Teitur

Teitur

Þetta blogg fjallar um eftirfarandi hluti og fyrirbæri: Samfélagsmál. Stjórnmál. Náttúruvernd. Bifreiðar. Málefni flóttafólks. Metaltónlist. KISS. Sósíalisma. Hægripólitík. Mötley Crue. Bílastæðamál. Punk. Myndlist. Hlýnun jarðar. Þjóðrembu. Skipulagsmál. Trúararbrögð. Umburðarlyndi. Islam. TIlvistarleysi ósýnilegra vera. Efahyggju. Efnishyggju. Kvikmyndir. Vísindi. Framsóknarflokkinn og Nikki Sixx.

 • Starfsmaður á plani?

  Þeir sem gripið hafa til varna í Bankasýslumálinu hafa sagt að Páll Magnússon hafi bara verið starfsmaður í Viðskiptaráðuneyti Valgerðar Sverrisdóttur þegar Búnaðarbankinn var afhentur hinum alræmda S-hóp á silfurfati.Stafsmaður á plani?  Vikapiltur?  Messagutti?  Gaurinn sem hellir upp á?Þegar ráðning Þorsteins Davíðssonar var kærð til umboðsmanns Alþingis var niðurstaða hans þessi um starf aðstoðarmanns ráðherra[starf aðstoðarmanns ráðherra] hefur hins vegar þá sérstöðu að það er fyrst og fremst pólitískt starf og aðstoð við ráðherra í stefnumörkun og ákvarðanatöku í einstökum málum en ...

  Skrifa athugasemd

 • Spurning um trúverðugleika

  Össur Skarphéðinsson hefur gripið til varna fyrir Pál Magnússon.  Hann segir að útilokað sé að ráðningin sé af pólitískum meiði sprottinn og bendir á að Páll sé Framsóknarmaður.  Þarna er Össur að misskilja gagnrýnina á ráðninguna.  Það hefur að vísu verið bent á samtryggingakerfi stjórnmálaflokkana í þessu samhengi en gagnrýnin hefur aðallega verið á öðrum forsendum en þeim sem Össur vísar í.Þegar talað hefur verið um pólitíska ráðningu í tilfelli Páls Magnússonar, hefur verið bent á samband hans við Valgerði Sverrisdóttur og Þorstein Þorsteinsson ...

  Skrifa athugasemd

 • Engum vafa undirorpið

  Hætt hefur verið við ráðningu Páls Magnússonar í stól forstjórna Bankasýslu ríkisins.  Það kemur mér ekki á óvart.  Þetta mál hefur hangið á framsóknargrænum þræði allt frá því að það komst í fréttirnar.  Forsendur ráðingarinnar voru hæpnar, lög voru glennt út með óþægilegum hætti til þess að falla að Páli Magnússyni.  Horft var framhjá eigendastefnu ríkisins sem varðar fjármálafyrirtæki og gengið var fram hjá hæfari umsækjendum.Ef aðeins einn þessara þátta væri í ólagi, ætti það að duga til að endurskoða ráðninguna.  Í síðasta bloggi ...

  Skrifa athugasemd

 • Veikur rökstuðningur.

  Bankasýsla ríkisins svaraði í gær klukkan 17 bón fjármálaráðherra um útskýringar á ráðningu Páls Magnússonar í embætti forstjóra Bankasýslu ríksins.  Svarið er hér.Þrátt fyrir fágað orðfæri og kansílístíl, þá er þessi rökstuðningur frekar rýr.  Farið er yfir ferilskrá Páls Magnússonar, sem er baðaður framsóknargrænuljósi frá upphafi til enda.  Nokkuð sem er í mótsögn við eigendastefnu ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar er ítrekað að Takið eftir "hafið yfir vafa um pólitísk afskipti".  Páll Magnússon starfaði við það að afhenda Búnaðarbankann í hendur framsóknarvina sinna.  Manna sem ...

  Skrifa athugasemd

 • Bankasýslumálið trappað upp

  Fyrir viku þá var nýbúið að ráða Pál Magnússon sem forstjóra bankasýslu ríkisins.  Þá var ég búin að skrifa 3 blogg um málið, 3. okt, 4, okt og 5. okt.  Nú veit ég ósköp vel hvernig svona má ganga fyrir sig.  Það verður stormur í smá stund og svo lægir hann.  Síðan birtist mynd í blöðunum af Páli Magnússyni brosandi með einhvern lykil í skráargatinu á Bankasýslu ríkisins.Ég hef séð þetta hundrað sinnum.Vitandi þetta sem ég veit um hvernig umræðan hættir til að ...

  Skrifa athugasemd

 • Bankasýsla ríkisins brýtur eigin reglur

  Í mars 2011 komst bankasýsla ríkisins í fréttirnar.  Fulltrúi Bankasýslunnar (ríkisins) í stjórn Arionbanka, samþykkti fyrir hönd eiganda sinna (ríkisins) að hækka laun bankastjórans um hundrað prósent eða þar um bil.  Af þessu varð töluvert fjölmiðlaveður og ofurlaunaumræðan fór aftur af stað eins og hendi væri veifað.  Það er forvitnilegt að bera saman þetta mál og viðbrögð stjórnar Bankasýslunnar og við ráðningarmál Páls Magnússonar í stöðu forstjóra sömu stofnunar.Eftir að fulltrúi Bankasýslunnar í stjórn Arionbanka, kaus samhljóða með hinum stjórnarmönnum Arion að hækka laun ...

  Skrifa athugasemd

 • Umsækjandi: Finnur Ingólfsson

  Ráðning Páls Magnússonar í embætti forstjóra Bankasýslu ríksins hefur óteljandi fleti.  Það er hægt að nefna að hann var eini umsækjandinn sem ekki fyllti skilyrði þau sem sett eru í lögum um stofnunina.  Það má nefna að formaður stjórnar Bankasýslunnar, maður að nafni Þorsteinn Þorsteinsson, sagði að ákveðið hefði verið að horfa framhjá þætti Páls við sölu ríkisbankana á sínum tíma.  En eins og allir vita þá voru bankarnir afhentir vildarvinum Framsóknarflokks (Búnaðarbankinn) og Sjálfstæðisflokks (Landsbankinn).Þetta er álíka og að segja að ákveðið hefði ...

  Skrifa athugasemd

 • Bankasýslumálið í Harmgeddon

  Frosti og Erpur hringdu í mig í gær og við spjölluðum saman um ráðningarmál Bankasýslu ríkisins.Hérna er viðtalið.  Ég er bara nokkuð sáttur.  -Mér fannst ég bara vera ágætur

  Skrifa athugasemd

 • Viðtal við Einar Má

  Á föstudaginn fyrir viku síðan var haldin heljarinnar bókamessa í Gautaborg.  Þessi messa er ein af hápunktum menningarlífsins hér í borginni og jafnvel þótt víðar væri leitað, því að henni eru gerð skil í öllum fjölmiðlum landins.  Í ár var hinn þýskumælandi bókmenntaheimur í öndvegi.  Frægasti gestur hátíðarinnar var enginn önnur en Nina Hagen en hún var akkúrat að gefa út æviminningar sínar.  Ísland var sjáanlegt eins og alltaf enda er Gyrðir Elíasson núverandi verðlaunahafi bókmenntaverðlauna norðurlandanna.  Hann hélt fyrirlestur ásamt Einari Má fyir troðfullum ...

  Skrifa athugasemd

 • Gráa svæðið er vettvangurinn

  Það er fróðlegt að lesa heimasíðu Bankasýslu ríkisins.   Yfir heildina litið er þessi lesning samt frekar hrollvekjandi.  Það er hlekkur sem heitir "Ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum" sem gæti hæglega flokkast í bókmenntafræðinni sem "thriller".Lesið þetta:Hérna er hlekkurinn á síðu bankasýslunnarEf maður prufar að greina þetta örlítið niður, hríslast niður bakið kaldur hrollur..  Og ég er ekki að grínast.Fyrsti punktur:Þetta er ósköp beisikk og auðskiljanlegt.  Annar punktur:Sama hér en aðeins meira tvist.  Hugmyndin vaknar um að sama manneskjan gæti verið í stjórn ...

  Skrifa athugasemd

 • "Rétti maðurinn"

  Eins og lesendur hafa tekið eftir, hef ég verið að skoða ráðningu Páls Magnússonar sem forstjóra Bankasýslu ríkisins.  Ég tel svo augljóst að maðkur sé í mysunni að ég er búni að panta afrit af öllum fundum, fundargerðum, minnisblöðum og öllu opinberu efni sem var skrifað í ráðherra tíð Valgerðar Sverrisdóttur.  Ég var sannfærður um að þar muni leynast svarið við spurningunni hversvegna óhæfasti umsækjandinn var valinn í embætti forstjóra Bankasýslu ríkisins-Þangað til í dag.Páll Magnússon var nefnileg ekki bara aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur. Þetta ...

  Skrifa athugasemd

 • Páll Magnússon er vanhæfur

  Ég las lögin um bankasýslu ríkisins áðan. Það var afar fróðlegt og ég hvet alla til þess sama.  Þetta apparat, bankasýsla ríkisins, er sett á laggirnar til að hafa umsjón með eignarhlut ríkisins í hinum nýreistu bönkum og sparisjóðum. Lögin eru tiltölulega skýr. Í fyrstu grein segir m.aBankasýsla ríkisins skal í starfsemi sinni leggja áherslu á endurreisn og uppbyggingu öflugs innlends fjármálamarkaðar og stuðla að virkri og eðlilegri samkeppni á þeim markaði, tryggja gagnsæi í allri ákvarðanatöku varðandi þátttöku ríkisins í fjármálastarfsemi og tryggja ...

  Skrifa athugasemd

 • Ögurstund ósómans?

  Ég verð að játa að ég fékk hálfgert áfall þegar ég sá í fréttunum að það var búið að skipta Pál Magnússon forstjóra bankasýslu ríkisins.  Hann var valin úr hópi fjögurra einstaklinga sem allir hinir voru hæfari en hann.  Hann hafði minnstu menntunina og minnstu reynsluna, en hafði verið aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra sem stýrði einkavæðingu bankanna sælla minninga.  Sem sagt; klassískt dæmi um spillingu.  Eignilega klisjukennt.  Gaurinn með flokkskírteinið var valinn.Í saman mund kom Bessi minn heim af íshokkí æfingu glaður og blaðskellandi ...

  Skrifa athugasemd

 • Nú kætast öskuraparnir

  Nú kætast öskuraparnir.  Stæra sig af stórsigri og slá sér á lær.  Segja:  "Djöfull var þetta gott á hann".  Í dag er gaman að vera öskurapi og eggjakastari.  Þeim tókst það sem þau ætluðu sér.   -Ísland er verra en í gær.

  Skrifa athugasemd

 • Steinunn Ólína svarar

  Ég hef þekkt Steinunni Ólinu um árabil.  Hún er jafngömul mér og þegar við vorum unglingar vorum við ásamt einhverjum fleiri, fengin til þess að lesa inn á spólu, leikhljóð sem átti að nota í leikriti.Ég man að mín setning var:  "Þú ert ömurleg".  Steinunn sagði einhverja aðra setningu.  Sá flutningur var ekki ömurlegu því tæknimennirnir voru geysilega hrifnir af frammistöðu hennar.  Þar með lauk afskiptum mínum af leiklist. en ég gæti trúað því að hennar afskipti hefðu akkúrat hafist þarna.  Steinunn hefur verið ...

  Skrifa athugasemd

 • Þjóðernisstefna og fjölmiðlar

  "Yet our best trained, best educated, best equipped, best prepared troops refuse to fight! Matter of fact, it's safe to say that they would rather switch than fight!"  -Martin Luther King Jr.Það er svolítið kjánalegt að viðurkenna það á prenti, að hafa fengið menningarsjokk í Svíþjóð á gamalsaldri. Það gerðist nefnilega fyrir mig.  Eitt af því fyrsta sem ég tók eftir þegar ég flutti hingað, var sú staðreynd að fréttirnar hérna eru allt öðruvísi.  Efnistökin eru önnur.  Þær eru lengri og ítarlegri. Fréttamennirnir ...

  Skrifa athugasemd

 • Bætur vegna tjóns - Já takk.

  Nú hefur komið á daginn að áætlað tjón vegna aðgerða Breta í miðju efnahagshruninu var 5.2 miljarðar.  Bjarni Benediktsson fer mikinn og vill krefja Breta um bætur.  Mér finnst það góð hugmynd.  Mér finnst reyndar galið að persónan Bjarni Benediktsson skuli fara fram á þetta.Vafningsfléttan sem hann er flæktur í, endaði í tómum bótasjóði Sjóvár.  Það kostaði skattgreiðendur 7 miljarða.  -1,8  miljörðum hærri upphæð en áætlað tjón vegna aðgerða bresku ríkisstjórnarinnar.-o-o-oAgnar skrifaði bloggfærslu ársins um þessa staðreynd og setti í samhengi ...

  Skrifa athugasemd

 • Trúverðugur stjórnmálamaður

  stór upplausn hér.

  Skrifa athugasemd

 • Glímusýning í Háskólabíó

  Grundvöllur æðri hugsunar er að nota tákn og skilja tákn.  Dýrategundin sem við tilheyrum (Homo Sapiens) getur þetta og hefur þróað með sér heilt tjáskiptakerfi sem meira og minna er byggt upp með táknum.  Persónugervingar, líkingar.  Já við þekkjum þetta úr ljóðagreiningu úr framhaldskóla.  Táknin er þó víðar og þegar kemur að stjórnmálum eru táknin býsna skýr.  Þingmaður á reiðhjóli er tákn.  Þingmaður með sixpensara er tákn.  Þingmaður í selskinsjakka er tákn.  Þingmaður í ákveðinni tegund af dragt er tákn.  Þingmaður á gömlum ljósbláum Volvo ...

  Skrifa athugasemd

 • Pompei spillingarinnar

  -Árið 79 gaus eldfjallið Vesúvíus með þeim afleiðingum að þorpin Pompeii og Herculaneum hurfu í eld og eimyrju.  Það var ekki fyrr en árið 1749 að þorpið "fannst" aftur.  Síðan þá hafa vísindamenn leitt i ljós ómetanlegar upplýsingar um daglegt líf á Ítalíu undir ægivaldi Rómar.  Pompeii er alger fjársjóður fyrir fornleifafræðinga og ennþá eru að koma í ljós uppgötvanir sem breyta sögunni pínulítið í hvert skipti.-o-o--Árið 1977 fundu verkamenn í Síberíu frosin mammúta kálf sem hafði verið dauður í rúm 40.000 ár ...

  Skrifa athugasemd