Teitur

Þetta blogg fjallar um eftirfarandi hluti og fyrirbæri: Samfélagsmál. Stjórnmál. Náttúruvernd. Bifreiðar. Málefni flóttafólks. Metaltónlist. KISS. Sósíalisma. Hægripólitík. Mötley Crue. Bílastæðamál. Punk. Myndlist. Hlýnun jarðar. Þjóðrembu. Skipulagsmál. Trúararbrögð. Umburðarlyndi. Islam. TIlvistarleysi ósýnilegra vera. Efahyggju. Efnishyggju. Kvikmyndir. Vísindi. Framsóknarflokkinn og Nikki Sixx.
Teitur

Harpan sem tilbeiðsluhús?

Fasteignagjöldin af tónlistarhúsinu Hörpu hafa verið í deiglunni að undanförnu.  Víkingur Hreiðar Ólafsson benti á hversu absúrd er að nota byggingarkostnað sem viðmið, frekar en rekstarvirði hússins þegar reiknaður er út fasteignaskattur þess.  Egill Helgason gerði skoðun Víkings skil í stuttu bloggi á dögunum.

Fréttablaðið tók saman fasteignagjöld Egilshallar og Laugardalshallar og bar saman við fasteignagjöld Hörpu.  Samanburðurinn leiðir í ljós að samanlagt borga Egilshöll og Laugardalshöll 100  miljónir í fasteignagjöld.  Harpa borgar 318 miljónir.

Ég held að með þeim einstrengingslegu forsendum sem liggja að baki útreikningum á fasteignagjöldum Hörpu, sé í raun verið að bregða fæti fyrir tilgang og markmið byggingarinnar.  Það er einfaldlega ekki hægt að reka húsið með þessum svívirðilega háu fasteignagjöldum. 

Skoði maður lög um tekjustofna sveitarfélaga kemur ýmislegt í ljós.  Skv 5 grein téðra laga er segir að bænahús séu undanlegin fasteignaskatti.

Í þessu samhengi má spyrja sig hvort ekki væri sniðugt að fá skrá Hörpu sem tilbeiðsluhús.  Það er vel hægt að finna ótal fleti sem réttlæta slíka skráningu.  Með þessu móti væri hægt að sleppa alveg við fasteignagjöld. 

Í lögunum kemur líka fram að heimilt sé að fella niður fasteignaskatt af fasteignum þar sem fer fer fram menningarstarfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni

Þá vankar spurningin:  Er ekki hægt að breyta hugmyndinni bak við Hörpu?  Er ekki hægt að koma því þannig fyrir að gróði af starfseminni þurfi ekkert að vera inntak hennar og aðall?  Er ekki hægt að binda þannig um hnútana að ef það verður gróði, þá verður hann settur í starfsemina? 

Er ekki komin tími til þess að hugsa hlutina upp á nýtt og henda hinni alltumlykjandi ágóðakröfu út í hafsauga.  Hagnaðarkrafan er helsti þröskuldurinn fyrir fallegu, góðu og réttlátu samfélagi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.