AK-72

AK-72

Agnar Kristján Þorsteinsson hefur bloggað undir bloggheitinu AK-72 til langs tíma og helst þá um stjórnmál og samfélagsmál sem hann hefur sínar missterku skoðanir á. Stundum á hann til að beina sjónum sínum að kvikmyndum, sagnfræði og öðru sem heillar hann hverju sinni auk þess sem hann leyfir sér þá ósvinnu að mati landans að skipta stundum um skoðun.
Hægt er að hafa samband með því að senda póst á mrx hjá mi.is

 • Vistaskipti

  Það tilkynnist hér með að ég hef fært mig um set og mun í framtíðinni skrifa pistla fyrir Kvennablaðið. Ég kveð því þennan vettvang með ákveðnum trega og þakka DV fyrir að hafa hýst mig síðustu árin. Ég vill líka þakka því starfsfólki DV og lesendum pistla fyrir samskiptin í gegnum tíðina. Bless og takk fyrir allan fiskinn líkt og segir í frægri bók.

  Skrifa athugasemd

 • Opið bréf til DV

  Þetta bréf hefur verið sent á viðeigandi netfang á DV. "Sæl verið þið, þegar átökin urðu um DV í haust þá ákvað ég sem áskrifandi til margra ára að bíða rólegur við þar sem mér þótti þetta líta út sem átök um peninga fyrst og fremst og gefa nýjum ritstjóra tækifæri. Sumar breytingar sem hann gerði virkuðu ágætlega á mig og blaðið sem slíkt virtist lítið hafa breyst í eðli ...

  Skrifa athugasemd

 • Falda fréttaskýringin á DV

  Það birtist seint í gærkvöldi stórgóð, vel unnin og umhugsunarverð fréttaskýring hér á dv.is vefnum. Þetta var ein af þessum greinum sem myndi alla jafna vekja athygli álitsgjafa og vakið upp einhverjar ef ekki allmiklar umræður. En stuttu síðar hvarf hún af forsíðunni og var færð undir efnisflokkinn Skrýtið og undirflokkinn Annað með  þeim afleðingum að framkomnar athugasemdir hurfu og fjöldi deilinga núllstilltist. Það virkar hreint og beint á mann eins og ...

  Skrifa athugasemd

 • Endurgreiðslan til kirkjunnar og röksemdir ráðherra

  Manni finnst lítið um það að krufin sé sú frétt að forsætisráðherra vilji láta meira opinbert fé renna til Þjóðkirkjunar með „endurgreiðslu sóknargjalda". Það er nefnilega heilmikið sem gefur tilefni til í orðum. Fyrir það fyrsta þá er það nefnd sem röksemd að kirkjan hafi sýnt „svo mikið umburðarlyndi og fórnfýsi á síðustu árum" umfram aðrar stofnanir. Er hægt að segja það í samanburði við margar aðrar stofnanir sem hafa ...

  Skrifa athugasemd

 • Stutt áramótauppgjör

  Þá er best að gera upp árið á samfélagsvísu. Og eiginlega finnst mér það þannig ár að best sé að hafa þetta í styttra laginu. Allt árið hefur nefnilega verið ein röð atvika þar sem ríkisstjórn hinna ríku, eigendur hennar og herir hafa verið að reyna að vaða yfir allt og alla, reynt að snapa sem mestan fæting og valda sem mestum skaða. Afleðingin er sú að maður hefur fengið það á tilfinninguna að fólk sé a ...

  Skrifa athugasemd

 • Tilvitnun dagsins

  Bjarni Benediktsson sagði eftirfarandi í hádegisfréttum RÚV þar sem hann ræðst harkalega gegn læknum: "Það er enginn eylandi í þessu landi það getur enginn áskilið sér kjarabætur langt langt umfram það sem allir aðrir geta haft væntingar um....Það er ekkert nema ávísun á frekari óróa og ósætti á vinnumarkaði." Manni verður hugsað til þess að á árinu kom það fram að allt að 40% hækunar launa stjórnenda, meðaltalshækkun forstjóra ...

  Skrifa athugasemd

 • Hamstrið mat!

