fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Elskaði brennivín og stundaði framhjáhald: Þetta ráðleggur hann Wayne Rooney

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 11:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Ég var gómaður við framhjáhald, ég tapaði 7 milljónum punda og það endaði með skilnaði. Ekki gera sömu mistök Rooney,“ svona hefst grein sem Keith Gillespie, fyrrmu leikmaður Manchester United skrifar í dag.

Ástæðan eru fréttir um Wayne Rooney fyrrum framherja Manchester United, hann er reglulega í fréttum fyrir drykkju sína og daður við aðrar konur.

Rooney er giftur og á fjögur börn með Coleen sem er alveg við það að fá nóg af heimsku hans.

Rooney var handtekinn á flugvelli í Washington í síðasta mánuði en hann var í annarlegu ástandi eftir langt flug.

Samkvæmt enskum miðlum hefur Rooney komið sér í meira vesen og hótar konan hans, Coleen Rooney að fljúga aftur heim. Þau eru búsett í Bandaríkjunum þessa stundina en Rooney samdi við DC United í MLS-deildinni á síðasta ári.

Þeirra hjónaband er í hættu eftir að Rooney hafði fengið sér of mikið í glas á bar og reyndi við afgreiðslustúlku. ,,Þú hefur niðurlægt mig aftur,“ er haft eftir Coleen og er bætt við að hún hafi aldrei verið eins reið út í eiginmann sinn.

Saga Wayne Rooney utan vallar: Fyllerí, kaup á vændiskonum og rothögg

Atvikið átti sér stað í Florida þar sem Rooney gekk á milli skemmtistaða og hellti vel í sig, Coleen hefur fengið nóg af því að hann fari að ræða við kvennfólk í hvert sinn. Nú segja ensk blöð að Coleen sé á leið í frí með börnin þeirra fjögur, fríið var planað áður en Rooney hellt í sig í Florida. Hann hefur beðið hana um að fresta fríinu á meðan þau leysa vandann. Coleen ætlar ekki að gera það enda er hún um það bil að fá nóg af því hvernig Rooney hagar sér alltaf.

Gillespie sem er 43 ára í dag elskaði að fá sér í glas, var spilafíkill og var að halda framhjá. Hann gefur Rooney ráð í dag.

,,Knattspyrnumenn eins og ég, Wayne Rooney virðumst gera hlutina áður en við hugsum, við gerum það sem við viljum og tökum afleiðingum,“ sagði Gillespie.

,,Ég þekki það betur hversu freistandi það er að taka rangar ákvarðanir, þegar þú þénar vel. Þú getur gert allt, líkt og Rooney þá voru kvöldin mörg þar sem við gerðum vitleysu og alltaf með áfengi við hönd.

Gillespie segir að Rooney fái mikla athygli kvenna, hann sé frægur og vel efnaður og konur hafi áhuga á slíku.

,,Wayne fær athygli kvenna þegar hann vill, kvenfólk fellur fyrir þér. Það er hluti af starfinu, það er í góðu lagi ef þú ert á lausu. Konur eru hættulegar fyrir gifta knattspyrnumenn, það vita allir atvinnumenn í fótbolta.“

Hann ráðleggur Rooney að setja fjölskylduna í fyrsta sæti.

,,Þú verður að kunna að taka þessari athygli á réttan hátt. Núna er komið að því að Rooney seti konuna sína og börn í fyrsta sæti. Hann verður að gera hlutina rétt.“

,,Aðeins Rooney veit hvernig staðan er með Coleen og fjölskylduna, hann getur ekki lengur farið á 10 tíma fyllerí, þegar hann á að vera heima hjá sér og vera faðir. Hann þarf að átta sig á því hvað hann er að gera fjölskyldu sinni, þau eru það sem skiptir máli.“

,,Ég tapaði öllu mínu með hegðun minni og Wayne þarf að hætta þessu, annars getur það sama gerst.“

,,WAyne hefur gert mistök í lífinu, hann hefur keypt þjónustu vændiskvenna, hann hefur verið í trekant. Hann er undir sömu athygli og ég var. Hann er sagður vera í vandræðum hjá eiginkonu sinni. Það er ekkert sem segir að Rooney hafi haldið framhjá en hann fór á tíu tíma fyllerí, skömmu eftir að hafa verið handtekinn, hann var líka að keyra fullur í lok árs 2017.“

Gillespie segir að Rooney verði að fara yfir það af hverju hann endar alltaf í blöðunum þegar hann fær sér í glas.

,,Hann er ekki bara einhver Jón Jónsson, hann er heimsfrægur, var fyrirliði Englands og markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins.

,,Wayne þarf að passa sig á því hvaða fólk hann er með í kringum sig, fólk vera með honum, hann er ríkur og frægur. Hann þarf að gera breytingar í lífi sínu. Það er ekki of seint fyrir Wayne.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Í gær

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Í gær

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum