fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Íslenska heimilið þeirra Ágústu og Róberts

Ágústa Jónasdóttir hönnunarnemi leigir splunkunýja tveggja herbergja íbúð í bryggjuhverfinu í Grafarvogi. Þar býr hún ásamt unnusta sínum Róberti Inga og góðu safni af fallegum og heilbrigðum pottaplöntum.

Margrét Gústavsdóttir
Sunnudaginn 8. október 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhugi Ágústu Jónasdóttur á innanhússhönnun kviknaði fyrir nokkrum árum þegar hún tók upp á því að kaupa gömul húsgögn og gera þau upp heima í stofu.

„Ég bólstraði stóla, pússaði og málaði og reyndi svo að selja á netinu. Það er víst óhætt að segja að það hafi gengið mjög vel því ekki leið á löngu þar til ég varð að redda mér stærra húsnæði fyrir allar mublurnar af því eftirspurnin varð svo mikil,“ segir Ágústa sem fékkst við þetta áhugamál í rúm fimm ár, meðal annars undir nafninu Álfadís á Facebook.

„Svo fékk ég auðvitað leiða á þessu eins og gengur og gerist. Mig langaði að bjóða öðruvísi vöruúrval, finna eitthvað nýtt og spennandi sem sést ekki í öðrum búðum. Stundum er allt svo keimlíkt hérna. Þetta leiddi svo af sér fyrirbærið Íslensk heimili en það er vefverslun sem við Róbert kærasti minn rekum í sameiningu. Það er að segja, ég sé um að velja vörurnar og hann passar upp á bókhaldið.“

ÍBÚAR: Ágústa Jónasdóttir, 34 ára hönnunarnemi og Róbert Ingi, 34 ára viðskiptafræðingur.

ÁHUGAMÁL: Hönnun, hreyfing og tónlist.

STÆRÐ: 62 fermetrar – 1 svefnherbergi.

STAÐUR: Bryggjuhverfið í Grafarvogi. Fyrsta hæð í fjölbýlishúsi.

BYGGINGARÁR:2017

Hverjar eru áherslurnar hjá þér þegar kemur að því að gera fínt á heimilinu?

„Það getur verið svo margt, allt frá samspili lita yfir það að blanda saman nýjum og gömlum munum. Núna er ég samt alveg yfir mig áhugasöm um alls konar pottaplöntur og stofublóm. Þegar ég var lítil stelpa þá var mamma alltaf að stússast eitthvað með plöntur. Heimilið okkar var gersamlega troðið af plöntum. Eins og frumskógur. Ég var samt ekkert sérstaklega áhugasöm um þær þangað til fyrir nokkrum árum. Ég átta mig á að pottaplöntur eru mikið í tísku núna en ég vil auðvitað meina að ég hafi verið langt á undan minni samtíð,“ segir Ágústa og hlær. „Ég er allavega búin að smita margar af vinkonum mínum af þessum áhuga og orðin sérlegur pottaplönturáðgjafi í vinahópnum. Mér finnst að öll íslensk heimili ættu að innihalda heilbrigðar pottaplöntur.“

Ágústa, ásamt sambýlismanni sínum Róberti Inga. „Við Róbert höfum búið saman í um fimm ár núna. Hann hefur engan áhuga á innanhússhönnun svo ég fæ að ráða öllu. Það er ekki nema honum finnist eitthvað alveg gersamlega hræðilegt að hann hefur orð á því, en það hefur bara gerst svona tvisvar.“
FIMM ÁR Í SAMBÚÐ Ágústa, ásamt sambýlismanni sínum Róberti Inga. „Við Róbert höfum búið saman í um fimm ár núna. Hann hefur engan áhuga á innanhússhönnun svo ég fæ að ráða öllu. Það er ekki nema honum finnist eitthvað alveg gersamlega hræðilegt að hann hefur orð á því, en það hefur bara gerst svona tvisvar.“

Mynd: Brynja

„Myndina af fílsunganum fékk ég í sænskri vefverslun sem heitir The Love Warriors of Sweden. Það fylgir henni skemmtilegur texti sem minnir áhorfandann á frelsi og innri styrk. Borðið er frá Broste Copenhagen en það fékk ég í Húsgagnahöllinni. Hvíti stóllinn heitir því skemmtilega nafni Panama en hann fengum við á lagersölu í ILVU á Korputorgi. Sófapúðarnir eru frá Tina K. Home, dönsk hönnun sem ég er mjög hrifin af. Bæði mamma mín og báðar systur fluttu til Danmerkur á síðustu fjórum árum svo ég hef farið talsvert þangað. Ég er mjög hrifin af danskri eða norrænni hönnun, enda er hún einföld og falleg í senn.“
FÍLLINN Í STOFUNNI „Myndina af fílsunganum fékk ég í sænskri vefverslun sem heitir The Love Warriors of Sweden. Það fylgir henni skemmtilegur texti sem minnir áhorfandann á frelsi og innri styrk. Borðið er frá Broste Copenhagen en það fékk ég í Húsgagnahöllinni. Hvíti stóllinn heitir því skemmtilega nafni Panama en hann fengum við á lagersölu í ILVU á Korputorgi. Sófapúðarnir eru frá Tina K. Home, dönsk hönnun sem ég er mjög hrifin af. Bæði mamma mín og báðar systur fluttu til Danmerkur á síðustu fjórum árum svo ég hef farið talsvert þangað. Ég er mjög hrifin af danskri eða norrænni hönnun, enda er hún einföld og falleg í senn.“

Mynd: Brynja

„Mig langaði svo í svona mottu en hún kostaði að lágmarki fimmtíu þúsund frá Snowdrops of Copenhagen svo ég hélt að mér höndum. Svo allt í einu sé ég þessa, sem er eiginlega alveg eins, í Söstrene Grene. Ég held að þetta hafi svo eftir allt verið betri kaup vegna þess að það má setja þessa mottu í þvottavél!“
HAPPA MOTTA „Mig langaði svo í svona mottu en hún kostaði að lágmarki fimmtíu þúsund frá Snowdrops of Copenhagen svo ég hélt að mér höndum. Svo allt í einu sé ég þessa, sem er eiginlega alveg eins, í Söstrene Grene. Ég held að þetta hafi svo eftir allt verið betri kaup vegna þess að það má setja þessa mottu í þvottavél!“

Mynd: Brynja

„Þennan spegil fékk ég í Góða hirðinum og ég þurfti bara ekkert að gera við hann. Mér finnst hann mjög flottur eins og hann er svo ég lét hann bara halda sér. Hilluna fékk ég í IKEA en kanínubaukurinn er úr versluninni Hrím.“
ÁSTARSPEGILLINN „Þennan spegil fékk ég í Góða hirðinum og ég þurfti bara ekkert að gera við hann. Mér finnst hann mjög flottur eins og hann er svo ég lét hann bara halda sér. Hilluna fékk ég í IKEA en kanínubaukurinn er úr versluninni Hrím.“

Mynd: Brynja

„Þessa gullfallegu plöntu tók ég með mér frá Svíþjóð en með tímanum á hún eftir að stækka og verða að fallegri hengiplöntu. Margir halda að það sé ólöglegt að flytja plöntur á milli landa en það er það ekki. Maður þarf bara að passa að taka ekki fleiri en þrjár í einu.“
Gullfallegur gyðingur „Þessa gullfallegu plöntu tók ég með mér frá Svíþjóð en með tímanum á hún eftir að stækka og verða að fallegri hengiplöntu. Margir halda að það sé ólöglegt að flytja plöntur á milli landa en það er það ekki. Maður þarf bara að passa að taka ekki fleiri en þrjár í einu.“