  Það er kannski vel til þess fallið að benda fólki á að þörf sé að hamstra mat núna fyrir árslok. Þann 1. janúar hækka matvæli um 4% vegna hækkunar virðisaukaskatts á matvöru auk hita og rafmagns. Búast má einnig við því að kaupmenn og birgjar noti tækifærið til að lauma enn frekari hækkun inn í verðbreytinguna þann 1. janúar líkt og hefð hefur verið fyrir hingað til þó ekki fái þeir fálkaor ...

  Skrifa athugasemd

 • Hið skilgreinda göngufæri og þjónusta

  Ég er einn af þeim sem flokkast undir „óvin einkabílsins" þ.e. ég tek strætó og geng. Af þeim sökum þá hef ég skilgreint göngufæri fyrir sjálfan mig allt það sem er innan hálftíma göngutúrs radíusar. En ég hef verið á villigötum með hvað er göngufæri samkvæmt umsögn umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar við tillögu Sjálfstæðismanna um að selja bús á hverju horni. Þar er göngufæri ...

  Skrifa athugasemd

 • Paradís dólgafrjálshyggjunnar

  Um daginn varð mér hugsað til þess að í gamla daga þá fannst manni eins og það ríkti einhverskonar samfélagssátt um margskonar stofnanir og innviði samfélagsins. Það var eingöngu deilt um leiðir til þess að ná að gera þær stofnanir og innviði betri. Það var byggt hér upp heilbrigðiskerfi, menntakerfi, ríkisútvarp, stuðlað að því að styðja við bakið á vísindum og rannsóknum og menning talin nauðsynlegur hluti af því a ...

  Skrifa athugasemd

 • Eftirlitið með náttúrupassanum

  Það er áætlað að nálægt milljón ferðamenn muni koma til Íslands yfir árið 2014 og stefnan er að auka fjöldann enn frekar. Á Íslandi eru mörg hundruð ferðamannastaðir sem þessir ferðamenn og innfæddir heimsækja. Ætlun iðnaðar- og viðskiptaráðherra er að láta allt þetta fólk greiða fyrir náttúrupassa sem gefur þeim leyfi til þess að fá að skoða náttúruna sem hefur hingað til veri ...

  Skrifa athugasemd

 • Þrettán leiðir til að gera sparnað RÚV sýnilegan

  Einn ágætur maður sló því upp á Fésbókinni í gær að RÚV ætti að gera niðurskurðinn vegna hefnda- og hatursaðgerða ríkisstjórnarflokkana sýnilegan með því að taka upp sjónvarpslausa fimmtudaga að nýju. Þetta er auðvitað bráðsnjallt en samt bara dropi í hafið ef það á að sameina sýnileika og sparnað. Héru eru því nokkrar tillögur til viðbótar sem einblína á að sameina þessa tvo þætti: 1.       Hætta ...

  Skrifa athugasemd

 • Steinþór, Einar og Tryggvi

  Um helgina var bankastjóri Landsbankans í viðtali í fréttum RÚV þar sem hann var að verja sölu bankans á Borgun. Þar var ein spurning og svar sem vakti athygli vegna viðbragða bankastjórans en það hljómar svo: „Það hefur verið bent á að föðurbróðir fjármálaráðherra er einn þeirra sem keyptu hlutinn - er það óheppilegt? „Ég held að þetta sé komið á mjög skrítið plan, að vera að ræða um svona hluti. Við vorum a ...

  Skrifa athugasemd

 • Skotmark: Þjórsá

  Líkt og velflestir hafa tekið eftir þá kastaði Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis sprengju og stríðshanska inn í umræðuna með tillögu sinni um að færa fjölmarga valkosti úr biðflokki í nýtingaflokk. Það liggur þó á bak við þetta gamalkunnugt stjórnmálatrix sem Jón er greinilega að beita ti að ná fram þeirri niðurstöðu sem ríkisstjórnarflokkar hinna ríku hafa að markmiði. Svona lýsir það sér. Eftir mikil læti ...

