Góð orka í gömlu einbýli sem áður hýsti nunnur

Grafíski hönnuðurinn Jóhanna Svala Rafnsdóttir býr í dásamlegu einbýli sem áður hýsti hæstaréttardómara og nunnur.

„Borðið er úr IKEA en stólarnir koma frá Epal. Vasinn á skenknum er erfðagripur úr innbúi ömmu, hannaður af Lydíu Pálsdóttur, eiginkonu Guðmundar frá Miðdal.“
JÓóhanna Svala „Borðið er úr IKEA en stólarnir koma frá Epal. Vasinn á skenknum er erfðagripur úr innbúi ömmu, hannaður af Lydíu Pálsdóttur, eiginkonu Guðmundar frá Miðdal.“

Grafíski hönnuðurinn Jóhanna Svala Rafnsdóttir býr í fallegu 320 fermetra einbýlishúsi í Hlíðunum ásamt eiginmanni sínum, þremur börnum, tengdaforeldrum og gæludýrum. Þau fluttu í húsið fyrir rétt rúmlega ári en áður bjó hún í Bólstaðarhlíð ásamt börnum og bónda.

„Sú íbúð var frá upphafi of lítil svo við höfðum í raun alltaf verið að skima eftir einhverju stærra hérna í hverfinu,“ segir hún. „Það var alltaf frekar erfitt að finna hentugt húsnæði fyrir fimm manna fjölskyldu og fyrir tveimur árum breyttust svo forsendurnar enn frekar. Við ákváðum nefnilega að hefja leit að húsnæði sem myndi rúma okkur fimm en líka tengdaforeldra mína og ömmu. Amma náði þó aldrei að flytja hingað með okkur, því miður. Hún lést í sama mánuði og við fluttum inn.“

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.