fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Páll Bergþórsson: Kólnar næstu 30-40 árin – „Ég virðist einn um þessa skoðun sem ég byggi aðallega á reynslu“

Margrét Gústavsdóttir
Fimmtudaginn 28. desember 2017 09:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að leikfimisæfingum loknum byrjar hinn 94 ára gamli Páll Bergþórsson hvern einasta morgun á því að setjast við tölvuna sína og skrifa hnitmiðaða veðurspá sem hann birtir á Facebook, en veðrið er og hefur alltaf verið aðal ástríða þessa ljúfa manns sem flutti veðurfréttir í sjónvarpinu í ein tuttugu og þrjú ár.

Margrét H. Gústavsdóttir settist við eldhúsborðið hjá Páli og saman ræddu þau meðal annars veðurfarsbreytingar, umdeildar skoðanir hans á fóstureyðingum og hvernig hann fer að því að líta út fyrir að vera sjötugur, kominn á tíræðisaldur. Hér að neðan birtist brot úr viðtalinu þar sem hann ræðir um veðurfarsbreytingar.

„Áður en ég fæddist voru mikil harðindi á Íslandi. Svo mikil að margir flúðu til Vesturheims í leit að betra lífi eins og frægt er orðið. Árið 1918 kom svo aftur frostavetur sem sögur fara af en fljótlega upp úr því fór veðrið að breytast til hins betra. Þá hlýnaði mikið á milli ára og þessu hefur til dæmis verið auðvelt að fylgjast með, með því að skoða snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni. Árið 1929 hvarf skaflinn í fyrsta skipti alveg en það hafði enginn sem þá lifði séð frá því á miðri nítjándu öld – eða í ein áttatíu ár. Svo varð aftur mikil hitabreyting á fyrstu tíu árum þessarar aldar sem við lifum núna, eða frá 2000 til 2010. Þá hvarf skaflinn á hverju einasta sumri en hefur svo aftur loðað við síðustu sjö ár.“

Hefur þá kólnað í veðri frá árinu 2010?

„Það er ekki gott að segja enn sem komið er. Flestir veðurfræðingar spá mikilli hlýnun á næstunni en ég sker mig dálítið úr með þetta. Ég vil láta kólna svolítið í svona þrjátíu til fjörtíu ár, eða frá og með núna og fram undir miðja öld. Ég virðist einn um þessa skoðun sem ég byggi aðallega á reynslu. Það hlýnar alltaf og kólnar á víxl, á um þrjátíu og fimm ára fresti, en ofan á bætist stöðug, vaxandi hlýnun. Það má líkja þessu við tröppugang sem fer sífellt hærra en þrepin eru kulda- og hitaskeiðin sem skiptast á,“ segir hann og bætir við að sumir samtímamenn hafi brosað að þessari kenningu hans.

Lífaldur sem spannar tæpa öld gæti þó gefið mörgum tilefni til að álykta að Páll viti sínu viti enda vakinn og sofinn yfir veðrinu áratugum saman en líkt og með aðra framúrskarandi fagmenn leitar hann að áskorunum við hæfi. Og við erum ekki að tala um spá sem nær tíu daga fram í tímann, því síðasta rúma árið hefur hann unnið að samantekt með útreikningum um þróun veðurfars, og hita og kuldabreytingum á jörðinni fram að næstu aldamótum, eða til ársins 2100. Hann hefur skoðað breytingar á bæði suður- og norðurhveli og við miðbik jarðar og niðurstöðurnar vonast hann til að fá birtar í vísindaritinu Jökli, helst innan árs.

Hitnar og kólnar á 35 ára fresti

Hvaða hitastig sérðu fyrir þér að verði á Íslandi árið 2040?

„Þá verður orðið dálítið kaldara en núna en svo hlýnar aftur smám saman. Í kringum árið 2080 verður hins vegar orðið mjög hlýtt en þó ekki eins mikið og margir spá. Þar spila þó möguleg áhrif af mannavöldum inn í og þau verða ekki eins mikil ef við drögum úr losun koltvísýrings,“ segir hann íbygginn og bætir við að flest bendi til að á suðurhvelinu muni ekki hlýna eins mikið og margir veðurfræðingar vilja meina.

„Á suðurhveli jarðar er mikið hafsvæði sem temprar hitastigið en hér á norðurhveli, sérstaklega á sléttum Alaska og yfir Síberíu, er gríðarlegt landsvæði þakið snjó og það er þessi snjór sem viðheldur loftslagsbreytingum á norðurhvelinu. Meðan það snjóar ofan í hafið á suðurhveli hitnar ekki eins mikið eins og þegar snjórinn leggst í fleiri lögum yfir þetta víðfeðma landsvæði á norðurhveli. Snjór á snjó ofan viðheldur kulda þar til kuldastigið nær hámarki og þá kólnar ekki meira. Það tekur að hlýna aftur sem orsakar minni snjó og svo koll af kolli og svona endurtekur þetta sig á um þrjátíu og fimm ára fresti. Það kólnar sem sagt og hlýnar aftur á víxl en ofan á það bætist hlýnun jarðar. Frá árunum 2040 til 2075 verða skilin skörp og hlýnun mikil. Það stafar eins og fyrr segir af losun koltvísýrings út í andrúmsloftið. Því þarf nauðsynlega að stemma stigu við og mannkynið þarf að vera samstíga,“ segir hann ákveðið: „Við jarðarbúar erum búnir að brenna þvílíkum lifandis ósköpum af olíu, kolum og gasi en þetta gæti haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir komandi kynslóðir ef ekkert er aðhafst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Pressan mikil á þremur liðum í þriðju umferð

Pressan mikil á þremur liðum í þriðju umferð
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Margrét Ýr og Reynir Grétarsson slá sér upp saman

Margrét Ýr og Reynir Grétarsson slá sér upp saman
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Öll stærstu lið Englands vilja sækja þennan bita frá Úkraínu í sumar

Öll stærstu lið Englands vilja sækja þennan bita frá Úkraínu í sumar