Anna Ragna Magnúsardóttir

Anna Ragna Magnúsardóttir

Anna Ragna Magnúsardóttir er næringarfræðingur og doktor í heilbrigðisvísindum. Hún rekur heilsuráðgjöfina Heilræði og bloggar um heilsutengd málefni. Heilræði býður upp á fyrirlestra og einstaklingsráðgjöf um næringu, hreyfingu og geðrækt.

 • Ætti ég að taka D-vítamín í vetur?

    Ráðlagður dagsskammtur (RDS) er það magn næringarefnis sem uppfyllir þörf alls þorra heilbrigðra einstaklinga til að forðast skortseinkenni. Þörf fyrir hvert næringarefni er einstaklingsbundin, þe. mismikil eftir einstaklingum. Næringarefnaþörf einstaklinga má setja upp á graf, eins og sést á myndinni. Á lárétta ásnum er dagleg þörf fyrir næringarefnið X í einingum á dag. Á lóðrétta ásnum er fjöldi einstaklinga. Rauða lóðrétta línan í miðjunni táknar meðalþörf. Þörf flestra liggur ...

  Skrifa athugasemd

 • Hvað þarftu að hafa í huga ef þú ætlar að gerast grænmetisæta?

    Fæði úr jurtaríkinu er ofarlega á lista þess sem næringarfræðingar mæla með. Þeir sem borða mikið af grænmeti, ávöxtum, berjum og heilkorni, hnetum, fræjum og baunum eru ólíklegri til að þjást af ýmsum langvinnum sjúkdómum, svo sem sykursýki 2, hjartasjúkdómum, háþrýstingi og mörgum tegundum krabbameins. En það er líka góð næring í fiski, kjöti, mjólkurafurðum og eggjum. Úr sjávarafurðum fáum ...

  Skrifa athugasemd

 • Ofát - aftenging

    Á mínu æskuheimili var skylda að klára matinn sinn. Helst vildi móðir mín að við kláruðum úr pottunum líka því henni leiddust matarafgangar. Þetta varð til þess að ég aftengdi mig svengd og seddu og var alveg að springa í lok máltíðar. Samt fitnaði ég aldrei. Ástæðan er örugglega margþætt. Erfðafræðilega hef ég ekki tilhneigingu til að fitna. Seddutilfinning mín er mjög öflug. Og eftir stóra máltíð forða ...

  Skrifa athugasemd

 • Reynslusögur

    Fæðubótarefni, allt frá vítamín- og steinefnatöflum upp í drykki úr framandi kryddjurtum, eru auglýst grimmt í fjölmiðlum landsins. Oftar en ekki fylgir auglýsingunum reynslusaga þar sem ánægður viðskiptavinur segir frá. Stundum lítur auglýsingin út eins og frétt eða viðtal við einhvern sem þjáðist en hlaut bót meina sinna, og er frískur og brosandi á myndinni. Nafn vörunnar kemur skilmerkilega fram í slíku viðtali enda er h ...

  Skrifa athugasemd

 • Gerjanlegar sykrur (FODMAP) og meltingartruflanir

    Ég þjáðist eins og margar ungar konur af meltingartruflunum frá unglingsaldri. Um 1990 fór ég til meltingarsérfræðings og í ristilspeglun. Ekkert reyndist að ristli mínum. Þá fór ég til næringarráðgjafa. Hún sendi mig í mjólkursykursþolpróf sem var um leið almennt sykurþolspróf. Ég var látin drekka vökva sem innihélt mjólkursykur á fastandi maga og fór svo í nokkrar blóðprufur næstu klukkutímana á eftir. Í blóði mínu mældist e ...

  Skrifa athugasemd

 • Offita, er hún sjúkdómur eða ekki?

    Ég hef undanfarin ár haldið fyrirlestra um Heilsu óháð holdafari. Fyrirlesturinn hef ég að mestu unnið upp úr bók næringar- og sálfræðingsins Lindu Bacon Health at every size. Við Linda hvetjum lesendur / áheyrendur okkar til að hugsa um heilsu og líðan frekar en kaloríur og kíló. Fögnum fjölbreytni í líkamsvexti. Það eru mannréttindi að fá að vera í þeirri stærð sem maður er. Við þurfum ekki að skammast okkar fyrir líkama okkar. Nj ...

  Skrifa athugasemd

 • Rúgur

    Unnin eða verksmiðjuframleidd matvæli, og matvæli flutt langt að, hafa smám saman verið að ryðja hefðbundnum og svæðisbundnum matvælum úr vegi. Þessi þróun hefur átt sér stað víða um heim. Hér á landi hafa fiskur og lambakjöt vikið að hluta fyrir kjúklinga- og svínakjöti. Minna er drukkið af mjólk og meira af gosi. Skyr og súrmjólk (með sykri, vissulega) viku fyrir jógúrt með vi ...

  Skrifa athugasemd

 • Norrænn Matur

    Miðjarðarhafsmataræði vann sér virðingarsess í næringarfræðunum fyrir nokkrum áratugum síðan þar sem endurteknar rannsóknir bentu til þess að það gæti unnið gegn þróun ýmissa krónískra sjúkdóma. Sérstaða Miðjarðarhafsmataræðisins er hve stór hlutur ólífuolíu, grænmetis, ávaxta, og fiskjar er í fæðinu. Undanfarin ár hafa rannsóknir sýnt að norrænt fæði er ekki síður heilsusamlegt. Það byggir á fæðutegundum sem ...

  Skrifa athugasemd

 • Glútenofnæmi / glútenóþol

    Glúten er prótein sem er í hveiti, rúgi, byggi, spelti, kúskús, semolina, durum, hveitiklíði, hveitikími, bulgur og mannagrjónum. Glúten hefur afar góða bökunareiginleika. Það er glúten sem límir brauðdeig saman svo það getur lyfst mikið án þess að molna. Hafrar innihalda ekki glúten frá náttúrunnar hendi en þeir eru yfirleitt mengaðir af hveiti. Mengunin berst í þá í myllunum þar sem mikið hveitiryk er í loftinu og hveitið situr í samskeytum á vélunum ...

  Skrifa athugasemd

 • Kanntu á gírana á reiðhjólinu þínu?

    Þegar ég fékk fyrsta fjölgírahjólið mitt fyrir löngu síðan vandi ég mig á að hanga alltaf í einhverjum meðalgír. Ég kunni ekki á gírana, og var ekki sú manngerð að prófa mig áfram. Það breyttist þegar ég kynntist skólabróður mínum sem vann á reiðhjólaverkstæði með náminu. Hann sagði mér í stuttu máli nokkur grundvallaratriði um notkun gíranna. Við það fékk ég kjarkinn til að byrja að pr ...

  Skrifa athugasemd

 • Lífsstílsbreytingar: Það er ekki nóg að vita hvað er hollt...

    Flestir vita innst inni að þeir gætu borðað hollari mat en þeir gera. Þeir gætu verið duglegri að smyrja nesti og elda frá grunni í staðinn fyrir að fara út í sjoppu eða kaupa skyndibita. Þeir gætu verið duglegri að drekka vatn í staðinn fyrir gos. Þeir gætu borðað meira grænmeti og fisk og minna pasta og pizzur. Þeir gætu borðað meira af hreinum mjólkurvörum og ávöxtum og minna af sætum mj ...

  Skrifa athugasemd

 • Umbun og hrós

      Í barnauppeldi gildir að umbun og hrós eru áhrifaríkari leið heldur en refsing og skammir til að styrkja jákvæða hegðun barnsins og dempa þá neikvæðu. Það getur hreinlega styrkt neikvæðu hegðunina að refsa og skamma, því neikvæð athygli er betri en engin. Sem fullorðnar manneskjur eigum við í stöðugum samskiptum við okkur sjálf. Og við erum ekki alltaf ánægð með okkar eigin hegðun. Við gætum til dæmis viljað breyta mataræði okkar. Vilja ...

  Skrifa athugasemd

 • Áköf löngun í mat (food craving)

    Strangar reglur um hvað má borða eða hversu mikið geta kallað fram þráhyggjuhugsanir um mat, og sterka löngun í það sem á bannlistanum er (food craving). Það getur leitt til öfga milli þess að borða yfir sig af óhollustu, og þess að vera enn strangari við sig. Samviskubit og líkamleg og andleg vanlíðan fylgja í kjölfarið. Ég tók mitt öfgaskeið í mataræði fyrir nokkuð mörgum árum síðan. Þá var ég á ströngu heilsufæði um nokkurra ára skei ...