  Skrifa athugasemd

 • Afsögn Hönnu Birnu

  Það er engin ástæða til að gleðjast neitt sérstaklega yfir afsögn Hönnu Birnu. Hún er eingöngu varða um að endakafli lekamálsins sé að hefjast en því er alls ekki lokið. Það er nefnilega ekki öll kurl komin til grafar líkt og sést með gagnaafhendingu þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum til aðstoðarmanns Hönnu Birnu. Að auki á álit umboðsmanns Alþingis eftir að birtast og umfjöllun um efnið þar á eftir ...

  Skrifa athugasemd

 • Að lýsa yfir trausti á óheiðarleika

  Það berast yfirlýsingar um fullt traust á Hönnu Birnu frá hinum ýmsu aðilum í kjölfar þess að Gísli Freyr aðstoðarmaður hennar, játaði á sig lekann úr innanríkisráðuneytinu. Og maður spyr sjálfan sig hvort þetta fólk og stofnanir flokksins hennar Hönnu, beri skynbragð á það hvað það er að lýsa trausti til. Þau eru að lýsa fullu trausti á manneskju sem hefur verið uppvís að því að ljúga margoft að Al ...

  Skrifa athugasemd

 • Hin viðkvæmu Framsóknarblóm

  Maður hefur svo sem sagt það áður en Framsóknarmenn eru viðkvæm blóm. Í hvert sinn sem einhver gerir grín að þeim, deilir á þá, hæðist að þeim eða álíka þá firrast þeir við, tala um aðför, einelti og ofsóknir í umræðunni sem þeir telja vandamál. En það dugar þeim ekki yfirleitt. Þessu til viðbótar þá t.d. kalla þeir gagnrýnendur sína athyglishórur, hóta þeim undir rós eða krefjast þess ...

  Skrifa athugasemd

 • Þegar fautar snapa fæting

  Líkt og fjölmargir hafa orðið var við þá er boðað til mótmæla á morgun. Og að sjálfsögðu kom einhver fram til að spyrja hverju væri eiginlega verið að mótmæla. Maður fór aðeins að hugsa því þetta er góð spurning sem er hollt og gott fyrir hvern og einan að velta fyrir sér. Niðurstaðan veltur að sjálfsögðu á hverjum og einum sem er spurður um hverju vi ...

  Skrifa athugasemd

 • Eru mómælendur sambærilegir við Hell's angels?

  Einn kafli  vekur strax athygli í efnisyfirlitinu á skýrslu Geir Jóns um mótmæli frá 2008 til 2011 enda er hann á skjön við það sem er sagt vera umfjöllunarefni skýrslunnar.. Sá kafli ber heitið: "Viðbúnaður vegna Fáfnismanna, 7. mars 2009" Þegar viðkomandi kafla er svo flett upp þá stendur eftifarandi um skipulag: "Skipulag: Ákveðið var að sýna Fáfnismönnum að lögreglan ætli að fylgjast með samkomu þeirra, en þeir  höfðu  bo ...

  Skrifa athugasemd

 • Tvöfeldni atvinnulífsins

  Fyrir örfáum mánuðum síðan þá var umræða um launaskrið stjórnenda sem voru að fá allt upp undir 40% kauphækkun auk þess sem stjórnir fyrirtækja hækkuðu jafnvel um 50% í launum fyrir stjórnarsetu. Í þeirri umræðu var einnig vakinn athygli á því að millistjórnendur hefðu verið að hækka í launum um 600 þúsund á mánuði, sex stjórnendur Haga deildu á milli sín 240 milljónum í bónusgreiðslum og að forstjóri N1 ...

  Skrifa athugasemd

 • Bókhaldskúnstir Landhelgisgæslunar

  Ég er aðeins að klóra mér í hausnum yfir skyndilegum fullyrðingum forstjóra Landhelgisgæslunar um að bókhaldið sé „kokkað" þannig að norsku vélbyssurnar eru sagðar keyptar en ekki gefnar líkt og þær raunverulega séu. Og að það sé í samræmi við fyrri vopnakaup Landhelgisgæslunar frá vinaþjóðum. Ef hann er að segja satt sem ég efast stórlega um þá fer maður að velta fyrir sér ósjálfrátt ýmsum hlutum varðandi ...

  Skrifa athugasemd