Teitur

Teitur

Þetta blogg fjallar um eftirfarandi hluti og fyrirbæri: Samfélagsmál. Stjórnmál. Náttúruvernd. Bifreiðar. Málefni flóttafólks. Metaltónlist. KISS. Sósíalisma. Hægripólitík. Mötley Crue. Bílastæðamál. Punk. Myndlist. Hlýnun jarðar. Þjóðrembu. Skipulagsmál. Trúararbrögð. Umburðarlyndi. Islam. TIlvistarleysi ósýnilegra vera. Efahyggju. Efnishyggju. Kvikmyndir. Vísindi. Framsóknarflokkinn og Nikki Sixx.

 • ÞRIÐJA SPACE INVADERS LOPAPEYSAN

  Þriðja Space Invaders lopapeysan er komin í leitirnar.  Spörri félagi minn á hana. -Öfund min  er einlæg.Ég hef haft spurnir af að minnsta kosti tveimur Space Invaders lopaeysum i viðbót.  Mér líður eins og Indiana Djóns að grafa þessa dýrgripi fram í dagsljósið.

  Skrifa athugasemd

 • Frábær vefur.

  Strákurinn minn er á sundnámskeiði í Laugardalslaug.  Sænskir krakkar synda frekar lítið (að mér finnst) og sund ekki hluti af kennslunni (eftir því sem ég best veit)  Þetta er pínulítið furuðlegt því að Svíar elska að synda í öllum vötnunum sem prýða landið.  Sundlaugar í Gautaborg, þar sem ég bý, eru frekar slappar og dýrt ofan þær.En þar sem ég var að koma mér ofan í með strákunum, gríp ég kort eitt mikið sem ég hafði heyrt af.  Grænt Reykjavíkurkort.  Þetta kort skoðaði ég ...

  Skrifa athugasemd

 • Önnur Space Invaders lopapeysa !

  Ég skrifaði blogg í fyrra þegar ég fékk hugmynd sem var frátekin.  Ég taldi í fávisku minni að hugmynd sem ég fékk um lopapeysu væri algerlega júník.  - - Space Invaders lopapeysu  - - Fyrirbæri sem ég girnist eins og Gollum girntist hringinn.  Það var svo í gær eða fyrradag þegar ég þurfti að redda símanúmeri hjá Oddi kunningja mínum, að ég sá mynd af honum í ANNARI Space Invaders peysu.Sú var ekki síðri en sú fyrri.  - Systir hans prjónaði hana.Hérna er svo mynd af peysunni sem ...

  Skrifa athugasemd

 • Frábært fyrir Ísland

  Ég sá að Schenker væri að fara að opna útibú á Íslandi.   Þetta eru góð tíðindi fyrir Ísland.  Schenker er til staðar í Svíþjóð þar sem ég bý og ég nota oft þjónustu þeirra þegar ég þarf að senda pakka hingað eða jafnvel þangað.Þeir eru nefnilega í samkeppni við sænska póstinn um pakkaflutninga og eru alveg jafn góðir en svona 10 til 20% ódýrari.  Kerfið er alveg hörkusniðugt.  Maður fyllir sjálfur út skýrlsuna á netinu,  prentar út og fer með í næsta þjónustustað (sem ...

  Skrifa athugasemd

 • Vandræði stjórnlagaþings

  Ég bind miklar vonir við að stjórnlagaþing muni skila af sér tillögum til nýrrar stjórnarskrár sem kosið verður um einhverntíman á næstunni.Núverandi stjórnarskrá er allt í senn, úrelt og óréttlát.  Úrelt því að mikilvæg atriði eins og t.d þau sem varða forseta Íslands eru óljós.  Þetta höfum við íslendingar fengið rækilega að kynnast að undanförnu þegar núverandi forseti virðist vera í einhverju pópúlista-sólói í erlendum fjölmiðlum og fer jafnan með staðlausa stafi sem blandað er saman við þjóðrembu.Óréttlát segi ég og á ...

  Skrifa athugasemd

 • Réttlæti hinna ríku

  Ég hef sjaldan haft eins ólíkar bækur á náttborðinu hjá mér síðan ég byrjaði að lesa.  Bókina "Ást til heimsins" sem er safn ritgerða og samtala við Hönnu Arendt.  Hanna þessi var stjórnmálagreinandi eða stjórnmálaheimsspekingur og pældi mikið í því hvernig alræði getur náð heljartökum á samfélögum og þeirri furðulegu staðreynd að fasisma eða alræði eru sjaldan veitt viðnám þegar gáttir ...

  Skrifa athugasemd

 • Pétur og vélmennið

  Ég ráfaði inn í Kolaportið með Auði dóttur minni á laugardaginn.  Þar kenndi ýmissa grasa eins og gengur og lyktin þarna er einstök á sama mælikvarða sem notaður er.  Blanda af lykt af saltfiskpækli og gömlum bókum.  Mjög sérstök og alls ekkert fúl.Kolaportið er mjög góður staður til þess að rækta nördinn í sér og ég var svo heppinn að finna fyrstu íslensku teiknimyndabókina.  Sú heitir "Pétur og vélmennið" og er eftir Kjarnó. (Kjartan Arnórsson)Bók sem ég man vel eftir.  Mér fannst hún ...

  Skrifa athugasemd

 • Reykjavik í augum hins brottflutta.

  Eins og tæplega helmingur landsmanna er ég Reykvíkingur.  Eins og flestir Reykvíkingar þá liggja ættarþræðir mínir flestir annað en til Reykjavíkur því móðurfólkið mitt eru sunnlendingar og amma mín í föðurætt á ættir að rekja til Flateyjar á Breiðafirði og norðurlands sé farið aftar í söguna.  Afi minn í föðurætt er reyndar fágætt eintak, því hann var Reykvíkingur í húð og hár.  Fæddur á Bræðraborgarstíg þakka ykkur fyrir.  Hann hét Sveinn Þórarsson.  Hann lifði alla tíð í Reykjavík og lengst á Tungötu 49 með ömmu ...

  Skrifa athugasemd

 • Sáttatilboð Gunnlaugs M. Sigmundssonar

  Nú hef ég lokið við að fjalla um Kögunarmálið.  Nú tekur við fyrsta umfjöllum mín um mál Gunnlaugs M. Sigmundssonar og konu hans gegn mér.  Yfirferðin um Kögunarmálið hefur verið tiltölulega einföld hvað mig varðar, enda urmull af efni til um þetta gamla hitamál.  Fyrst Vestfirska fréttablaðið, svo Helgarpósturinn og svo að lokum Morgunblaðið.  Ég hef ekki garfað í upptökusafni Ríkisútvarpsins eða Bylgjunnar, en það væri ugglaust fróðlegt að gera það og setja á netið.  Hér fyrir neðan er lítið yfirlit um það sem ég ...

  Skrifa athugasemd

 • Vörn Gunnlaugs M. Sigmundssonar.

  Eftir allan hasarinn dagana eftir grein Agnesar um Kögunarmálið, birtist skyndilega heilsíðuviðtal við Gunnlaug M. Sigmundsson (þá þingmann og forstjóra Kögunar) í Mogganum þann 16. maí 1998.  Fyrirsögn viðtalsins er "Samkvæmt bestu samvisku".  Þetta þykir mér spéleg fyrirsögn því að afar auðvelt er að framkvæma hin verstu afglöp "samkvæmt bestu samvisku" eins og dæmin sanna.Viðtalið slær mig reyndar ekki eins og hefðbundið viðtal, heldur eins ...

  Skrifa athugasemd

 • Drykkjuvísur

  Ég á í fórum mínum litið sýnishornakver um perlur íslenskrar ljóðlistar.  Þetta eru um það bil 10 bækur þar sem einu skáldi eru gerði skil.  Kverin sem ég á, er 2. útgáfa og komu út 1937 hjá Ísafoldarfprentsmiðju.  Undanfarið hef ég verið að lesa úrval kvæða og ljóða eftir Jón Thoroddsen.  Ekki eru ýkjur að fullyrða að Jón sé einn af meisturum íslenskrar ljóðlistar.  Hann er alveg með þetta eins og sagt er.  Glæsilegt skáld og fáa veit ég sem hafa betri tök á tungumálinu ...

  Skrifa athugasemd

 • "Þagnið dægurþras og rígur!"

  Ég var að glugga í gömlu ljóðasafni eftir Hannes Hafstein og fann mér til ánægju ljóð sem ort var í tilefni 100 ára afmælis Jóns Sigurðssonar forseta.17. júní síðastliðin var einmitt verið að fagna 200 ára afmæli þess sama.Stór upplausn hér.Stór upplausn hér.Ég hreifst af upphafsorðum þessa ljóðs. "Þagnið dægurþras og rígur".  Ég prufaði að gúggla þetta og viti konur og menn!Þennan fallega söng við ljóð Hafstein er að finna á YouTube.  Lagið er eftir Tryggva M. Baldvinsson.

