saman um ráðningarmál Bankasýslu ríkisins.Hérna er viðtalið.  Ég er bara nokkuð sáttur.  -Mér fannst ég bara vera ágætur

  Skrifa athugasemd

 • Viðtal við Einar Má

  Á föstudaginn fyrir viku síðan var haldin heljarinnar bókamessa í Gautaborg.  Þessi messa er ein af hápunktum menningarlífsins hér í borginni og jafnvel þótt víðar væri leitað, því að henni eru gerð skil í öllum fjölmiðlum landins.  Í ár var hinn þýskumælandi bókmenntaheimur í öndvegi.  Frægasti gestur hátíðarinnar var enginn önnur en Nina Hagen en hún var akkúrat að gefa út æviminningar sínar.  Ísland var sjáanlegt eins og alltaf enda er Gyrðir Elíasson núverandi verðlaunahafi bókmenntaverðlauna norðurlandanna.  Hann hélt fyrirlestur ásamt Einari Má fyir troðfullum ...

  Skrifa athugasemd

 • Gráa svæðið er vettvangurinn

  Það er fróðlegt að lesa heimasíðu Bankasýslu ríkisins.   Yfir heildina litið er þessi lesning samt frekar hrollvekjandi.  Það er hlekkur sem heitir "Ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum" sem gæti hæglega flokkast í bókmenntafræðinni sem "thriller".Lesið þetta:Hérna er hlekkurinn á síðu bankasýslunnarEf maður prufar að greina þetta örlítið niður, hríslast niður bakið kaldur hrollur..  Og ég er ekki að grínast.Fyrsti punktur:Þetta er ósköp beisikk og auðskiljanlegt.  Annar punktur:Sama hér en aðeins meira tvist.  Hugmyndin vaknar um að sama manneskjan gæti verið í stjórn ...

  Skrifa athugasemd

 • "Rétti maðurinn"

  Eins og lesendur hafa tekið eftir, hef ég verið að skoða ráðningu Páls Magnússonar sem forstjóra Bankasýslu ríkisins.  Ég tel svo augljóst að maðkur sé í mysunni að ég er búni að panta afrit af öllum fundum, fundargerðum, minnisblöðum og öllu opinberu efni sem var skrifað í ráðherra tíð Valgerðar Sverrisdóttur.  Ég var sannfærður um að þar muni leynast svarið við spurningunni hversvegna óhæfasti umsækjandinn var valinn í embætti forstjóra Bankasýslu ríkisins-Þangað til í dag.Páll Magnússon var nefnileg ekki bara aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur. Þetta ...

  Skrifa athugasemd

 • Páll Magnússon er vanhæfur

  Ég las lögin um bankasýslu ríkisins áðan. Það var afar fróðlegt og ég hvet alla til þess sama.  Þetta apparat, bankasýsla ríkisins, er sett á laggirnar til að hafa umsjón með eignarhlut ríkisins í hinum nýreistu bönkum og sparisjóðum. Lögin eru tiltölulega skýr. Í fyrstu grein segir m.aBankasýsla ríkisins skal í starfsemi sinni leggja áherslu á endurreisn og uppbyggingu öflugs innlends fjármálamarkaðar og stuðla að virkri og eðlilegri samkeppni á þeim markaði, tryggja gagnsæi í allri ákvarðanatöku varðandi þátttöku ríkisins í fjármálastarfsemi og tryggja ...

  Skrifa athugasemd

 • Ögurstund ósómans?

  Ég verð að játa að ég fékk hálfgert áfall þegar ég sá í fréttunum að það var búið að skipta Pál Magnússon forstjóra bankasýslu ríkisins.  Hann var valin úr hópi fjögurra einstaklinga sem allir hinir voru hæfari en hann.  Hann hafði minnstu menntunina og minnstu reynsluna, en hafði verið aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra sem stýrði einkavæðingu bankanna sælla minninga.  Sem sagt; klassískt dæmi um spillingu.  Eignilega klisjukennt.  Gaurinn með flokkskírteinið var valinn.Í saman mund kom Bessi minn heim af íshokkí æfingu glaður og blaðskellandi ...

  Skrifa athugasemd

 • Nú kætast öskuraparnir

  Nú kætast öskuraparnir.  Stæra sig af stórsigri og slá sér á lær.  Segja:  "Djöfull var þetta gott á hann".  Í dag er gaman að vera öskurapi og eggjakastari.  Þeim tókst það sem þau ætluðu sér.   -Ísland er verra en í gær.

