Árni Stefán Árnason

Árni Stefán er lögfræðingur með dýrarétt sem sérsvið. Hann lætur sig dýra-, náttúru- og mannréttindi varða í leik og starfi. Hann er sendiherra á Íslandi fyrir alheimsdýraverndarsamtökin World Animal Day. Árni ritstýrir og rekur www.dyraverndarinn.is
Árni Stefán Árnason

Dýra og umhverfisverndargoðsögnin dr. Jane Goodall til Íslands

Maðurinn og simpansar deila yfir 98% af sama dna. Dna er erfðaefni sem mótar líkama dýra.

Umhverfis og dýraverndargoðsögnin dr. Jane Goodall er á leiðinni til Íslands. M.a. hafa rannsóknir hennar og uppgötvanir á hegðun simpansa vakið heimsathygli. Kvennablaðið skýrði  frá komu dr. Goodall í gær

Eitt leiðir af öðru
Undirritaður og Linda Pétursdóttir fyrrv. alheimsfegurðardrottning, lífsstílsfrömuður (linda.is) og dýraverndaraktivisti tóku nýlega höndum saman og settu online undirskriftarlistann: ákall til Alþingis um opnun dýraathvarfs.

Eftir að hafa lesið blogg mitt um efnið  hafði samband við mig Íslendingur á Spáni, Sigurður Baldvin Sigurðsson, sem hreyfst af þessu framtak og bauð fram aðstoð sína en Sigurður rekur dýraathvarf á Ibiza á Spáni ásamt konu sinni. Sigurður er persónulegur vinur Jane Goodall og ákváðum við að rétt væri að gera tilraun til að skipuleggja komu hennar til Íslands. Verkefnið fór á fullan skrið og í gær var það staðfest að Jane mun koma hingað í júní á næsta ári.

Það er óhætt að halda því fram, að þetta sé með merkilegustu atburðum í sögu íslenskrar dýraverndar. Íslenskt dýraverndarstarf hefur verið fremur lamað í nokkra áratugi. Nýjar fylkingar, öflugra einstaklinga, hafa því  myndast og láta verkin tala. Þær hafna núverandi fyrirkomulagi frjálsra félagasamtaka í dýrvernd á Íslandi en þar fer fremst í flokki Dýraverndarsamband Íslands, lítt áberandi, veik rödd, sem stendur ekki undir nafni virkar dýraverndar.

Hinar nýju fylkingar kenna sig við veganisma og dýrarétt. Markmið: dýravernd, virðing dýraréttar, höfnum notkunar dýra til manneldis, umhverfis- og lýðheilsuverndarsjónarmið.

Árni Stefán Árnason
dýraverndarlögfræðingur

Tenglar

Frétt Kvennablaðisins í gær

Hver er Jane Goodall

Vegan samtökin á Íslandi

Sigurður Baldvin Sigurðsson, dýraathvarf á Spáni

Opnun dýraathvarfs á Íslandi

Undirskriftarlisti: ákall til Alþingis um opnun dýraathvarfs á Íslandi

Linda Pétursdóttir dýraverndaraktivisti og heilsuræktarfrömuður, ný heimasíða um heilbrigði og lífsstíl, sem felst m.a. nýtingu á afurðum móður náttúru og að fjarlægjast kjötát.

60 minutes: Jane Goodall and Her Chimps
Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.