fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Uppskrift: Pönnusteiktur þorskhnakki með parmesan- og eplasósu

Hugmyndin kemur frá Tjöruhúsinu á Ísafirði

Margrét Gústavsdóttir
Mánudaginn 27. nóvember 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snorri Sigfinnsson, veitingamaður á Messanum, gefur lesendum Birtu helgaruppskriftina að þessu sinni.

Hér erum við með girnilegan fiskrétt sem er í senn einfalt að útbúa og skemmtilegt að bera fram. Hugmyndin kemur upprunalega frá Tjöruhúsinu á Ísafirði en þar eru fiskréttir bornir fram með öllu meðlæti á einni pönnu.

„Maður gerir þetta bara allt á pönnunni,“ útskýrir Snorri. „Það þarf ekki að gera sósuna í öðrum potti eða neitt svoleiðis, þetta gerist bara allt á einni pönnu. Þegar fiskurinn og sósan eru klár þá bætir maður við salatinu og öðru meðlæti og ber svo réttinn fram – alveg brakandi ferskan.“

Snorri hefur starfað sem matreiðslumaður undanfarin tíu til þrettán ár. Fyrir skemmstu opnaði hann veitingastað númer tvö við hliðina á Sjóminjasafninu á Granda en Messinn í Lækjargötu var opnaður fyrir um það bil ári.

„Við erum með hlaðborð á Grandanum. Þar er hægt að borða sig saddan af fersku fiskréttahlaðborði í hádeginu fyrir 2.300 krónur. Í Lækjagötu er meiri svona al-a-carte-stemning en þar berum við fram þessar fiskipönnur sem hafa slegið í gegn. Bæði hjá ferðamönnum og heimamönnum,“ segir Snorri Sigurfinnson að lokum.

Þorskhnakkar á pönnu með epla- og parmesansósu

Fyrir tvo

INNIHALD

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Þorskhnakkar 350–450 g
2 msk. karrí
1,5 msk. chili
Salt og svartur pipar eftir smekk
80 g (u.þ.b. einn fimmti) blaðlaukur
150 ml hvítvín – sjóða niður um 1/3
150 g græn epli,
50 g parmesanostur
300 ml rjómi
Parmesanostur (eftir smekk til þykkingar)
Karrí í sósuna (ef fólk vill meira)

AÐFERÐ

Þorskhnakkinn er skorinn í fjóra til fimm bita og velt upp úr hveiti (gott að hafa einhvers konar grillkrydd eða Aromat úti í hveitinu).

Byrjið á að taka fram pönnu, um 30 sentimetra breiða, og steikja fiskinn þar til hann verður fallega brúnn. Chili og karrí er sett á þá hlið þorsksins sem snýr upp, svo er blaðlauknum bætt út í. Því næst kemur hvítvínið og það soðið niður um 1/3.

Epli skorin í teninga (létt steikt, ekki brúnuð).

Parmesanostur rifinn gróft og settur á pönnuna. Því næst er rjóminn settur út í. Svo má bæta parmesanosti og karrí við eftir smekk þar til sósan verður þykk og falleg.

Þá eru kartöflur (sem búið er að sjóða) settar til hliðar í pönnuna, ein lúka rúkóla og/eða spínat í miðja pönnuna og lime-sneiðar ofan á fiskbitana. Svo er hægt að reka smiðshöggið á með því að strá rifnum parmesanosti yfir allt.

Njótið með glasi af vel kældu hvítvíni eða fersku vatni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Í gær

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar