Og þá var kátt í Húsgagna-höllinni

Sigga Kling og fleiri flottir stuðboltar í jólaskapi langt fram á kvöld

Sigga Kling lífgar upp á stemninguna hvar sem hún kemur. Hún var jólaleg í höllinni, klædd í rauðan stórglæsilegan blúndukjól með veglegt höfuðskraut að vanda.
Hvað vilt þú fá í skóinn? Sigga Kling lífgar upp á stemninguna hvar sem hún kemur. Hún var jólaleg í höllinni, klædd í rauðan stórglæsilegan blúndukjól með veglegt höfuðskraut að vanda.

Vel skipulagðir Íslendingar eru margir hverjir að detta í jólagír um þessar mundir þó enn sé töluvert í aðventuna. Þetta sást vel á jólakvöldi sem haldið var í Húsgagnahöllinni í vikunni sem leið en þar var troðfullt út úr dyrum frá klukkan sjö og fram eftir. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum vantaði ekki jólastemningu í mannskapinn. Margir splæstu í jólaglaðning og flestir fóru sælir og saddir, og margir hverjir með aðeins léttari buddu, heim eftir að hafa tekið þetta skemmtilega forskot á jólagjafainnkaupin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.