Áramótaboð Margrétar Danadrottningar

Mætti á skósíðum pels og fór heim í gullvagni

Margrét var flott að sjá þegar hún mætti kampakát í skósíðum pels til að taka á móti erlendum diplómötum í árlegu boði í Amalíuborg á þriðja degi ársins.
Völlur á drottningunni Margrét var flott að sjá þegar hún mætti kampakát í skósíðum pels til að taka á móti erlendum diplómötum í árlegu boði í Amalíuborg á þriðja degi ársins.

Margrét Danadrottning, fjölskylda hennar og föruneyti skartaði sínu fegursta í árlegu áramótaboði sem fór fram í Kaupmannahöfn þann 3. janúar.

Þar tók hún á móti nokkrum sendiherrum í Kristjánsborgarhöll umkringd sínu nánasta fólki og her vígalegra varðmanna sem að venju standa vaktina við höllina. Daginn eftir sneri frúin svo til Amalíuborgar í gylltum hestvagni frá árinu 1840.

Látum myndirnar tala sínu máli.

Varðmennirnir standa hnarreistir þegar drottningin kemur í hús í Kristjánsborgarhöll.
Blessaðir strákar! Varðmennirnir standa hnarreistir þegar drottningin kemur í hús í Kristjánsborgarhöll.

Þessar glæsilegu konur starfa sem sendiherrar í Kaupmannahöfn en í miðjunni stendur Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna. Stórglæsileg.
Sendiherrar, eða frúr? Þessar glæsilegu konur starfa sem sendiherrar í Kaupmannahöfn en í miðjunni stendur Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna. Stórglæsileg.

Margrét heilsar upp á Cörlu Sands, sendiherra Bandaríkjanna. Við hlið drottningarinnar standa Friðrik krónprins og María prinsessa.
Heilsað upp á gesti Margrét heilsar upp á Cörlu Sands, sendiherra Bandaríkjanna. Við hlið drottningarinnar standa Friðrik krónprins og María prinsessa.

Þessir flottu kappar fylgdu drottningunni úr hlaði þegar hún hélt heim til sín.
Föruneyti drottningar Þessir flottu kappar fylgdu drottningunni úr hlaði þegar hún hélt heim til sín.

Þessir kappar tóku á móti Margréti Danadrottningu þegar hún kom aftur til Amalíuborgar.
Ágætar móttökur Þessir kappar tóku á móti Margréti Danadrottningu þegar hún kom aftur til Amalíuborgar.

Hér er haldið fast í hefðirnar. Daginn eftir hið árlega áramótaboð, þar sem Margrét Danadrottning heilsar upp á sendiherra hinna ýmsu landa, heldur hún heim á leið í gullslegnum hestvagni sem var smíðaður árið 1840.
Góð í gullvagninum Hér er haldið fast í hefðirnar. Daginn eftir hið árlega áramótaboð, þar sem Margrét Danadrottning heilsar upp á sendiherra hinna ýmsu landa, heldur hún heim á leið í gullslegnum hestvagni sem var smíðaður árið 1840.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.