Helgarkokteillinn

Bláberjaseiður með kókosrommi og límónu

Nú fer berjatíð senn að ljúka og margir landsmenn búnir að fylla frystinn af dásamlegum eðal bláberjum.
Margir nýta þessa dásamlegu afurð í bökur og sultur eða saft en hvers vegna ekki að prófa eitthvað nýtt? Hér er uppskrift að ljúffengum kokteil sem gerður er úr Malibu-rommi, límónu og bláberjum. Þessi drykkur fer vel á hausti. Er ljúffengur og frískandi og hentar mjög vel sem fordrykkur þar sem fámennari hópur vinafólks kemur saman. Ef einhver kýs að sleppa hananum úr stélinu má nota kókosbragðefni eða kókossafa í staðinn fyrir Malibu-romm.
Uppskriftin miðast við fjögur glös.

INNIHALD
700 ml kaldur bláberjasafi
2,5 dl ískalt sódavatn
Sirka 2,5 dl af frosnum bláberjum og nokkur fersk
120 ml Malibu
Safi úr einni límónu
Límónubátar til skrauts
AÐFERÐ
Byrjaðu á að setja botnfylli af frosnum berjum í hvert glas.
Bættu við bláberjasafa, sódavatni og einu skoti af Malibu; hrærðu varlega.
Kreistu límónusafa yfir og skreyttu með límónu.
Skál!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.