Teitur

Teitur

Þetta blogg fjallar um eftirfarandi hluti og fyrirbæri: Samfélagsmál. Stjórnmál. Náttúruvernd. Bifreiðar. Málefni flóttafólks. Metaltónlist. KISS. Sósíalisma. Hægripólitík. Mötley Crue. Bílastæðamál. Punk. Myndlist. Hlýnun jarðar. Þjóðrembu. Skipulagsmál. Trúararbrögð. Umburðarlyndi. Islam. TIlvistarleysi ósýnilegra vera. Efahyggju. Efnishyggju. Kvikmyndir. Vísindi. Framsóknarflokkinn og Nikki Sixx.

 • Miðpunkturinn Marta smarta

  Blaðamaður Morgunblaðsins sem gengur undir nafninu Marta smarta, hleypti öllu í bál og brand á dögunum þegar hún lét farða sig eins og „ógæfukonu" og fór niður í bæ til að falla inn í umhverfið meðal „ógæfufólks" sem heldur gjarnan til á Austuvelli og þar í kring.  Greinin hét "Svona er að vera ógæfukona" og er að finna á vef Smartlands Þetta er auðvitað alveg skelfilega smekklaust og bilað. Einn sem ég þekki velti upp ...

  Skrifa athugasemd

 • Nova á toppnum

  Í gær fór fjölskyldan upp á Esju. Við gerum þetta stundum enda frábær leið til að fá blóðið á hreyfingu. En í gær var alveg sértök ástæða því símafyrirtækið Nova hafði skipulagt tónleika með DJ Margeiri og söngkonunni Ásdísi Maríu. Þegar við komum var fullt af bílum í bílastæðinu og greinilegt að margir voru í sömu erindagjörðum og við. Strákarnir komust í feitt þegar þeir fengu gefins fernur ...

  Skrifa athugasemd

 • Hornið 35 ára

  Í dag eru svolítið merkileg tímamót i veitingasögu Reykjavíkur. Veitingahúsið hornið er 35 ára. Ég hef verið 10 ára þegar kveikt var í ofnunum á Horninu og man vel eftir heimsóknum á Hornið á fyrstu árum áttunda áratugarins. Faðir minn tók okkur bræðurnar oft á Hornið á pabbahelgunum og þarna áttum við feðgar góðar stundir. Þá pöntuðum við bræðurnir alltaf Calzone. Alveg furðulega góðar pizzur. Þegar teygðist fram undir aldamótin fórum við f ...

  Skrifa athugasemd

 • Til upprifjunar

  Aðstoðarmaður Innanríkisráðherra fóðrar stæstu fjölmiðla landsins á trúnaðar-upplýsingum um hælisleitenda.  Aðstoðarmaðurinn bætir um betur og falsar þessar trúanaðarupplýsingar til að gera ískyggilegri.   Tilgangur þessa fjölmiðla-fóðrunar var að réttlæta umdeildan úrskurð sem hafði fallið deginum áður.  

  Skrifa athugasemd

 • Skítabomba Framsóknarflokksins

  Enginn flýr sporin sín segir einhvers staðar.  Forsætisráherra gerir  samt tilraun til þess í ofsafenginni vörn vegna vafasamrar kosningabaráttu Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segir að andstæðingar Framsóknarflokksins hafi beitt frambjóðendur flokksins "hreinu ofbeldi".  Þetta er bull og vitleysa eins og margt sem kemur frá forsætisráðherra þessa daganna.   Meintar árásir meintra andstæðinga Framsóknarflokksins snéru  að furðulegum ummælum sem oddviti flokksins lét út úr śer í kosningabáráttunni ...

  Skrifa athugasemd

 • Lekamálið er prófsteinn

  Lekamálið er alvarlegasta mál sem snýr að stjórnsýslunni svo lengi sem ég man eftir.  Trúnaður hins opinbera er í húfi og ef lekamál af þessari sort verða að reglu, hrynur allt kerfið okkar. Við sitjum þá uppi með eitthvert stjórnsýslu-klastur sem enginn tekur mark á.  Skoðum aðeins málið ofan frá.  Upplýsingar sem aflað er hjá lögreglu og við skýrslutöku hjá hinu opinbera, eru teknar saman.  Þeim breytt (til a ...

  Skrifa athugasemd

 • Skúmaskot á Laugaveginum

  Ég þreytist ekki á því að mæra Reykjavík. Enginn staður í heimi er eins skemmtilegur og Reykjavík á fallegum degi.  Ég rakst inn í búðina Skúmaskot á dögunum og féll í stafi fyrir öllu þarna inni.  Súmaskot er handverks - tísku og listmunaverslun með ótrúlega flottum munum hér og þar upp um allar trissur í þessu litla flotta skúmaskoti. Þær sem eru ábyrgar fyrir mununum sem eru á boðstólnum eru hópur kvenna sem koma úr hinni og þessari ...

  Skrifa athugasemd

 • Lekamálið = Watergate

  Núna hyllir loksins undir niðurstöðu í lekamálinu. Upplýsingar í kringum atburða-rásina þegar einhver starfsmaður Innanríkisráðuneytisins lak trúnaðargögnum um borgarana, komu í ljós með óvæntum hætti á dögunum. Það gerist vegna annars máls, þegar fréttastjóri mbl.is neitaði að gefa lögreglunni upplýsingar, fór fyrir dóm. Upplýsingarnar sem koma fram í þessum dómsskjölum eru afhjúpandi og vonandi hyllir undir lausn þessa skelfilega m ...

  Skrifa athugasemd

 • Sundlaug Kópavogs: Meira en bara stöðumælabrot

  Kópavogur er nafli Íslands. Þar er miðjan alger enda bærinn blanda af þorpi, bæ, borg og kauptúni. Í gegnum Kópavog rennur svo Nýbýlavegurinn sem er orðinn að hugtaki í íslenskri tungu sem allri skilja. Allir staðir í veröldinni eiga sinn Nýbýlaveg. Nýbýlavegurinn er meir að segja sálfræðilegt ástand.  En það er ekki bara Nýbýlavegurinn sem gerir Kópavog svona merkilegan. Bílastæðið við Sundlaug Kópavogs er ekki s ...

  Skrifa athugasemd

 • Sloppið með skrekkinn

  Um mánaðamótin flutti fjölskyldan í annað húsnæði.   Það var svo sem ekkert merkilegt í sjálfu sér nema að við fluttum yfir götuna.  Ég tæmdi sem sagt alla búslóðina og færði yfir í húsið á móti.  Á meðan ég tæmdi geymsluna mína (sem er í kjallara) hafði ég í gangi gamalt lampa-útvarp sem færði mér fagra tóna meðan ég pakkaði ofan í kassa.   Um hádegið stekk ...

  Skrifa athugasemd

 • Ómerkilegar tilraunir

  Það var gaman að taka þátt í kosningabaráttu Samfylkingarinnar.  Það var rífandi stemning allan tímann og mikið um að vera.  Kosningastjórarnir okkar unnu ótrúlegt starf og svo ekki sé talað um formann Reykjavíkurfélagsins  Það var einstakt að fylgjast með þessu.   Þegar leið á kosningabaráttuna harðnaði umræðan svolítið ég skynjaði mjög sterkt minnstu „núansa" í stemningunni.  Það var áhugavert að upplifa þetta en ég get nú ekki sagt að innihaldið hafi verið ánægjulegt ...

  Skrifa athugasemd

 • Skynsemi á undanhaldi - Lagaþvæla teknin við

  Kosningum í Reykjavík er lokið.  Sigurvegararnir voru tveir.  Framsóknarflokkur og Samfylkingin.  Framsókn fær 2 menn en voru með engan.  Samfylking fær 5 en voru með 3.  Það munaði mjóu á sjötta manni inn enda fékk Samfylkingin stuðning þriðja hvers borgarbúa. Sem er auðvitað frábær árangur. Ég var í 22. sæti fyrir Samfylkinguna og tók þátt í kosningabaráttunni þótt ég hafi ekki sést mikið á blogginu mínu.  Ég mat það þannig ...

  Skrifa athugasemd

 • Broadway með lager-hreinsun

  Nú er verið að breyta Broadway við Ármúla ansi hressilega. Þarna á að vera lækna og heilsumiðstöð.  Ekkert djamm lengur.  Iðnaðarmenn hafa unnið hörðum höndum að því að taka niður dansgólfið, teppi, dúka, innréttingar og ljós.  Um helgina var síðan bílskúrssala á leirtaui og allskonar munum sem voru hluti af Hótel Ísland.  Sem áhugamaður um bílskúrs-sölur hverskonar, varð ég auðvitað svekktur yfir því að missa ...

  Skrifa athugasemd

 • Rúðupiss í rigingu

  Árið 2010 keyptum við Ingunn okkur bíl.  Það var Opel Astra station frá árinu 2002.  Fínn bíll var bara keyrður 30.000 km þegar við keyptum hann.    Þegar við fluttum heim tókum við hann með okkur.  Hann hefur reynst vel og bara bilað einu sinni.  Þá fór einhver háspennuspóla í vélinni.  Ég hef hugsað vel um Opelinn og skipti um olíu og olíufilter á 6 mánaða fresti.  Bensínsíuna tek ég svo annað hvert ...

  Skrifa athugasemd

 • KISS í sjónvarpinu

  Í gær fór American Idol keppnin fram í Bandaríkjunum. Þar steig á stokk Caleb Johnson sem er hörku söngvari.  Caleb þessi fékk draum sinn uppfylltan í gær þegar hann fékk tækifæri á að taka lagið með KISS.  Hérna fyrir neðan má sjá frammistöðuna. KISS hafa reyndar áður komið fram  sem gesta-band í American Idol.  Adam Lambert söng Beth og Detroid Rock City og Rock and Roll all Night.  Eftir þessa frammistöðu Lamberts í Idolinu hef ég eiginlega ...

  Skrifa athugasemd

 • Kjötborg skiptir út auglýsingu

  Eins og allir vita, þá er Kjötborg besta búðin í Reykjavík.  Þessi goðsagnakennda búð sendur á horni Ásvallagötu og Blómvallagötu.  Ég er svo heppin að þetta er búin "mín" og ég á í töluverðum viðskiptum við hana.  Kjötborg er ekki bara búð, heldur smávegis félagsmiðstöð fyrir hverfið.  Þarna hittist hverfið og spjallar saman um hitt og þetta.  Þessu andrúmslofti var gerð góð skil í verðlauna heimildamynd sem heitir líka Kjörborg.  H ...

  Skrifa athugasemd

 • Sjáum hvað setur

  Í bakgarðinum þar sem ég bý, er gamall og sjarmerandi bak-garður.  Skáhalt á móti garðinu okkar, er bakhlið á bílskúr sem tilheyrir húsinu  á móti.   Þessi bakhlið hefur frá því ég man efitr mér verið útkrotuð og leiðinleg.  Eigendunum til ama og okkur hinum sem berjum gaflinn augum, sömuleiðis.   Þetta er samt mjög fínn veggur. Ég fékk leyfi til þess að gera tilraun með þennan vegg.  Ég bjó til stóran ramma (úr ...

  Skrifa athugasemd

 • Reykjavík er frábær: Gallerý Gallera

  Eins og allir vita er Reykjavík frábær.  Ég fór í göngutúr á dögunum í góða veðrinu og það var frábært.  Fullt af fólki, túristar af öllum stærðum og gerðum.  Ég var með Nexusinn og tók nokkrar myndir.  Þarna voru gaurar með banjó og mandólín.  -Frábærir. Ofar í götunni sá ég svo nokkuð dýra skó og þegar ég kom að horni Vatnsstígs og Laugavegs, sveif ég ...

  Skrifa athugasemd

 • Útlendingastofnun stíar hjónum í sundur

  Skelfilegt mál er komið upp.  Hjónunum Izekor Osazee og Gísla Jóhanni Grétarssyni hefur verið stíað í sundur af yfirvöldum á Íslandi.  Það er búið að handtaka Izekor og hún verður keyrð til Keflavíkur á morgun og send með flugvél til Finnlands seinnipartinn.   Ástæðan fyrir brottrekstri eiginkonu Gísla Jóhanns, er sú að hún er flóttamaður.   Fjöldi fólks mætti á lögreglustöðina í morgun til að sýna Gísla ...

  Skrifa athugasemd

 • Góð kerrukaup

  Það var gaman á 1. maí.  Fullt af fólki í kröfugöngu og veðrið með besta móti.  Ég tók þátt í göngunni frá Laugaveginum og hafí í nokkur horn að líta því ég var með 4 gaura á mínum snærum á aldrinum 5 til 8 ára.  þegar við vorum komnir niður á torg, vorum við allir komnir með fordóma-buff á hausinn og græna fána.   -Fjör. Svo var 1.maí kaffi hjá Samfylkingunni í Iðnó. Þar sá ég kunnuglega sj ...

  Skrifa athugasemd