Teitur

Teitur

Þetta blogg fjallar um eftirfarandi hluti og fyrirbæri: Samfélagsmál. Stjórnmál. Náttúruvernd. Bifreiðar. Málefni flóttafólks. Metaltónlist. KISS. Sósíalisma. Hægripólitík. Mötley Crue. Bílastæðamál. Punk. Myndlist. Hlýnun jarðar. Þjóðrembu. Skipulagsmál. Trúararbrögð. Umburðarlyndi. Islam. TIlvistarleysi ósýnilegra vera. Efahyggju. Efnishyggju. Kvikmyndir. Vísindi. Framsóknarflokkinn og Nikki Sixx.

 • Hversdagslegt á Íslandi

  Í Gautaborgarpóstinum í gær var frétt sem vakti athygli mína. Hún fjallaði um yfirmann hjá Gautaborg, sem réð son sinn sem baðvörð við Frölundabadet.  32 sóttu um en sonurinn var ráðinn.  Hérna er fréttinn í stórri upplausn.Nú veit ég vel að á Íslandi er langur vegur frá því að svona veki athygli og engir fjölmiðlar nema kannski DV fjallar um svona mál.  Hér í Svíþjóð fer þetta beint í fréttirnar og það er unnin úr þessu vönduð og upplýsandi grein.  Þetta þykir nefnilega alveg ...

  Skrifa athugasemd

 • Bögg er bjúgverpill

  Flestir vita að orðið jarðepli er íslenskt og þýðir kartafla.  Færri vita að íslenska orðið yfir “boomerang” er bjúgverpill, en það áhald kemur alltaf upp þegar ég les um nýjustu afrek Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem er formaður Framsóknarflokksins.Bjúgverpillinn er þeirrar náttúru að sé honum kastað, beygir hann rangsælis uns hann lendir á nánast sama stað og honum var kastað frá.  Eðli bjúgverpilsins er því að hitta þann fyrir sem kastaði honum í upphafi. Þetta er akkúrat að gerast með Sigmund Davíð Gunnlaugsson.Hann hefur ...

  Skrifa athugasemd

 • Tónninn hvass og blikið fast

  Vinnan mín byrjar á morgun.  Frábæru fríi er lokið.  Héðan í frá mun ég blogga minna eins og gefur að skilja.  Nú tekur við spennandi vetur þar sem vörnin mín í "Gunnlaugsmálinu" mun verða smíðuð, þétt og sjósett einhvern tíman um áramótin.  Ég á von á því að dæmt verði í málinu í byrjun næsta árs.  Það er  mikið að gera í dómstólum landsins og mér líður eiginlega eins og boðflennu ...

  Skrifa athugasemd

 • Ágætis Express

  Alltaf þegar ég hef flogið með Iceland Express hefur það gengið áfallalaust fyrir sig.  Mér hefur þótt þetta allt bara ágætt og er orðin svo sigldur að mér er nákvæmlega sama hvað er á borðstólnum þegar ég flýg í 3 klukkutíma.  Samloka?  Skyr?  Kjúklingur?  Laxafrauð í Tamarínsósu?Mér er nákvæmlega sama.  Ég ét þetta bara. Í ákveðinni kreðsu sem ég tengist á Íslandi var eins og allir hefðu rosalegar skoðanir á flugvélamat.  Fólk kom kannski úr einhverri ferð og fyrsta sem það byrjaði að tala ...

  Skrifa athugasemd

 • Svo sannarlega!

  Eins og lesendur bloggsins míns hafa ugglaust tekið eftir þá er miljarðamæringurinn Gunnlaugur M. Sigmundsson búin að stefna mér fyrir dóm vegna ummæla sem ég skrifaði á bloggið mitt.  Ummælin eru í raun ekkert sérstaklega merkileg og má lesa í yfirlýsingu sem að Gunnlaugur vildi að ég skrifaði undir.-og viðurkenndi að grein Agnesar Bragadóttur væri full af rangfærslum-og bæði sig afsökunnar á blogginu mínu-og viðurkenndi að ég væri ærumeiðari-og borgaði sér 300.000 kall.Hérna má sjá þessa makalausu kröfu.Þetta eru auðvitað fáheyrðar ...

  Skrifa athugasemd

 • Ballið er byrjað

  Fyrsti reikningurinn vegna kæru Gunnlaugs M. Sigmundssonar beið mín þegar ég kom heim úr fríinu á þriðjudaginn var.  Hann var nokkuð hár.  Hljómaði upp á 197.662. krónur.  Lögfræðingurinn minn heitir Sigríður Rut Júlíusdóttir og vinnur á stofu sem heitir Réttur.  Hún hefur verið með mér frá upphafi þessa máls ,allt frá því þegar mér barst fyrsta hótunin frá Gunnlaugi, hafði ég samband við hana.  Við erum nefnilega vinir á Facebook þótt við þekkjumst ekki neitt fyrir utan það.  Ég stend í þeirri trú, að ...

