fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Kynning

Hundur Guðmundar hefur tvisvar verið bitinn á hundasvæðinu í Garðabæ: „Hér er ekki við hunda að sakast, heldur eigendur“

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 6. apríl 2018 13:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Karl Karlsson lenti í þeim ömurlegu aðstæðum í gær að hundurinn hans var bitinn í annað skiptið á hundasvæðinu í Garðabæ.

„Að mínu mati þá erum við að taka skref í menningarþrepi, meðal annars með því að leyfa hundana í strætó og kaffihús. En ef við getum ekki treyst eigendum með hundana sína á hundasvæðum, þá er erfitt að treysta þeim með þá í strætó,“

Segir Guðmundur í samtali við blaðamann.

Beit hundinn um leið og hann kom út úr bílnum

Á sama augnabliki og hundur Guðmundar stökk út úr bílnum á hundasvæðinu þá kom að honum annar hundur sem beit hann.

„Ef hundurinn þinn er urrandi og bítandi aðra hunda, þá á hann ekki erindi á opin hundasvæði nema með múl. Hér er ekki við hunda að sakast, heldur eigendur. Við vitum öll sem þekkjum okkar dýr, hvort þau kunni og geta leikið við aðra hunda fallega eða ekki. Ég tala nú ekki um fólk og börn. Áður en hundur bítur, þá urrar hann og það er ekki í lagi ef hundur urrar á aðra hunda eða menn. Þau merki ber að taka alvarlega.“

Guðmundur biður því fólk að taka ráðstafanir og sýna tillitsemi á útivistarsvæðum dýra.

„Við þurfum að taka þetta skref hratt og örugglega til þess að forðast frekari árekstra á milli manna og hunda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum