fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Brakandi risíbúð í 101 Reykjavík

Jelena kýs orkusteina umfram raftæki og elskar að búa ein í fyrsta skipti

Margrét Gústavsdóttir
Mánudaginn 11. september 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Stólarnir tveir eru úr Góða hirðinum en upprunalega held ég að þeir hafi fengist í IKEA. Hjartalaga sófinn minn var notaður í leikmyndinni fyrir Snjór og Salóme, kvikmynd sem kom út fyrr á þessu ári. Ég var svo heppin að stelpan sem átti hann vildi losna við hann svo ég tók hann til mín. Takið eftir því hvernig sófinn stendur úti á miðju gólfinu. Mér finnst þetta mikið atriði upp á flæðið í rýminu að gera. Ef það eru margir gestir í heimsókn þá getur fólk staðið við gluggann líka. Þetta gerir rýmið svo opið og lifandi,“ segir Jelena.  „Risaplöntuna fékk ég frá Mjölni. Þeir vildu losna við hana. Vinkona mín sem er með sama plöntublæti og ég mátti ekki fara með hana heim til sín. Kærastinn sagði bara stopp. Hún er líka risastór. Hinar plönturnar fékk ég svo flestar í innflutningsgjafir frá vinum af því ég lét boð út ganga um að mig langaði í þær,“ segir Jelena og bætir við að stundum sé hún með jógatíma í stofunni. „Þá hittumst við nokkrar hérna og gerum jóga saman. Það er gott að hafa góða orku hérna.“
Hjartasófi á miðju gólfi „Stólarnir tveir eru úr Góða hirðinum en upprunalega held ég að þeir hafi fengist í IKEA. Hjartalaga sófinn minn var notaður í leikmyndinni fyrir Snjór og Salóme, kvikmynd sem kom út fyrr á þessu ári. Ég var svo heppin að stelpan sem átti hann vildi losna við hann svo ég tók hann til mín. Takið eftir því hvernig sófinn stendur úti á miðju gólfinu. Mér finnst þetta mikið atriði upp á flæðið í rýminu að gera. Ef það eru margir gestir í heimsókn þá getur fólk staðið við gluggann líka. Þetta gerir rýmið svo opið og lifandi,“ segir Jelena. „Risaplöntuna fékk ég frá Mjölni. Þeir vildu losna við hana. Vinkona mín sem er með sama plöntublæti og ég mátti ekki fara með hana heim til sín. Kærastinn sagði bara stopp. Hún er líka risastór. Hinar plönturnar fékk ég svo flestar í innflutningsgjafir frá vinum af því ég lét boð út ganga um að mig langaði í þær,“ segir Jelena og bætir við að stundum sé hún með jógatíma í stofunni. „Þá hittumst við nokkrar hérna og gerum jóga saman. Það er gott að hafa góða orku hérna.“

Mynd: Björn Blöndal

Bakgrunnur hennar er ólíkur því sem flestir Íslendingar eiga að venjast en Jelena Schally flutti til Íslands frá Serbíu ásamt fjölskyldu sinni árið 1996 og komu þau hingað sem flóttamenn.

Hún er þakklát fyrir margt sem fylgir því að búa hér á landi og þá aðallega frelsið, bæði í hefðbundinni merkingu en einnig þakkar hún fyrir menningarlegt frelsi til að skapa og tjá sig og fá að vera hún sjálf.

Jelena, sem er þrjátíu og tveggja ára, starfar sem verktaki við fjölbreytt hönnunarstörf en meðfram þeim afgreiðir hún í versluninni Hrím. Hún leigir litla íbúð við Ingólfsstræti og segist hvergi annars staðar vilja búa en í miðbænum.

„Ég er svo skapandi og það er svo skapandi orka hérna í miðbænum þannig að mér finnst mjög gott að vera hérna. Ég er búin að kynnast svo mörgu fólki, frábæru listafólki sem býr í grenndinni og sækir staðina í kring,“ segir Jelena sem flutti fyrst í 101 fyrir fimm árum og leigði framan af með öðru fólki en býr nú í fyrsta sinn ein og segist finna sig mjög vel í því.

Fær að ráða öllu sjálf

„Þegar maður býr með öðru fólki þá hefur það auðvitað skoðanir á öllu saman. Nú fæ ég bara að ráða þessu sjálf. Þetta er fyrsta heimilið sem ég á bara fyrir mig og ræð hvernig allt á að vera,“ segir Jelena ánægð en íbúðin sem hún býr í er um 60 fermetrar, undir súð, í ævagömlu timburhúsi.

