Teitur

Teitur

Þetta blogg fjallar um eftirfarandi hluti og fyrirbæri: Samfélagsmál. Stjórnmál. Náttúruvernd. Bifreiðar. Málefni flóttafólks. Metaltónlist. KISS. Sósíalisma. Hægripólitík. Mötley Crue. Bílastæðamál. Punk. Myndlist. Hlýnun jarðar. Þjóðrembu. Skipulagsmál. Trúararbrögð. Umburðarlyndi. Islam. TIlvistarleysi ósýnilegra vera. Efahyggju. Efnishyggju. Kvikmyndir. Vísindi. Framsóknarflokkinn og Nikki Sixx.

 • Hálfsannleikur eða heilaglöp?

  Leiðari Morgunblaðsins þann 19. ágúst s.l var all-sérstakur.  Þar var stiklað á stóru og sú skoðun viðruð að helstu stofnanir ríkisins hefðu tekið sig saman til í samblásturs í þeim tilgangi að koma höggi á innanríkisráðherra.  Eftir það fjallaði leiðarinn um að upplýsingar á borð við þær sem lekið var til fjölmiðla, væru í rauninni mjög eðlilegar. Þetta var rökstutt  með eftirfarandi setningu:   „Í sumum nágrannalöndum okkar ...

  Skrifa athugasemd

 • Davíð Oddson = Fídas konungur

  Lekamálið er mesta hneykslismál íslenskrar stjórnmálasögu. Það skilur eftir stjórnkerfið allt í uppnámi og það setur fjölmiðla einnig í uppnám því í lekamálinu voru fattlausir fjölmiðlar notaðir til þess að koma af stað pólitískum spuna. Hvorki meira né minna. Þetta er erfitt mál fyrir þjóðina og ekki síður hlutaðeigandi. Þetta mál er svo alvarlegt að það verður að leiða til lykta með einum eða ...

  Skrifa athugasemd

 • Makalaust

    Þegar stjórnmálamenn lenda í vandræðum eru viðbrögðin alltaf þau sömu.  Stjórnmálamennirnir beina athyglinni að fjölskyldunni sinni í von um vorkunn.  Því næst er eru ummæli einhvers klikkhauss úr athugasemdakerfunum notuð sem dæmi um almennar "ofsóknir" gegn viðkomandi.   Aldrei er talað um vandræðin sem stjórnmálamaðurinn kom sjálfum sér í.    Og til þess að toppa þennan spuna með þeyttum rjóma erum við orðin svo vön þessu ...

  Skrifa athugasemd

 • Þöggunartilburðir tannhvítingja

    Það hefur verið vinsælt stef í umræðunni að skammast út í athugasemdarkerfin á vefmiðlunum.  Athugasemdakerfi DV hefur orðið að sérstöku hugtaki þar sem allur sori mannlegs breyskleika er saman komin.  Stjórnmálafólki sem "ofbýður" umræðan talar um athugasemdarkerfið á DV sem hinn mesta sora.    Bæjarstjórinn í Vestamannaeyjum sem mun vera karl í krapinu, skrifaði hjartaflöktandi grein í Moggann þar sem hann greindi frá ofsóknum sem fólkið í athugasemdakerfinu hóf á hendur honum.    Hvaða mannorðs-ætur ...

  Skrifa athugasemd

 • Hakk-efni og hegðunarbreytingar

  Ummæli forsætisráðherra um veiru sem á sér bústað í erlendu kjöti og breytir hegðun fólks, vakti að sönnu umtal.  Gunnar Karlsson skopteiknari Fréttablaðsins hitti naglann á höfuðið eins og oft áður.  Hann teiknaði Sigmund Davið Gunnlaugsson undir áhrifamætti framsóknarveirunnar sem stýrir honum til að neyta íslensk kets. Allt hluti af "stóra plottinu" sem á sér orsök í brain-eating-bugs... Annars voru varnaðarorð Sigmundar Davíðs um hegðunar-breytingar-veiruna í erlendu keti ...

  Skrifa athugasemd

 • Fleypur Jóhannesar

  Forsætisráðherra komst í fréttirnar um daginn eftir að hafa verið í útvarpinu.  Í téðu útvarpsviðtali mærði forsætisráðherra íslenskar landbúnaðarvörur en lét ekki staðar numið því hann varaði um leið við dularfullri veiru sem herjaði á landbúnaðarvörur frá öðrum löndum. Þessi veira væri þeirrar náttúru að hún gæti breytt hegðun fólks.  Jafnvel heilu þjóðanna. Varnaðarorð forsætisráðherra eru samt ekki ...

  Skrifa athugasemd

 • Of stórt fyrir Ísland

  Ég skrifaði grein í DV í gær sem birtist í blaðinu í dag.  Hún var nokkuð löng en ég lét vaða.  Svo var hringt í mig frá DV og möguleikar kannaðir á því hvort hægt væir að stytta greinina.  En þá var ég komin í annað og í engri stöðu til að stytta eitt eða neitt.  Það er svolítið snúið að stytta greinar án þess að kjarninn tapist en ég gaf Baldri Guðmundssyni blaðamanni leyfi til a ...

  Skrifa athugasemd

 • Ef Eiríkur væri DV...

  Lögfræðingurinn Eiríkur Elís Þorláksson skrifaði afar vonda grein í Morgunblaðið á dögunum. Hún er í rauninni svo kjánaleg að fari fólk að svara tuðinu, væri það einungis til þess fallið að vera fóður fyrir fávísa.  Ég ætla þessvegna ekki að gera það þótt það væri gaman að snúa upp á köpuryrði Eiríks um ef DV væri manneskja væri hún svona og svona....   .....Því ef Eir ...

  Skrifa athugasemd

 • Tetris í garðinum

  Um daginn átti ég leið í Góða hirðinn.  Ég er á höttunum eftir hillum og svo tékka ég alltaf á kellingamyndum.  Ég fékk engar hillur, en strákarnir fundu forláta hústjald sem þeir suðuðu í mér að kaupa.  Ég fékk tjaldið á 2000 kall með þeim skilyrðum að ef það vantaði eitthvað í það, gæti ég ekki skilað því.   Ágætis díll. Ég tjaldaði því í fyrradag en er búin að brjóta heilann í nokkra ...

  Skrifa athugasemd

 • - WHAAAAAAT !

  Stundum er sagt að lygarinn þurfi að hafa gott minni.  Það á sértaklega vel við í tilfelli Innanríkisráðherra.  Útvarpsviðtali um helgina komu fram rað-þversagnir og eftiráskýringar sem skarast rækilega á við veru og reynd.   Eitt lítið dæmi er hér að neðan:   Staðreyndin er að Innanríkisráðherra fékk minnisblaðið og er að skrökva þegar hún segir að það hafi "dúkkað upp" einhverju síðar.    

  Skrifa athugasemd

 • Þversagnir, moðreykur og skrök

  Samkvæmt útvarpsviðtali við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur Innanríkisráðherra munu engin gögn hafa fundist um téð minnisblað (þrátt fyrir ítarlega rannsókn rekstarfélags stjórnarráðsins) en það skyndilega "dúkkað" upp löngu síðar. Orðrétt segir Innanríkisráðherra:   "Í fjölmiðla rata einhverjar upplýsingar er tengjast þessari samantekt. Þá byrja menn að segja - hér hefur greinileg orðið einhver leki o.s.fr. Við reynum að skoða málið. Vi ...

  Skrifa athugasemd

 • Lék á fjölmiðla, drullaði yfir stjórnsýslureglur og braut lög

  Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra var í viðtali í útvarpsþættinum "Á Sprengisandi" þann 3. ágúst. Þessa viðtals var beðið með eftirvæntingu því Hanna Birna hafði svarað með þögninni öllum þeim spurningum sem fjölmiðlar vildu fá svar við í þessu alvarlega máli sem Lekamálið er. Svörin voru afar sérstæð svo ekki sé tekið sterkar til orða. Varðandi kæruna á hendur ráðuneytinu og aðstoðarmönnum hennar sagaði Hanna Birna ...

  Skrifa athugasemd

 • Lekamálið: Hvaðeina sem hendir einn, hefur áhrif á alla

  Hanna Birna Kristjánsdóttir Innanríkisráðherra var í viðtali í þættinum Sprengisandur á sunnudaginn. Ég lagði við hlustir eins og margir enda hef ég fylgst náið með Lekamálinu frá því það hófst. Ekki er ástæða til að rekja það mál í þessu bloggi, en eins allir vita sem fylgst hafa með fréttum þá átti sér stað atburðarás sem sem mörgum blöskrar. Þegar staðreyndir málsins eru settar í samhengi kemur í ljós sviðsmynd sem ...

  Skrifa athugasemd

 • Ofsækjendurnir í Lekamálinu

  Lekamálið hefur tekið á sér undarlegar myndir.  Það er dylgjað um að saksóknari eigi harma að hefna við einhvern sem tengdur er Innanríkisráðuneytinu. Sama gildir um umboðsmann Alþingis. Sá á víst að vera í einhverju samsæri með einhverjum til að koma höggi á Innanríkisráðherra.  Fjölmiðlar sem fjallað hafa um Lekamálið munu stjórnast af annarlegum hvötum.  DV er sagt vera í "rógsherferð".   Innanríkisráðherra fullyrti í viðtali í gær að hún ...

  Skrifa athugasemd

 • Hanna Birna er komin yfir mæri þess þolanlega

    Lekamálið hófst þann 19. nóvember 2013 þegar aðstoðarmaður Innanríkisráðherra tók trúnaðargögn úr ráðuneytinu, breytti þeim, og sendi til Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Tilgangur þessa leka var að sverta æru og málstað Tony Omos sem var með mál í gangi fyrir Innanríkisráðuneytinu.   Alveg síðan þá hefur þetta mál verið í deiglunni enda ekki á hverjum degi sem trúnaðargögnum Innanríkisráðuneytisins er lekið til fjölmi ...

  Skrifa athugasemd

 • Flóamarkaður dauðans - Allt verður að seljast

  Í dag heldur Félag áhugafólks um málefni flóttamanna markað.  Hann verður í bakhúsi við Laugaveg, í portinu bakvið hina frábæru búð Brynju og beint fyrir framan stúdíóið hans Nonna í Dead.. Það er orðið langt síðan síðasti markaður var haldinn og tilvalið að halda einn í dag  því spáin er góð.   Eins og venjulega er tilgangurinn tvíþættur.  Að skaffa félaginu smá pening og ræða við gesti og gangandi um stöðu fl ...

  Skrifa athugasemd

 • Miðpunkturinn Marta smarta

  Blaðamaður Morgunblaðsins sem gengur undir nafninu Marta smarta, hleypti öllu í bál og brand á dögunum þegar hún lét farða sig eins og „ógæfukonu" og fór niður í bæ til að falla inn í umhverfið meðal „ógæfufólks" sem heldur gjarnan til á Austuvelli og þar í kring.  Greinin hét "Svona er að vera ógæfukona" og er að finna á vef Smartlands Þetta er auðvitað alveg skelfilega smekklaust og bilað. Einn sem ég þekki velti upp ...

  Skrifa athugasemd

 • Nova á toppnum

  Í gær fór fjölskyldan upp á Esju. Við gerum þetta stundum enda frábær leið til að fá blóðið á hreyfingu. En í gær var alveg sértök ástæða því símafyrirtækið Nova hafði skipulagt tónleika með DJ Margeiri og söngkonunni Ásdísi Maríu. Þegar við komum var fullt af bílum í bílastæðinu og greinilegt að margir voru í sömu erindagjörðum og við. Strákarnir komust í feitt þegar þeir fengu gefins fernur ...

  Skrifa athugasemd

 • Hornið 35 ára

  Í dag eru svolítið merkileg tímamót i veitingasögu Reykjavíkur. Veitingahúsið hornið er 35 ára. Ég hef verið 10 ára þegar kveikt var í ofnunum á Horninu og man vel eftir heimsóknum á Hornið á fyrstu árum áttunda áratugarins. Faðir minn tók okkur bræðurnar oft á Hornið á pabbahelgunum og þarna áttum við feðgar góðar stundir. Þá pöntuðum við bræðurnir alltaf Calzone. Alveg furðulega góðar pizzur. Þegar teygðist fram undir aldamótin fórum við f ...

  Skrifa athugasemd

 • Til upprifjunar

  Aðstoðarmaður Innanríkisráðherra fóðrar stæstu fjölmiðla landsins á trúnaðar-upplýsingum um hælisleitenda.  Aðstoðarmaðurinn bætir um betur og falsar þessar trúanaðarupplýsingar til að gera ískyggilegri.   Tilgangur þessa fjölmiðla-fóðrunar var að réttlæta umdeildan úrskurð sem hafði fallið deginum áður.  

  Skrifa athugasemd