Bakstur er vísindi, eldamennska er list

Auður Ögn gefur lesendum Birtu girnilega uppskrift að snúð sem er borinn fram í pönnu

Kökurnar hennar Auðar seljast eins og heitar lummur. Í lok september hyggst hún opna útibú Sautján sorta í Kringlunni.
Með ástríðu fyrir fallegum kökum Kökurnar hennar Auðar seljast eins og heitar lummur. Í lok september hyggst hún opna útibú Sautján sorta í Kringlunni.
Mynd: Brynja

Auður Ögn Árnadóttir er mörgum kunn sem einn helsti kökufagurkeri landsins. Hún hefur einstakt fegurðar- og bragðskyn sem hún deilir með kökuelskendum úr verslun sinni Sautján sortum sem hefur um nokkurt skeið verið starfandi úti á Granda.

Í þessum mánuði ætlar Auður að færa út kvíarnar og opna útibú í Kringlunni. „Þetta er svona lítill, hálfgerður þríhyrningur sem ég fékk þarna beint á móti Hraðlestinni, hjá Útilífi og við stefnum á að opna núna um miðjan september,“ segir hún og bætir við að þótt staðsetningin sé góð þá sé plássið ekki nægilega mikið til að hægt verði að taka við sérpöntunum. „Þetta eru bara svona fjörtíu fermetrar sem við höfum þarna en við gerum það besta úr því og bjóðum ekki minna en sautján sortir. Við verðum með gott úrval af tilbúnum tertum en svo verður líka hægt að kaupa kökur í sneiðum, kökur sem hægt er að taka með í kaffiboð, bollakökur, bitakökur og tart svo fátt eitt sé nefnt. Við festum okkur ekki endilega við ákveðnar tegundir, erum alltaf að prófa eitthvað nýtt og koma kökuelskendum á óvart með alls konar þótt það megi stóla á vinsælustu tegundirnar.“ Hvaðan kemur kökuástríðan hjá Auði Ögn? „Það má segja að hún hafi komið í kjölfarið á matarástríðunni sem hefur alltaf fylgt mér. Ég var samt rosalega lélegur bakari framan af, af því ég var svo vön því úr eldamennskunni að vera alltaf að slumpa, setja mitt mark á það sem ég var að elda. Þetta virkar hins vegar ekki þegar þú ætlar að baka köku því bakstur er vísindi á meðan eldamennskan er list. Ég þurfti svolítið að aga sjálfa mig, lesa mér til um efnið og læra að fylgja uppskriftum áður en ég varð góður bakari,“ segir Auður en skýtur því svo inn að hún baki nú minnst sjálf í dag. „Ég nýt aðstoðar lærðra bakara og konditormeistara sem baka undir minni listrænu stjórn.“

Útlenskur pönnusnúður með íslensku ívafi

„Þennan snúð fann ég í einhverju vafri á netinu. Mér fannst hugmyndin bara svo góð, og flott að bera snúðinn fram í pönnu þannig að ég tók uppskriftina og heimfærði hana upp á íslenska snúðinn. Bætti við kardimommum, vanillu og mjólk sem var ekki í upprunalegu uppskriftinni.“

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.