• Sorg Sjálfstæðisflokksins

  Elliði Vignisson lýsir því í nýlegum pistli hvernig Sjálfstæðisflokkurinn eigi að rísa úr sorginni yfir að hafa verið valdur að hruninu og fara að leita sér að nýjum maka, því eitthvað er bersýnilega dáið í honum. Hann tiltekur þó ekki hvað nákvæmlega er látið, heldur vísar til yfirgengilegrar sorgar yfir einhverju sem gerðist í veröldinni, sem er engum að kenna - eða öllum, en alla vega ekki honum sjálfum. En eitt og ...

  Skrifa athugasemd

 • Verum örlát 1. maí

  Nú er svo komið að afkoma fyrirtækjana dugar ekki lengur til að borga laun. Sjávarútvegsfyrirtækin þjást undan ofurtollum sem gera það að verkum að hagnaðurinn dregst verulega saman, afskriftir fyrirtækjanna eftir hrun eru löngu hættar að telja og ekki létta gjaldeyrishöftin þeim lífið.  Nú er að bætast við óbilgjarnar kröfur launafólks út um allt. Kennarar eru komnir á ofurlaun og allir miða sig auðvitað út frá því, hásk ...

  Skrifa athugasemd

 • Staðreyndin er sú að hér þrífst frændhygli

  Jón Jónsson, þingmaður Rökhyggjuflokksins, ætlar á morgun að leggja fram frumvarp sem miðar að því að lögleiða frændhygli á Íslandi. Hann segir það geta styrkt réttarstöðu lögreglunnar í að takast á við ólöglega frændhygli og að frumvarpið skapi grundvöll til að ræða málið á skynsamlegum og vitrænum nótum. „Megin markmiðið með þessu frumvarpi er að heimila ráðningu skyldmenna í opinbera stöður á Íslandi á grundvelli leyfisveitingar ráðherra,“ segir Jón í fr ...

  Skrifa athugasemd

 • Bjarni Ben svaraði 4 af 19 spurningum

  Því hefur verið haldið fram að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra þjóðarinnar, hafi ekki svarað einni einustu spurningu Helga Seljan í Kastljósi í gærkvöldi. Þetta er alrangt. Hann svaraði fjórum spurningum. Reyndar af nítján. Það skal þó virða Bjarna það til vorkunnar að átta spurningar voru í rauninni sama spurningin: Af hverju gekkstu á bak orða þinna? En Helgi þráspurði hæstvirtan að þessu og uppskar vangaveltur um aðskiljanlegustu hluti - meðal annars um hjartnæma ...

  Skrifa athugasemd

 • Aumingja ASÍ

  Ef marka má heimasíðu ASÍ er tilgangur félagsins að berjast fyrir bættum kjörum félagsmanna sinna og standa vörð um réttindi þeirra. Niðurstaða ASÍ í kjarasamningum fyrir 100.000 félagsmenn sína, eða um tvo þriðju af fólki í launaðri vinnu á landinu liggur nú fyrir. Þeir eiga að uppistöðunni til að verða fyrir kjararýrnun um allt að 1,4%, haldist verðbólgan eins og hún er núna, en ...

  Skrifa athugasemd

 • ASÍ semur um 1,4% rýrnun

  Sennilega hefur formaður ASÍ fundið alveg nýja nálgun á kjarasamninga til allrar framtíðar. Formaður þeirra fellur í faðm Samtaka iðnaðarins við 2,8% hækkun launa í 4,2% verðbólguumhverfi. Hér hlýtur eitthvað stórkostlegt átt sér stað. 1,4% kjararýrnun á samningstímabilinu og umboðsmaður þeirra sem taka á sig rýrnunina fellur í faðm þeirra sem græða 1,4% af skjólstæðingunum. Hvað getur orsakað þetta? Jú, ASÍ hlýtur ...

  Skrifa athugasemd

 • Hroki Kögunarhólsins

  Þorsteinn Pálsson heldur með Sjálfstæðisflokknum eins og fótboltaliði. Hann sér bókstaflega stjórnmál sem deild í fótbolta með nokkrum liðum stjórnmálaflokkanna sem svo keppa í sölum Alþingis, en þar endar samanburðurinn. Munurinn á Þorsteini Pálssyni og aðdáendum fótboltaliða er að þeir síðarnefndu bera virðingu fyrir andstæðingum sínum. Í dag horfir hann af Kögunarhólnum yfir samstarf stjórnarflokkana. Útgangspunkturinn er hin óhemju ábyrga stj ...

  Skrifa athugasemd

 • Þegar Framsókn hitti USA

  Obama: Blessaður Sigmundur. Virkilega gaman að sitja við hliðina á þér. Hvernig er í nýja djobbinu? Sigmundur: Já sæll Obama minn. Jú, sæmilega þægilegt þakka þér fyrir. Nema loftárásirnar auðvitað. Obama: Ha? Loftárásir - á Íslandi? Sigmundur: Já. Það eru allskonar fjölmiðlafólk á Íslandi sem skilur ekki að við þurfum vinnufrið til að sinna störfum okkar og er alltaf að gagnrýna okkur. Ótrúlegt. Bara algerar loftárásir. Obama: Já. Við erum reyndar afar ...

  Skrifa athugasemd

 • Launahækkun = Launalækkun

  Kæra þjóð Nú eru víðsjálverðir tímar í þjóðfélaginu. Atvinnulífið þarf svigrúm til að vaxa og dafna svo það geti veitt okkur öllum betri laun í framtíðinni, fleiri störf og betri græjur. Sjávarútvegurinn þarf svigrúm til að útgerðarmenn nái að dekka allan lista efstu 30 hæstu skattgreiðenda landsins og stjórnvöld þurfa andrými til að átta sig á óhugnanlegri óstjórn svokallaðra vinstri afla síðast li ...

  Skrifa athugasemd

 • RÚV í Frost

  Það hringja alltaf hjá mér viðvörunarbjöllur þegar stjórnmálamenn, sérstaklega þeir sem fara með völd í krafti meirihluta, fara að tala um hvernig eigi að haga útvörpun skoðana fólks í miðlum landsins. Einkanlega þó þegar um er að ræða Ríkisútvarpið, sem er undir stjórn sama meirihluta.  Frosti Sigurjónsson útlistaði skoðanir sínuar um þessi mál í útvarpsþættinum Vikulokin, en þar auglýsti hann eftir meira jafnræði í umfjöllun ...

  Skrifa athugasemd

 • Þjóðarsátt þingmanna

  Bílabúðin var að fá eitt skip af jeppum sendan frá útlöndum. Mamma Jóns Ásgeirs er stór hluthafi í Auði kapítal. Konan hans á 365 miðla. Björgúlfur Thor var að hagnast um 7.000.000.000 kr. og útgerðin er að fá felld niður lög sem mundi að öðrum kosti þvinga hana til að greiða pínulítinn hlut af hagnaði sínum til eigenda auðlindarinnar. Sigmundur Davíð brýtur blað í s ...

  Skrifa athugasemd

 • Sögur af hagfræðisnilld

  Eftir um þrjár vikur velja landsmenn hverjir skulu taka ákvarðanir um ríkisfjármál næstu fjögur árin, hvernig hagkerfið skuli saman sett og hvaða opinberu framkvæmdir skuli fara fram. Gömlu flokkunum hafa lausnir á reiðum höndum og treysta engum betur en sjálfum sér til að leiða landið inn í hagfræðiparadís þar sem frumkvæði einstaklingsins blómstrar í skjóli traustra skjólgirðinga og eftirlits hins alsjáandi auga fjárbóndans ...

  Skrifa athugasemd

 • Þú varst rænd/ur í dag

  Þú varst áðan rænd/ur um nokkra tugi milljarða á ári (sem hefðu hugsanlega getað uppfyllt kosningaloforð meira að segja Framsóknarflokksins), sem hefði komið í auðlindagjald.  Þú varst áðan rænd/ur rétti þínum að sjá gögn sem voru greidd með þínum peningum um hvernig á að eyða restinni af peningunum þínum Þú varst áðan rænd/ur um að fá að kjósa persónur í stað flokka Þú varst áðan rænd/ur jöfnu vægi atkvæða Þú varst áðan r ...

  Skrifa athugasemd

 • Að drepa þjóðfélag

  Þeir sem segja að fólkið í landinu sé komið með ógeð á stjórnarskrármálinu hafa rétt fyrir sér. Alþingi er að takast að myrða áhuga þjóðarinnar á eigin þjóðfélagi með blaðri, klækjum og sjúklegri þörf til að tilheyra liði. Þegar maður minnist orðið á þetta mál, þar sem hópur venjulegs fólks kemur saman, er eins og skyndilega hafi safaríkri sítrónu verið troðið upp í andlit viðstaddra ...

  Skrifa athugasemd

 • Árni Páll í leiðtogaleik

  Samfylkingarfélagið í Reykjavík fékk í kvöld formann sinn, Árna Pál Árnason, á fund um þá ákvörðun hans að treysta næsta þingi betur en þessu þingi fyrir stjórnarskrárbreytingum. Hann hélt þrumuræðu um meirihlutaræði og hvernig alls ekki mætti takmarka rétt þingmanna til að tjá sig um "sjálfa stjórnarskrána" í pontu Alþingis. Svo fékk hann tuttugu og fjórar spurningar úr sal, ma. um - þjóðarvilja - meirihluta á þingi (en 32 þingmenn hafa ...

  Skrifa athugasemd

 • Samsæri á æðstu stöðum

  Árni Páll Árnason, nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar hefur hafið viðræður við aðra stjórnmálaflokka um hvernig eigi að sniðganga þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október. Þetta opinberaði hann í viðtali við RÚV fyrr í dag. Formenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins hafa talað ferlið og niðurstöðuna niður frá upphafi og staðfestu nú rétt í þessu að þeir taki þátt í plotti Árna Páls til að kveða vilja þjóðarinnar ...

  Skrifa athugasemd

 • XD - Í þágu vel stæðu heimilanna

  Sjálfstæðisflokkurinn er góður með sig þessa dagana. Skreytir sig með alls konar fjöðrum sem virðast vera vinsælar um þessar mundir - á heilsíðu á dýrasta stað í Fréttablaðinu að þessu sinni. Nú vilja þau allt gera fyrir kristin sem ókristin heimil þessa lands. Flokkurinn birti lista yfir undaðssemdirnar sem munu fylgja stjórn þeirra á næsta kjörtímabili, og ég verð að viðurkenna að mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds við þennan ...

  Skrifa athugasemd

 • Til þín - Elsku atkvæði

  Kæra atkvæði Þegar þú fórst í sparifötin þín til að sýna nýrri stjórnarskrá stuðning þinn 20. október á síðasta ári var því miður gat á kjörkassanum og atkvæðið þitt endaði á staðnum sem stakir sokkar og týndir pennar ráða ríkjum. Stöku sokkarnir eyða öllum dögum í að reyna að ganga í takt, með engum árangri, en týndu pennarnir eru uppteknir við að endurskrifa Sögu Íslands eftir minni. Því ver ...

  Skrifa athugasemd

 • Hetjur ársins?

  Hér er minn listi yfir hetjur ársins 2012. Listinn er ekki tæmandi og gæti lengst eftir því sem hugurinn fær að flæða: Lántakendur skynsamlegra lána - Enginn hópur hefur tekið óréttlátri meðferð og óréttlátum lögum með jafn miklu æðruleysi og þessi hópur. Eiginlega er það hópnum til trafala hversu kurteis hann er. Tugir þúsunda Íslendinga hafa tekið lán fyrir þaki yfir höfuðið eins og yndislegt banka- og ...

  Skrifa athugasemd

 • Þetta með Gillzenegger

  Það er vísast rétt að byrja að taka það fram að mér er svosem alveg sama um þennan Gilz sem ég heyri alltaf meira og meira um og finnst í raun allt of mikið talað um hann... því mér finnst hann hreinlega ekkert áhugaverður. Ég hef satt að segja aldrei lesið neitt um hann og mun sennilega aldrei gera, en maður kemst ekki hjá því að heyra ýmislegt um þessa persónu hvort sem maður hefur löngun til ...

  Skrifa athugasemd