fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Orðabanki Birtu: Hundslappadrífa

Stórar, fallegar flyksur sem falla rólega af himnum ofan

Margrét Gústavsdóttir
Sunnudaginn 12. nóvember 2017 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðabanki Birtu: Hundslappadrífa

Nú þegar snjóað hefur í Esjuna er tilvalið að fjalla um þetta skrítna og skemmtilega orð yfir uppáhaldstegund okkar af snjókomu, – nefnilega þessar fallegu mjúku flyksur sem minna á hinn fullkomna jólasnjó. Ævintýraleg Disney-jól.

Orðið hundslappadrífa er myndað úr samsetta orðinu hunds-lappir og orðinu drífa sem merkir einfaldlega snjókoma. Hundslappadrífa er mikil og stórflygsótt snjókoma í logni, einnig nefnd skæðadrífa eða logndrífa. Fyrir vestan er snjókoma í logni einnig nefnd kafaldsmyglingur, hjaldur, lognkafald eða ryk.

„Þau tóku undir sig stökk, hún á undan, og hnipruðu sig í skjól undir slútandi kletti og horfðu um stund agndofa á haglið, hvernig það buldi á fjörugrjótinu; smámsaman mýktist það, breyttist fyrst í hundslappadrífu, síðan slyddu, seinast hreint regn.“

Halldór Laxness, Salka Valka – Þú vínviður hreini, 16. kafli, síða 141

Hundslappadrífa

KVK
• mikil og stórflygsótt snjókoma í logni, skæðadrífa

Samheiti
hrognkelsadrífa, logndrífa, skæðadrífa, molla, molludrífa, molluhríð, síladrífa, snjókoma, snjómugga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 2 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“