fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Miðgarður er nýstárleg náttúruperla við Hlemm

Partígestir leystir út með pottaplöntum við opnun nýs hótels í hjarta borgarinnar

Margrét Gústavsdóttir
Þriðjudaginn 19. september 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðborg Reykjavíkur hefur tekið gríðarlegum breytingum á síðustu árum. Sérstaklega hefur svæðið í kringum Hlemm og Holtin tekið stakkaskiptum en þar blómstra nú bæði verslanir og nýstárlegir veitingastaðir sem aldrei fyrr.

Árið 2015 var gamla Arion banka-húsinu breytt í hótel sem rekið er af Center Hotels. Upprunalega voru aðeins 43 herbergi á hótelinu og morgunverðarsalur en ekki leið á löngu þar til eigendur sóttu um og fengu leyfi til að reisa u-laga viðbyggingu við gamla bankahúsið og fjölga herbergjunum í 170. Það er óhætt að segja að verkið hafi tekist einstaklega vel en nýja viðbyggingin fellur mjög vel að umhverfinu og er aðlaðandi í senn.

Miðvikudaginn 13. september slógu svo aðstandendur hótels Miðgarðs upp skemmtilegu boði fyrir alla þá sem komu að breytingunum ásamt samstarfsfólki í ferðabransanum. Boðið var upp á ljúffengar veitingar í fljótandi og föstu formi frá hótelveitingastaðnum Jörgensen Kitchen & Bar, en staðurinn hefur fengið frábærar móttökur þann stutta tíma sem hann hefur verið opinn.

Margt var um manninn í veislunni. Gestirnir fengu leiðsögn um hótelið, hlýddu á ljúfan djass og að lokum voru allir leystir út með lítilli pottaplöntu.

„Þetta var í sjálfu sér formleg opnun á nýju viðbyggingunni og um leið vildum við kynna hótelið og alla möguleikana sem það býður upp á,“ segir Sigríður Helga Stefánsdóttir markaðsstjóri í spjalli við Birtu.

Hún er himinlifandi með jákvæðu móttökurnar sem Miðgarður hefur hlotið en hótelið og umhverfi þess virðist falla einstaklega vel í kramið.

„Það voru arkitektarnir hjá Gláma Kím sem hönnuðu hótelið í takt við óskir okkar og ég er virkilega ánægð með útkomuna. Við lögðum sérstaka áherslu á að notast við gróður og pottaplöntur til að ná þessum hlýleika sem fylgir græna litnum og lifandi gróðri. Fólki finnst alltaf notalegt að vera í svoleiðis umhverfi. Við lögðum líka mikið upp úr því að rýmið væri hannað þannig að gestir hafi gott næði á fjölbreyttum svæðum sem eru aðeins hólfuð niður,“ segir hún og bætir við að það séu ekki aðeins sáttir hótelgestir sem hampa staðnum heldur séu heimamenn einnig byrjaðir að venja komur sínar á hótelið. „Fólk sem býr eða vinnur hérna í hverfinu kemur gjarna eftir vinnu til að fá sér einn og einn kokteil eða vínglas. Svo eru margir sem tylla sér hérna með tölvuna sína eða glugga í bók hvort sem er inni eða úti í garði.“

Gestir voru leystir út með litlum pottaplöntum.
Gróðurinn gæðir lífið lit Gestir voru leystir út með litlum pottaplöntum.

Mynd: Brynja

Eins og fyrr segir er fallegt útisvæði, bar og veitingastaður á hótelinu en þar leynist einnig lítil heilsulind í kjallaranum sem er mikið augnayndi. Í heilsulindinni er bæði hægt að þiggja nudd og snyrtimeðferðir og slaka á í gufubaði eða heitum pottum sem eru bæði innan og utan dyra.

„Okkur finnst sérstaklega gaman að hafa heitan pott á útisvæðinu því þeir eru alls ekki margir á þessu svæði. Svo er klöppin, sem við ákváðum að láta halda sér þarna úti, alveg sérlega falleg, bæði í litum og áferð. Það er dásamlegt að geta sótt í svona náttúruupplifun alveg inni í hjarta borgarinnar,“ segir Sigríður Helga að lokum.

Hér má sjá myndir úr veislunni:

Talið frá vinstri: Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, sem starfar hjá Íslenska ferðaklasanum, Rannveig  Grétarsdóttir, hjá Eldingu, Árný Bersdóttir, Snæland Grímsson, Renars Siskins, með rauðu svuntuna; kokteilbarþjónn á Jörgensen Kitchen & Bar, Hanna María Kristinsdóttir, Þórhildur Þorgeirsdóttir og að lokum Þórarinn Þór, hjá Reykjavik Excursions.
Í góðri stemningu innan um gróðurinn Talið frá vinstri: Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, sem starfar hjá Íslenska ferðaklasanum, Rannveig Grétarsdóttir, hjá Eldingu, Árný Bersdóttir, Snæland Grímsson, Renars Siskins, með rauðu svuntuna; kokteilbarþjónn á Jörgensen Kitchen & Bar, Hanna María Kristinsdóttir, Þórhildur Þorgeirsdóttir og að lokum Þórarinn Þór, hjá Reykjavik Excursions.
Þær Elísabet Sveinsdóttir og Guðný Pálsdóttir starfa báðar að verkefninu Á allra vörum.
Þessar eru á allra vörum Þær Elísabet Sveinsdóttir og Guðný Pálsdóttir starfa báðar að verkefninu Á allra vörum.
Skrafað og skeggrætt um ferðamál og fleira.
Stuð á pallinum Skrafað og skeggrætt um ferðamál og fleira.
Kristófer Óliversson, eigandi Center Hotels, var glaður með gult bindi við opnunina.
Glaður með gult bindi Kristófer Óliversson, eigandi Center Hotels, var glaður með gult bindi við opnunina.
Fallega steinklöppin fékk að njóta sín þegar útisvæðið við hótel Miðgarð var hannað. Takið eftir heita pottinum til hægri á myndinni. Hann tilheyrir heilsulind í kjallaranum sem bæði hótelgestir og heimamenn hafa aðgang að.
Nýstárleg náttúra Fallega steinklöppin fékk að njóta sín þegar útisvæðið við hótel Miðgarð var hannað. Takið eftir heita pottinum til hægri á myndinni. Hann tilheyrir heilsulind í kjallaranum sem bæði hótelgestir og heimamenn hafa aðgang að.

Mynd: Brynja

Nanna Guðbergsdóttir einkaþjálfari mætti fersk með vini sínum í veisluna.
Sátt á Center Hotels Nanna Guðbergsdóttir einkaþjálfari mætti fersk með vini sínum í veisluna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki