Árni Stefán Árnason

Árni Stefán er lögfræðingur með dýrarétt sem sérsvið. Hann lætur sig dýra-, náttúru- og mannréttindi varða í leik og starfi. Hann er sendiherra á Íslandi fyrir alheimsdýraverndarsamtökin World Animal Day. Árni ritstýrir og rekur www.dyraverndarinn.is
Árni Stefán Árnason

BROSHÝRI BLEKKJANDI BRÚNEGGJABÓNDINN

Kastljós tileinkar 5 mín. af þætti sínum Í fyrradag umfjöllun um Brúnegg. Ný útsetning á ,,brúneggjasinfóníunni" hefur orðið til. Vandræðalegt, að vandaður fréttaskýringarþáttur eins og Kastljós skuli láta gabbast. Sannleikurinn um brúnegg er þessi.

Sinfóníustjórinn Kristinn, er einkar laginn við, að markaðssetja sín brúnu egg skömmu fyrir jól. Birtist með einhverju móti fyrir hverja jólahátíð. Einkum eftir að gagnrýni á hann hófst.  Hvetur bakara til brúneggjabakstur með hástemmdum  dýrðarsöng um  framleiðslu sína. Höfðar,  að þessu sinni,  til hins mikla dýravelferðarmetnaðar síns. Kvartar sáran, að reglugerð um vistvæna framleiðslu verði sett í fyrirhugaða aftöku.

Framkoma eggjaprinsins er púkaleg. Hann stundar af ásetning villandi markaðsetningu. Með hvaða hætti?

Í lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu segir:

9. gr. Viðskiptahættir eru villandi ef þeir eru líklegir til að blekkja neytendur eða eru með þeim hætti að neytendum eru veittar rangar upplýsingar í þeim tilgangi að hafa áhrif á ákvörðun þeirra um viðskipti.

26. gr. Brot gegn lögum þessum, reglum og fyrirmælum settum samkvæmt þeim varða fésektum eða fangelsi allt að sex mánuðum ef sakir eru miklar. Dæma má sviptingu réttinda skv. 68. gr. almennra hegningarlaga og fésekt jafnframt fangelsi ef skilyrði 49. gr. almennra hegningarlaga eru fyrir hendi.

Hver er þá synd eggjabóndans?
Eggjabóndinn uppfyllir ekki og hefur aldrei gert,  öll skilyrði reglugerðar um framleiðslu vistvænna landbúnaðarafurða, hleypir hænum sínum ekki út.- Skerðir frelsi þeirra til útivistar.

Í reglugerðinni segir í IV viðauka:

,,Þess skal gætt að hænsnin njóti eðlislægs atferlis í hvívetna. Eftir komu þeirra á búið skulu þau vera í lausagöngu í húsi

og að þau njóti útvistar þegar aðstæður leyfa".

Ég skora á alla neytendur, að sneiða framhjá Brúneggjum þangað til Kristinn uppfyllir lagakröfur um vistvæna landbúnaðarframleiðslu. - Ég skora líka, eins og brúneggjabóndinn, á landbúnaðarráðherra að henda reglugerðinni ekki í ruslið heldur sína þann metnað láta hana halda gildi sínu og framkvæma hana.

Ég segi bara eins og þingmaður sagði í ræðustól á þingi vegna svínamálsins í vikunni þegar hann talaði um pyntuð dýr: ,,Hættum að borða afurðir pyntaðra dýra þangað til framleiðendur eru orðnir löghlýðnir". - Hættum því helst með öllu.

Heimildir:

Kvikmynd tekin um borð hjá Brúnegg fyrir nokkrum árum

Kastljós í vikunni um Brúnegg

Minn prívat áróður: Dýraréttur, hættum notkun dýraafurða. Sjá og Vegan samtökin

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.