Teitur

Teitur

Þetta blogg fjallar um eftirfarandi hluti og fyrirbæri: Samfélagsmál. Stjórnmál. Náttúruvernd. Bifreiðar. Málefni flóttafólks. Metaltónlist. KISS. Sósíalisma. Hægripólitík. Mötley Crue. Bílastæðamál. Punk. Myndlist. Hlýnun jarðar. Þjóðrembu. Skipulagsmál. Trúararbrögð. Umburðarlyndi. Islam. TIlvistarleysi ósýnilegra vera. Efahyggju. Efnishyggju. Kvikmyndir. Vísindi. Framsóknarflokkinn og Nikki Sixx.

  • Caramba !!

         

    Skrifa athugasemd

  • Saga Jihan

    Eins og milljónir landa hennar var hin 34 ára Jihan tilbúin að fórna öllu til þess að komast frá stríðshrjáðu heimalandi sínu, Sýrlandi. Markmiðið hennar og allra landa hennar sem flúið hafa átökin var að finna stað sem var öruggur undan ógnum stríðsins.  Fyrir rúmu ári flúðu hún og maður hennar, Ashraf, 35, sem er einnig að missa sjón vegna sjúkdóms. Þau komust í bát ásamt 40 ...

    Skrifa athugasemd

  • Breiður stuðningur?

    Lekamálið er grafalvarlegt mál sem snertir á heilögustu véum samfélagsins okkar.  Það snýr að trúnaðarskyldu hins opinbera og afhjúpar þá ótrúlegu staðreynd að innan úr Innanríkisráðuneytinu var gerð árás og aðför (eða hvað á að kalla það) á manneskju sem var með mál fyrir í gangi og til úrlausnar fyrir ráðuneytinu.  Sá grunaði hefur játað en böndin berast að ráðherra sjálfum enda hefur hún barist ...

    Skrifa athugasemd

  • Gyðjurnar

    Snorri Ásmunds rauk til L.A um daginn.  Áður en hann rauk, málaði hann drullufína seríu af konum sem honum finnst sætar.  Ég er hrifin af þessum stíl Snorra og er alveg viss um að hann hafi fundið fjölina sína hvað varðar hugmyndina sem stundum felur sig bakvið hin útjöskuðu orð, "persónulegur stíll".   Ég sá hann mála nokkrar gyðjur og þykist vita sitthvað um hvers vegna hann valdi þessar en ...

    Skrifa athugasemd

  • Dekkjaskipti

    Ég ætlaði að blogga um eitthvað annað en dekkjaskipti.  Af nógu er að taka í alvarlegri málum.  Svo ég nefni nokkur dæmi sem valin eru af handahófi má t.d blogga um eftirfarandi málefni - Ósannindi forsætisraðherra um að einhver hafi fengið 100 miljónir afskrifaðar í 110% leiðinni - - Augljósar þversagnir í játningu aðstoðarmanns Innanríkisráðherra (þekkti ekkert til Tony Omos, en sendi samt gögn í málin hans (eftir að hafa gert ískyggilegri ...

    Skrifa athugasemd

  • Hanna Birna stikkfrí ?

     Í Lekamálinu hafa viðbrögð innanríkisráðherra einkennst af síendurteknum vífilengjum, dylgjum og orðaskaki.  Eðlilegum spurningum hefur einatt verið svarað með óskhyggju að leiðarljósi eða jafnvel hreinum ósannindum.  Stundum er víglínan færð til og það sem áður var fordæmanlegt, og reynist síðan sannað upp á ráðherrann verður um leið "ofureðlileg staða" og "alvanalegt í málum sem þessum".  Þetta sást mjög vel í gær því "vígl ...

    Skrifa athugasemd

  • Síðasta púsluspilið í Lekamálinu

    Í gær urðu vatnaskil í Lekamálinu.  Aðstoðarmaður Innanríkisráðherra viðurkenndi að hafa lekið minnisblaði til fjölmiðla og breytt því til að gera það ískyggilegra.  Dómur er fallinn og aðstoðarmaðurinn var dæmdur í 8 mánaða skilorðsbundið fangelsi.  Mörgum gæti þótt þetta vera málalok á lekamálinu en ég er ekkert viss um að svo sé.  Það eru of margir lausir endar í þessu máli og erfiðustu spurningunni ...