Jelena lagði stund á hönnunarnám í Tækniskólanum og hlaut þaðan diplóma frá deild innan skólans sem kallast „Academy of colour and style“.
Eftir að náminu lauk hefur hún sinnt fjölbreyttum verkefnum á sviði hönnunar. Meðal annars hefur hún hannað leikmyndir fyrir kvikmyndir, lúxusbústaði í Grindavík og sérstakt VIP-svæði fyrir Secret Solstice-hátíðina. Þá var hún hluti af búningateymi fyrir myndina „Ég man þig“ og þessa dagana hannar hún stúdíó fyrir sjónvarpsstöðina Hringbraut.

Svefnherbergi Jelenu er ekki stórt en rúmar þó allt sem þarf að komast fyrir. Á veggnum fyrir ofan rúmið má sjá lítið fléttuverk sem á rætur sínar að rekja til indíána Norður-Ameríku. Fyrirbærið kallast „draumafangari“ og er ætlað að veiða burt vonda drauma.
Undir súð Svefnherbergi Jelenu er ekki stórt en rúmar þó allt sem þarf að komast fyrir. Á veggnum fyrir ofan rúmið má sjá lítið fléttuverk sem á rætur sínar að rekja til indíána Norður-Ameríku. Fyrirbærið kallast „draumafangari“ og er ætlað að veiða burt vonda drauma.

Mynd: Björn Blöndal

Fer gjarna í Góða hirðinn

Jelena lagði sérstaka áherslu á að heimilið yrði eftir hennar höfði en hún vildi alls ekki að mikill tilkostnaður fylgdi því að gera fínt hjá sér. Þess vegna fer hún gjarna í Góða hirðinn og finnur húsgögn eða skrautmuni þar en svo hefur hún fengið mublur frá vinum og vandamönnum sem eru að breyta hjá sér.

„Ég var búin að ákveða hvernig lúkkið heima hjá mér ætti að vera en mig langaði ekki að eyða rosalega miklum peningum í þetta. Þess vegna hef ég verið dugleg að tína dót úr Góða hirðinum,“ segir Jelena og bætir við að hún hafi líka fengið sitt lítið af hverju frá fólki sem er að breyta til hjá sér.

„Til dæmis gaf nuddarinn minn mér mjög fallegt, gamalt borð sem mamma hans þurfti að losna við. Það er yfir hundrað ára gamalt, held ég. Með mikla sál og sögu. Ég er hrifin af svona gripum.“

„Baðherbergið var svart þegar ég flutti inn. Mér finnst þetta svo kósí og flott þegar ég slekk ljósin og kveiki á kertum. Ég hafði ekki átt bað í tíu ár svo ég keypti allt sem ég gat til að gera baðið betra. Alls konar olíur og baðsölt. Með þennan klósettpappír. Mér finnst bara svo flott þegar karfan er svona full. Ég veit ekki hvað það er.“
Kósí „Baðherbergið var svart þegar ég flutti inn. Mér finnst þetta svo kósí og flott þegar ég slekk ljósin og kveiki á kertum. Ég hafði ekki átt bað í tíu ár svo ég keypti allt sem ég gat til að gera baðið betra. Alls konar olíur og baðsölt. Með þennan klósettpappír. Mér finnst bara svo flott þegar karfan er svona full. Ég veit ekki hvað það er.“

Mynd: Björn Blöndal

Plöntur í staðinn fyrir kærasta

Nýlega fékk Jelena geysilegan áhuga á pottaplöntum og kallaði sérstaklega eftir að fá þær í innflutningsgjöf þegar hún bauð í innflutningspartí á Facebook.

„Sko, þetta er eiginlega svona sálfræðilegt atriði. Þegar maður hættir með kærasta þá er svo gott að fá eitthvert annað líf til að sjá um í staðinn,“ segir hún og hlær dátt.

„Fyrst maður er með einhverja svona þörf til að sjá um og vera góður við einhvern þá er kannski bara gott að það séu bara plöntur. Þær eru svo einfaldar. Annaðhvort bara lifa þær hjá manni eða deyja. Það er ekkert flóknara þar inni á milli,“ segir hún að lokum.

Jelena á Instagram: jellschally

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“