Árni Stefán Árnason

Árni Stefán er lögfræðingur með dýrarétt sem sérsvið. Hann lætur sig dýra-, náttúru- og mannréttindi varða í leik og starfi. Hann er sendiherra á Íslandi fyrir alheimsdýraverndarsamtökin World Animal Day. Árni ritstýrir og rekur www.dyraverndarinn.is
Árni Stefán Árnason

DÝRAATHVARF ÍSLENDINGS Á SPÁNI - Sjón er sögu ríkari

Það hafa verið magnaðar móttökurnar, sem undirskriftarlisti, ákall til Alþingis um opnun dýraathvarfs, hefur fengið á netinu.

Upphafsmaður átaksins má með sanni segja,  að hafi veriðMargrét Auður Jóhannsdóttir, sem kveikti í litlum neista með innleggi vegna fréttar á dv um tík, sem fannst bundin við staur í Reykjavík. Eitt leiddi af öðru og nú hafa vel yfir 1.500 manns ritað nafn sitt á undirskriftarlistann. Verkefnið hefur hlotið mikla fjölmiðaumfjöllun. Fylking dýraverndarsinna hefur orðið til, sem vill ganga lengra í dýravernd en hefur tíðkast á Íslandi til þessa.
Tengil á verkefnið má finna hér að neðan.


Og verkefnið hefur heldur betur smitað frá sér. Það vakti athygli Íslendings á Spáni, Sigurðar Baldvins Sigurðssonar, sem ásamt konu sinni Viky Figueras-Dotti Daurella hafa á sl. 6 árum varið tíma sínum í vernd dýra. Meðbyr í lífinu gerir þeim kleift að hugsa um hundruðir dýra, stór og smá. Í dag eru þau með 6 hunda, yfir 80 ketti, 7 geitur, 2 kindur, 4 asna, 6 svín, 1 kanínu, 15 hænur, 3 páfakauga og vel yfir 1000 hitabeltisfugla af ýmsum tegundum. Öll dýrin eiga eitt sameiginlegt, þeim hefur verið bjargað úr ýmsum aðstæðum. Rescue dýr. SIgurður og Viku starfa með ýmsum alþjóða dýraverndarsamtökum  og má þar nefna The Jane Goodhall Institute og The fundaction Mona.

Sigurður hefur boðist til að leggja hinni nýju dýraverndarfylkingu á Íslandi lið og verður það svo sannarlega þegið. Af því tilefni er í deiglunni að bjóða sjálfri Jane Goodhall til Íslands og verður það sannkallaður hvalreki fyrir íslenska dýravernd.

Hér að neðan er sýnishorn af fjölda mynda sem Sigurður hefur sent mér frá dýraverndarstarfi sínu ásamt konu sinni á Ibiza.

Takk fyrir að hafa samband kæri vinur!

Undirskriftalistinn


Sigurður með sjálfri  Jane Goodall dýraverndargoðsögn - The Jane Goodhall Institute


Sigurður ásamt konu sinni að sinna ösnum þeirra hjóna
Estrella  og Campana litla, sem komu til þeirra hjóna fyrir ári síðan. Mamman er búin að ná heilsu en Campana litla er ekki lengur lítil.Lóa litla, sem Sigurður ól nánast í höndunum á sér frá 2 vikna aldri. Hún fannst  í ruslapoka. Hamingjusamur meðlimur fjölskyldunnar í dag


Paddy átti að sæfa ..heldur betur ekki hún kom með okkur heim”Forvitin CampanaDuna og Arena nýkomin

Geiturnar þeirra sem í dag eru orðnar 7 stk.


Sigurður með sinni frú.


Kind sem var nær dauða komin úti á götu. Þau komu henni til heilsu og gjöfin hennar til þeirra var þetta lamb


Romeo og Jula

Páfagaukarnir Maya og Selba
 

 

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.