  Skrifa athugasemd

 • Steinunn Ólína svarar

  Ég hef þekkt Steinunni Ólinu um árabil.  Hún er jafngömul mér og þegar við vorum unglingar vorum við ásamt einhverjum fleiri, fengin til þess að lesa inn á spólu, leikhljóð sem átti að nota í leikriti.Ég man að mín setning var:  "Þú ert ömurleg".  Steinunn sagði einhverja aðra setningu.  Sá flutningur var ekki ömurlegu því tæknimennirnir voru geysilega hrifnir af frammistöðu hennar.  Þar með lauk afskiptum mínum af leiklist. en ég gæti trúað því að hennar afskipti hefðu akkúrat hafist þarna.  Steinunn hefur verið ...

  Skrifa athugasemd

 • Þjóðernisstefna og fjölmiðlar

  "Yet our best trained, best educated, best equipped, best prepared troops refuse to fight! Matter of fact, it's safe to say that they would rather switch than fight!"  -Martin Luther King Jr.Það er svolítið kjánalegt að viðurkenna það á prenti, að hafa fengið menningarsjokk í Svíþjóð á gamalsaldri. Það gerðist nefnilega fyrir mig.  Eitt af því fyrsta sem ég tók eftir þegar ég flutti hingað, var sú staðreynd að fréttirnar hérna eru allt öðruvísi.  Efnistökin eru önnur.  Þær eru lengri og ítarlegri. Fréttamennirnir ...

  Skrifa athugasemd

 • Bætur vegna tjóns - Já takk.

  Nú hefur komið á daginn að áætlað tjón vegna aðgerða Breta í miðju efnahagshruninu var 5.2 miljarðar.  Bjarni Benediktsson fer mikinn og vill krefja Breta um bætur.  Mér finnst það góð hugmynd.  Mér finnst reyndar galið að persónan Bjarni Benediktsson skuli fara fram á þetta.Vafningsfléttan sem hann er flæktur í, endaði í tómum bótasjóði Sjóvár.  Það kostaði skattgreiðendur 7 miljarða.  -1,8  miljörðum hærri upphæð en áætlað tjón vegna aðgerða bresku ríkisstjórnarinnar.-o-o-oAgnar skrifaði bloggfærslu ársins um þessa staðreynd og setti í samhengi ...

  Skrifa athugasemd

 • Trúverðugur stjórnmálamaður

  stór upplausn hér.

  Skrifa athugasemd

 • Glímusýning í Háskólabíó

  Grundvöllur æðri hugsunar er að nota tákn og skilja tákn.  Dýrategundin sem við tilheyrum (Homo Sapiens) getur þetta og hefur þróað með sér heilt tjáskiptakerfi sem meira og minna er byggt upp með táknum.  Persónugervingar, líkingar.  Já við þekkjum þetta úr ljóðagreiningu úr framhaldskóla.  Táknin er þó víðar og þegar kemur að stjórnmálum eru táknin býsna skýr.  Þingmaður á reiðhjóli er tákn.  Þingmaður með sixpensara er tákn.  Þingmaður í selskinsjakka er tákn.  Þingmaður í ákveðinni tegund af dragt er tákn.  Þingmaður á gömlum ljósbláum Volvo ...

  Skrifa athugasemd

 • Pompei spillingarinnar

  -Árið 79 gaus eldfjallið Vesúvíus með þeim afleiðingum að þorpin Pompeii og Herculaneum hurfu í eld og eimyrju.  Það var ekki fyrr en árið 1749 að þorpið "fannst" aftur.  Síðan þá hafa vísindamenn leitt i ljós ómetanlegar upplýsingar um daglegt líf á Ítalíu undir ægivaldi Rómar.  Pompeii er alger fjársjóður fyrir fornleifafræðinga og ennþá eru að koma í ljós uppgötvanir sem breyta sögunni pínulítið í hvert skipti.-o-o--Árið 1977 fundu verkamenn í Síberíu frosin mammúta kálf sem hafði verið dauður í rúm 40.000 ár ...

  Skrifa athugasemd

 • Á annan veg

  Þótt að Gautaborg sé helvíti fín bíólega séð, þá vildi ég helst vera á Íslandi í byrjun september.  Þá verður frumsýnd ferlega áhugaverð mynd sem mig drullulangar að sjá.  Myndin heitir Á annan veg og fjallar um tvo gaura í ömurlegri vinnu við að mála strik á einhvern veg.  Myndin gerist á í kringum 1980 og fjallar um tíma  þegar aðferðir við vegavinnu voru mjög frumstæðar, svo frumstæðar að menn handmáluðu  línurnar á vegina. Tækið sem menn notuðust við er kallað "penninn".Hérna má sjá ...

  Skrifa athugasemd

 • Ljótur stóll

  Ég fer stundum á flóamarkaði.  Það er eitthvað furðulega seiðandi við þá.  Ég dett inn í algert nostalgíu-kast þegar ég gramsa mig í gegnum svona markaði.  Stundum kaupi ég eitthvað og geri held ég bara góð kaup.  Ég er reyndar svolítið spes þegar kemur að smekk.  Ég er afar vondur smekkmaður. Mér finnast ljótir hlutir flottir.  Um daginn átti ég leið um Óðinsgötuna og fór inn í búð sem ég fer stundum inn í.  Það er svona uppboðs-búð. Þar sá ég ljótasta stól sem ég ...

  Skrifa athugasemd

 • Hversdagslegt á Íslandi

  Í Gautaborgarpóstinum í gær var frétt sem vakti athygli mína. Hún fjallaði um yfirmann hjá Gautaborg, sem réð son sinn sem baðvörð við Frölundabadet.  32 sóttu um en sonurinn var ráðinn.  Hérna er fréttinn í stórri upplausn.Nú veit ég vel að á Íslandi er langur vegur frá því að svona veki athygli og engir fjölmiðlar nema kannski DV fjallar um svona mál.  Hér í Svíþjóð fer þetta beint í fréttirnar og það er unnin úr þessu vönduð og upplýsandi grein.  Þetta þykir nefnilega alveg ...

  Skrifa athugasemd

 • Bögg er bjúgverpill

  Flestir vita að orðið jarðepli er íslenskt og þýðir kartafla.  Færri vita að íslenska orðið yfir “boomerang” er bjúgverpill, en það áhald kemur alltaf upp þegar ég les um nýjustu afrek Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem er formaður Framsóknarflokksins.Bjúgverpillinn er þeirrar náttúru að sé honum kastað, beygir hann rangsælis uns hann lendir á nánast sama stað og honum var kastað frá.  Eðli bjúgverpilsins er því að hitta þann fyrir sem kastaði honum í upphafi. Þetta er akkúrat að gerast með Sigmund Davíð Gunnlaugsson.Hann hefur ...

  Skrifa athugasemd

 • Tónninn hvass og blikið fast

  Vinnan mín byrjar á morgun.  Frábæru fríi er lokið.  Héðan í frá mun ég blogga minna eins og gefur að skilja.  Nú tekur við spennandi vetur þar sem vörnin mín í "Gunnlaugsmálinu" mun verða smíðuð, þétt og sjósett einhvern tíman um áramótin.  Ég á von á því að dæmt verði í málinu í byrjun næsta árs.  Það er  mikið að gera í dómstólum landsins og mér líður eiginlega eins og boðflennu ...

  Skrifa athugasemd

 • Ágætis Express

  Alltaf þegar ég hef flogið með Iceland Express hefur það gengið áfallalaust fyrir sig.  Mér hefur þótt þetta allt bara ágætt og er orðin svo sigldur að mér er nákvæmlega sama hvað er á borðstólnum þegar ég flýg í 3 klukkutíma.  Samloka?  Skyr?  Kjúklingur?  Laxafrauð í Tamarínsósu?Mér er nákvæmlega sama.  Ég ét þetta bara. Í ákveðinni kreðsu sem ég tengist á Íslandi var eins og allir hefðu rosalegar skoðanir á flugvélamat.  Fólk kom kannski úr einhverri ferð og fyrsta sem það byrjaði að tala ...

  Skrifa athugasemd

 • Svo sannarlega!

  Eins og lesendur bloggsins míns hafa ugglaust tekið eftir þá er miljarðamæringurinn Gunnlaugur M. Sigmundsson búin að stefna mér fyrir dóm vegna ummæla sem ég skrifaði á bloggið mitt.  Ummælin eru í raun ekkert sérstaklega merkileg og má lesa í yfirlýsingu sem að Gunnlaugur vildi að ég skrifaði undir.-og viðurkenndi að grein Agnesar Bragadóttur væri full af rangfærslum-og bæði sig afsökunnar á blogginu mínu-og viðurkenndi að ég væri ærumeiðari-og borgaði sér 300.000 kall.Hérna má sjá þessa makalausu kröfu.Þetta eru auðvitað fáheyrðar ...

  Skrifa athugasemd