Mynd: Brynja

„Mig vantaði svo fataslá í svefnherbergið svo ég ákvað að kaupa bara gardínustöng og setja svo hillu yfir. Með þessu sparaði ég fullt af peningum en allt í allt hef ég eytt um 4.500 krónum í þetta. Hugmyndin er reyndar fengin að láni frá snapparanum Sólrúnu Diego. Rúmgaflinn keypti mamma mín í Góða hirðinum og ég fékk hann þegar hún flutti út. Upprunalega var hann dökkgrænn, en við spreyjuðum hann í möttum svörtum lit.“
SVEFNHERBERGIÐ „Mig vantaði svo fataslá í svefnherbergið svo ég ákvað að kaupa bara gardínustöng og setja svo hillu yfir. Með þessu sparaði ég fullt af peningum en allt í allt hef ég eytt um 4.500 krónum í þetta. Hugmyndin er reyndar fengin að láni frá snapparanum Sólrúnu Diego. Rúmgaflinn keypti mamma mín í Góða hirðinum og ég fékk hann þegar hún flutti út. Upprunalega var hann dökkgrænn, en við spreyjuðum hann í möttum svörtum lit.“

Mynd: Brynja

„Ég hugsa alltaf fyrst og fremst um þægindi svo það er mjög gott að hafa bæði skyrtur og skart aðgengilegt á sama stað.“
SKYRTUR OG SKART „Ég hugsa alltaf fyrst og fremst um þægindi svo það er mjög gott að hafa bæði skyrtur og skart aðgengilegt á sama stað.“

Mynd: Brynja

„Ég elska þetta lavender þvottasprey. Það frískar bæði upp á föt á milli þvotta og eyðir vondri lykt. Svo má nota það til að spreyja inn í skápa og skúffur og það er alveg æði á rúmfötin rétt fyrir háttatíma.“
LAVENDER ÚÐI „Ég elska þetta lavender þvottasprey. Það frískar bæði upp á föt á milli þvotta og eyðir vondri lykt. Svo má nota það til að spreyja inn í skápa og skúffur og það er alveg æði á rúmfötin rétt fyrir háttatíma.“

Mynd: Brynja

„Ef hlutum er stillt upp með fallegum hætti þá langar mann frekar til að nota þá oftar. Fegurð getur haft svo mikil áhrif á það hvernig manni líður og þess vegna finnst mér mikilvægt að hafa fallegt í kringum mig.“
SMÁATRIÐIN SKIPTA MÁLI „Ef hlutum er stillt upp með fallegum hætti þá langar mann frekar til að nota þá oftar. Fegurð getur haft svo mikil áhrif á það hvernig manni líður og þess vegna finnst mér mikilvægt að hafa fallegt í kringum mig.“

Mynd: Brynja

„Þessi sæti vasi kemur frá Tina K. Home, ég tók hann með heim frá Danmörku eins og svo margt annað.“
RÖNDÓTTUR VASI „Þessi sæti vasi kemur frá Tina K. Home, ég tók hann með heim frá Danmörku eins og svo margt annað.“

Mynd: Brynja

„Þetta er String hilla sem ég keypti í Epal fyrir svona hálfu ári. Í henni geymi ég alls konar dót, það er mismunandi hvað er þarna hverju sinni. Maður er alltaf að skipta út og raða upp á nýtt eftir því hvernig stuði maður er í.“
HILLA UNDIR FÍNERÍ „Þetta er String hilla sem ég keypti í Epal fyrir svona hálfu ári. Í henni geymi ég alls konar dót, það er mismunandi hvað er þarna hverju sinni. Maður er alltaf að skipta út og raða upp á nýtt eftir því hvernig stuði maður er í.“

Mynd: Brynja

what if I fall?oh, my darling,what ifyou fly?
LJÓÐ ERU GÓÐ what if I fall?oh, my darling,what ifyou fly?

Mynd: Brynja

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“