  Skrifa athugasemd

 • Klipping í kolaportinu

  Í Gautaborg eru nokkuð margir markaðir.  Sá þekktasti er rétt hjá mér og heitir Kvibergsmarknaden.  Markaðurinn er í risastóru hesthúsi sem herinn hafði eitt sinn til afnota.  Húsnæðið samanstendur af þremur samsíða húsum með þokkalegu plássi í milli.  Sölubásar eru út um allt og jafnvel á milli húsanna eins og sjá má.  Kvibergsmarkaðurinn kemur stundum í fréttirnar.  Yfirleitt vegna þess að það eru margir sem vilja loka honum.  Það stendur til að gera eitthvað senter fyrir hverfið þarna í staðinn fyrir hesthúsin enda markaðurinn á ...

  Skrifa athugasemd

 • Vélmenni

  Ég var í matarboði í kvöld í litlum smábæ rétt fyrir utan Gautaborg.  Eftir matinn fór öll hersíngin í svokallað kvällsdopp í vatni sem liggur steinsnar frá.  Á leiðinni til baka, sá ég vélmenni að störfum í húsi við götuna.Aldrei séð svona áður.

  Skrifa athugasemd

 • Q4U á Dillon

  Í blálokin á sumarfríinu mínu fór ég á tónleika.  Og ekkert venjulega tónleika þakka ykkur fyrir.  Q4U voru að spila í bakgarðinum á Dillon.  Ég dobblaði Murann með mér, enda um stórviðburð að ræða.  Fólk er ekkert endilega að fatta samengi sögunnar þegar kemur að gömum punk-böndum.  Q4U var og er frábært band.  Drulluþétt og Ellý er flottasti frontari í hjómsveitarflórinni á Íslandi.  Hún er alveg með þetta.  Flott dress, máluð eins og andskotinn og vaxin eins og spretthlaupari.Shit hvað hún er flott.  -Punkdrottning ...

  Skrifa athugasemd

 • Brestir Tryggva Þórs Herbertssonar

  Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður og fyrrum forstjóri fjárglæfrafyrirtækisins Askar Capital, ritaði á dögunum hugvekjandi blogg.  Bloggið heitir "Rottur" og er ljóð eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Sem áhugamaður um kveðskap hverskonar þá las ég ljóðið af áfergju.  Fyrstu viðbrögðin mín við lesturinn á rottuljóðinu var að Tryggvi væri að setja ofan í félaga sína á ógeðsvefnum AMX. -Verður þetta eitthvað skýrara?Þarna var ógeðsvefurinn nýbúin að segja að falskur tónn kæmi frá Össuri Skarphéðinssyni þegar hann vottaði Norðmönnum samúðuarkveðjur íslensku þjóðarinnar í kjölfar barnamorðanna í ...

  Skrifa athugasemd

 • Kostur er staðurinn

  Ég hafði heyrt orðróm þess efnis að verslunin Kostur væri allt í senn, ein og stök í verslunarflóru höfuðborgarsvæðisins.  Frændi  minn mærði Kost í hvívetna og sagði mér að Sullenberger sjálfur væri alltaf þarna með allskonar kynningar á nýjustu vörunum.  Sagði ennfremur að hann hefði séð "Sulla" bera eitthvað frábært krem á gesti búðarinnar.Ég stóðst náttúrulega ekki mátið og dreif mig í Kost.  Því miður sá ég ekki "Sulla", en búðin hans var flott.  Kostur notar Facebook á frábæran hátt.  Segir bara eins og ...

  Skrifa athugasemd

 • AMX er mikilvægur hlekkur

  Nú er að síga á senni hlutann á fríinu minu á Íslandi.  Ég var alla síðustu viku í Flatey á Breiðafirði og missti sem betur fer af fréttum af hryllingnum í Osló.  Heyrði aðeins af þessu í eyjunni og furðaði mig yfir því hversvegna sumir flögguðu í hálfa stöng.Á miðvikudaginn sá ég svo gamalt Fréttablað þar sem hroðanum var lýst.  Það var svo ekki fyrr en í gær að ég settist niður fyrir framan tölvuna og notaði fréttir eins og mér er tamt (blanda ...

  Skrifa athugasemd

 • Harmageddon.

  Ég var í Harmageddon á fimmtudaginn.  Talaði um Evrópusamandið.  Tók eftir því við hlustun að ég hef mýkst töluvert í afstöðu minni til Sjálfstæðisflokksins.  -Því ber auðvitað að fagna.Hérna er linkurinn á viðtalið.  Ég byrja þegar 22.41 mín eru búnar og enda þegar 47.09 eru búnar.Það er eftirtektarvert að Harmageddon er besti samfélags-rýnis þátturinn í íslensku útvarpi. Þetta heyrist mér vera almenn vitneskja. 

  Skrifa athugasemd

 • Graffití er flott.

  Ég hef í síðustu tveimur bloggum bent á hið andstyggilega "tagg" sem er út um allt.  Sumar athugasemdirnar við þessi blogg voru á þá leið að þetta væri einhverskonar "tjáning" og væri þar af leiðandi merkilegt og fólk ætti frekar að virkja krassarana í stað þess að banna þeim að krassa.Þetta er mjög röng og vitlaus hugsun.Tagg er bara krass og ber höfundunum ófagurt vitni.  Þetta eru bara skemmdarvargar og þurfa að komast undir manna hendur.Sumir eru svo fávísir að rugla saman ...

  Skrifa athugasemd

 • Leiðinlegur göngutúr

  Ég vakti athygli á veggjakroti í bloggi í gær.  Viðbrögðin voru góð og greinilegt að margir eru orðnir þreyttir á þessum ósóma.   Reyndar er það svo að ég fæ á tilfinninguna að flestir séu löngu hættir að taka eftir þessu og í dofa þess sem er sama um allt, hætta skilningarvitin að virka og vandinn er þar af leiðandi ekki til.Ástæðan fyrir því að ég tek eftir þessu, er að ég bý í Gautaborg og þar er þetta ekki vandamál.  Lesið athugasemdir Gunnars Hjálmarssonar ...

  Skrifa athugasemd

 • Vandalismi í Reykjavík

  Ég á heima í Gautaborg.  Hún er næst stærsta borg Svíþjóðar með 515.000 íbúa.  Í "Stór-Gautaborg" búa um það bil miljón manns.  Höfnin í Gautaborg er risastór og borgin er hard-core iðnaðarborg.  Í borginni slær hjarta hins mikla sænska iðnaðar.  Samt er Gautaborg hreinni og umgengni íbúana um borgina sína er mikið betri en í Reykjavík.Það er ekki svo aumur veggfermeter í Reykjavík, að hann sé ekki útbíaður með óskiljanlegum skilaboðum frá einhverjum veggjakroturum.  Þetta er böl og hefur lengi verið.  Nú vil ...

  Skrifa athugasemd

 • Húsin í Reykjavík

  Sum húsin í borginni eru makalaustu furðuleg.  Samhengi þeirra við götuna sem þau standa við, er oft ennþá furðulegra.  Þetta hús stendur á horni Bræðraborgarstígs og Öldugötu.Þarna glittir í konu mína og örverpið.

  Skrifa athugasemd

 • Jeppar

  Ég hef allaf verið með pínulitla bíladellu. Ég þekkti allar bílategundir þegar ég var svona 5 ára, og les bílablöð og svoleiðs efni þegar ég fæ tækifæri til.Þegar ég flutti til Svíþjóðar fyrir 3 árum, tók ég eftir að bíla-flóra sænskra var önnur en íslenskra.  Bílar í Gautaborg eru betur farnir og lengur keyrðir.  Ekki er óalgengt að sjá bíla á blílasölum sem keyrðir eru meira en 300.000 km.Svíar notast einnig margir við mótorhitara, en þeir spara eldsneyti, minnka slit á vélinni ...

  Skrifa athugasemd

 • Misskilningur

  Það er munur á misskilingi og grundvallarmisskilningi.  Þegar einhver ætlar að beygja til vinstri, og beygir til hægri, er það misskilingur.  Grundvallarmisskilningur er þegar einhver heldur að vinstri sé hægri og hægri sé vinstri.  þessi tegund af misskilningi er því miður í gangi hjá ákveðnum hluta þess ágæta fólks sem situr nú við að smíða tillögur af betri stjórnarskrá fyrir Ísland.Ég er sannfærður um að ákveðin hópur stjórnlagaþingsfulltrúa trúi því í alvörunni að stjórnarskráin sem slík, sé einhverskonar manefestó fyrir Íslendinginn, einskonar merkimiði um ...

  Skrifa athugasemd

 • Umhugsunarverð blaðagrein.

  Í Fréttablaðinu í gær birtist athyglisverð grein eftir ríkiskirkjuprestinn og borgarfulltrúann, Bjarna Karlsson.  Í greininni skammast Bjarni út í ný-afgreidda tillögu mannréttindaráðs Reykjavíkur um samskipti leik og grunnskóla við trúfélög hverskonar.Af lestri greinarinnar mætti ætla að Mannréttindaráð Reykjavíkur væri að slíta á eldgömul tegnsl milli trúfélaga annarsvegar og skólastarfs hinsvegar.  Staðreyndin er reyndar sú að ásókn trúfélaga er tiltölulega ný af nálinni.  Ásókn ríkiskirkjunnar inn í skólana virðist standa í beinu samhengi við fækkun safnaðarmeðlima hennar.  Ríkiskirkjan lítur á aðkomu inn í skólana sem ...

  Skrifa athugasemd