Vel mælt

Konur um konur

„Svona norpuðum við um aldir, konur á Íslandi, eigandi varla nokkra bók, stundum ólæsar og dóu allar úr leiðindum sem hneigðar voru til lesturs en hinar tórðu og fylla nú landið.“

Málfríður Einarsdóttir – Samastaður í tilverunni

„Allt sem konur gera verða þær að gera tvisvar sinnum betur en karlmenn til að fá helmingi minni viðurkenningu en þeir.“

Charlotte Whitton

„Ég er ógift móðir þriggja barna og hreint alveg einstök í minni röð. Er mér sagt. Og svona einstök er ég: Ég er dugleg, ég er góð, ég er hugrökk og kjörkuð, ég er sterk, atorkusöm og þolinmóð, fórnfús, iðjusöm, indæl og alltaf í góðu skapi, þrátt fyrir allt. Ég er eins og óritskoðuð minningargrein.“

Auður Haralds – Hvunndagshetjan

„Ég er alveg sannfærð um það að á 21. öld munu konur, með skynsemi og menntun að vopni, verða bjargvættir heimsins.“

Vigdís Finnbogadóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.