  Skrifa athugasemd

 • Gréta og grái fiskurinn

  Það er svo skrýtið hvernig minnið virkar.  Ég var að taka til í bókunum hjá stráknum mínum um daginn og rakst á bók sem er alveg "föst við mig" eins sagt er.  Þetta er ekkert fræg bók eftir því sem ég kemst næst, og er ekkert stórvirki í sögulegu samhengi.Þessi bók er hinsvegar stór í mínum huga því alltaf þegar ég opna hana þá er eins og ég færist aftur um 3 áratugi eða svo.  Alveg furðulegt.  Finn lykt, heyri einhvern nið og það ...

  Skrifa athugasemd

 • "Til helvítis í láréttri stöðu"

  Nokkrum dögum áður en Mogginn fjallaði um Kögunarmálið í maí 1998, sendi þingmaðurinn Gunnlaugur M. Sigmundsson, öllum þingmönnum bréf.  Tilefni bréfsins voru ásaknir hins brottrekna Landsbankastjóra Sverris Hermannsonar um að Gunnlaugur hefði sölsað undir sig Kögun með bellibrögðum.Bréf Gunnlaugs er merkilegt að mörgu leyti. Hann byrjaður að verja gerninga sína og notar sömu taktík og venjulega (ég vík að því síðar í hverju h ...

  Skrifa athugasemd

 • 11 dagar

  Nú eru 11 dagar síðan ljóst varð að Gunnlaugur M. Sigmundsson myndi stefna mér fyrir meiðyrði.  Eins og ég hef sagt áður þá vissi ég af stefnunni, dómtökunni og allt það, en trúði því barasta ekki að hann myndi fara alla leið með þetta.Vísir frétti einhvernvegin af þessu og boltinn fór af stað.  Ekkert við því að segja.  -Fréttablaðið er bara að standa sig.Nú verður bara ekki aftur snúið, svo einfalt er það.  Ég hef nú ritað 4 greinar um Kögunarmálið.  Upphaf málsins ...

  Skrifa athugasemd

 • Ísland í Dagens Industri

  Grein úr Dagens Industri um Ísland.  -Allt á uppleið.  Stór upplausn hér.

  Skrifa athugasemd

 • Kögun: Yfirvarp og endalok

  Þegar hér er komið sögu er Gunnlaugur í hrikalegri stöðu.  Mogginn fjallaði ýtarlega um Kögunarmálið þann 10. maí í svakalegri grein sem alveg má flokka sem tímamótagrein í íslenskri blaðamennsku.  Þann 12. maí kemur svo Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins og nýbakaður utanríkisráðherra Gunnlaugi til aðstoðar í frétt í Mogganum.  Inntak varnarinnar var að Gunnlaugur hafi ekkert gert rangt enda er ekki kveðið á um hömlur á eignarhaldi, í Kögun, heldur ...

  Skrifa athugasemd

 • 15. maí 1998. -Bomburnar falla

  Eftir tímamótagrein Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu er ljóst að Mogginn hefur fengið nóg af svívirðilegu einkavæðingarbraski Sjálfstæðis og Framsóknarflokks.  Salan á Síldarverksmiðju ríkisins var í fersku minni og vakti óbragð í munni allra sem fylgdist eitthvað með samfélagsmálum á þessum tíma.Grein Agnesar er óvenju beinskeytt, löng og greinilegt að hún hefur kynnt sér málið í þaula.  Morgunblaðið fjallaði um málið í leiðara þann 12. ma ...

  Skrifa athugasemd

 • 10. maí 1998. -Agnes brillerar.

  10 maí 1998 er ekkert sérstaklega merkilegur dagur í mannkynssögunni.  Á Wikipediu er nákvemlega ekkert um þennan dag að finna.  Engir stóraburðir, enginn frægur fæddist og enginn frægur dó,  Sennilega er þessi dagur 10 maí dæmigerðasti dagur ársins.  Ekki sumar, ekki vetur og eiginlega ekki neitt.  Mogginn var hinsvegar sérstakur þennan dag.  Í honum birtist grein Agnesar Bragadóttur um Kögunarmálið þar sem hún tók upp þráðinn þar sem Vestfirska fréttabla ...

  Skrifa athugasemd

 • Vindhviður og logn

  Eftir að ljóst var að Gunnlaugur M. Sigmundsson ætlaði að gera alvöru úr hótunum sínum í minn garð eftir blogg sem ég birti undir nafninu "Formaður Framsóknarflokksins og hræðslan", ákvað ég að hafa allt þetta mál, eins og það snýr að mér, opið og blogga um það.Í fyrsta lagi finnst mér það eiga erindi við þá sem nenna að lesa þetta blogg mitt vegna þetta er jú lífsreynsla sem ekkert margir þurfa að ganga í gegnum og efnið því forvitnilegt.  Þetta er líka ákveðið ...

  Skrifa athugasemd