Orðabanki Birtu: Kverúlant

Á ÉG að gera það?“

Mynd: Youtube/Fóstbræður

Kverúlant er sannarlega ekki skemmtileg týpa en svo er þeim lýst sem tuðar og kvartar yfir sem allra flestu.

Á Vísindavefnum útskýrir prófessor Guðrún Kvaran þetta orð sem hún segir danska slettu.

„Í dönsku er kværulant notað um þann sem er kvartsár og aðfinnslusamur. Það á rætur að rekja til latínu en sögnin qveror merkir að 'kvarta yfir einhverju' og nafnorðið qverulus er notað um þann sem kvartar.“

Orðið er mikið algengara í tal- en ritmáli og því eru ekki miklar heimildir um það hjá Árnastofnun

Og hver er svo kverúlant? Margir muna til dæmis eftir karakternum Indriða úr Fóstbræðraþáttunum, en sá kvartaði í mjög löngu máli yfir sem allra flestu, meðal annars suði í ofnum og fleiru. Spurði svo hneykslaður hver ætti að gera við þá „Á ÉG að gera það?“

Ætli Indriði blessaður sé ekki holdgervingur kverúlantanna? Vonum að hann stofni ekki stjórnmálaflokk.

Íslensk orðabók

kverú|lant
• maður sem veldur leiðindum með sífelldu tali og málarekstri um tiltekið málefni eða út frá tilteknum sjónarhól

maður sem sífellt nöldrar og naggar, nöldurseggur.
maður sem veldur leiðindum með sífelldu tali og málarekstri um tiltekið málefni eða út frá tilteknum sjónarhól.

Samheiti:

illindaseggur, illindaskjóða, jagskjóða, nöldrari, nöldrunarseggur, nöldurkarl, nöldurskepna, nöldurskjóða, ólundarfugl

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.