  Skrifa athugasemd

 • Að koma sér í form

    Fyrir þá sem ekki hafa hreyft sig meira en út í bíl og inn úr bíl árum saman, er heilmikið átak að koma sér í form. Sumir hafa gert margar tilraunir sem allar hafa runnið út í sandinn. Ástæðurnar eru margvíslegar. Tímaskortur eða skortur á vilja og sjálfsaga er algengasta ástæðan. En sumir upplifa það aftur og aftur að eymsli, verkir og þreyta taka sig upp eða versna þegar þeir byrja að hreyfa sig. Þá ákveða þeir að taka s ...

  Skrifa athugasemd

 • Kirsuberjatínsla

    Kirsuberjasósa þykir mörgum vera ómissandi með hinum vinsæla jólaeftirrétti Riz á l’amande. Persónulega finnst mér sú tilbúna kirsuberjasósa sem ég hef keypt úti í búð of sæt. Kirsuberjabragðið drukknar bókstaflega í sykurbragðinu. Fallegustu berin tínd Best væri að tína kirsuberin beint af trénu og sjóða sína eigin sósu, en ég veit ekki til þess að kirsuberjatré vaxi á Íslandi. Ég hef alla vega aldrei tínt kirsuber, hvorki ...

  Skrifa athugasemd

 • Fæðuóþol og Food Detective.

    Þann 10. október síðastliðinn fylgdi Fréttablaðinu sérblaðið Gengur vel. Þar var heilsíðuauglýsing frá fyrirtækinu Heilsanheim.is. Auglýst var greiningartækið Food Detective sem á með mælingu á IgG4 mótefninu í blóði að geta greint óþolsvalda úr fæðu. Mælinguna á hver sem er að geta framkvæmt heima hjá sér. Einnig voru í auglýsingunni gefin upp nöfn fjórtán meðferðaraðila sem framkvæma fæðuóþolsmælingu me ...

  Skrifa athugasemd

 • Míkróskópistar og smásjárskoðun á ferskum blóðdropa.

    Svokallaðir næringar míkróskópistar bjóða upp á smásjárskoðun á ferskum blóðdropa (live blood analysis eða live cell analysis), og segjast með því geta greint sýrustig blóðsins, súrefnismettun, tilvist gersveppa, ástand ónæmiskerfisins, vítamín- og steinefnaskort. Þeir gefa jafnvel sjúkdómsgreiningu eða líkur á því að einstaklingur fái tiltekinn sjúkdóm seinna meir. Ekkert af þessu er í raun og veru unnt að greina með smásjárskoðun af ...

  Skrifa athugasemd

 • Átak eða lífsstílsbreyting, öfgar eða hófsemi.

    Ég hef áður skrifað nokkra pistla um muninn á ytri og innri stýringu þegar kemur að því að velja mat og borða. Ytri stýring eru reglur, boð og bönn, sem við fylgjum af sannfæringu með viljastyrkinn að vopni. Innri stýring er það að hlusta á líkamann, svengd og seddu, löngun í mat fyrir máltíð og líðan eftir máltíð. Ekki í þeim tilgangi að láta undan öllum löngunum strax, heldur til að skoða og meta út ...

  Skrifa athugasemd

 • Iðraólga eftir neyslu gerjanlegra sykra

    Ég skrifaði á síðasta ári pistil um frúktósavanfrásog. Titill pistilsins var bein þýðing á enska orðinu fructose malabsorption, sem er það þegar aðeins lítill hluti ávaxtasykurs kemst úr meltingarvegi í blóð. Síðan þá hef ég komist að því að mörgum finnst íslenska orðið bæði óþjált og óskiljanlegt. Það nær heldur ekki yfir nema hluta af vandamálinu. Í rauninni er um að ræða viðkvæmni fyrir ýmsum gerjanlegum sykrum, en ekki eingöngu fr ...

  Skrifa athugasemd

 • Fæðubótarárátta

    Átraskanir eins og anorexia og bulimia eru alvarlegar geðraskanir sem geta verið lífshættulegar. Sumir taka anorexiu og bulimiu tímabil til skiptis. Sá sem þjáist af slíkri bulimarexiu tekur löng eða stutt sveltitímabil, en borðar þess á milli mikið magn sem hann kastar upp eða losar sig við með öðrum hætti. Þeir sem þjást af átröskunum upplifa sterkan ótta við að fitna og löngun til að grennast. Réttfæðisárátta ...

  Skrifa athugasemd