Dagur í lífi Hugleiks Dagssonar

Um kvíðaköst á morgnana, jalapeno hummusinn úr Costco og kosti þess að horfa á hrikalega vondar kvikmyndir.

Það er mjög misjafnt hvenær ég vakna á morgnana en oftast er það þó fyrir klukkan 11.00. Það fer í raun eftir því hvort kærastan mín gisti hjá mér eða ekki, eða hversu lengi ég var vakandi yfir sjónvarpinu. Þegar hún gistir hjá mér þá vakna ég yfirleitt bara til að kyssa hana bless. Svo sofna ég aftur í svona tíu mínútur, vakna og ligg í kvíðakasti í allavega tuttugu mínútur. Kvíðinn stafar aðallega af því að ég þarf að gera svo mikið en veit ekki á hverju ég á að byrja. Málið er samt bara að byrja, því það er eina leiðin til að losna við kvíðann og koma mér í gang. Í morgun byrjaði ég til dæmis á því að teygja mig í tölvuna og skrifa fréttatilkynningu fyrir stelpurnar í Bíó Paradís.

Tilkynningin var um fyrirbæri sem heitir Prump í Paradís; mánaðarlegar sýningar þar sem ég vel verstu kvikmyndir í heimi og tek svo umræður strax eftir sýningu. Fyrsta myndin verður Cool As Ice með Vanilla Ice en Emmsje Gauti ætlar að spjalla um hana með mér. Ég hef alltaf elskað bíómyndir, bæði góðar og slæmar. Sérstaklega arfaslæmar. Þær fanga hugann á allt annan hátt en góð mynd. Meðan maður horfir á mjög slæma mynd er maður stanslaust að spá í hvernig í andskotanum svona margt gat farið úrskeiðis. Myndir eins og Howard the Duck, The Room og Troll tvö. Þessar myndir eru í raun mun meira heillandi heldur en einhverjar verðlaunamyndir, þótt ég elski þær alveg jafn mikið...

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.