    Skrifa athugasemd

  • Jafnaðarmaðurinn - Nóvember

    Í dag kom Jafnaðarmaðurinn út.  Þessi er búin að vera bísna lengi í bígerð, en vegna ástæðana sem ég man hreinlega ekki eftir, var honum slegið á frest í tví eða þrígang.  Ég fór í millitíðinni á námskeið í Indesign og þarf því ekki að senda frá mér efni til þess að einhver annar setji það upp.  Ég geri þetta bara sjálfur.  Það er lang best.   Fyrir þá sem ekki vita þá er Jafnaðarmaðurinn mánaðarlegt tímarit ...

    Skrifa athugasemd

  • The progressive Party Man

    Snorri Ásmundsson er merkilegur listamaður sem er alltaf að stuða umhverfið sitt og þrýsta á gildin sem við notum til þess að láta allt virka.  Sveigja þau og koma í annað samhengi.   Hann hefur boðið sig fram sem forseta, borgarstjóra og formann Sjálfstæðisflokksins. Því miður náði hann ekki kjöri en ég held að Snorri hafi þröngvað okkur til að íhuga eðli og tilgang lýðræðisins með þessum uppákomum.  Stjórnmálakerfið er ...

    Skrifa athugasemd

  • Stundum Höskuldur- Stundum þröskuldur

    Höskuldur Þórhallson fer fyrir hópi Framsóknarmanna og krefst þess að hætt verði við aflagningu aukabrautarinnar (sem kölluð er á skrumlensku "neyðarbrautin") Vísar hann í þessu samhengi í skoðanakönnum sem gerð var eftir tilfinningaheitan undirbúning einhverntíman í sumar.      En hvernig virkar þetta með skoðanakannanir og notkun þeirra sem rökstuðning í óíkum málum?  Af orðum Höskuldar er greinilegt að flugvallarmálið má alveg tengja við og nota sem "rök" því tengdu.  En hva ...

    Skrifa athugasemd

  • Má bjóða yður frómas?

      Ég fór á mótmælin á mánudaginn.  Það var svolítið sérstakt.  En hefur sjálfsagt verið sérstakara fyrir ríkisstjórnarfólkið því borðið hefur að sönnu snúist við.  Viðbrögð ráðherrana hafa líka snúist við.   Það er bara búið að skipta um talandi hausa.  það er útskýrt og afsakað og "við höldum ótröð áfram veginn enda ótrúlegur árangur að baki og þótt að sjórinn sé úfinn stendur".. og ...

    Skrifa athugasemd

  • Blekkingar Mjólkursamsölunnar

    Stundum kemur það fyrir að maður tekur sér í munn stórar yfirlýsingar.  Þegar það gerist  er langoftast um að ræða bræðing af sannleika, óskhyggju og skrumi. Jafnvel einhverju bulli sem hljómar bara vel.  Það kemur samt fyrir að stórar fullyrðingar standast allar "árásir" hvaðan sem þær koma og standa óhaggaðar hvað sem á þær sé fleygt.  Ein af þessum óhagganlegu fullyrðingum er þessi hérna.   Grundvöllur heilbrigðs markaðar er upplýstur ...

    Skrifa athugasemd

  • Hrekkjavaka

      Í dag verður heljarinnar Hrekkjavökupartí í ranni fjölskyldunnar.  Strákarnir hafa verið við-þols-lausir af spenningi í undirbúningnum og vonandi brotnar spennan á réttum stað og á réttan hátt þegar ballið byrjar. Við höfðum alltaf Hrekkjavöku-partí þegar við bjuggum í Svíþjóð enda hefur siðurinn skotið rótum í menningunni við allt það því almenna ánægju íbúanna.  Auðvitað var rætt um "amerísk áhrif" og þessháttar en enginn -eftir því sem ég man- mótmælti ...

    Skrifa athugasemd

  • Núna!

    "Við horfðum upp á þetta og gerðum ekki neitt" sagði einn viðmælandi í heimildamynd sem ég sá um daginn.  Myndin fjallaði um uppgang þjóðernisrembu í Serbíu og greinir frá því hvernig tækifærissinnaður þjóðrembuflokkur náði stjórn á öllum helstu póstum og æsti þjóðina upp í skelfileg átök við nágranna sína allt í kring. Uppskera þessara hörmungaratburða er slík að fæstir Serbar myndu óska sér þeirra örlaga og hef ...

    Skrifa athugasemd

  • Staðreyndum málsins mótmælt

    Upplýsingafulltrúi hersins í Noregi upplýsir um allar staðreyndir byssumálsins á innan við hálfri mínútu. -Staðfestir sölu á vopnum -Upplýsir um fjölda þeirra vopna sem um ræðir -Upplýsir um kostnað vegna vopnakaupanna -Upplýsir um hver keypti og hver seldi -Upplýsir um það  hvenær skrifað var undir kaupin - - - -  Íslenskri embættismenn þræta fyrir allt og nota gömlu trixin.  (ekki kaup heldur hluti af stærra samstarfi / ekki hríðskotabyssur heldur byssur ...

    Skrifa athugasemd

  • KISS meets the phantom - Ekki fyrir aumingja

    Fyrir rúmum mánuði efndi KISS Army-Iceland til bíósýningar í Bío Paradís. Myndin sem var sýnd var hin alræmda "Kiss meets the phantom of the park".  Tilefnið var að 35 ár voru liðin frá frumsýningu hennar.  Þessi mynd var sýnd á Íslandi í stuttan tíma árið 1981 og svo nokkrum sinnum árið 1983.  Mig rámar að sýningarnar hafi verið í Austurbæjarbíói.  Ég sá ekki þessa mynd þá og sá alltaf eftir að hafa misst ...

    Skrifa athugasemd

  • Hótfyndni í alvarlegri stöðu

    Byssumálið hefur tekið ótrúlegan snúning.  Það snýst núna um að Íslendingar fengu téðar vélbyssur gefins og þurfti þar af leiðandi ekki að borga neitt nema sendingarkostnað.  Kynnt er undir þeim framsóknar-gamla kotungshætti sem einkennist af því að það sem er ókeypis sé frábært.  Höfum í huga söguhetjurnar Fíu og Tóta í Djöflaeyjunni sem fundu nokkra kassa af hálfbráðnuðum og útrunnum rjómaís (með jarðaberjabragði ...

    Skrifa athugasemd

  • Úr smiðju fasismans

    Bryndís Loftsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins vakti athygli á dögunum þegar hún gagnrýndi fyrirhugaða hækkun á virðisaukaskatt á matvælum. Í því samhengi sagðist hún ekkert vera minni Sjálfstæðismaður en hver annar og trúi á stefnu   flokksins, stétt með stétt" Stétt með stétt ágætu lesendur.  Þetta mun vera stefna eða grunngildi Sjálfstæðisflokksins.  Bryndís er ekki sú eina sem heldur því fram að grunngildi Sjálfstæðistefnunnar ...

    Skrifa athugasemd

  • Sorglegur Sigmundur

     Í bókinni „í hlutverki leiðtogans" eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur var hluti bókarinnar tileinkaður Davið Oddsyni.  Sá fór vítt og breitt um stjórnmálaferillinn sinn og sagði m.a frá því að hann hefði þann háttinn á að mótmæla öllu því sem pólitískir andstæðingar hans héldu á lofti, jafnvel þótt hann væri í hjarta sínu sammála því sem um var rætt.      Eins og gefur að skilja á svona h ...

    Skrifa athugasemd

  • Rétt ákvörðun Geirs Haarde

    Í síðustu viku varð ljóst að tap Seðlabankans vegna veðsins á IHF bankanum var um 35.000 miljónir. (þrjátíu og fimmþúsund miljónir - prufið að segja þetta) Tjónið sem þessi ráðstöfun samsvarar því að hver einasti  Íslendingur taki hundraðþúsundkall og sturti honum niður  klósettið.  Þetta samsvarar um það bil hálfri miljón á hvert heimili í landinu.  Af þessu tilefni var rætt við Geir Haarde sem var forsætisráðherra á þeim tíma ...

    Skrifa athugasemd