Teitur

Teitur

Þetta blogg fjallar um eftirfarandi hluti og fyrirbæri: Samfélagsmál. Stjórnmál. Náttúruvernd. Bifreiðar. Málefni flóttafólks. Metaltónlist. KISS. Sósíalisma. Hægripólitík. Mötley Crue. Bílastæðamál. Punk. Myndlist. Hlýnun jarðar. Þjóðrembu. Skipulagsmál. Trúararbrögð. Umburðarlyndi. Islam. TIlvistarleysi ósýnilegra vera. Efahyggju. Efnishyggju. Kvikmyndir. Vísindi. Framsóknarflokkinn og Nikki Sixx.

 • Hrekkjavaka

    Í dag verður heljarinnar Hrekkjavökupartí í ranni fjölskyldunnar.  Strákarnir hafa verið við-þols-lausir af spenningi í undirbúningnum og vonandi brotnar spennan á réttum stað og á réttan hátt þegar ballið byrjar. Við höfðum alltaf Hrekkjavöku-partí þegar við bjuggum í Svíþjóð enda hefur siðurinn skotið rótum í menningunni við allt það því almenna ánægju íbúanna.  Auðvitað var rætt um "amerísk áhrif" og þessháttar en enginn -eftir því sem ég man- mótmælti ...

  Skrifa athugasemd

 • Núna!

  "Við horfðum upp á þetta og gerðum ekki neitt" sagði einn viðmælandi í heimildamynd sem ég sá um daginn.  Myndin fjallaði um uppgang þjóðernisrembu í Serbíu og greinir frá því hvernig tækifærissinnaður þjóðrembuflokkur náði stjórn á öllum helstu póstum og æsti þjóðina upp í skelfileg átök við nágranna sína allt í kring. Uppskera þessara hörmungaratburða er slík að fæstir Serbar myndu óska sér þeirra örlaga og hef ...

  Skrifa athugasemd

 • Staðreyndum málsins mótmælt

  Upplýsingafulltrúi hersins í Noregi upplýsir um allar staðreyndir byssumálsins á innan við hálfri mínútu. -Staðfestir sölu á vopnum -Upplýsir um fjölda þeirra vopna sem um ræðir -Upplýsir um kostnað vegna vopnakaupanna -Upplýsir um hver keypti og hver seldi -Upplýsir um það  hvenær skrifað var undir kaupin - - - -  Íslenskri embættismenn þræta fyrir allt og nota gömlu trixin.  (ekki kaup heldur hluti af stærra samstarfi / ekki hríðskotabyssur heldur byssur ...

  Skrifa athugasemd

 • KISS meets the phantom - Ekki fyrir aumingja

  Fyrir rúmum mánuði efndi KISS Army-Iceland til bíósýningar í Bío Paradís. Myndin sem var sýnd var hin alræmda "Kiss meets the phantom of the park".  Tilefnið var að 35 ár voru liðin frá frumsýningu hennar.  Þessi mynd var sýnd á Íslandi í stuttan tíma árið 1981 og svo nokkrum sinnum árið 1983.  Mig rámar að sýningarnar hafi verið í Austurbæjarbíói.  Ég sá ekki þessa mynd þá og sá alltaf eftir að hafa misst ...

  Skrifa athugasemd

 • Hótfyndni í alvarlegri stöðu

  Byssumálið hefur tekið ótrúlegan snúning.  Það snýst núna um að Íslendingar fengu téðar vélbyssur gefins og þurfti þar af leiðandi ekki að borga neitt nema sendingarkostnað.  Kynnt er undir þeim framsóknar-gamla kotungshætti sem einkennist af því að það sem er ókeypis sé frábært.  Höfum í huga söguhetjurnar Fíu og Tóta í Djöflaeyjunni sem fundu nokkra kassa af hálfbráðnuðum og útrunnum rjómaís (með jarðaberjabragði ...

  Skrifa athugasemd

 • Úr smiðju fasismans

  Bryndís Loftsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins vakti athygli á dögunum þegar hún gagnrýndi fyrirhugaða hækkun á virðisaukaskatt á matvælum. Í því samhengi sagðist hún ekkert vera minni Sjálfstæðismaður en hver annar og trúi á stefnu   flokksins, stétt með stétt" Stétt með stétt ágætu lesendur.  Þetta mun vera stefna eða grunngildi Sjálfstæðisflokksins.  Bryndís er ekki sú eina sem heldur því fram að grunngildi Sjálfstæðistefnunnar ...

  Skrifa athugasemd

 • Sorglegur Sigmundur

   Í bókinni „í hlutverki leiðtogans" eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur var hluti bókarinnar tileinkaður Davið Oddsyni.  Sá fór vítt og breitt um stjórnmálaferillinn sinn og sagði m.a frá því að hann hefði þann háttinn á að mótmæla öllu því sem pólitískir andstæðingar hans héldu á lofti, jafnvel þótt hann væri í hjarta sínu sammála því sem um var rætt.      Eins og gefur að skilja á svona h ...

  Skrifa athugasemd

 • Rétt ákvörðun Geirs Haarde

  Í síðustu viku varð ljóst að tap Seðlabankans vegna veðsins á IHF bankanum var um 35.000 miljónir. (þrjátíu og fimmþúsund miljónir - prufið að segja þetta) Tjónið sem þessi ráðstöfun samsvarar því að hver einasti  Íslendingur taki hundraðþúsundkall og sturti honum niður  klósettið.  Þetta samsvarar um það bil hálfri miljón á hvert heimili í landinu.  Af þessu tilefni var rætt við Geir Haarde sem var forsætisráðherra á þeim tíma ...

  Skrifa athugasemd

 • Bolabrögð MS

  Umræðan í kringum sektarboð Mjólkursamsölunnar fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, hefur farið út um víðan völl eins og við mátti búast.  Þetta er stórt mál og stór sekt og mikill pirringur í Íslendingum fyrir að þurfa að eiga viðskipti við eitt ráðandi fyrirtæki í mjókurbransanum. Á blogginu hans Egils Helgasonar bendir hann á glósu sem Snorri Sigurðsson skrifaði á vegginn sinn.   Þessi lestur er áhugaverður og ýtarlegur.  Í greininni ...

  Skrifa athugasemd

 • Gulur stóll

  það var einhvern tímann í sumar að ég keypti mér gamaldags eldhússtól í Góða hirðinum.  Mig minnti að ég hafi setið á svona stól meira og minna alla mína barnæsku.  Nostalgían bar mig ofurliði og ég keypti hann á 1500 kall.  Mig langaði að gera eitthvað við hann og kannaði málið með aðstoð lýðnetsins.  Eftir nokkurra tíma grúsk, taldi ég best að láta pólíhúða grindina og velja ...

  Skrifa athugasemd

 • 6oda 6tream ruglar rýmið

   Í gær bloggaði ég um Soda Stream og verð á kolsýru. Eftir að hafa keypt tvennskonar hylki sá ég mér til undrunar að kolsýra á lítið hylki var tölvert ódýrara en kolsýra á stórt hylki. Ég setti upplýsingarnar upp í töflu en því miður voru niðurstöðurnar rangar því fyrir mistök þá tiltók ég verð Vífilfells án vsk en vöru Byko með vsk. Hérna er rétt tafla og ég vona a ...

  Skrifa athugasemd

 • 100% verðmunur!

   Þegar ég varð fertugur gaf Ingunn mér sóda-strím tæki í afmælisgjöf.  Mjög frábært.  Ég hef notað þessa græju töluvert mikið en í skorpum.  Ég er löngu hættur að kaupa bragðefni út þetta og blanda við hinn fissandi vökva, sítrónu eða læm.  Nema hvortveggja sé.  Þetta virkar mjög fágað og "posh" en  þetta er líka mjög gott.  Svo ekki sé talað um að maður ...

  Skrifa athugasemd

 • Icelandic Psycho

    Á þessu bloggi hef ég fjallað um allt milli himins og jarðar þótt mest púður hafi farið í einhverskonar samfélagsrýni.  Ég hef fjallað um bifreiðar, kvikmyndir, íþróttir, eurovision,  KISS, áhugaverður ljósmyndir og ég hef gagnrýnt eitt leikrit og tvær bækur.  Ég gagnrýndi bókina "Ævintýraeyjan" eftir Ármann Þorvaldsson og svo gagnrýndi ég bókina "Hollráð Þórs" eftir Þór Sigfússon þáverandi forstjóra Sjóvá en bókin kom út nokkrum vikum áður ...

  Skrifa athugasemd

 • Hálfsannleikur eða heilaglöp?

  Leiðari Morgunblaðsins þann 19. ágúst s.l var all-sérstakur.  Þar var stiklað á stóru og sú skoðun viðruð að helstu stofnanir ríkisins hefðu tekið sig saman til í samblásturs í þeim tilgangi að koma höggi á innanríkisráðherra.  Eftir það fjallaði leiðarinn um að upplýsingar á borð við þær sem lekið var til fjölmiðla, væru í rauninni mjög eðlilegar. Þetta var rökstutt  með eftirfarandi setningu:   „Í sumum nágrannalöndum okkar ...

  Skrifa athugasemd

 • Davíð Oddson = Fídas konungur

  Lekamálið er mesta hneykslismál íslenskrar stjórnmálasögu. Það skilur eftir stjórnkerfið allt í uppnámi og það setur fjölmiðla einnig í uppnám því í lekamálinu voru fattlausir fjölmiðlar notaðir til þess að koma af stað pólitískum spuna. Hvorki meira né minna. Þetta er erfitt mál fyrir þjóðina og ekki síður hlutaðeigandi. Þetta mál er svo alvarlegt að það verður að leiða til lykta með einum eða ...

  Skrifa athugasemd

 • Makalaust

    Þegar stjórnmálamenn lenda í vandræðum eru viðbrögðin alltaf þau sömu.  Stjórnmálamennirnir beina athyglinni að fjölskyldunni sinni í von um vorkunn.  Því næst er eru ummæli einhvers klikkhauss úr athugasemdakerfunum notuð sem dæmi um almennar "ofsóknir" gegn viðkomandi.   Aldrei er talað um vandræðin sem stjórnmálamaðurinn kom sjálfum sér í.    Og til þess að toppa þennan spuna með þeyttum rjóma erum við orðin svo vön þessu ...

  Skrifa athugasemd

 • Þöggunartilburðir tannhvítingja

    Það hefur verið vinsælt stef í umræðunni að skammast út í athugasemdarkerfin á vefmiðlunum.  Athugasemdakerfi DV hefur orðið að sérstöku hugtaki þar sem allur sori mannlegs breyskleika er saman komin.  Stjórnmálafólki sem "ofbýður" umræðan talar um athugasemdarkerfið á DV sem hinn mesta sora.    Bæjarstjórinn í Vestamannaeyjum sem mun vera karl í krapinu, skrifaði hjartaflöktandi grein í Moggann þar sem hann greindi frá ofsóknum sem fólkið í athugasemdakerfinu hóf á hendur honum.    Hvaða mannorðs-ætur ...

  Skrifa athugasemd

 • Hakk-efni og hegðunarbreytingar

  Ummæli forsætisráðherra um veiru sem á sér bústað í erlendu kjöti og breytir hegðun fólks, vakti að sönnu umtal.  Gunnar Karlsson skopteiknari Fréttablaðsins hitti naglann á höfuðið eins og oft áður.  Hann teiknaði Sigmund Davið Gunnlaugsson undir áhrifamætti framsóknarveirunnar sem stýrir honum til að neyta íslensk kets. Allt hluti af "stóra plottinu" sem á sér orsök í brain-eating-bugs... Annars voru varnaðarorð Sigmundar Davíðs um hegðunar-breytingar-veiruna í erlendu keti ...

  Skrifa athugasemd

 • Fleypur Jóhannesar

  Forsætisráðherra komst í fréttirnar um daginn eftir að hafa verið í útvarpinu.  Í téðu útvarpsviðtali mærði forsætisráðherra íslenskar landbúnaðarvörur en lét ekki staðar numið því hann varaði um leið við dularfullri veiru sem herjaði á landbúnaðarvörur frá öðrum löndum. Þessi veira væri þeirrar náttúru að hún gæti breytt hegðun fólks.  Jafnvel heilu þjóðanna. Varnaðarorð forsætisráðherra eru samt ekki ...

  Skrifa athugasemd

 • Of stórt fyrir Ísland

  Ég skrifaði grein í DV í gær sem birtist í blaðinu í dag.  Hún var nokkuð löng en ég lét vaða.  Svo var hringt í mig frá DV og möguleikar kannaðir á því hvort hægt væir að stytta greinina.  En þá var ég komin í annað og í engri stöðu til að stytta eitt eða neitt.  Það er svolítið snúið að stytta greinar án þess að kjarninn tapist en ég gaf Baldri Guðmundssyni blaðamanni leyfi til a ...

  Skrifa athugasemd