Hvað ætlarðu að gera um helgina?

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir teiknari, rithöfundur og poppari í FM Belfast: Ætlar að fjalla um myndasögur, syngja og tralla og enda svo á grúfu ofan í legókubbahaug.

Mynd: BB

„Á laugardaginn mun ég stýra myndasögusmiðjunni Skáldað í eyðurnar í barnahelli Norræna hússins. Viðburðurinn er á vegum Bókmenntahátíðar og IBBY. Þetta verður milli 13.30 og 15.30 og er öllum börnum og þeirra fylgifiskum velkomið að taka þátt í myndasögusmiðjunni. Ég mun blaðra um myndasögur og leiðbeina áhugasömum um fyrirbærið. Um kvöldið ætlum við poppararnir í FM Belfast að spila á 20 ára afmælishátíð Októberfest SHÍ. Við höfum verið að æfa okkur á Norðmönnum og meginlandsbúum í sumar og erum þrautþjálfuð í alls konar hundakúnstum skemmtikrafta. Á sunnudaginn verð ég svo mjög líklega á grúfu ofan í legókubbahaug með syni mínum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.